Dagur - 04.01.1990, Page 1
73. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 4. janúar 1990
2. tölublað
kaffld
hressir
Fulltrúar hollensku og sænsku álíyrirtækjanna:
Koma til viðræðna
á Akureyri í dag
- munu kynna sér aðstæður í Eyjafirði
Fulltrúar sænsku og hollcnsku
álfyrirtækjanna úr Atlantal-
hópnum, koma til Akureyrar í
dag, til viðræðna við fulltrúa
viðræðunefndar um stóriðju í
Eyjafirði.
Að sögn Sigurðar P. Sig-
mundssonar framkvæmdastjóra
Iðnþróunarfélags Eyfjarðar hf.,
sem einnig tekur þátt í viðræðun-
Sjávarútvegsbraut HA:
Hátíðleg
opnun í dag
um, verður fulltrúum álfyrirtækj-
anna m.a. sýnd þau svæði sem til
greina þykja koma undir álver í
Eyjafirði. Auk þess munu þeir
kynna sér hvaða þjónusta er í
boði á svæðinu, hvernig sam-
göngum er háttað og ýmislegt
fleira.
„Heimsókn erlendu fulltrú-
anna er tilkomin vegna viðræðna
Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð-
herra við forstjóra þessara fyrir-
tækja í síðasta mánuði. En þó
svo að þessir menn komi hingað
og líti á aðstæður er ekki rétt að
gera sér of miklar vonir en þetta
er vissulega jákvætt spor,“ sagði
Sigurður ennfremur. -KK
Loðnuskipin halda nú á miðin eitt af öðru. Þórður Jónasson EA hélt til veiða í gær og þá tók KL þessa mynd,
Sjávarútvegsbraut Háskólans á
Akureyri verður ýtt úr vör
með formlegum hætti við há-
tíölega athöfn að Glerárgötu
36 á Akureyri í dag kl. 13.15.
Tignir gestir verða viðstaddir.
Háskólarektor, Haraldur
Bessason, mun flytja ávarp og þá
munu þeir Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, og Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra,
ávarpa gesti.
Forráðamenn Akureyrarbæjar
verða viðstaddir og meðal ann-
arra gesta má nefna Grím Valdi-
marsson, forstöðumann Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins,
Jakob Jakobsson, forstjóra Haf-
rannsóknastofnunar, Árna Kol-
beinsson, ráðuneytisstjóra í Sjáv-
arútvegsráðuneytinu og Stefán
Stefánsson, skrifstofustjóra há-
skólaskrifstofu Menntamálaráðu-
neytisins. óþh
Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga á Akureyri kominn á skrið:
Þegar ljóst að þrír núverandi
bæjarfulltrúar munu hætta
Þrír núverandi bæjarfulltrúar á
Akureyri hafa þegar ákveðið
að gefa ekki kost á sér til
áframhaldandi starfa í bæjar-
stjórn. Fyrir skömmu skýrði
Dagur frá ákvörðun Sigurðar
Jóhannessonar, fulltrúa Fram-
sóknarflokksins, í þessa veru
og í úttekt blaðsins í dag á
framboðsmálum til bæjar-
stjórnarkosninga næsta vor
segjast þau Freyr Ófeigsson og
Áslaug Einarsdóttir, fulltrúar
Alþýðuflokks, ákveðin í að
gefa ekki kost á sér til áfram-
haldandi setu í bæjarstjórn.
lista til bæjarstjórnarkosninga
vor.
Þeir fjórir flokkar sem fulltrúa
eiga í bæjarstjórn eru þegar farn-
ir að undirbúa lista sína. Fram-
sóknarmenn munu ríða á vaðið
um helgina með skoðanakönnun
og síðar í mánuðinum ætla sjálf-
stæðismenn að efna til forvals.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
liggur ekki fyrir ákvörðun um til-
högun framboðs Alþýðubanda-
lagsins og í gær var ekki ákveðið
hvenær efnt yrði til prófkjörs hjá
Alþýðuflokknum.
Nánar er fjallað um undirbún-
ing bæjarstjórnarkosninganna á
Akureyri í fréttaskýringu á bls. 3
í Degi í dag. Kosið verður til
bæjar- og sveitarstjórna laugar-
daginn 26. maí nk. JÓH
Krossanesverksmiðjan:
Burðargrind hússins er óskenund
- tjónið í verksmiðjunni talið minna en áætlað var
Hjalteyrin II
verður Frostí ÞH
í byrjun næstu viku verður
Hjalteyrin II afhent nýjum eig-
endum á Grenivík, Frosta hf.
Aðaleigandi Frosta er Jakob
Þorsteinsson, skipstjóri.
Samherji hf. seldi skipið til
Grenivíkur, eins og áður hefur
komið fram. Togarinn hét áður
Álftafell og var gerður út frá
Stöðvarfirði.
Þorsteinn Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks hf. á
Grenivík, segir að með kaupum
þessum aukist kvóti byggðarlags-
ins verulega, og séu menn því
bjartsýnni nú en fyrir ári vegna
fiskvinnslunnar á staðnum.
Unnið var í frystihúsi Kald-
baks hf. alveg til jóla, en síðan
hefur vinna legið niðri þar sem
ekkert hráefni berst fyrr en um
miðjan janúar. Þá landar línubát-
urinn Sjöfn. Eftir það verður
þess skammt að bíða að landað
verði úr hinum nýkeypta togara,
sem mun samkvæmt heimildum
blaðsins verða gefið nafnið Frosti
ÞH. EHB
í Dagsljósinu á bls. 3 í dag
kemur fram að auk þeirra flokka
sem buðu fram í síðustu kosning-
um ræða fleiri framboðsmál
þessa dagana. Það staðfesta jafnt
fulltrúar Borgaraflokks, Samtaka
jafnréttis og félagshyggju, Þjóð-
arflokks og Kvennalista. Þá hefur
blaðið fyrir því heimildir að hóp-
ur manna á Akureyri hafi á
undanförnum vikum rætt um sér-
Enn sem komið er liggur ekki
fyrir mat á tjóni af völdum
bruna í Krossanesverksmiðj-
unni aðfaranótt gamlársdags.
Matsmenn frá tryggingarfé-
lögunum þremur, Vátrygg-
ingafélagi Islands hf., Sjóvá-
Almennum og Tryggingamið-
stöðinni voru að störfum í
verksmiðjunni í gær og eiga
enn nokkuð langt í land að
meta tjónið að fullu. Við fyrstu
Ellefu lagahöfundar vilja til Júgóslavíu:
Taimsmiðurinn á tvö lög
Hörður G. Ólafsson, tann- Jóhannsson, Gunnar Þórðarson/
smiður á Sauðárkróki, á tvö
lög í 12 laga forkeppni um lag í
Júróvisjón-kcppninni í ár.
Texti við annað lagið er eftir
Hörð en hinn á Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson. Hörður er
fyrrverandi bassaleikari í
hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar, en sá vinsæli sveiflu-
kóngur sendi ekki lag í keppn-
ina í ár.
Aðrir höfundar laga í keppn-
inni eru: Magnús Þór Sigmunds-
son, Björn Björnsson, Jóhann G.
Aðalsteinn Á. Sigurðsson, Eyj-
ólfur Kristjánsson/Aðalsteinn A.
Sigurðsson, Gísli Helgason/
Ásgeir Ingvarsson, Ingi Gunnar
Jóhannsson, Friðrik K^rlsson/
Eiríkur Hauksson, Birgir Braga-
son, Friðrik Karlsson, Birgir Jó-
hann Birgisson/Davíð Þór Jóns-
son og Bergþóra Árnadóttir.
Júgóslavar fóru með sigur af
hólmi í keppninni í fyrra og því
fer úrslitakeppnin í ár fram þar í
landi. Framundan er hins vegar
spennandi keppni hér heima um
framlag íslands. óþh
skoöun virðist Ijóst að tæki og
vélar hafí ekki skemmst eins
mikið og óttast var en húsa-
kynni eru hins vegar nokkuð
illa leikin, en þó er Ijóst að
burðargrind hússins er
óskemmd.
Sigurður Harðarson hjá
umboði VÍS á Akureyri segir að í
gær hafi komið í ljós að burðar-
grind hússins sé óskemmd. Til
stóð að gera á henni þolprófanir
en nú er ljóst að þær reynast ekki
nauðsynlegar. „í Ijósi þessa virð-
ist sem tjónið sé mun minna en
álitið var í fyrstu. Það tjón sem
um ræðir er þá fyrst og fremst
klæðning hússins og stífingar
milli burðarbita.“
Hjá Tryggingamiðstöðinni er
mjölkerfi verksmiðjunnar tryggt.
Um er að ræða síló, sigti og skilj-
ara. Ingimar Sigurðsson, hjá
vátryggingadeild Tryggingamið-
stöðvarinnar, segir of snemmt að
segja til um skemmdir á mjöl-
kerfinu. „Okkar maður á staðn-
um telur að tjónið sé mun minna
en í fyrstu var talið.“
Að sögn Ingimars er trygging-
arfjárhæð á hlut Tryggingamið-
stöðvarinnar á bilinu 120 til 130
milljónir króna. Hann segir að
mjölkerfið hafi verið keypt á
kaupleigu og sé af þeim sökum
tryggt hjá Tryggingamiðstöð-
inni.
Birgir Styrmisson, hjá Sjóvá-
Almennum á Akureyri, segir að
reynt verði að flýta sem mest
mati á tjóni véla og tækja Krossa-
nesverksmiðjunnar. „Ég hygg að
við höfum sloppið tiltölulega vel
því við fyrstu athugun virðist
tjónið vera minna en á horfðist."
Að sögn Birgis eru tæki og
vélar, hlutur Sjóvá-Almennra,
metin á rúmar 400 milljónir
króna.
Krossanesverksmiðjan hefur
einnig rekstrarstöðvunartrygg-
ingu hjá Sjóvá-Almennum. Þær
upplýsingar fengust í höfuðstöðv-
um fyrirtækisins í Reykjavík í
gær að rekstrarstöðvunartrygging
gilti í allt að 12 mánuði og tæki
mið af ársreikningi fyrra árs.
Tryggingin nær til þess tíma sem
verksmiðjan er ekki starfhæf.
Ekki er um að ræða neina
ákveðna lágmarks vátryggingar-
upphæð í rekstrarstöðvunar-
tryggingu. Hún ræðst af ársreikn-
ingi viðkomandi fyrirtækis.
Öll tryggingarfyrirtækin þrjú
hafa endurtryggingu erlendis gagn-
vart tjóninu í Krossanesverk-
smiðjunni. óþh