Dagur - 04.01.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. janúar 1990 - DAGUR - 7
íþróttamaður Húsavíkur 1989, Ásmundur Arnarsson tekur við bikarnum sem nafnbótinni fylgir af Ingólfi Freyssyni,
formanni Yölsungs.
Iþróttamaður Húsavíkur - Ásmundur Arnarsson:
„Finnst þetta heldur snemmt“
Ásmundur Arnarsson, íþrótta-
maður Húsavíkur 1989 er 17
ára og stundar bæði handbolta
og fótbolta. Fyrir ári síðan var
hann í keppninsferð um jólin í
Israel með íslenska unglinga-
landsliðinu. Hann lék hand-
bolta með Þór í fyrravetur og
var liðið í þriðja sæti á íslands-
mótinu. Ásmundur leikur með
Völsungi í vetur. Þess má geta
að hann skoraði 16 mörk af 33
sem liðið gerði í leik á móti
Þrótti-b. í sumar lék hann fót-
bolta með liði Völsungs í ann-
arri deild íslandsmótsins.
Dagur óskaði Ásmundi til
hamingju með titilinn að aflok-
inni verðlaunaafhendingunni og
spurði hvort hann hefði átt von á
að hljóta þennan heiður.
„Nei, ég get ekki sagt það.“
- Finnst þér þú ekki eiga þetta
skilið?
„Ég veit það ekki alveg. Mér
finnst heldur snemmt að fá
þetta.“
- Hvernig var tilfinningin að
hljóta bikarinn?
„Það var mjög góð tilfinning,
þetta er náttúrlega mikill heið-
ur.“
- Að hverju stefnir þú núna?
„Að halda ótrauður áfram.“
- Hverju þakkar þú árangur-
inn?
„Miklum æfingum, númer eitt,
tvö og þrjú. Einnig stuðningi
heimafyrir.“
Foreldrar Ásmundar og móð-
urforeldrar voru á hátíðinni og
samfögnuðu honum. Stuðningur-
inn heimafyrir er án efa kominn
til af þekkingu og reynslu á þessu
sviði. Faðirinn, Arnar Guðlaugs-
son er þjálfari hjá Völsungi, og er
kunnur handbolta- og fótbolta-
maður. Móðirin, Bergljót Ás-
mundsdóttir var vel liðtæk á
handboltavellinum og tók einnig
þátt í frjálsum íþróttum.
Amman, Kristrún Karlsdóttir
hefur verið sunddrottning á
Suðurnesjum, og afinn, Ásmund-
ur Bjarnason var spretthlaupari,
setti fjölda íslandsmeta, keppti á
Evrópumótum unglinga og tvisv-
ar á Olympíuleikum. IM
Ásmundur Arnarsson, ásamt afa sínum Ásmundi Bjarnasyni, sem fyrr á
árum átti fjölda Islandsmeta í spretthlaupum og keppti m.a. tvisvar á
Ólympíuleikum, og fööur sínum, Arnari Guölaugssyni, þjálfara og kunnum
hand- og fótboltamanni.
Mamma, systir og amma íþróttamanns Húsavíkur, Bergljót Bjarnadóttir,
þekkt handbolta- og frjálsíþróttakona, litla systir er ekki búin að velja sína
íþróttagrein en amma, Kristrún Karlsdóttir var sunddrottning á Suðurnesj-
um.
Regína Sigurgeirsdóttir, Yölsungur ársins með bikarinn.
Ingólfur Freysson, formaður íþróttafélagins Yölsungs, afhendir Regínu Sigurgeirsdóttur bikar eftir að lýst hafði ver-
ið yfir að stjórn hefði valið Regínu Yölsung ársins. Bikar þessi er gjöf frá ISI til félagsins til minningar um Hallmar
Frey Bjarnason, fyrrverandi formann þess og föður Ingólfs.
Völsungur ársins - Regína Sigurgeirsdóttir:
„Finnst vel að okkur búið“
Regína Sigurgeirsdóttir sem
valin var Völsungur ársins er
16 ára. Regína stundar blak
núna en hefur einnig verið í
fótbolta og handbolta. Fót-
bolta stundaði hún í fyrravetur
en hætti eftir síðasta leikinn í
júlí. Hún var í handbolta eftir
áramótin í fyrra og reiknar
með að svo verði einnig í
vetur, en þá á að æfa fyrir
landsmót. Regína segist stunda
íþróttir ánægjunnar vegna.
Dagur óskaði henni til ham-
ingju með titilinn og spurði
hvort hún hefði einnig verið
dugleg við félagsmálin.
„Ég reyni allavega aö taka þátt
í þeim. Ég veit ekki til að ég hafi
gert neitt sérstakt en tek þátt
þegar unnið er við að bera út og
ýmislegt þannig.“
- Hverju þakkarðu árangur-
inn sem þu hefur náð?
„Félaginu. Mér finnst vel að
okkur búið og vilji til að bæta allt
og allir í félaginu vera jákvæðir.“
- Færðu góðan stuðning
heima fyrir?
„Já. Mamma er í blaki og
pabbi er í stjórn Völsungs, en
hann var mikið á skíðum fyrr á
árum.“
- Áttir þú von á þessari viður-
kenningu?
„Nei, ég átti ekki von á þessu
en er þakklát öllum félagsmönn-
um.“
„Foreldrar Regínu eru Mar-
grét Sveinbjörnsdöttir, deildar-
stjóri og Sigurgeir Aðalgeirsson,
framkvæmdastjóri. IM