Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 15. desember 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Óvissa um framtíð
Háskólans á Akureyri
Þeirri stjórnvaldsákvörðun, að koma á fót Háskóla á
Akureyri, var ákaft fagnað á sínum tíma af öllum
þeim, sem láta sig byggðamál einhverju varða.
Stofnun Háskólans á Akureyri árið 1987 boðaði tví-
mælalaust breytta tíma í byggðamálum og er ein-
hver mikilvægasta ákvörðun sem tekin hefur verið
á síðari árum í þeim málaflokki. Það lögmál, að
störfum á vegum ríkisins skuli undantekningarlítið
vera valinn staður í Reykjavík, hefur löngum vakið
furðu landsbyggðarfólks. Slíkt lögmál er hvergi
skráð og er hvorki réttlátt né skynsamlegt. Samt
sem áður hafa stjórnvöld lotið því í einu og öllu
mörg undanfarin ár. Þegar þess er gætt að nær öll
ný atvinnutækifæri eru í þjónustugreinum, er ljóst
að stjórnvöld stuðla beinlínis að aukinni byggða-
röskun með framferði sínu. Þetta er staðreynd,
þrátt fyrir það að allar ríkisstjórnir sem hér hafa ver-
ið við völd síðustu tvo áratugi hafi haft þá yfirlýstu
stefnu að stuðla að auknu byggðajafnvægi í land-
inu.
í þau fáu skipti sem rætt hefur verið um að flytja
ríkisstofnanir frá höfuðborgarsvæðinu út á land,
hafa stjórnendur og starfsmenn viðkomandi stofn-
ana fundið ráðagerðinni flest til foráttu. Þess vegna
hafa stjórnvöld jafnan horfið frá slíkum fyrirætlun-
um. Eina undantekningin er flutningur Skógræktar
ríkisins frá Reykjavík austur á Hérað. Tregðulögmál
þetta er svo sterkt að breytinga er naumast að
vænta í náinni framtíð. Þess vegna er sérstaklega
ánægjulegt þegar stjórnvöld breyta út af venjunni
og ákveða að koma á fót mikilvirkri menntastofnun
á háskólastigi utan höfuðborgarsvæðisins, eins og
gert var með lögum um stofnun Háskólans á Akur-
eyri.
Nú bendir ýmislegt til þess að Alþingi sjái í aðra
röndina eftir því að hafa tekið þessa tímamóta-
ákvörðun. Allavega er starfsemi Háskólans á Akur-
eyri mjög ótrygg eins og sakir standa vegna
fjárskorts. Hlutur skólans í því fjárlagafrumvarpi,
sem nú liggur fyrir Alþingi, er mjög rýr; svo rýr að
óvíst er hvort hægt verður að halda uppi þeirri
kennslu, sem nú þegar er hafin. Jafnframt er ljóst
að ef ekki verður breyting á, er útilokað með öllu að
hefja kennslu á sjávarútvegsbraut um áramót eins
og lengi hefur verið stefnt að. Fastlega var búist við
því að við aðra umræðu um fjárlög ríkisins, sem
hófst í þessari viku, yrði hlutur Háskólans á Akur-
eyri leiðréttur. Svo fór ekki en þess í stað var
málefnum skólans vísað til sérstaks starfshóps,
sem á að skila áliti áður en þingið tekur fjárlaga-
frumvarpið til þriðju umræðu.
Framtíð Háskólans á Akureyri er því enn í mikilli
óvissu. Það er algerlega undir Alþingi komið hvort
skólinn mun rísa undir nafni og uppfylla þær vænt-
ingar sem til hans eru gerðar. Ef úrskurður þing-
heims verður Háskólanum á Akureyri í óhag, stríðir
það augljóslega gegn yfirlýstri stefnu allra stjórn-
málaflokkanna um að auka byggðajaínvægi í land-
Sigurreifír vinningshafar við bestu skyrblöndurnar. Frá vinstri, Margrét Kristinsdóttir hússtjórnarkennari formaður
dómnefndar, þá sigurvegari keppninnar Magnús Kristinsson, Rósbjörg Jónasdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir ásamt
syni sínum sem í raun átti uppskriftina, Guðný Matthíasdóttir, félagarnir Orri Ingólfsson og vinur hans sem voru
höfundar að Ávaxtaskyri og Konný Kristjánsdóttir. Mynd: ki.
Vel heppnuð skyr-
uppskriftasamkeppni
Nýafstaðin skyruppskriftasam-
keppni Mjólkursamlags KEA
þótti takast með eindæmum
vel og sendu á 2. hundrað
manns inn hinar ýmsu upp-
skriftir. I hófi sem haldið var
nýlega þar sem höfundar bestu
uppskriftanna voru verð-
launaðir kom m.a. fram að
dómnefnd hefði lagt gífurlega
mikið á sig við að smakka og
dæma skyrblöndurnar.
Þórarinn E. Sveinsson mjólk-
ursamlagsstjóri sagði af þessu
tilefni að þegar leið að því að nýtt
hrært skyr var sett á markaðinn,
settust menn niður til þess að
ræða markaðssetningu þess.
Hann sagði samlagsmenn hafa
viljað standa vel að þgssu þar
sem skyr sé sú afurð sem njóti
hvað mestrar virðingar enda er
það séríslenskt fyrirbrigði. Þórar-
inn rakti í stuttu máli söguleg
atriði sem tengjast skyri, en gaf
því næst Ómari Péturssyni hjá
auglýsingastofunni Auglit orðið,
en stofan sá um markaðssetningu
nýja skyrsins og framkvæmd
uppskriftakeppninnar.
Margrét Kristinsdóttir hús-
stjórnarkennari var talsmaður
dómnefndar í hófinu og lýsti hún
störfum dómnefndar sem hún
sagði hafa verið nokkuð ströng.
Auk Margrétar sátu í dómnefnd
þau Þórarinn, Ómar, Sigurður
Kristjánsson og Una Sigurliða-
dóttir.
Þá var komið að verðlauna-
afhendingu og ríkti mikil spenna
í lofti. Byrjað var á að afhenda
fimm aukaverðlaun sem voru
vöruúttekt hjá Mjólkursamlagi
KEA. Þau hlutu Sigríður
Jóhannsdóttir fyrir Epla- og ban-
anaskyr, ungur maður Orri Ing-
þórsson fyrir Ávaxtaskyr en þrír
félagar Orra áttu heiður af þess-
ari uppskrift með honum og voru
þeir vitaskuld viðstaddir verð-
launaafhendinguna. Rósbjörg
Jónasdóttir fékk aukaverðlaun
fyrir Berjaskyr, Guðný Matthías-
dóttir fyrir Peruskyr og Konný
Kristjánsdóttir fyrir Veisluskyr.
Fyrstu verðlaun í þessari sam-
keppni voru heígarferð til
Reykjavíkur en sigurvegari var
Magnús Kristinsson. Uppskrift
Sigurvegarinn, Magnús Kristinsson.
sína kallar hann Sumarskyr en
þar er á ferðinni nokkurs konar
ís-skyr. Við ætlum að leyfa les-
endum að njóta uppskriftanna
sex sem unnu lil verðiauna.
1. sæti: Sumarskyr
Uppskrift Magnús Kristinsson.
Vi kg hrært skyr
llá-2 dl Emmess jarðarberja-
skafís
1 dl Jarðarberjasulta
(eða önnur eftir smekk)
Skyrið og sultan eru látin
standa í frysti í u.þ.b. 1 klst., eða
þar til það er byrjað að frjósa.
Gott er að hræra l-2svar í hvoru
tveggja svo það harðfrjósi ekki.
Þá er skyrinu, ísnum og sultunni
hrært hratt en vel saman og borið
strax fram. Ekki sakar að láta
skálina sem skyrið er hrært í og
desertskálarnar sein borðað er úr
standa stundarkorn í frysti áður
til að ís-skyrið haldist betur kalt.
Aukaverölaun:
Epla- og bananaskyr
Uppskrift Sigríður Jóhannsdóttir
500 g hrært skyr
2 stk. bananar
2 stk. rauð epli
40 g sykur
Bananarnir eru stappaðir í
mauk, eplin afhýdd og skorin í
smáa bita. Öllu blandað saman
og hrært vel. Borið fram með
mjólk eða rjómablandi.
Aukaverölaun: Ávaxtaskyr
Uppskrift Orri Ingþórsson
Vi kg hrært skyr
Vi dl sykur
1 dós jarðarberjajógúrt
1 stk. stappaður banani
2 dl mjólk
2 stk. kiwi
Tekið er V* af skyrinu og
blandað saman við Vi dl af
mjólk og banaria. Hrært vel.
Afganginum er blandað saman
í aðra skál. Hrært vel. Öllu
blandað saman í skál og þunn-
ar kiwi sneiðar látnar yfir til
skreytingar.
Aukaverðlaun: Berjaskyr
Uppskrift Rósbjörg Jónasdóttir
3 msk. hrært skyr
1 Vi msk. rjómi
1 msk. berjahlaup
(úr bláberjum og
krækiberjum)
Allt hrært saman. Þetta er í
eina desertskál, en margfaldist
eftir þörfum. Líka mjög gott í
„sjeik“, en bæta þá Vi msk. af
berjahlaupi út í. Þeytt.
Aukaverðlaun: Peruskyr
Uppskrift Guðný Matthíasdóttir
200 g hrært skyr
200 g perur (vel þroskaðar)
25 g sykur
Allt hrært saman. Engin
mjólk sett út á.
Aukaverðlaun: Veisluskyr
Uppskríft Konný Kristjánsdóttir
250 ml hrært skyr
2Vi msk. sykur
nokkrir vanilludropar
250 ml rjómi
Vi dós niðursoðin jarðarber
Skyrið er hrært vel með
sykri og vanilludropum. Rjóm-
inn er stífþeyttur og honum
síðan hrært varlega saman við
skyrið með sleif. Setjið skyr-
blönduna í desertskálar og
ofan á hana eru sett jarðarber
eða bláberjasulta.