Dagur


Dagur - 18.11.1989, Qupperneq 7

Dagur - 18.11.1989, Qupperneq 7
Laugardagur 18. nóvember 1989 - DAGUR - 7 menningarmál Kór Húsavíkurkirkju: Gloría eftir Vivaldi - æft fyrir aðventustund Gloria eftir Antonio Vivaldi verður flutt af Kór Húsavík- urkirkju á aðventustund í kirkjunni 3. des. nk. Stjórn- andi kórsins er Sharon Thomp- son og undirleikari David Thompson, organisti við kirkj- una, þau eru bandarísk hjón sem starfað hafa á Húsavík í rúmt ár, hjá Tónlistarskólan- um og við kirkjuna. Þrír ein- söngvarar syngja verkið ásamt kórnum; Hólmfríður S. Benediktsdóttir, sópran, og Matthildur Rós Haraldsdóttir, sópran, frá Húsavík og Þuríð- ur Baldursdóttir, alt, frá Akur- eyri. Gloria er mjög fallegt verk sem ekki mun oft hafa verið flutt á íslandi. Vivaldi var uppi á árunum 1680-1743 og láta kórfélagar af, að ákaf- lega gaman sé að glíma við verkefnið; þennan lofsöng Guði til dýrðar, þar sem gleðin og fegurðin er í fyrirrúmi. „Það er eins með þetta verk og svo mörg önnur sem eitthvað er varið í, að því meir sem ég kynn- ist því, því fallegra finnst mér það,“ sagði Ingvar Þórarinsson formaður kórsins í samtali við Dag. Dagur leit inn á æfingu hjá kórnum í byrjun nóvember, æfingar á verkinu hófust 7. sept. og nú er æft þrisvar sinnum í viku. Flutningur verksins tekur 35-40 mín. Hópur söngfólks úr bænum gekk til liðs við kórinn til að æfa og flytja verkið, en sér- staklega vantaði karlaraddir í kórinn. Kór Húsavíkurkirkju hefur oft tekist á við stór verkefni. Hann flutti m.a. messur undir stjórn Úlriks Ólasonar fyrir nokkrum árum, og hélt tónleika á Akur- eyri og í Reykjavík, auk þess sem hann hefur farið í söngferð til Noregs og Svíþjóðar. „Kórinn var stofnaður 1943 til að annast söng við almennar messur. Þá var almenningur að hætta að syngja í kirkjunni, en hafði sungið við messurnar þar til. Sigurður Birkis, söngmála- stjóri, taldi nauðsynlegt að stofna kirkjukór formlega, þó kórinn hafi í rauninni verið miklu lengur til á Húsavík. Það var ákaflega mikið líf í þessum kór á árunum frá 1950-60, þá voru starfandi innan kórsins, karlakór, kvenna- kór og blandaður kór. Nú vilja menn breyta þessari tilhögun kirkjusöngsins aftur, en það gengur svona og svona,“ sagði Ingvar, aðspurður um stofnun kórsins. Fyrsti stjórnandi kórsins var sr. Friðrik A. Friðriksson og kona hans, frú Gertrud Friðriksson var organisti við kirkjuna í fjölda- mörg ár. Meðal söngstjóra og organista sem starfað hafa með kórnum eru þau: Sigríður Schiöth, Reynir Jónasson, Steingrímur Sigfússon, Friðrik Jónsson og Úlrik Ólason. Ingvar hefur starfað í Kór Húsavíkurkirkju í 40 ár en hann segir að það finnist ekki öllum langur tími: „Ég veit um einn mann, Birgi Steingrímsson, sem starfaði með kórnum í 65 ár, hann kom í kórinn 15 ára gamall og hætti áttræður. Birgir var mjög músíkalskur, hann byrjaði sem tenór en endaði sem bassi. Hann var tónskáld og ákaflega gott var að læra rödd hjá honum." Kórinn ásamt Sharon og David Thompson, Þær eru einsöngvarar með kórnum: Matthildur Rós Haraldsdóttir og Hólmfríður S. Bene- diktsdóttir. Myndir: IM Stjórnandi kórsins Sharon Thompson og organisti kirkj- unnar David Thompson. Kórinn æfir undir stjórn Sharon Thompson og við undirleik David Thompson. Kór Húsavíkurkirkju hefur aldrei tekið eyri fyrir söng, hvorki við jarðarfarir eða aðrar kirkjulegar athafnir. Að jafnaði eru um 100 mætingar á ári til söngs eða æfinga í kirkjunni. Kirkjusöngurinn fer að mestu fram um helgar og á hátíðisdög- um, þegar svo margir kjósa að njóta næðis með sinni fjölskyldu. Dagur spurði Ingvar hvað starfið með kórnum hefði gefið honum: „Með því að hlusta og taka þátt í starfinu hef ég kynnst miklu af fallegri músík, en kannski er ánægjulegast af öllu að hafa á mörgum árum sungið með svona stórum hóp af góðu og skemmti- legu fólki. í kórstarfinu hefur engan skugga borið á. Eitt það ánægjulegasta á þessu fjörutíu ára tímabili er að ég hef kynnst mörgum af bestu söngvur- um landsins. Ég hef haft tækifæri til að taka á móti þeim, kynna þá og leyfa Húsvíkingum að hlusta á söng þeirra. Ég hef haft ánægju af að hitta svona margt, gott, íslenskt söngfólk og hljóðfæra- leikara. Hér fyrr á árum þótti lélegt ef ekki mættu 100 manns á konsert á Húsavík, en aðsóknin er oft minni í dag. Ótrúlega margt fólk hefur komið til Húsa- víkur til tónleikahalds, m.a. man ég eftir hljóðfæraleikurum úr íslensku sinfóníunni og hóp úr Bostonsinfóníunni. Mjög ánægjulegt hefur einnig verið að kynnast mörgum tónlistarkenn- urum sem hér hafa starfað." Ingvar segir að ánægjulegt sé að starfa með Thompsonhjónun- um sem séu mjög samhent, og það leyndi sér ekki á æfingunni á Gloría, þar var unnið af kappi, með glaðværð, og gott andrúms- loft réði ríkjum í kirkjunni. í Húsavíkurkirkju hefur alltaf verið leyft að klappa fyrir lista- mönnum og ef heldur sem horfir með æfingarnar á Gloría, munu Húsvíkingar verða þakklátir fyrir það frjálslyndi þann 3. desember. IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.