Dagur


Dagur - 06.01.1990, Qupperneq 6

Dagur - 06.01.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1990 tómstundir Jólakortasafnari á Húsavík: „Gæti verið við þetta allt árið frá morgni til kvölds“ - segir Bergsteinn Karlsson Hvað skyldi verða um öll jólakortin sem okkur eru send? Ég geymi mín kort óopnuð fram á aðfangadagskvöld og nýt þess að opna þau, þessa stund þegar að ró færist yfir eftir að allir hafa opnað pakkana sína og yngra fólkið ver til að skoða innihald þeirra svolítið nánar. Mér finnst ósköp indælt að fá jólakveðju á korti, þakkir fyrir liðnar samverustundir, eða að vera minntur á eitthvað skemmtilegt. Kortin'eru frá nánum ættingjum og vinum, kunningjum og fólki sem ég hef á einhvern hátt tengst á lífsleiðinni. Þau eru send af góðum hug og bera með sér kveðjur og ljúfar minningar. Alltaf leynist eitthvað bráðskemmti- legt í kortabunkanum, kannski hefur einhver gleymt að skrifa nafnið sitt undir kveðjuna sína í öllu jólaannríkinu, og þá er að rýna í póststimpilinn og skriftina og reyna að geta sér til hvaða persónuleiki er líklegur til að gera svona skemmti- leg smámistök. Þessi kort, kortin sem við erum ekki alveg viss frá hverjum eru, heimatilbúin kort og kort sem minna á glaðar stundir eru skemmtileg tilbreyt- ing. Sumar kveðjurnar eru hlýlegri en aðrar, og það er notalegt um jólin að vera minntur á góðar stundir og trausta vináttu. Eftir jól tek ég kortabunkann, pakka honum niður með jólaskrautinu og lít svo á hann fyrir næstu jól þegar kemur að því að senda jólakveðjurnar. Líklega fá jólakort margra svipaöa meðferð og kortin mín nema hvað talsvert margir eru svo drífandi og duglegir að henda kortunum sínum strax eftir jól. Þó er til fólk sem ekki liendir kortum heldur safnar þeim, og það bæði sínum kortum og ann- arra, nýjum kortum og gömlum kortum og eldgömlum kortum, Ijótum kortum og fallegum kortum, jólakoctum, póstkort- ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR Þt?eí)tiáiiidágjéðjí íþrótlafélagsins Þórs verður haldin laugardaginn 6. janúar kl. 17 á íþróttasvæði Þórs. Skemmtiatriði m.a: Halli og Laddi. Bjartmar Guðlaugsson. Jóhann Már Jóhannsson Álfakóngur og drottning mæta á svæöið álfar, tröll, púkar og ýmiss konar furðuverur skemmta börnum og fullorðnum. sirtemmis; Aðgangseyrir aðeins kr. 500.— Frítt fyrir 6, ára og yngri. Flugeldasala í Hamri frá kl. 13.00 Flugeldar og blys á stórlækkuðu verði. Brennuball Þórsara verður haldið í Húsi aldraðra á laugardagskvöldið. Þar skemmta m.a Halli og Laddi, Bjartmar Guðlaugsson og fleiri. Húsið opnað kl. 21.00 — Allir Þórsarar velkomnir. 4Í fþróttafélagið Þór Akureyri. Bergsteinn sýnir Björgu dóttur sinni kortaalbúm, en Björg er spilasafnari og á rúmiega 600 gerðir spila. um, tækifæriskortum og allskon- ar kortum. Einn þessara korta- safnara er Bergsteinn Karlsson, Baughóli 12 á Húsavík. Hann hefur undanfarnar vikur auglýst í fjölmiðlum og beðið fólk að henda ekki kortum, en láta sig heldur hafa þau. Dagur leit við hjá Begga rétt fyrir jólin, svona til að athuga hvort þar væri orðið fullt hús korta. Svo reyndist nú ekki vera, en það var kominn slatti í eitt herbergið." - Beggi, þú ert ekki einn af þeim sem hendir kortunum sínum eftir jólin? „Ég safna öllum kortum, bæði jólakortum og póstkortum og hef gert það síðan 1982. Gömul kort leynast víða hjá fólki, bæði í kjöllurum og á háaloftum. Stund- um er fólk fastheldið á gömlu korin sín en ég hef keypt mikið af gömlum kortum á uppboðum og fornsölum. Þetta getur stundum verið dýrt tómstundagaman." - Leggurðu áherslu á að safna helst einhverri ákveðinni gerð korta? „Já, fyrst og fremst kortum úr Þingeyjarsýslu, en að þeim eru margir útgefendur og eftir þeim flokka ég kortin. Öll þessi gömlu kort, frá aldamótum til 1930, eru gersemar. Ég safna líka nýjum kortum, en það er talsvert mikið gefið út af þeim og erfitt að ná þeim öllum. Svo er aldrei hægt að hætta að safna því það koma allt- af ný og ný kort." - Hvernig viðbrögð hefur þú fengið við auglýsingunum eftir kortum? „Frekar lítil, fólki finnst þetta asnalegt. Margirspyrja hvort það sé ekki nóg að fá myndina fram- an af kortinu, og vilja ekki láta sjást hvað skrifað er á þau. Ég vil fá kortin í heilu lagi, en læt ekki sjást eða lími yfir það sem skrifað er á þau, það er ekki það sem ég er að sækjast eftir heldur kortin sjálf. Það eru þó nokkuð margir sem safna kortum og sumir hverjir hafa gert það nokkuð lengi en einnig eru nýir safnarar að byrja. Það er allt of lítið samband milli kortasafnara og kortaklúbbur sem var til í Reykjavík starfar ekki lengur." - Er kortasöfnun tímafrek? „Ég gæti verið við þetta allt árið, frá morgni til kvölds. Ég flokka kortin og skrifa upp heim- ildir um þau; hver útgefandinn er og hvað er á myndunum. Ég á rnikið óunnið við safnið mitt og kvíði ekki ellinni." J>ó Beggi segist hlakka til að komast á eftirlaunaaldurinn, þá er nokkur tími þangað til þar sem hann er rétt rúmlega þrítugur. Beggi vill ekki gefa upp neinar tölur um fjölda kortanna sinna, en hann á mörg albúm og sýnir innihald þeirra fúslega, og útskýrir ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt sem ekki tekst eftir í fljótu bragði. Það má lesa margt af gömlum myndum ef athyglis- gáfan er í lagi. Eitt af uppáhalds- kortum Begga er með mynd af Húsavíkurkirkju sem tekin er fyrir 1910. í bakgrunni sést hluti af stóru timburhúsi, sem brann það ár, á götunni framan við kirkjuna er maður og einnig tvö börn sem bera á milli sín fötu. Fljótt á litið er þarna gömul mynd af kirkjunni, en þegar betur er að gáð má lesa margsháttar sögu um horfna tíð af þessari einu mynd. Auk kortanna safnar Beggi frímerkjum og afmælis- og minningargreinum, sem hann hefur áhuga á vegna upplýsinga um ættfræði sem hann er svolítið að grúska í. Einnig gæti Beggi hugsað sér að safna bókum, en finnst heldur dýrt að ráðast í slíka söfnum í stórum stíl. - Hvað gefur kortasöfnunin þér? „Hvíld og ró. Ánægju, það er alltaf gaman að finna eitthvað gamalt og á kortunum eru heim- ildir, þar sjást breytingar, t.d. eins og á myndum frá Húsavík, þar sést hvað búið er að byggja. Einnig hvaða breytingar verða á landinu, hólum er rutt niður og nú er t.d. Stórhóllinn farinn. Ég hef margt í huga þegar ég skoða hverja mynd, nt.a. hvar ljós- myndarinn er staðsettur þegar hann tekur myndina. Korta- söfnunin er mjög gefandi, ég hef lært mikið í landafræði og að þekkja staði á íslandi, en á mörg- um gömlum kortum er ekki getið hvaðan myndin er, eða hver útgefandinn er, en ég safna aðeins kortum sem eru tengd ís- landi. Ég hef gaman af ættfræði og mannamyndir eru á mörgum kortunum. Eg á kort með mynd- um af mörgum köllum sem eru þjóðkunnir, hér ert kort með mynd af Óla pramma sem Gunn- ar M. Magnúss skrifaði bók um. Ég á líka kort með myndum af Hófí og Lindu, svo ég er hér með myndir af ljótustu köllunum í Reykjavík og fallegustu stúlkun- um í heiminum." IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.