Dagur - 04.01.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 4. janúar 1990
Oska eftir starfskrafti
við versiunarstörf
Vaktavinna. Framtíðarstarf.
Uppl. um nafn, aldur og fyrri störf leggist inn á afgr.
Dags merkt „Framtíðarstarf".
Imiritim íyrir vorönn er hafin.
Kennt verður á eftirtöldum tímuni:
KI. 13.00-17.00, frá kl. 16.00-19.00 og
frá Id. 18.00-21.00.
Kennsla hefst um miðjan janúar.
^ Óbreytt verð ^
Tölvufræðslan Akureyri lif.
Glerárgötu 34, 4. hæð, sími 27899.
Léttisfélagar!
Jólatrés-
skemmtun
verður haldin í Skeifunni, félagsheimili
Léttis, laugardaginn 6. janúar kl. 2 eftir
hádegi.
Mætum öll með börnin!
Kvennadeildin.
Namskeiö hefjast 8. janúar.
DANS - DANS
Jazzdans: Fyrir 7 ára og eldri stelpur og stráka.
Nú sem endranær verður meiriháttar fjör í dansin-
um. Gestakennarinn, Bryndís Einarsdóttir kemur í
febrúar með allt það nýjasta í jazzi og funki frá New
York.
Látið ykkur ekki vanta í fjörið.
Jazzleikskóli: Fyrir 4-6 ára börn.
Þroskandi tímar sem stuðla m.a. að einbeitingu við
samhæfingu huga- og líkama.
Dans - söngur - leikir - leikræn tjáning.
Innritun og upplysingar í síma 24979 frá
kl. 14-20.
Skirteinaafhending og greiðsla sunnudaginn
jan. frá kl. 14-16.
Tryggvabraut 22
Akureyri s,™ 24979.
7.
brosum/
í umferðinni ^
- og aUt gengur betur! •
||UMFERÐAR
fréttir
Sjávaraíli landsmanna 1989:
Þorskuríiin dettur en
ýsuafli með því besta
- útflutningsverðmæti 57,5 milljarðar króna
Heildarafli 1969-1989
Þúsundir tonna
2000 -
69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89
Þorskafli 1968-1989
Þúsundir tonna
i' r""n r—r i r . 1 n 1 i—i 1 r i—T v—’
68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89
Árin
Samkvæmt áætlun Fiskifélags
Islands verður heildarafli árs-
ins 1989 um 1522 þúsund tonn,
eða öllu minni en metárið 1988
þegar sjómenn Islands veiddu
1752 þúsund tonn. Þetta verð-
ur þó sjötta árið í röð sem
heildaraflinn fer yfir 1500 þús-
und tonn eða síðan aflabrögð
komust í samt horf eftir hrunið
1982 og 1983 er aðeins veidd-
ust 786-835 þúsund tonn.
Loðnan hvarf 1982 og þorsk-
afli minnkaði mikið árið eftir.
Ef við lítum á einstakar teg-
undir í þessari spá og berum sam-
an við endanlegar tölur frá fyrri
árum þá veður þorskaflinn 352
þúsund tonn, eða um 6,4% minni
en 1988 þegar hann var 376 þús-
und tonn. Arið 1987 veiddust 390
þúsund tonn af þorski.
Ýsuaflinn eykst verulega ann-
að árið í röð og verður um 13,2%
meiri en árið á undan og miðað
við árið 1987 er aukningin 53,8%
og er ýsuaflinn farinn að nálgast
það sem hann var þegar best lét,
þ.e. um eða yfir 60 þúsund tonn.
Ufsaaflinn eykst um 3 þúsund
tonn og verður 77 þús. tonn, en
hins vegar minnkar karfaaflinn
um 3 þúsund tonn og verður 91
þúsund tonn. Grálúðuaflinn var
að jafnaði um 29 þúsund tonn á
ári á tímabilinu 1982-1986 en hef-
ur tekið góðan kipp síðastliðin
þrjú ár og samkvæmt spá Fiski-
félagsins verður hann 59 þúsund
tonn á árinu 1989. Grálúðan er
því orðin mjög mikilvæg útflutn-
ingsafurð.
Humaraflinn minnkar dálítið,
rækjuafli minnkar um 3 þúsund
tonn en hörpudiskur veiðist í
meira magni. Loðnuaflinn
minnkar á hinn bóginn úr 909
þúsund tonnum í 678 þúsund.
Ástæðan er sú að haustvertíðin
brást og var aflinn þá aðeins 56
þúsund tonn á móti 311 þúsund
tonnum árið á undan. Hráefn-
isverð loðnunnar hefur minnkað
um 39,4% milli ára.
Fiskifélagið áætlar að andvirði
útflutnings sjávarafurða 1989
verði 57,5 milljarðar króna. Árið
1988 nam andvirði útfluttrar sjáv-
arvöru 45,2 milljörðum, en í doll-
urum talið er hér um samdrátt að
ræða upp á tæp 4%. SS
Framsóknarfélögin á Akureyri:
Skoðanakönmin vegna bæjarstjóraarkosninga
Skoöanakönnun verður haldin
á föstudag og laugardag meðal
flokksbundinna félaga í Fram-
sóknarfélagi Akureyrar og
Félagi ungra framsóknar-
manna á Akureyri vegna upp-
stillingar á framboðsiista til
bæjarstjórnarkosninga í vor.
í fréttatilkynningu segir að á
fundi í fulltrúaráði framsóknar-
félaganna á Akureyri 30.
nóvember sl. hafi verið samþykkt
að fram færi skoðanakönnun
meðal flokksbundinna framsókn-
armanna á Akureyri, til að fá
fram hverja þeir vilji hafa í 6
efstu sætum framboðslista flokks-
ins í komandi bæjarstjórnarkosn-
ingum í maí í vor.
Ákveðið hefur verið að skoð-
anakönnun þessi fari fram nk.
föstudag 5. janúar og laugardag-
inn 6. janúar. Kosið verður á
skrifstofu Framsóknarflokksins
að Hafnarstræti 90, Akureyri, en
þar er sími 21180. Kjörstaður
verður opinn á föstudag frá kl.
16.00 - 22.00 og laugardag kl.
10.00 - 16.00.
Uppstillingarnefnd hvetur
félaga í framsóknarfélögunum á
Akureyri eindregið til að taka
þátt í könnuninni og hafa með
því áhrif á val efstu manna á
Innbrot í Apótekið í Ólafsfirði
er enn óupplýst. Rannsóknar-
lögreglan á Akureyri hefur
með höndum rannsókn máls-
ins en í gær höfðu engar nýjar
vísbendingar komið fram.
Ekki er Ijóst hvort þarna var
einn eða tveir menn að verki
en að sögn rannsóknarlögregl-
unnar bendir fleira til að einn
maður hafl þarna verið á ferð.
Vitað er að þjófurinn eða þjóf-
arnir stálu rúmum 30 þúsund
krónum úr peningakassa Apó-
teksins en fullvíst þykir að lyfjum
hafi ekki verið stolið.
Brotist var inn í kjallara um
framboðslista flokksins í kom
andi bæjarstjórnarkosningum.
glugga á bakhlið Apóteksins og
þaðan lá leiðin upp í verslunina.
Apótekari bjó í íbúð í kjallara
hússins en var nýlega fluttur
þaðan. Þá má geta þess að þjófa-
varnarkerfi í Apótekinu hefur
verið bilað um hríð.
Þjófnum eða þjófunum var
ekki nóg að stela úr peninga-
kassa, heldur dreifðu þeir
smokkum út um alla verslun.
Þrátt fyrir hugmyndaflug og góð-
an vilja hefur engum tekist að
skýra þann gjörning. Þá hefur
einnig reynst erfitt að skýra þá
athöfn að drukkið var úr tveim
flöskum af límonaði, sem voru í
ísskáp Apóteksins. óþh
EHB
Innbrotið í Apótekið í Ólafsfirði óupplýst:
Dreifðu smokkum
og drukku límonaði