Dagur - 22.11.1989, Side 9

Dagur - 22.11.1989, Side 9
bœkur Miðvikudagur 22. nóvember 1989 - DAGUR - 9 hjá nemendunum eiga sjálf.“ - Finnst þér ekki óþægilegt að þurfa að keyra fram í sveit til að sækja svona námskeið? „Nei, þetta er alveg þess virði.“ Sigríður Sigurjónsdóttir var að gera litla könnu og skál sem hún sagðist ætla að gefa mömmu sinni, og svo vonaðist hún til að fá bæði rjóma og konfekt með kaffinu í framtíðinni: „Mér finnst alveg synd að konur komi ekki meira hérna niðureftir og að þær skuli láta það stoppa sig að keyra hingað. Það eru svo góðir vættir hér í hrauninu, sérstaklega á Sandsafleggjaranum. Þetta er ekkert til að óttast, en það þarf að gefa sér tíma og fara hægt og rólega. Ég er ekki búin að gera mikið á námskeiðinu, er farin að æfa mig fyrir ömmuhlutverk og er að reyna að sýna vandvirkni og þroska. Ég er búin að gera Fjöl- skylduna, það er svona Jesú- mynd, bræður mínir fyrir sunnan eru mjög kristnir og ég er að hugsa um að senda þessum elsk- um svona styttur í jólagjöf". Þegar Sigríður var búin að bera glerunginn vandlega á konfektsettið, hófst hún handa við að skafa af nýrri Jesúmynd, en var ekki alveg nógu ömmuleg í meðhöndluninni því Jesú datt í sundur, en það er víst hægt að líma hann saman með leir áður en styttan fer í brennsluofninn. IM ;r bíða styttur eftir meðhöndlun lipurra handa. F- Sigurjón Rist og Hennann Svcinbjörnsson handfjatla ísöxi, sem koin að góðum notum í Fransk-íslenska Vatna- jökulsleiðangrinuin árið 1951. Ljósm.: G.V.A. „Vadd ut í“: Skjaldborg gefur út ævi- minningar Siguijóns Rist „Vadd’út í“ heitir ævisaga Sig- urjóns Rist, vatnamælinga- manns, sem bókaútgáfan Skjaldborg gefur út. Sigurjón er þjóðkunnur fyrir störf sín við vatnamælingar í meira en 40 ár. Hann var frumkvöðull í störfum sínum og átti ómetan- legan þátt í því að afla nauð- synlegrar vitneskju um vatns- föllin á Islandi, svo unnt væri að virkja þau. Hermann Svein- björnsson skráði ævinúnningar Sigurjóns, en hann hefur m.a. starfað við blaðamennsku og á fréttastofu Ríkisútvarpsins, verið fréttaritari Sjónvarpsins á Akureyri og gert sjónvarps- þætti, ásamt því að ritstýra Degi um tæpra átta ára skeið. Sigurjón Rist fæddist á Akur- eyri árið 1917 og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs. Þá dó móðir hans frá stórum barnahóp og var Sigurjón sendur í fóstur að Torf- um í Eyjafirði. Hann ólst þar upp við gott atlæti en mikla fátækt. A uppvaxtarárum hans skall heims- kreppann yfir með öllum sínum þunga. Hún setti mark á allt mannlíf í Eyjafirði ásamt berkl- unum. Ungt fólk hrundi niður og kunnur læknir sagði við Sigurjón ungan, að hann hlyti að hafa ver- ið hraustur að drepast ekki úr berklum þarna frammi í Eyja- firði. Sigurjón segir frá uppvaxtarár- um sínum í Eyjafirði, sundæfing- um í Eyjafjarðará, en faðir hans var Lárus J. Rist, kunnur sund- frömuður og kennari. Má með sanni segja að Sigurjón hafi kynnst vatninu strax á unga aldri, sem hann síðar helgaði alla sína starfskrafta. Hann segir frá rækt- unarátakinu, sem var eina svar sveitafólksins við kreppunni, hin- um sérkennilegu búmannsklukk- um, þegar hann var leiðsögumað- ur yfir Eyjafjarðará til Margrétar á Öxnafelli, draugagangi á Grund, frjálslyndum presti og brottrekstri hans, menntaskóla- árum sínum og sérstökum og minnisstæðum kennurum þar. Hann var handtekinn og færður til yfirheyrslu í „herbúðir nas- ista“, grunaður um að hafa skor- ið niður hakakrossfána þýska konsúlsins á Akureyri 1. desem- ber 1933. Sigurjón segir einnig frá dvöl sinni í Kaupmannahöfn rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru nasistar farnir að undirbúa stríðs- átökin og Sigurjón fléttaðist inn í það með sérkennilegum hætti, en það varð einnig til þess að hann varð að hverfa frá námi. Hann greinir frá „landnámi“ hálendisins og leit að bílslóðum yfir það, hernáminu og gervi- mönnunum svokölluðu, en einnig spillingunni sem þróaðist á þess- um árum, einkum í tengslum við breska hernámsliðið. Eftir að Sigurjón hóf störf hjá Raforkumálaskrifstofunni var eitt af hans fyrstu verkum að aðstoða „fossajarlinn" Mr. Barry, sem kominn var til landsins til þess að mæla Þjórsá, en öll vatns- réttindi þessarar dýrmætu orku- lindar voru þá í eigu útlendinga. Hann segir einnig frá því þegar hann beitti eins konar persónu- njósnum til að velja menn sem unnt var að treysta til að hafa umsjón með öllum þeim fjölda mæla sem hann kom upp við vatnsföllin. Með svipuðum aðferðum tókst honum að forðast að bera lús milli bæja - með því að sniðganga suma bæina. Svo furðulegt sem það kann að þykja, lentu mælingamenn oft í „stofufangelsi“ hjá gestrisnu sveitafólki. Sigurjón segir frá ferðalögum sínum um einangrað- ar sveitir á skíðum og ísbrodd- um, sundæfingum í stórfljótum, ferðabanni í Skriðdal vegna in- flúensu og fjölmörgu fleiru, sem nútímafólki kann að þykja fram- andi, þótt ekki sé ýkja langt um liðið. í Fransk-íslenska Vatnajökuls- leiðangrinum árið 1951 lentu Sig- urjón og ferðafélagar hans í miklu harðræði og hættum, þrátt fyrir fyrirbænir mætasta guðsmanns. Sigurjón fjallar um Jöklarannsóknafélagið og skott- húfuát eins þekktasta jarðvís- indamanns okkar. Hann segir frá því þegar snjóbíllinn Gusi lenti ofan í Tungnaá og hann þurfti að kafa nær allsnakinn ofan í svart, jökulkalt vatnið til að bjarga vararafgeyminum. Eitt sinn flutti hann snjóbíl á stultum yfir Skjálf- andafljót. Þegar undirbúningur stóð sem hæst að virkjun Þjórsár lenti Sig- urjón í deilum vegna Þjórsárísa, sem sumir vildu hundsa og ekkert af vita, þar sem það gat komið illa við fyrirhugaða stóriðju í Straumsvík. Var honum jafnvel hótað vegna þessa máls og í tengslum við það kom „friðar- gæslusveit" til landsins á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bókin um Sigurjón Rist er tæp- lega 250 blaðsíður. Hún skiptist í 52 kafla og er prýdd á annað hundrað myndum, sem flestar hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.