Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 3
fréttir , Fimmtudagur 26. október 1989 - DAGUR - 3 E Efnahagsnefnd Framsóknarflokksins: Stóriðja verði skattlögð til byggðajöfiiunar - stjórnsýslumiðstöðvum komið upp í öllum kjördæmum Efnahagsnefnd Framsóknar- flokksins, sem í eiga sæti Stefán Guðmundsson, Alexander Stefánsson, Ólafur Þ. Þórðar- son og Guðmundur G. Þórar- insson, hafa kynnt ítarlegar til- lögur í efnahags-, atvinnu-, og byggðamálum. Þar er m.a. lagt til að Byggðastofnun verði efld með auknum fjárframlögum og ótvíræðum rétti til frum- kvæðis að áætlunargerð. Stjórnsýslumiðstöðvum verði þegar komið upp í öllum kjör- dæmum utan höfuðborgar- svæðisins og margvísleg þjón- ustustarfsemi þess opinbera flutt frá Reykjavík til stjórn- sýslumiðstöð vanna. Stefán Guðmundsson, formað- ur nefndarinnar, sagði í samtali við Dag að í tillögunum væri lögð mikil áhersla á efla atvinnulíf á landsbyggðinni. Hann benti á að fyrirsjáanlegir áframhaldandi búferlaflutningar til höfuðborg- arsvæðisins hefðu ófyrirséðar afleiðingar í för með sér fyrir landið í heild. Pví þyrfti að sporna við þessari þróun án tafar. „Við bendum á í þessu sambandi að Byggðastofnun verður að efla og henni verður að gera kleift að gera langtímaáætlun um eflingu byggðar," segir Stefán. Hann segir að á bak við hugmynd um stjórnsýslumiðstöðvar í öllum kjördæmum felist að með því móti verði stjórnun ýmissa þátta komið frá miðstýringarvaldinu í Reykjavík heim í héruðin. „Við leggjum ennfremur til að sam- bönd sveitarfélaga verði virkari um gerð tillagna um opinberar framkvæmdir og þá leggjum við á það áherslu að staða dreifbýl- isverslunar verði endurmetin og ríkisvaldið hafi frumkvæði um aðgerðir sem leiði til betri stöðu hennar,“ segir Stefán. Hann segir að fjórmenningarn- ir leggi til að stóriðja í landinu verði skattlögð til byggðajafn- vægis. „Okkur þykir ekki óeðli- legt að eitthvað af því fjármagni sem stóriðjan skilur eftir sig á þeim stöðum sem mannfjöldi er mestur komi dreifðum byggðum landsins til góða. Pannig viljum við að Álverið í Straumsvík verði skattlagt og þeir skattpeningar nýttir til að styrkja dreifbýlið. Að sama skapi yrði hugsanlegt álver við Eyjafjörð skattlagt og þeir fjármunir gætu t.d. komið íbúum á Þórshöfn til góða,“ segir Stefán Guðmundsson. í kafla um iðnað er ennfremur lagt til að Landsvirkjun og Raf- magnsveitur ríkisins verði sam- einuð í eitt orkuöflunar- og dreif- ingarfyrirtæki og raforkuverð verði jafnað til allra dreifiveitna og sambærilegrar notkunar. óþh fslenskir ríkisborgarar sem flytja af landi brott: Halda kosningarétti við alþingis- kosningar og forsetakjör í átta ár Meö lögum sem santþykkt voru á síðasta Alþingi um breytingu á Iögum um kosning- ar til Alþingis var breytt þeim ákvæöum kosningalaganna er kveða á um kosningarétt íslenskra ríkisborgara sem flutt hafa af landi brott. Þessi ákvæði gilda með sama hætti við kjör forseta Islands. Samkvæmt hinum nýju reglum halda íslenskir ríkisborgarar sem flytja af landi brott nú kosninga- rétt við alþingiskosningar og forsetakjör í átta ár (í stað fjögurra ára) frá því þeir fluttu úr landi, talið frá 1. desember næst- um fyrir kjördag. Skulu þeir sjálfkrafa teknir á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu síðast lögheimili samkvæmt þjóðskrá. Ennfremur verða íslenskir ríkisborgarar sem dvalið hafa erlendis lengur en átta ár nú einnig teknir á kjörskrá en þó því aðeins að þeir sæki um það sér- staklega. Umsókn íslensks ríkisborgara um að verða þannig tekinn á kjörskrá skal undirrituð af umsækjanda sjálfum og send Hagstofu íslands á þar til gerðu eyðublaði sem hún lætur í té. Umsóknareyðublöðum hefur verið dreift til sendiráða og fasta- nefnda við alþjóðastofnanir, svo og til sendiræðisskrifstofa og skrifstofa kjörræðismanna. Auk þess liggja eyðublöðin frammi á Hagstofunni. Gildi umsóknar miðast við 1. des. og gildir ákvörðun um að maður sé þannig tekin á kjörskrá í 4 ár frá 1. des. næstum á eftir að umsóknin berst Hagstofunni. Anna Einarsdóttir kynnir bækurnar um Karólínu fyrir börnunum á Króga- bóli. Við hliö hennar er Virpi Pekkala sem teiknaði myndirnar í bókunum. Mynd:KL í tilefni barnabókaviku: Finnskur bamabókateiknari heim- sækir dagheimili á Akureyri Börn og bækur er yfirskrift barnabókaviku sem stendur yfir um þessar mundir í skólum, bókasöfnum og fjöl- miðlum. Markmið vikunnar er að vekja athygli á bókum, hvetja börn og unglinga til bókalestrar og foreldra til að sinna lestri barna sinna. Af því tilefni er stödd hér á landi finnsk kona að nafni Virpi Pekkala en hún hefur teiknað myndir í bækurnar uin Karólínu eftir Laura Voipio, sem segir frá fjögurra ára stelpuhnátu og uppátækjum hennar. Pekkala heimsótti tvö dag- heimili á Akureyri í vikunni, Krógaból og Pálmholt og kynnti bækur sínar fyrir börnunum þar og færði þeim barmmerki með mynd af Karólínu. Með henni í för var Anna Einarsdóttir frá Máli og menningu semgefur bækurnar út á íslandi. -KK Skákfélag Akureyrar: Rúnar sigraði á tveimur mótum | Rúnar Sigurpálsson, hinn ungi ; og efnilegi skákmaður Skákfé- 1 lags Akureyrar, sigraði á tveimur mótum sem félagið hélt um helgina. Á föstudaginn sigraði hann í Startmótinu og fékk 11 vinninga af 12 mögu- legum. Hann vann í 10 skákum og gerði tvö jafntefli. Þetta er annað árið í röð sem Rúnar sigrar á Startmótinu. í öðru sæti á Startmótinu, sem var hraðskákmót, varð Smári Ólafsson nteð 9'/2 vinning og í þriðja sæti varð Sigurjón Sigur- björnsson með 9 vinninga. Á sunnudaginn var haldið 15 mínútna mót og þar sigraði Rún- ar glæsilega. Hann fékk 7 vinn- inga af 7 mögulegum, eða fullt hús. Þorleifur Karlsson varð ann- ar með 6 vinninga og Skapti Ingi- marsson varð í þriðja sæti með 5 vinninga. Af öðrum félögum í Skákfélagi Akureyrar er það að frétta að Pálmi Pétursson stóð sig vel á Bikarmóti Taflfélags Reykjavík- ur. Hann varð í þriðja sæti á eftir þeim Magnúsi Sólmundarsyni og Héðni Steingrímssyni. SS JJWIA HEILSUQÆSLUSTÖÐIN A AKUREVRI Influensubólusetning Á næstunni mun íbúum á þjónustusvæði Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri gefinn kostur á bólusetningu gegn influensu. Sérstaklega er mælt með að aldraðir og þeir sem eru haldnir langvinnum sjúkdómum fái bólusetningu. Þeir sem óska bólusetningar eru beðnir að hafa samband við heimilislækni sinn fyrir 3. nóvember nk. í síma 22311 á heilsugæslustöðinni. Kjördæmisþing Norðurlands eystra Kjördæmisþing Alþyðuflokksíns í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14 Akureyri laugardaginn 28. október og hefst kl. 10.00. Dagskrá: 1. Þingsetning. 2. Efling atvinnulífs og aukin tengsl við Evrópu. Framsögumaður: Jón Sigurðsson ráðherra. 3. Stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður: Árni Gunnarsson alþingismaður. 4. Sveitarstjórnarkosningar. Framsögumenn: Freyr Ófeigsson og Gísli B. Hjartar- son bæjarfulltrúar. 5. Önnur mál. 6. Þingslit. Stjórnin. Kjotbuðingur aðeins kr. 465,- kg. Paprikupylsa aðeins kr. 495,- kg. Haway-pylsa aðeins kr. 842,- kg. Tilboðtö stendur aðeins fimmtudag og föstudag Blanda Vz lítri verð kr. 49,- Kjörbúð KEA Brekkugötu 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.