Dagur - 06.01.1990, Side 4

Dagur - 06.01.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþr.), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stór stund í sögu Há- skólans á Akureyri Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri tók formlega til starfa í fyrradag við htfíðlega athöfn og var mikið fjölmei) :ii saman komið til að fagna stórmerkum áfanga í sögu hins unga skóla. Stofnun Háskólans á Akureyri markar þáttaskil í menntamálum þjóðar- innar. Vonandi markar stofnun skólans jafnframt upphaf nýrra tíma í byggðamálum enda er Háskóhnn á Akureyri tvímæla- laust eitt merkasta byggðamál síðustu áratuga. Skólinn hefur alla burði til að styrkja atvinnulíf og þar með byggð á Eyjafjarðarsvæð- inu og getur skipt sköpum fyrir atvinnu- og byggðaþróun í land- inu, þegar til lengri tíma er litið. Stofnun sjávarútvegsdeildar- innar markar Háskólanum á Akur- eyri sérstöðu enda er þar um að ræða algera nýjung í æðri mennt- un á íslandi. Lengi vel ríkti óvissa um það hvenær og jafnvel hvort deildin tæki til starfa, en nú hefur þeirri óvissu verið eytt. Þar eiga fjölmargir aðilar þakkir skildar, ekki síst Kaupfélag Eyfirðinga, sem af höfðingsskap og framsýni bauð Háskólanum á Akureyri ríf- lega 800 fermetra húsnæði til afnota í þrjú ár, endurgjaldslaust. Mikill áhugi er fyrir fræðslu og menntun á sviði sjávarútvegs og þörfin fyrir sjávarútvegsdeild á háskólastigi brýn. Um þetta atriði sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, m.a. í ávarpi sínu við setningarathöfnina á fimmtu- daginn: „Þessi þáttur [þ.e. nám í sjávar- útvegsfræðum] hefur verið van- ræktur í þjóðlífi okkar á undan- förnum árum og áratugum, án þess að neinum sérstökum sé um að kenna. Við þurfum á því að halda að efla menntun í þessum greinum, ekki aðeins á háskóla- stigi heldur jafnframt á grunn- skólastigi og framhaldsskólastigi. Það hlýtur að vekja virðingu fyrir atvinnugreinum sjávarútvegs og hvetja ungt fólk til að fara inn á þessar brautir. Því miður er það svo í dag að áhugi er ekki nægi- lega mikill fyrir því að starfa við sjávarútveg. Við heyrum það oft hjá ungu fólki að eitt það versta sem fyrir það gæti komið væri að vinna í frystihúsi eða hjá öðrum fyrirtækjum sjávarútvegs. Hér er um mikinn misskilning að ræða, því þessi störf eru bæði mikilvæg og góð víða í samfélaginu. Þjóðfé- lagið byggir að miklum hluta á þessari grein." Þessi ummæli sjáv- arútvegsráðherra eru orð í tíma töluð. Haraldur Bessason, rektor Há- skólans á Akureyri, tilkynnti við setningarathöfnina að skipaður hafi verið starfshópur, að tilstuðl- an sjávarútvegsráðherra, til að efla sjávarútvegsdeild skólans og stuðla að samvinnu milli hennar og Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands. Auk þess verður unnið að samvinnu milli deildar- innar og útibús Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins á Akureyri og flutningi útibús Hafrannsókna- stofnunar frá Húsavík til Akureyr- ar. Þessar ráðstafanir ættu að styrkja stöðu Háskólans á Akur- eyri enn frekar. Engum blöðum er um það að fletta að sjávarútvegs- deildin er vel sett á Akureyri. Akureyri var á síðasta ári stærsta útflutningshöfn landsins í sjávar- afurðum í verðmætum talið og víða á Norðurlandi stendur útgerð og fiskvinnsla með miklum blóma. Sú rannsóknastarfsemi sem teng- ist Háskólanum á Akureyri kemur því til með að nýtast atvinnulífi við Eyjafjörð mjög vel og styrkja stöðu þess, sem fyrr segir. Ástæða er til að óska Norðlend- ingum og þjóðinni allri til ham- ingju með Háskólann á Akureyri. Megi vegur hans verða sem mest- ur í framtíðinni. BB. úr hugskotinu Ár múrlirjótanna Þá eru menn búnir að skjóta á loft upp gamla árinu, og gera með því vöruskiptajöfnuð þjóðarinnar neikvæðari en ella um upphæð sem nema að því er sagt er þetta tæplega hálfu skuttogaraverði. Sumir töldu meira að segja, að nú væri jafnvel genginn þessi „áratugur upp- anna“, en nokkuð snemma mun þar hafa verið fagnað, þar sem enn kvað víst lifa eitt ár af honum. Jæja, þeir sem full snemma fögnuðu áratugaskiptum geta að minnsta kosti glaðst yfir því að um næstu áramót mun gefast á ný tilefni til sama teitis. I sögubækur Það ár sem nú hefur fylgt forverum sínum fyrir ættern- isstapann, er fyrir margra hluta sakir merkilegt, raunar svo merkilegt að allar líkur benda til þess að ártalið muni verða þrykkt í sögubækur framtíðarinnar, í félagsskap fleiri ára sem á tölunni níu enda, skólanem- um framtíðarinnar til hrellingar. Gengins árs mun verða minnst sem ársins þegar hinu svokallaða „kalda stríði" lauk, ársins þegar járntjaldið var snögglega klippt í sundur, næstum jafnsnögglega og það var smíð- að með frægri ræðu Churchills, ársins verður minnst sem árs múrbrjótanna. Það má í rauninni furðulegt heita, hvernig hið stór- kostlega kerfi sem byggt var á eftirliti, ritskoðun og upplýsingaleynd sem bragðbætt var með vel búinni lög- reglu, er ásamt hópi embættismanna og skriffinna bjó við sérréttindi margs konar, kerfi sem í raun byggði við- hald sitt á einhvern hátt á sjálfu sér, skuli allt í einu hrynja, rétt eins og spilaborg, og það án teljandi ofbeld- is frá hendi sérréttindaliðsins, ef frá er skilið fjölskyldu- veldið í Rúmeníu, kerfi sem fyrir einhvern misskilning hefur verið kallað sósíalismi eða jafnvel kommúnismi, en á þó álíka mikið skylt við þessar stefnur og Fram- sóknarflokkurinn við bændahatur, sem aftur leiðir til þess misskilnings að kommúnismi og sósíalismi hafi verið að deyja út í Austur-Evrópu, þegar líklega væri nær að segja það, að nú sé aðeins að byrja að örla á framkvæmd þessara stefna þar.. Rússarnir fara í sambandi við hina hröðu og ævintýralegu þróun mála þarna austurfrá er oft minnst á þær systur Perestrojku og Glasnost sem úr Rússíá munu upprunnar og gjarnan kenndar við Gorbasjof, og vissulega hefur það ráðið úrslitum þarna, að Rússarnir eru að fara, skiljandi sér- réttindaaðalinn í fyrrum nýlendum sínum eftir einan og varnarlausan gagnvart eigin alþýðu, og jafnvel her, að stórum hluta samansettum af þessari sömu alþýðu. Og það er í rauninni ofur skiljanlegt að Rússarnir skulu fara frá Austur-Evrópu. Því svo þverstæðukennt sem það kann að virðast, þá virðist Sovétstjórninni meira í mun að halda saman ríki sem er bæði miklu stærra, og í ofanálag byggt miklu fjarskyldari og ólíkari þjóðum en byggja mestan hluta fyrrum nýlendna Sovét í Evr- ópu, og það raunar á sama tíma og perestrojkan hlýtur í raun annað hvort að þýða endalok sjálfrar sín, eða Sovétríkjanna sem slíkra. I eigin barm Við íslendingar hljótum að samfagna með íbúum Aust- ur-Evrópu á árdögum hins nýfengna frelsis, enda erum við, að minnsta kosti að eigin sögn alveg sérlega fram- arlega í öllu því sem til lýðræðis og frelsis heyrir. Þeir sögulegu atburðir sem átt hafa sér stað þarna austurfrá snerta okkur svo sannarlega líka. Tökum bara eitt dæmi. Núna þýðir líklega ekki lengur fyrir okkur að senda austur einhverja gatslitna ullarafganga eða úldna gaffalbita, eins og sagt er að hafi tíðkast fyrir nokkrum árum. Og raunar er líklegt að við verðum að temja okk- ur alveg ný vinnubrögð í öllum okkar viðskiptum við þessi ríki, og því miður er dálítil ástæða til að óttast það, að hinar morknu, afdönkuðu gamalmennaklíkur Reynir Antonsson skrifar sem ráða öllu í útflutningsverslun okkar ráði ekki nógu vel við þetta verkefni. Raunar á tilvist þessa sérréttindahóps sem meðal annars stjórnar í gegnum reykvísk sölusamtök mestallri útflutningsverslun landsins nokkrar hliðstæður við aðal- inn austantjalds. Þarna er oft um að ræða hópa sem tengdir eru fjölskylduböndum innbyrðis, hafa meðal annars auðgast í skjóli erlendrar hersetu, og sem notað hafa heilu stjórnmálaflokkana sem einkavaldatæki. Menn eru að sönnu ekki skotnir og sjaldnast settir inn, þá þeir gagnrýna hina íslensku yfirstétt, geta stundum þó átt von á að missa bæði fé og æru fyrir slíkt athæfi. Og því ættu menn svolítið að líta í eigin barm þegar tal- ið berst að Glasnost og perestrojku hjá öðrum. Þetta reddast Það virðist þannig ekkert veita af því að fá þessar rúss- neskættuðu systur sem eru Glasnost og perestrojka í heimsókn hingað á klakann til að hrista eilítið upp í þessu gamlaða og feyskna kerfi sem við búum við í stjórnmálum og efnahagslífi, en ekki hvað síst þó í hugsunarhætti, þar sem rauði þráðurinn virðist vera að geta tileinkað sér sem best boðskap þessa nýja þjóð- söngs sem þeir Ríómenn hafa að undanförnu kyrjað við miklar vinsældir og nefna „þetta reddast". Og vitaskuld „reddast þetta“ svo lengi sem við búum við okkar sér- kennilega einkaríkisrekna samfélag, þar sem þeir leita fyrstir til ríkismömmu sem hæst góla um frjálsa sam- keppni og einkarekstur, þar sem þeir tala oftast um ríkisstofnun á sviði fjölmiðlunar sem hæst gala um fjöl- miðlafrelsi, og þeir væla mest um frjálsa samkeppni sem harðast berjast fyrir einokun á öllum sviðum. Þetta „reddast“ allt þangað til við verðum gleypt af hinni nýju Evrópu, en vitaskuld gleypt með stæl líkt og á dögum Hákonar hins Gamla. Á þessari stundu er þó ekki vitað hver muni verða jarl yfir íslandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.