Dagur - 15.12.1989, Page 11

Dagur - 15.12.1989, Page 11
10 - DAGUR - Föstudagur 15. desember 1989 Föstudagur 15. desember 1989 - DAGUR - 11 Umræðan um álver við Eyjafjörð hefur sennilega aldrei verið háværari en nú í haust. Eyjafjörður hefur áður komið til álita sem heppilegt atvinnusvæði undir nýja stóriðju og ljóst er að álver af þeirri stærðargráðu, sem talað hefur verið um að reisa hér á landi, myndi gerbreyta atvinnuástandinu á Norðurlandi til hins betra. Eftir síðustu viðræður stjórnvalda við erlenda aðila um byggingu álvers hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um byggingu nýs álvers í Straumsvík en vart verið minnst á þann möguleika að byggja slíkt álver á Eyjafjarðarsvæðinu. Dagur hafði sam- band við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn Akureyrar og fleiri sveitarstjórnarmenn á Eyjafjarðarsvæðinu svo og Þingmenn kjördæmisins og innti þá eftir viðhorfum þeirra til þessa stórmáls. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík: „Nýtt álver á suðvesturhomið hefði slæmar afleiðingar fyrir landið allt“ „Mér finnst sjálfsagt mál að skoða byggingu álvers sem einn af möguleikunum á áframhald- andi uppbyggingu á Eyjafjarðar- svæðinu en þetta er hagsmuna- mál fyrir fleiri en Eyfirðinga,“ segir Kristján t>ór. „Það er síst til bóta fyrir lands- byggðina, í þeirri kreppu sem er í atvinnulífi um land allt, að setja inn á vinnumarkaðinn á suðvest- urhorninu stórfelldan fjölda ársverka. Slíkt hefði hrikalegar afleiðingar fyrir landið allt. Þetta hlýtur að verða atriði sem menn verði umfram allt að skoða. Ég get ekkert sagt um hvort líkur vaxa eða minnka á álveri við Eyjafjörð. Ég held að í umræðunni um staðsetningu álvers hafi enginn staður annar verið til umræðu en Straumsvík eða nágrenni. Allt tal urn annað hefur verið út í loftið. Ég tel að þessu svæði hér hafi ekki verið haldið fram í þeim viðræðum sem farið hafa fram við hugsanlega aðila að álveri. Ég held að ekki sé hægt að saka heimamenn um að hafa ekki látið sinn vilja í ljós. Bæjar- og sveitarfélög á svæðinu, ásamt ýmsum félagasamtökum hafa komið skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld en þessir aðilar verða þó áfram að þrýsta á að þetta svæði sé inni í mynd- inni.“ JÓH Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Álver við Eyja- Qörð mikilvægt byggðamáJ „í fyrsta lagi finnst mér afar mikiivægt að horft sé til þess að reyna skapa ný atvinnutækifæri á Eyjafjarðarsvæðinu, ekki síst vegna þess að atvinnuástand hef- ur verið með erfiðasta móti á þessu svæði að undanförnu. í öðru lagi er bygging álvers við Eyjafjörð mikilvægt byggðamál, vegna þess að landsbyggðin hefur að undanförnu átt í vök að verj- ast og vinnuaflið sogast á suður- vesturhornið og mundi náttúru- lega gera það enn frekar ef næsta stóriðja yrði staðsett þar. Frá því að þessar álviðræður hófust í byrjun árs 1988, hafa þær beinst æði mikið að stækkun í Straumsvík og allar forsendur hafa verið í kringum það. - Og það er óhjákvæmilegt að horf?. á þá staðreynd, ef og þegar hægt verður að ná samkomulagi um að reisa nýtt álver á íslandi, að Straumsvík verði þar ofarlega á blaði, því öll umræða hcíur snúr-t um það. En ég get á þessu stigi málsins ekkert fullyrt um það, hvort við settum málið í hættu, ef sagt yrði að annað hvort yrði álver byggt í Eyjafirði eða ekki. Ég hef sagt áður að það sé mjög mikilvægt að byggja sterk- an byggðakjarna á landsbyggð- inni, til mótvægis við höfuðborg- arsvæðið og Eyjafjarðarsvæðið er í mínum huga það svæði sem best er til þess fallið. - Og með öflugu atvinnufyrirtæki eins og stóriðju, yrði stoðum rennt undir það.“ -KK Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráðherra: Stuðningur við álver háð vissum skilyrðum „í grundvallaratriðum liggur mín afstaða til stóriðju fyrir og stuðn- ingur minn við álver við Eyja- fjörð eða annars staðar, er algjörlega háð því að vissum skilyrðum sé fullnægt. Ég er ekki tilbúinn til að slá af þeim kröfum, að við höfum ótvírætt forræði yfir slíku fyrirtæki og eigum þar meiri- hluta, eða umtalsverða eignar- aðild, sem tryggi okkur vald og forræði í rekstrinum. Einnig að þetta sé arðvænleg fjárfesting fyr- ir þjóðarbúið og að öllum umhverfisþáttum sé fullnægt. Þar á ég bæði við hið innra og ytra umhverfi og svo hið félagslega. En það er ljóst að Eyjafjörðurinn er eitthvert viðkvæmasta svæði landsins og þess vegna gerir það ákvarðanatöku hvað þá þætti snertir, vandasamari en ella. Þrátt fyrir að mikil óvissa sé með framhald þessa máls, finnst mér mjög eðlilegt að Eyfirðingar geri kröfu til þess að þeir séu ekki fyrirfram afskrifaðir í þessari umræðu. En miðað við hvernig staðan í málinu er í dag, er ekki hægt að svara þessu öðruvísi en á almenn- um forsendum. Ekki að það liggi fyrir á borðinu einhver ákveðinn valkostur, því svo er ekki. Það er svo mikil óvissa um þetta allt saman og því vil ég biðja menn að líta ekki á álver sem eitthvert allsherjar bjargræði. Það má þá frekar líta á það sem hreina við- bót ef af yrði.“ -KK Sigurður Jóhannesson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Akureyri: „Ber að knýja á um staðsetningu utan Faxaflóa- svæðisins" „í þessum málum má aldrei neita neinum möguleikum fyrirfram. Það er sjálfsagt að hafa álver inni í myndinni í öllum umræðum um atvinnumál á þessu svæði. En að ég líti á þetta sem allsherjarlausn og endanlega lausn á okkar atvinnumálum, því fer fjarri,“ segir Sigurður Jóhannesson. „Þetta er byggðamál á þann hátt að ef álver verður sett niður nú við Faxaflóann þá hallar skút- unni ennþá meira og rennslið til þess svæðis eykst. Á því er ekki vafi og í því ljósi er nauðsynlegt að hér verði komið upp atvinnu- frekum rekstri. Umræður um staðsetningu snúast um hörð við- skipti og auðvitað taka þeir sem álverið munu eiga afstöðu til staðsetningar á þeim grundvelli hvar þeir telja það hagkvæmast. En okkur heimamönnum og stjórnmálamönnum ber að knýja á að staðsetning álversins verði utan Faxaflóasvæðisins. Við erum inni í umræðunni um stað- setningu álsversins en hins vegar hefur maður það á tilfinningunni að sterk öfl vinni að því að koma álveri niður fyrir sunnan. Ég tel þó að skipulega hafi verið unnið að því að halda okkur inni í þess- ari umræðu og þannig verðum við að beita okkur áfram.“ JÖH Halldór Blöndal: Nauðsynlegt að efla Eyjaflörð „Ég hef barist fyrir því á Alþingi alltaf þegar ég hef haft tækifæri til að álver eða önnur sambærileg stóriðja rísi við Eyjafjörð," segir Halldór Blöndal, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk í Norður- landskjördæmi eystra. „Rök mín fyrir álveri við Eyjafjörð eru í fyrsta lagi þau að þetta er grunnframleiðsla á þétt- býlu svæði þar sem fjölþætt þjón- usta stendur til boða. Það má því búast við að margföldunaráhrifin af hverju verki í álveri við Eyja- fjörð verði viðlíka og á stór Reykjavíkursvæðinu. Ég álít nauðsynlegt að efla Eyjafjörð því að á svæðinu frá Ólafsfirði til Húsavíkur býr tíundi hluti þjóð- arinnar og það er nauðsynlegt að styrkja þessa byggð til þess að dreifa fólkinu um landið. Eyja- fjörður er eina byggðin sem att getur kappi við höfuðborgar- svæðið. Þá má ekki gleyma því að verksmiðja sem þessi hefur áhrif á ýmsa aðra þætti, jafnvel inn í öðrum fyrirtækjum. Jákvæðu áhrifin eru margskonar, t.d. að færa tækniþekkingu norður, margvísleg fyrirtæki munu rísa kringum verksmiðjuna og byggð- ir Eyjafjarðar færast nær hver annarri." óþh Bjarni Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði: „Á satt að segja bágt með að trúa að álver komi norður“ „Við erum fylgjandi því að álver verði í Eyjafirði. Ef við ætlum ekki að dragast verulega aftur úr í byggðaþróun og búa við að segja landið sporðreisist þá verðum við að fá einhvern slíkan iðnað hingað,“ segir Bjarni Grímsson. „Við búum við minnkandi fisk- stofna og menn verða því að snúa sér að uppbyggingu stóriðju sem skapar þann grundvöll til að þetta svæði geti vaxið og fólk hafi hér trygga vinnu.“ Aðspurður um hverjar likur hann telji á að álver rísi við Eyjafjörð segir Bjarni: „Maður á voðalega bágt með að trúa því að álver komi norður. Það virðast vera ákveðnir aðilai í stóriðju- nefndinni sem aldrei hafa séð lengra en upp eftir rafmagnslín- unum í áttina að Sigölduvirkjun. En þó svo Straumsvík bjóði upp á eitt og annað fyrir álver þá gæti Eyjafjarðarsvæðið boðið upp á álíka valkosti og jafnvel betri. Þetta þarf að kynna fyrir þeim aðilum sem eiga þetta erlenda fjármagn og hafa yfir vinnslu- leyfunum að ráða. Hjá fólki á svæðinu er breytt afstaða, menn eru hræddir um eigið atvinnu- öryggi og vilja því reyna að ná inn einhverjum stöðugleika með nýjum atvinnutækifærum. Við hljótum að eiga næsta leik með þrýstingi á að álver komi hingað." JÓH Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins á Akureyri: „Eigum að gera kröfu tU stjórnvalda um álver hingað“ „Afstaða mín til álvers við Eyja- fjörð er sú sama nú og undanfar- in 16 ár: Við eigum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að staðsetning væntanlegs álvers verði í Eyjafirði. Mér finnst raunhæft að kosta nokkru til að fá slíka stóriðju, og myndi styðja tillögu um að Akureyrarbær, einn sér eða með sveitarfélögum við fjörðinn, kostaði byggingu hafnarmannvirkja, ef það yrði til að liðka fyrir málinu. í mínurn huga er þetta ekki flokkspólitískt mál heldur miklu fremur spurning um byggðajafn- vægi. Staðsetning álvers er stór spurning frá byggðasjónarmiði. Éf því verður valinn staður á suð- vesturhorni landsins hlýtur byggðaröskun að leiða af þeirri ákvörðun. Ég er mótfallinn því að efla Reykjavíkursvæðið frekar á kostnað landsbyggðarinnar. Til þess að byggð haldist úti á landi er á okkar dögum krafist margvíslegrar þjónustu, mögu- leika til skólagöngu, menningar- lífs og fjölbreytni í atvinnuhátt- um. I dag nægir mikið atvinnu- .framboð ekki til að fá fólk til að staðfestast á stöðum utan Reykjavíkur, eins og dæmin sanna. Álver við Eyjaförð stuðlar að stöðugleika í kjördæminu." EHB Sigurður J. Sigurðsson forseti Bæjarstjórnar Akureyrar: „Ekki of seint aö berjast fyrir álveri“ „í mínum huga er uppbygging stóriðju við Eyjafjörð mikið hagsmunamál fyrir hina liðlega 20 þúsund íbúa svæðisins. Ef ekkert raunhæft fer að gerast í atvinnumálum dreifbýlisins á næstunni en framhald verður á uppbyggingu á Reykjavíkur- svæðinu horfum við fram á alvar- legri hluti en fram til þessa í byggðaröskun. Samdráttur og fækkun atvinnu- tækifæra þýddi stöðnun Akureyr- ar þótt þar myndi ekki endilega verða bein fólksfækkun. Þróunin yrði hins vegar miklu alvarlegri í smærri sveitarfélögum í kringum okkur. Slíkt ntyndi bitna á aðil- um sem selja þjónustu til þessara staða, og Akureyri gæti einangr- ast. Ég vil benda á að undanfarið hafa verið settir inilljarðar króna til byggðamála í landinu, en þeir peningar hafa því miður oft reynst haldlitlir. Slíkum fjármun- um væri að hluta betur varið til að koma stóriðju á legg en í sumt af því sem gert hefur verið til þessa. Það er engan veginn of seint að berjast fyrir álveri á Eyjafjarð- arsvæðinu. Ég tek ekki þeim rök- um að málið sé komið svo langt að ekki sé unnt að skoða það með Eyjafjarðarsvæðið í huga. Ég efast ekki um að frá sjónar- miði kostnaðar er ódýrara að reisa nýtt álver í Straumsvík, en spurningin er þá hvort stjórnvöld geti ekki gert sínar ráðstafanir með langtímabyggðasjónarmið í huga.“ EHB Stefán Valgeirsson: Fáránlegt að tala um álver við Eyjafjörð „í raun er fáránlegt að tala um álver við Eyjafjörð. Það verður ekkert næsta álver byggt við Eyjafjörð. Það hefur þegar verið ákveðið að það verður í Straums- vík og allir samningar og útreikn- ingar hafa miðast við þann stað,“ segir Stefán Valgeirsson, alþing- ismaður fyrir Samtök jafnréttis og félagshyggju í Norðurlands- kjördæmi eystra. „Eins og ég sagði á borgara- fundi um atvinnumál á Akureyri í nóvember verður jafn erfitt fyr- ir áhugamenn um álver að fá það í Eyjafjörð og er að komast undir endann á regnboganum. Þetta er skaðleg umræða því að á meðan menn eru blindaðir af álverinu gleyma þeir á meðan allri annarri atvinnuuppbygg- ingu. Bygging álvers myndi skapa atvinnu en það myndi ekki leysa nein mál og koma öörum málum í Eyjafirði ákaflega illa. Þar á ég við landbúnað og það sem hon- um er tengt. Menn skulu ekki gleyma mengunarþættinum. í Eyjafirði eru ríkjandi suðvestan og norðaustan áttir og það liggur ekkert fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir mengun frá slíku iðju- veri.“ óþh Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins: „Ekki um líf og dauða eyflrskra byggða að tefla“ „Ég tel að álver af þeirri stærð sem verið er að ræða um nú sé hvorki góður né raunhæfur kost- ur í atvinnulífi Eyjafjarðar. Alþýðubandalagið hefur sett mjög ströng skilyrði fyrir stór- iðju. Þau felast m.a. í þjóðhags- íegri hagkvæmni, en þar er átt við að raforkuverð sé viðunandi, íslenskt forræði og mjög strangar mengunarvarnir. Mér finnst því miður að niður- staðan úr þeim umræðum sem standa yfir núna og Jón Sigurðs- son leiðir muni ekki uppfylla þessi skilyrði. Auk þess virðist ekki vera rætt um neitt annað en álver á suðvesturhorni landsins. Ég vildi óska að allur sá áhugi, tími og kraftur sem farið hefur í umræðu um álver bæði nú og áður fyrr hefði farið í að ræða kosti sem eru okkur nærtækari og raunhæfari. í því sambandi vil ég nefna málefni Slippstöðvarinnar hf. þar sem 300 manna vinnu- staður er í húfi, ullariðnaðinn og ýmislegt fleira sem hér er og við getum byggt ofan á. Fyrir utan þetta eigum við mikla möguleika á að gera Akureyri að háskólabæ og miðstöð rannsókna og þjón- ustu í framtíðinni. Mér finnst rangt að stilla álversmálinu upp þannig að hér sé um líf eða dauða eyfirskra byggða að tefla. Sem betur fer eigum við betri kosti. Þótt ákveð- ið yrði að setja upp álver hér kæmi það ekki inn í atvinnulífið fyrr en eftir langan tíma, og ég er hrædd um að það myndi taka frá þeim greinum sem fyrir eru og ekki verða sú viðbót sem fólk heldur.“ EHB Málmfríður Sigurðardóttir: Get ekki skrif- að upp á álver „Okkur finnst mjög varhugavert að setja niður álver í einu' blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins,“ segir Málmfríður Sig- urðardóttir, alþingismaður Kvennalistans í Norðurlands- kjördæmi eystra. „Það hefur ekki einu sinni orð- ið svo enn að mengunarvarna hafi verið fyllilega gætt í Straums- vík og við sjáum ekki endilega að ráðamenn séu tilbúnir að hafa mengunarvarnir við hugsanlegt álver í Eyjafirði í sem bestu lagi vegna þess að þær eru mjög svo dýrar. Ég skrifa ekki upp á álver hvort sem menn þykjast geta tryggt mengunarvarnir eða ekki. I öðru lagi hefur álver í för ineð sér byggðaröskun. Okkur þykir meira ríða á að dreifa atvinnutækifærunum um byggð- irnar heldur en að setja upp risa- fyrirtæki á einuin stað sem allir hópast að. Við sjáum ekki annað en að það myndi ýta frekar undir þá byggðaröskun sem þegar er til staðar í landinu. Þá iná ekki gleyma því að mest þörf er á atvinnutækifærum fyrir konur. Þær fá ekki vinnu í álveri nema ef til vill á skrifstofum. Okkur finnst meira aðkallandi að byggja upp atvinnufyrirtæki fyrir konur. Þá má ekki gleyma því að hvert atvinnutækifæri í álveri kostar a.m.k. 200 milljónir króna. Það er ljóst að hægt er að koma mörgu af stað í atvinnu- uppbyggingu fyrir minna fé en þetta.“ óþh Árni Gunnarsson: Ég vil fá þetta álver í Eyjaíjörð „Mín afstaða er hrein og klár. Ég vil fá þetta álvet í Eyjafjörð. Að mínu mati er Eyjafjörður að verða eitt samfellt atvinnusvæði og álver kæmi öllu svæðinu mjög til góða,“ segir Árni Gunnarsson, alþingismaður fyrir Alþýðuflokk- inn í Norðurlandskjördæmi eystra. „Bygging álvers í Eyjafirði er byggðamál hið mesta til að fyrir- byggja að landið sporðreisist und- an þunga stóriðjuvera á suðvest- urhorninu. Ég held að með góð- um mengunarvörnum, með því að láta verksmiðjuhús falla inn í landslag og svo framvegis, sé bygging álvers mjög gott mál fyr- ir þetta byggðarlag. Tekjur þess niunu aukast siórlega og því rná heldur ekki gleyma að hverju starfi í álveri fylgja fjögur störf utan verksmiðjunnar. Það er vissulega möguleiki á að fá álver í Eyjafjörð og ég vil trúa því í lengstu lög að hægt sé búa svo urn hnútana að þangað komi álver fyrr en síðar. Vissulega hafa hinir erlendu aðilar mikið um staðsetningu að segja en það er ekkert vonlaust í þessu máli.“ óþh Ingimar Brynjólfsson, formaöur Héraðsnefndar EyjaQarðar: „Héðan verður að koma þrýstingur“ „Frá mínum sjónarhóli séð er álver svo stórt atvinnufyrirtæki hér á svæðinu að allir í héraðinu nytu góðs af. Stórt fyrirtæki sem ekki væri háð sveiflunt sem gerast í atvinnumálum innanlands myndi halda uppi miklu út frá sér og því kæmu ekki svona lægðir eins og hér er núna,“ segir Ingi- mar Brynjólfsson. „Svona fyrirtæki kallar á mikla þjónustu og þarf mikið af mennt- uðu fólki. Um 30% starfsfólks í því álveri sem ég skoðaði í Kan- ada er háskólamenntað fólk, 35% eru iðnaðarmenn en afgangurinn verkafólk. Menn hafa aðallega sett fyrir sig hugsanlega mengun frá álveri við Eyjafjörð. Ég er ekki hrædd- ur við hana, slíkar varnir í nútíma álverum er svo fullkomn- ar að það er ekki sambærilegt við það sem áður var.“ Ingimar segist telja að það verði einvörðungu ákvörðun stjórnvalda hvort álver rís við Eyjafjörð. „En til þess að eitt- hvað tillit verði tekið til okkar verður að koma þrýstingur héðan. Ef hér veröur sinnuleysi og deyfð þá fáum við ekkert, hvorki þetta né annac. Frum- kvæðiö er allt sem gildir og ef við eigum þingmenn sem vilja okkur vel þá eiga þeir að leggja sig alla fram um að koma þessu í framkvæmd.“ JÓH Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri: „Hlýtur að koma tíl kasta Alþingis“ „Ég vil fá álver hingað í Eyja- fjörð til þess að atvinnulíf hér eflist, fólki fjölgi og svæðið verði lífvænlegra en það er í dag. Ef álverið á að setja niður á Suð- vesturhorninu þá eykst atgervis- flóttinn og búferlaflutningarnir. Ég held að menn geri sér íulla grein fyrir því,“ segir Sigfús Jónsson. „Ég held að á Alþingi sé ekki pólitískur vilji fyrir því að álver verði sett niður í Straumsvík nema að Eyjafjörður sé af ein- hverjum ástæðum útilokaður. Með þessu á ég við að ef menn standa frammi fyrir því að velja milli Straumsvíkur og Eyjafjarð- ar þá held ég að meirihluti sé fyr- ir því að setja slíka stóriðju niður í Éyjafirði. Þetta mál hlýtur að koma til kasta Alþingi, ég get ekki ímyndað mér að ríkisstjórn- in geti afgreitt málið framhjá þinginu.“ Sigfús segist telja yfirgnæfandi meirihluta fólks á Eyjafjarðar- svæðinu fylgjandi álveri. „Menn mega ekki einblína á þetta sem einu vonina í atvinnumálum en margir líta á stóriðjuuppbygg- ingu sem mikilvægan þátt í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Ég held að spurningin sé líka sú hvort eigi að efla þetta svæði og reyna að beina búferlaflutningum fóíks hingað í stað þess að allir fari á höfuðborgarsvæðið." JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.