Dagur - 22.11.1989, Page 8

Dagur - 22.11.1989, Page 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1989 Á keramiknámskeiði í Aðaldal: Karlar skafiiir, Kossinn brenndur og Kristur brotinn Vilhelmína Ingimundardóttir á Bergi í Aðaldal hefur undanfarna tvo vetur haldið keramiknám- skeið og innréttað hina vistlegustu vinnustofu að Bergi. Villý hefur mikinn áhuga á keramikvinnslu, og samhliða námskeiðshaldinu er hún að fikra sig áfram við að móta sjálf sín eigin verk. Hún hefur sótt námskeið í keramikvinnslu og einnig nám- skeið í mótun hjá Margréti Jónsdóttur á Akureyri og í haust fór hún á námskeið til Steinunnar í Hulduhólum. Villý kaupir keramikhlutina, sem notaðir eru á námskeiðun- um, steypta frá Reykjavík og er beðin að lýsa vinnslu þeirra: „Fyrst eru þeir unnir niður, tekin af öll óþarfa samskeyti og línur sem ekki eiga að vera. Síðan eru munirnir pússaðir og svo farið yfir þá með blautum svampi. Þá er komið að forbrennslunni. Þeg- ar búið er að brenna hlutinn þarf oft að fara yfir hánn með fínum sandpappír. Sumir hlutirnir eru málaðir, en glerungur settur á aðra sem síðan eru brenndir á ný. Til eru svokallaðir undirlitir, sem hlutir eru stundum málaðir með fyrir forbrennsluna. Aðalvinnan er að læra hvernig nota eigi liti, glerung og annað. Ég fer yfirleitt suður einu sinni á ári til að fylgj- ast með nýjungum á þessu sviði.“ - Er mikill vandi að vinna munina eða getur hver sem er átt við þetta? „I sjálfu sér getur hver sem er gert þetta ef hann hefur nógu mikinn áhuga á að læra þetta. Aðalatriðið er að gefa sér tíma, því þetta er mikil vinna.“ - Verða steyptu hlutirnir ekki um síðir ákaflega mismunandi útlits í höndum nemendanna? „Jú, mjög mismunandi, og það er virkilega gaman að fylgjast með hvað úr þeim verður. Sumir sem koma hingað eru hreinustu listamenn, þó fólk þurfi ekki að vera það til að geta gert skemmti- lega hluti.“ - Hafa margir sótt námskeiðin og hefur þeim verið vel tekið? „Ég dáist að konum frá Húsa- vík sem hafa verið óskaplega duglegar að keyra hingað fram- eftir. Karlarnir hefðu mátt vera duglegri að sækja námskeiðin. Á þau hafa komið fjórir karlar en nokkrir tugir af konum. Þetta virðist ekki höfða eins mikið til karla, en þeir sem hafa komið virðast ekki síður vandvirkir en konurnar og það er þeim enn meira kappsmál að skila hlutunum eins vel unnum og þeir mögulega geta. Ég veit að keramiknám- skeið fyrir aldraða hafa verið haldin og gefist mjög vel.“ - Hvað með fólk sem fer á námskeið og langar síðan að halda áfram að gera keramik- hluti, er það mögulegt? „Það á að geta gengið upp með því að vinna hluti heima og láta brenna þá. Eini gallinn er að hlutirnir eru svo brothættir með- an þeir eru hráir að það stoppar marga af. Ég veit þó að þetta er mikið gert í Reykjavík. Þó að hlutirnir brotni meðan þeir eru í vinnslu hérna, get ég oftast gert við þá.“ IM Vilhelntína Ingimundardóttir. Mikið um jólagjafaviimslu Margrét og Sigrún. Pað voru sex dömur frá Húsavík á námskeiði hjá Villý þegar Dagur leit við á verkstæðinu. Tvær dömurnar voru langyngstar og þær voru fyrst spurðar hvernig þeim líkaði námskeiðið. Hanna Björg vandaði sig mjög við að mála jólasveinamús, sem var að verða hin litskrúðugasta. Einhverskon- ar ílát var áfast músinni og var daman spurð um notagildi þess og hvað hún ætlaði að gera við gnpinn: „Þetta er mús undir sælgæti. Ég er að hugsa um að eiga hana sjálf því ég tími ekki að gefa hana, er líka búin að vera tvo tíma að vinna hana. Ég var búin að gera tvo hluti áður sem ég ætla að eiga sjálf, eða gefa einhverj- um, það eru styttur sem heita Hollenska parið og Kossinn. Það er æðislega gaman að vinna við þetta.“ - Er þetta skemmtilegra en skólahandavinnan? „Jahá. En ég veit ekki hvort ég get unnið við svona heima þegar námskeiðið er búið.“ Marta Heimisdóttir var einnig að mála jólasveinastyttu sem hún var spurð hvað hún ætlaði að gera við: „Þetta er jólasveinninn á strompinum. Ég er bara að hugsa um að eiga hann, og ég er búin að gera Kossinn og kött og frosk. Það er alveg rosalega gam- an að vinna við þetta, mér finnst mest gaman að skafa hornin af og svo að mála. Ég ætla að gera eina styttu enn, en er ekki búin að velja hana.“ mmm m Sigríður Sigurjónsdóttir. Margrét Sigríður Árnadóttir var spurð hvort hún hefði fengist við slíka keramikvinnu áður: „Nei, ég hef ekki gert neitt svona en ég hef aðeins átt við að mála með taulitum og finnst það mjög gaman. Nú, svo litaði ég í gamla daga.“ - Ertu mikil handavinnukona? „Það er nú svona í skorpum. Ég er vanari frekar grófri handa- vinnu, en það er vandaverk að mála stytturnar og mér hefur ekkert gengið vel.“ - Mér sýnist jólasveinninn ljómandi fínn hjá þér, og vera hin verðugasta hirsla fyrir jóla- kortin. „Já, svona fljótt á litið er þetta í lagi, en þegar farið er að skoða betur þyrfti að laga ýmislegt. Ég er líka búin að gera styttu sem heitir Fjölskyldan og á eftir að gera eitthvað fleira, en það hefur tekið mig lengri tíma að vinna við þetta en ég gerði mér grein fyrir. I síðasta tímanum ætla ég að vinna vaskafat og könnu.“ Fanney Karlsdóttir var að mála á könnu sem einhver heppinn á að fá í jólagjöf. Fanney er á sínu fyrsta keramiknámskeiði: „Mér finnst gaman að búa til eitthvað sjálf og er búin að gera nokkra hluti sem ég ætla flesta að gefa í jólagjöf. “ - Értu vön að útbúa jólagjafir sjálf? „Ég hef gert það svona stund- um, þegar lítið er um pening til að kaupa fyrir. Svo er líka mikið skemmtilegra að gefa svolítið persónulegar gjafir. Eftir ára- mótin ætla ég á annað námskeið og gera eitthvað fyrir sjálfa mig.“ Sigrún Edda Jónasdóttir var að vinna við könnu sem virtist hið mesta vandaverk að ganga frá og var hún spurð hvort hún væri vön handavinnu af þessu tagi: „Ég hef verið við postulínsmálningu og taumálun. Mér finnst vandi að gera stytturnar fallegar en gaman að sjá árangurinn af vinnunni og hvað maður getur gert. Ég er búin að gera marga hluti hérna, bæði til að gefa og sem ég ætla að Villý og Hanna Björg. Sigríður og Margrét. í hillunum bak við þa

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.