Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 15. desember 1989 241. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdaegurs GULLSMIÐiR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Þrotabú trésmiðjunnar Vinkils: Tiíboði í húseign og vélar hafnað Tilboði í húseign og vélar þrota- bús trésmiðjunnar Vinkils á Akureyri hefur verið hafnað af bústjóra þrotabúsins, Ásgeiri Björnssyni. Samkvæmt heim- ildum blaðsins stóðu að þessu tilboði nokkrir fyrrverandi starfsmenn trésmiðjunnar ásamt tveimur öðrum aðilum. Aðspurður hvort mikið hafi vantað upp á að tilboðið væri aðgengilegt segir Ásgeir Björnsson, bústjóri, að tilboðs- gjafar hafi verið ófáanlegir til að Akureyri: Brotist inn í KEA og Gagnfræðaskólann Tvö innbrot voru framin á Akureyri í fyrrinótt, annað í Gagnfræðaskóla Akureyrar þar sem unnin voru skemmdarverk en hitt var í kjörbúð KEA í Byggðavegi. Þar var stolið um 100 þús- und krónum í peningum. Tvær ungar stúlkur voru handteknar, grunaðar um innhrotin, og voru þær í yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglunni þegar Dagur lcitaði upplýsinga þar í gær. ' Að sögn Daníels Snorrason- ár, fulltrúa hjá rannsóknarlög- reglunni, var aðkoman í Gagn- fræðaskólanum óskemmtileg í gærmorgun. Brotist var inn um glugga í skólanum og það- an fóru viðkomandi rakleiðis inn á skrifstofu skólastjóra og unnu þar spellvirki, en engu mun hafa verið stolið. Möppum og bókurn í skrif- stofu skólastjóra var sópað úr hillum og dreift yfir gólfið. Bleki var hellt yfir skjölin og þá höfðu viðkomandi skrifað ýmis ókvæðisorð með túss- pcnna á veggi og hurðir skrif- stofunnar, auk þess sem skóla- bjallan var skemmd. Stúlkurnar sem voru í yfir- heyrslu í gær voru grunaðar um bæði innbrotin og þá var rannsóknarlögreglan að kanna hugsanleg tengsl við óupplýst innbrot í Gagnfræðaskóla Akureyrar fyrr í vetur þegar töluverðar skemntdir voru unnar í skrifstofum kennara og skólastjóra. SS Hvað segja þeir umálver við Eyjaflörð? Ertu hlynntur byggingu álvers við Eyjafjörð? Er bygging álvers við Eyjafjörð raunhæf- ur möguleiki? Dagur leitaði svara við þessum áleitnu spurningum hjá ýmsurn sveit- arstjórnarmönnum á Eyja- fjarðarsvæðinu svo og þing- mönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra. Sjá miðopnu. hækka tilboð sitt og það því fallið um sjálft sig. Ásgeir vildi hins vegar ekki svara þeirri spurningu hvort önnur tilboð hafi borist í eignir búsins. „Eignirnar eru allar til sölu enn og ég vil ekki selja neitt úr búinu meðan óreynt er hvort búið selst í heilu lagi. Það er fýsilegri kost- ur að reyna að selja fasteignir og vélar saman í þeim tilgangi að þarna verði áfrant svipaður rekstur. Þessi leið verður reynd fram að skiptafundi sem haldinn verður 21. febrúar en verði eignir og vélar óseldar þá mun skipta- fundur taka ákvörðun um fram- haldið,“ segir Ásgeir Björnsson. JÓH Sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri: Akveðið að brautin taki til starfa 4. janúar á næsta ári - væntanlegir nemendur boðaðir þann dag til viðtals í skólanum Eins og Dagur skýrði frá í vik- unni komu engar tillögur frá fjárveitinganefnd um aukin framlög til Háskólans á Akur- eyri við aðra umræðu um fjár- lög fyrir næsta ár. Beðið er þriðju umræðu um fjárlögin sem áætluð er á þriðjudag í næstu viku. Þrátt fyrir óvissu með fjárveitingar til skólans hefur HA sent bréf til væntan- legra nemenda sjávarútvegs- brautar þar sem tekið er fram að brautin taki til starfa 4. janúar nk. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur aflaði sér í gær ríkir enn mikil óvissa um hvernig staðið Heilbrigðisnefnd Dalvíkur: Óttast flugur, lykt, rottur og mýs frá Böggvisstaðabúinu - Valdimar Brynjólfsson hefur sent bústjóra Pólarpels bréf um málið Valdimar Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Eyjafjarðar, hefur fyrir hönd heilbrigðisnefndar Dal- víkur ritað bréf til bústjóra þrotabús Pólarpels þar sem þess er getið að nefndin áskili sér rétt til að krefjast þess að allur úrgangur frá Böggvis- staðabúinu verði fjarlægður í vor. Afrit bréfsins var sent til bæjarstjórans á Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðar- sýslu. Eins og kómið hefur fram er nú lokið við að lóga öllum dýrum á Böggvisstöðum og að öllu óbreyttu verður þar ekki rekið loðdýrabú á næstu mánuðum. Heilbrigðisnefnd Dalvíkur óttast að í ljósi þess verði ekki hirt um að fjarlægja úrgang og uppfylla kröfur um þrifnað. Mörg undan- farin ár hefur þess gætt á vormán- uðum, með hækkandi hitastigi, að fluga hafi kviknað vegna úr- gangs á Böggvisstöðum. Flugan hefur oftar en ekki herjað á Dal- víkinga við lítinn fögnuð. „Menn hafa bæði áhyggjur af flugnageri og að lykt gjósi upp og leggi yfir bæinn í vor. Þá óttast menn að ef þess verði ekki gætt að hreinsa nægilega vel út úr skálunum kunni rottur og mýs að sækja í að vera þar.“ Valdimar segir ekki ástæðu til að gera kröfu um að fjarlægja skítinn nú en hins vegar áskili menn sér rétt til að gera kröfu um að hann verði fjarlægður í vor. óþh Klettur, félag smábátaeigenda: Vill halda banndagakerfinu Klettur, félag smábátaeigenda, telur að halda beri áfram með banndagakerfið og félagið krefst þess að við úthlutun kvóta verði tekið mið af árinu 1989. Þetta kemur m.a. fram í sam- þykkt félagsfundar í Kletti á Akureyri sl. sunnudag. í ályktun fundarins er þess krafist að mönnum verði frjálst að velja til viðmiðunar tvö ár af fjórum, það er 1986-1989. Síðan segir: „Allt frá árinu 1981 hefur afli á smá- báta á Norðurlandi verið afar rýr, sbr. grein Arnar Pálssonar í 4. tbl. Ægis 1989. Þar af leiðir að kvóti margra smábátaeigenda er mjög rýr og má benda á í því sambandi að kvóti Lófótlínuveiði- manna í Eyjafirði er í sumum til- fellum langt neðan við svokölluð hungurmörk. Því lítur fundurinn svo á, að við úthlutun á aflaupp- bót (ef til kemur) til báta undir svokölluðu meðaltali hvers stærðarflokks, að rétt sé að út- hluta smábátaeigendum á Norðurlandi sérstökum viðbótar- kvóta, sem kæmi eins og uppbót, þannig að meira samræmis gæti í kvótastærð um land allt.“ óþh verður að fjármögnun sjávar- útvegsbrautarinnar. Viðmælend- ur Dags töldu þó öruggt að í það minnsta yrði tryggt fjármagn til þess að brautin færi af stað með bóklegri kennslu um áramót eins og ríkisstjórnarsamþykkt gerði ráð fyrir. Um hitt ríkir meiri óvissa hvernig staðið verði að húsnæðismálum fyrir rannsókn- araðstöðu við skólann. Rætt hef- ur verið um leigu húsnæðis til bráöabirgða og kaup á nauðsyn- legum tækjum til rannsókna sem fyrsta skref og yrði þeirri aðstöðu komið á laggirnar fyrir haustið 1990. Þá eru einnig sterkar raddir um það í þinginu að nemendur verði sendir utan til verklegs náms. í því sambandi hefur háskólinn í Tromsö oftast heyrst nefndur. Margir eru mjög efins um að þessi leið sé fær. Á það er bent að án verklegrar kennslu hér heima sé brautin hvorki fugl né fiskur og nær væri að nemend- ur sæktu áfram allt nám í sjávar- útvegsfræðum út fyrir landstein- ana. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir endanlegar tillögur fjárveitinga- valdsins um fjármögnun sjávar- útvegsbrautarinnar hefur Háskólinn á Akureyri sent bréf, dagsett 12.12. 1989, til væntan- legra nemenda skólans þar sem þeim er greint frá því að hún taki til starfa 4. janúar nk. Orðrétt segir: „Vegna fréttaflutnings undanfarna daga vill Háskólinn á Akureyri eyða öllum vafa um starfsemi sjávarútvegsdeildar. Deildin tekur til starfa þann 4. janúar 1990 kl. 13.15. Væntanleg- tr nemendur eiga þá að mæta í hús Háskólans við Þórunnar- stræti. Kennsla hefst síðan vænt- anlega 5. janúar.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.