Dagur - 04.01.1990, Side 11

Dagur - 04.01.1990, Side 11
íþróttir Fimmtudagur 4. janúar 1990 - DAGUR - 11 Hver verður vaJiirn „íþróttamaður Norðurlands“ 1989? Nú styttist í það að Dagur útnefni „íþróttamann Norður- lands 1989“ og verður það í fjórða skiptið sem blaðið stendur fyrir slíkri útncfningu. í fyrra hlaut Guðrún H. Krist- jánsdóttir skíðakona frá Akur- eyri titilinn en einnig hafa þau Halldór Áskelsson knatt- spyrnumaður frá Akureyri, Daníel Hilmarsson skíðamað- ur frá Dalvík og Kári Elíson kraftlyftingamaður frá Akur- eyri hlotið titilinn. Eins og undanfarin ár gefst les- endum blaðsins kostur á því að taka þátt í valinu og hafa þannig áhrif á það hver hlýtur titilinn að þessu sinni. Fimm íþróttamönn- um verður veitt viðurkenning og auk þess hlýtur „íþróttamaður Norðurlands 1989“ glæsilegan farandbikar til varðveiðslu í eitt ár. í dag og næstu daga verður þátttökuseðill í blaðinu og eiga lesendur að skrifa fimm nöfn á hann og senda blaðinu fyrir 20. janúar næstkomandi. Þrír þátt- tökuseðlar verða dregnir út og hljóta eigendur þeirra hljóm- plötuvinning að launum. Það er því til einhvers að vinna um leið og höfð eru áhrif á val „íþrótta- manns Norðurlands 1989“. Lesendur eru hvattir til að bregðast skjótt við og senda blað- inu seðilinn útfylltan fyrir 20. janúar. íþróttamaður Norðurlands 1989 Nafn íþróttamanns: fþróttagrein: 1. 2. Þorvaldur Örlygsson er annar tveggja Norðlendinga sem er í 10 inanna úr- slituni í kjörinu um íþróttamann ársins 1989. KA velur íþróttamann ársins 1989 Á sunnudaginn kemur, 7. janúar verður upplýst hver j kosinn verður íþróttamaður KA 1989. íþróttamaður KA var í fyrsta skipti útnefndur á síðasta ári, en þá hlaut Guð- laugur Halldórsson júdómaður titilinn. Eins og í fyrra koma margir íþróttamenn til greina að þessu sinni og verður vafalaust spenn- andi að sjá hver nær kjöri. Það er aðalstjórn KA sem greiðir atkvæði í kjörinu á Iþróttamanni KA en á listum eru íþróttamenn sem tilnefndir eru af deildum félagsins. Hver deild tii- nefnir tvo menn úr sínum röðum og auk þess einn íþróttamann úr annari deild. Veglegur bikar er afhcntur þeim íþróttamanni sem verður fyrir valinu, en sömuleiðis verða veittar viðurkenningar þcini íþróttamönnum sem lentu í 2. og 3. sæti í kjörinu. Það var KA klúbburinn í Reykjavík sem gaf bikarinn sem íþróttamaður KA varðveittir í eitt ár. VG íþróttamaður ársins krýndur í kvöld: Tveir Norðlendingar í hópnum - Alfreð Gíslason og Porvaldur Örlygsson 3. 4. 5. Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1989 c/o Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri. Skilafrestur til 20. janúar 1988. í kvöld verður tilkynnt hver hlýtur titilinn íþróttamaður ársins 1989 á íslandi. Það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Birtur hefur verið listi yfir 10 íþrótta- menn sem hlutu flest atkvæði í kjörinu en hver hreppir hnoss- ið kemur í Ijós í kvöld. Vert er að benda á að að tveir Akur- eyringar eru á listanum; Alfreð Gíslason handknattleiksmaður og Þorvaldur Örlygsson knatt- spyrnumaður. Hófið fer fram á Hótel Loft- leiðum og er búist við fjölda manns til að fylgjast með kjör- inu. Því verður lýst beint á íþróttarásinni á Rás 2 í Ríkisút- Fjölhæfir íþróttamenn: Sigruðu í fijálsum, lyftingum, júdó og kraftlyftingum varpinu og hefst útsending kl. 20.00. í fyrra hlaut Einar Vilhjálms- son spjótkastari titilinn eftir harða keppni við Hauk Gunnars- son fatlaðan frjálsíþróttamann. Einar kemst aftur á listann þetta árið en Haukur dettur út enda bar ekki mikið á fötluðum íþróttamönnum á síðasta ári. Handknattleiksmenn og knatt- spyrnumenn eru áberandi á list- anum þetta árið enda náðu lands- liðin í báðum íþróttagreinum góðum árangri á árinu. Islenska knattspyrnulandsliðið hefur aldrei verið jafn nálægt því að komast í úrslit í Heimsmeistara- keppninni og sigur handknatt- leikslandsliðsins í B-heimsmeist- arakeppninni er mönnum enn í fersku minni. Bjarni Friðriksson og Ragn- heiður Runólfsdóttir áttu mjög gott íþróttaár og það kemur því ekki á óvart að þau skuli komast á þennan lista. Sigurður Einars- son var líklegast sá íþróttamaður sem kom einna mest á óvart á síðasta ári og skaut sjálfum Einari Vilhjálmssyni aftur fyrir í árangri á árinu. Það þarf ekki að fjölyrða um árangur Þorvaldar Örlygssonar KA-manns á árinu en það vekur nokkra athygli að bæði Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guð- johnsen komust á listann en þeir áttu við meiðsli að stríða á síð- asta ári. Handknattleiksmennirnir Alfreð Gíslason, Kristján Ara- son og Þorgils Óttar Mathiesen stóðu sig vel með íslenska lands- liðinu á síðasta ári og einnig með sínum félagsliðum. En lítum þá á listann yfir þá 10 íþróttamenn sem möguleika eiga á því að hljóta titilinn: Alfreð Gíslason handknattleikur Arnór Guðjohnsen knattspyrna Ásgeir Sigurvinsson knattspyrna Bjarni Friðriksson júdó Einar Vilhjálmsson spjótkastari Kristján Arason handknattleikur Ragnheiður Runólfsdóttir sund Sigurður Einarsson spjótkastari Þorgils Óttar Mathiesen hand- knattleikur Þorvaldur Örlygsson knattspyrna Þeir Torfi Ólafsson og Flosi Jónsson stóðu í ströngu á milli jóla og nýárs. Þeir eru nú þekktastir fyrir afrek sín í kraftlyftingum og unnu sína flokka í bekkpressumóti 31. desember. En þeir tóku einnig þátt í frjálsíþróttamótum, lyft- ingamóti og Torfi bætti um betur og snaraði andstæðing- um sínum hátt á loft á júdó- móti rétt fyrir áramótin. Torfi byrjaði á að vinna sigur í kúluvarpi á Jólamóti UFA í frjáls- um íþróttum á fimmtudaginn. Þess má geta að á sama móti tók hann þátt í hástökkskeppninni og felldi 1,20 naumlega! A föstudag- inn tók hann þátt í júdómóti KA og felldi alla andstæðinga sína nokkuð örugglega. Á laugardag tók hann þátt í lyftingamóti og keppti hann þar í +110 kg flokki. Þar setti hann þrjú Akureyrar- met, 95,5 kg í snörun, 120 kg í Torfi Ólafsson með sigurkast sitt í kúluvarpi á jólamóti UFA. jafnhendingu og 215 kg í saman- lögðu. Síðan keppti hann í bekk- pressu á sunnudag og lyfti 182,5 kg og sigraði í +125 kg flokki. Flosi Jónsson stóð sig einnig vel á milli hátíðanna. Hann keppti á föstudaginn á Jólamóti UMSE í frjálsum íþróttum og sigraði þar í tveimur greinum; kúluvarpi og langstökki án atrennu. Á laugardag keppti hann í 110 kg flokki í lyftingum en það eru nú 20 ár síðan Flosi hóf keppni í lyftingum. Hann sigraði auðvitað örugglega í sín- um flokki og setti þrjú ný Akur- eyrarmet; 100 kg í snörun, 125 kg í jafnhendingu og 225 kg í samanlögðu. Flosi fór síðan auð- vitað létt með að leggja andstæð- inga sína í bekkpressunni á sunnudag. Það er greinilegt að þessi kraft- lyftingamenn eru ekki við eina fjölina felldir og fara létt með að vippa sér úr einni grein í aðra. Hörður og Freydís þjálfa hjá HSÞ Hjónin Hörður Bcnonýsson og Freydís Anna Arngríms- dóttir munu taka að sér þjálf- un hjá HSÞ næsta sumar. Hörður þjálfar meistara- flokkslið HSÞ-b í knatt- spyrnu en Freydís Anna mun stjórna sund- og frjálsíþrótta- æfingum hjá félaginu. Reyndar er ekki búið aö skrifa undir samning við þau en það verður aö öllurn líkindum gert um næstu helgi. Hörður er margrcyndur knattspyrnumaður og mun styrkja liö HSÞ-b mikið í 4. deildinni næsta sumar. Hann lék síðasta sumar með Völsung- um í 2. deildinni en lék í 1. deildinni með Leiftursmönnum á Ólafsfirði. Knattspyrnudeild HSÞ-b ætl- ar að ræða við Vopnfirðingana Viðar Sigurjónsson og Stefán Guömundsson um þjálfun yngri flokka félagsins og munu þeir þá aö sjálfsögðu leika áfram með liðinu. Það má því búast við björtu sumri í knattspyrn- unni í Mývatnssveit næsta sumar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.