Dagur - 19.12.1989, Page 16
Akureyri, þriðjudagur 19. desember 1989
Lækkum matarreikninginn!
KEA NETTÓ
Höfðahlíd /
einföld
Svarfaðardalur:
Fólksbifreið í ána
- Qórir piltar sluppu með skrekkinn
Um kl. 21 síðastliðið laugar-
dagskvöld fór fólksbíll af
Lada-gerð í Svarfaðardalsá,
við bæinn Hæringsstaði. Bif-
Innanlandsflug
um helgina:
Flug gekk þokka-
lega þrátt fyrir
vonskuveður
Innanlandsflug flugfélaganna
gekk þokkalega um helgina
þrátt fyrir slæmt veður. Allir
komust á leiðarenda á þeim
dögum sem þeir áttu pantað
ef undan er skilið að Flugfé-
lag Norðurlands varð að fella
niður allt sitt flug á laugar-
daginn. í gærmorgun gekk
minni félögunum ágætlega
að fljúga en Flugleiðir kom-
ust ekki sína fyrstu ferð til
Akureyrar fyrr en um kl. 14.
Að sögn Sigurðar Kristins-
sonar, starfsmanns Flugleiöa á
Akureyrarflugvelli, urðu seink
anir á flugi milli Reykjavíkur og
Akureyrar á laugardag og sunnu-
dag en þó tókst að fljúga allar
áætlaðar ferðir. Svipaöa sögu er
að segja um Húsavík og flug
Flugleiða til Sauðárkróks var
með eðlilegum hætti, enda lítill
sem enginn snjór í Skagafirði.
Hjá Flugfélagi Norðurlands,
þurfti sem fyrr segir aö fella all-
ar ferðir niður á laugardag, fyrst
vegna lokunar Akureyrarflug-
vallar og síðar vegna ófærðar á
áætlunarstöðum félagsins. Frið-
rik Adólfsson, starfsmaður
félagsins, segir að vel hafi geng-
ið að fljúga á sunnudag, utan að
ekki tókst að komast í seinni
ferðina til Vopnafjarðar. Friðrik
reiknaöi ineð aö flug yrði sam-
kvæmt áætlun í gær.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins var flug Arnarflugs
samkvæmt áætlun á laugardag
og sunnudag. Hins vegar lokað-
ist flugvöllurinn á Siglufirði á
meðan vélin frá Reykjavík var á
leiðinni norður í gærmorgun og
var því lent á Sauðárkróki og
farþegum ekið til Siglufjarðar.
JÓH
reiðin fór fram af háum kanti
við brú á ánni og lenti á hlið í
henni. Fjórir piltar voru í bíln-
um og sluppu ómeiddir, ef frá
er talið að læknir þurfti að líta
á hendi eins þeirra.
Að sögn lögreglunnar á Dalvík
voru tildrög slyssins þau að öku-
maður missti stjórn á bílnum í
krappri beygju við brúna. A
þeim stað sem bíllinn fór í ána er
um 5 metra hár kantur og telja
verður mildi að ekki fór verr þar
sem mikið vatn og krap var í
ánni. Bíllinn fór hálfur í kaf í ána
en piltunum tókst að komast út.
Að sögn lögreglunnar voru ök-
maður og farþegi í framsæti í
öryggisbeltum. Mestar skemmdir
urðu á bifreiðinni af vatni. Hálka
var á veginum þegar slysið átti
sér stað og telur lögreglan það
ástæðuna fyrir óhappinu. JÓH
Mikið var um að vera hjá starfsmönnum á pósthúsum í gær enda síðasti dagur til að skila jólapósti ef hann á að ber-
ast á alla staði innanlands í tæka tíð fyrir jól. Þessi mynd var tekin á pósthúsinu í Hafnarstræti á Akureyri í gær og
eins og sjá má voru staflarnir af póstpokunum háir. Mynd: kl
Síldarsöltun lauk hjá Tanga hf. á Vopnafirði í gærkvöld:
Ellefu þúsund tunnur í fyrra
en tæp sex þúsund tunnur í ár
Síldarsöltun lauk hjá Tanga hf.
á Vopnafirði í gær. Saltað var í
tæpar sex þúsund tunnur sem
er um fimm þúsund tunnum
færra en í fyrra. Söltunin gekk
vel en Aðalsteinn Sigurðsson,
verkstjóri, segir að skort hafí
síld til söltunar og „miðjuna“
hafi algjörlega vantað í vertíð-
ina.
Þrír bátar lögðu upp hjá Tanga
hf., Lýtingur, Sæþór og Sjöfn frá
Grenivík. Sjöfnin landaði 200
tonnum í gærmorgun og lokið var
við að salta þá síld í gærkvöld.
an á þessari leið um 19000 lítrar.
Fleiri norðlenskir togarar eru á
leið heim eftir veiði á Vestfjarða-
miðum. Á heimleið eru nú, auk
Björgúlfs, m.a. Ólafur Bekkur
ÓF og Dalborg EA. JÓH
Björgúlfur EA frá Dalvík á heimleið af Vestijarðamiðum:
Þarf að sigla 700 niílur
tU heimahafnar
- „útilokað að fara fyrir Horn,“ segir Björgvin Kjartansson, skipstjóri
„Við ætluðum fyrir Horn en
það var útilokað, við sáum
bara ísbreiðurnar landfastar.
Við stoppuðum þarna í um
hálftíma og þegar við komum
til baka var ís farið að reka
nærri landinu vestan við
okkur. Við gátum þó krækt
fyrir hann,“ sagði Björgvin
Kjartansson, skipstjóri á tog-
Tilboð í norska ferju:
Svars að
vænta í dag
Eins og blaðið skýrði frá fyrir
helgi hefur verið gert tilboð í
nýja ferju fyrir Grímseyinga og
Hríseyinga. Svars við þessu til-
boði er að vænta í dag.
í gær barst skeyti frá norska
fyrirtækinu sem á ferjuna „Brem-
nes“. Þar sagði að stjórn fyrir-
tækisins hefði ekki getað komið
saman til að fjalla um tilboðið í
gær en í dag yrði fundur stjórnar-
innar og að honum loknum gefið
svar við tilboðinu. JÓH
aranum Björgúlfi EA 312 frá
Dalvík, sem á laugardags-
morguninn lagði af stað af
Vestfjarðarmiðum eftir að
hafa fiskað þar um 60 tonn af
þorski á hálfum öðrum sól-
arhring.
Björgvin sagði erfitt að eiga
við veiðar við ísröndina og víst sé
hætta á ferðum verði skip vélar-
vana inni í ísnum. „Við getum
líkt þessu við að ganga undir
stiga. Maður getur alltaf átt von á
því að eitthvað detti í höfuðið á
manni,“ sagði Björgvin og vildi
jafnframt taka fram að skipverjar
á togaranum hafi ekki verið hætt
komnir eins og skilja hefði mátt
af frétt í DV í gær.
Björgúlfur var í Reykjavík í
gær þar sem togarinn landaði.
Aflinn verður seldur á Faxa-
markaði í dag. Fyrir höndum er
löng sigling því fara verður suður
og austur fyrir land. í heildina
tekur þessi sigling um tvo sólar-
hringa en leiðin af Vestfjarða-
miðum til Dalvíkur, sé farið suð-
ur fyrir land, er um 700 sjómílur.
Þetta er jafn löng sigling eins og
frá Austfjörðum til Hull. Miðað
við fulla ferð togara er olíueyðsl-
Að sögn Aðalsteins hafa um 40
manns unnið við söltunina, allt
heimafólk. Þessa viku mun
starfsfólk í söltuninni ganga frá
tólum og tækjum áður en það fer
í kærkomið jólaleyfi.
í gær var saltað víðar en á
Vopnafirði, í Þorlákshöfn,
Grindavík og Akranesi. Söít-
unarstöðvar eru allar að ljúka við
söltun fyrir áramót, að sögn
Kristjáns Jóhannessonar, birgða-
og söltunarstjóra, hjá Síldarút-
vegsnefnd.
Kristján segir að nokkrir bátar
eigi eftir að ljúka við kvóta og
telja verði líklegt að þeir sæki um
til ráðuneytis að fá að halda
áfram veiðum eftir áramót. Búið
er að veiða upp í samninga við
Sovétmenn en ennþá vantar stór-
síld upp í samning við Svía og
Finna. óþh
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga:
Bjóða 800 fin húsnæði fyrir
sjávarútvegsbraut HA
A fundi stjórnar Kaupfélags
Eyfirðinga í gærmorgun var
ákveðið að bjóða Háskólanum
á Akureyri tvær hæðir í hús-
eigninni Glerárgötu 36 á Akur-
eyri fyrir starfsemi sjávar-
útvegsbrautar skólans. Um er
að ræða samtals um 800 fm.
sem skólanum er boðið til
afnota endurgjaldslaust í þrjú
ár.
Jóhannes Sigvaldason, for-
maður stjórnar KEA, segir að
hugmyndin að þessu 'tilboði sé
komin frá Jóhannesi Geir Sigur-
geirssyni, þingmanni og stjórnar-
manni í KEA. „Þetta er stuðn-
ingur við Háskólann á Akureyri.
Við höfum frá upphafi litið á
hann sem stórt byggðamál og
stórmál fyrir Akureyri og auðvit-
að er hann stuðningur við byggð-
arlagið.“
Við þriðju umræðu um fjálög í
Alþingi á morgun er búist við til-
lögu frá fjárveitinganefnd um
húsnæðismál skólans. í þeim
umræðum ætti því að skýrast
hverja stefnu húsnæðismál sjá-
varútvegsbrautarinnar taka.
JÓH