Dagur - 09.01.1990, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 9. desember 1990
Langar þig að
lœra að dansa?
mer
Létt og skemmtileg 10 tíma námskeið
hefjast miðvikudaginn 17. janúar.
Innritun og allar nánari upplýsingar
f síma 26624 milli kl. 13.00 og 18.00
Námskeið í barnadönsum yngst 3ja ára,
samkvœmisdönsum, gömlu dansar,
rokk og tjútt, unglingadansar. Sér-
námskeið í Lambada, Mambó og Salsa.
Sigurbjörg D.S.Í.
VISA
DANSSKOLI
SiMu
AÐAL-
FUNDUR
í samræmi við ákvarðanir hluthafafundar 26. júlí sl.
er nú boðað til aðalfundar Iðnaðarbanka íslands hf.
árið 1990. Verður fundurinn haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar 1990
oghefstkl. 16:00.
1. Aðalfundarstörfskv.ákvæðum35.gr.samþykkta
félagsins.
2. Tillagaumnýjarsamþykktirfyrirfélagið.
Breytingar frá núverandi samþykktum felast
aðaUega í breytingum á tilgangi og starfsemi
félagsins, sem lúta að þvi að félagið hætti
bankastarfsemi og verði m.a. eignarhaldsfélag um
hlutabréf í íslandsbanka hf., sbr. samþykkt
hluthafafundar 26. júli sl. varðandi kaup á
hlutabréfum ríkissjóðs í Ötvegsbanka íslands hf.
og samruna rekstrar Iðnaðarbankans við rekstur
þríggja annarra viðskiptabanka.
3. önnurmál,löglegauppborín.
4 Tillaga um frestun fundarins. Bankaráð boði
til framhaldsfundar sem haldinn verði í síðasta lagi
fyrir lok aprílmánaðar nk.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka,
Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. janúar nk.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn,
þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega
í síðasta lagi 10. janúar nk.
Reykjavík, 20. desember 1989
Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.
iðnaðaibankinn
í myrkri gildir
að sjást.
Notaðu endurskinsmerki!
jíÉUMFERÐAR
Vráð
Frá afhendingu peningagjafanna í Dvalarheimilinu Hlíð, Jón Benediktsson sitjandi fyrir miðri mynd. Frá
vinstri: Arni Bjarnarson NLFA, Aslaug Einarsdóttir formaður öldrunarráðs, Halldór Jónsson framkvæmda-
stjóri FSA, Áslaug Kristjánsdóttir NFLA, Tryggvi Haraldsson varaformaður Sjálfsbjargar á Akureyri, Sigrún
Svcinbjörnsdóttir frá svæðisstjórn fatlaðra, Snæbjörn Þórðarson formaður Sjálfsbjargar Akureyri, Bjarni Krist-
jánsson framkvæmdastjóri svæðisstjórnar.
Jón Benediktsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn:
Gaf fimm milljómr til félaga
og stofnana á Akureyri
Þann 29. des. sl. voru fulltrúar
frá fimm félögum og stofnunum
á Akureyri boðaðir til fundar á
Dvalarheimilinu Hlíð. Til fund-
arins hafði boðið hinn kunni og
virti borgari þessa bæjar, Jón
Benediktsson, fyrrv. yfirlög-
regluþjónn, og afhenti hann við
þetta tækifæri samtals 5 millj.
kr. að gjöf til eftirtalinna 5
aðila: Dvalarheimilinu Hlíð,
FSA (Sel), Náttúrulækningafé-
lagi Akureyrar, Sjálfsbjörg og
Svæðisstjórn fatlaðra (Sólborg).
Jón Benediktsson hefur
lengst af ævi sinnar búið og
starfað á Akureyri þar sem
hann býr enn við góða heilsu þó
kominn sé á 96. aldursár, en
hann er fæddur 16. mars 1894
að Breiðabóli á Svalbarðs-
strönd. Kunnastur er Jón fyrir
störf sfn í lögreglunni á Akur-
eyri þar sem ferill hans hófst
árið 1930. Um aldarfjórðungs
skeið gegndi hann stöðu yfirlög-
regluþjóns og ávann hann sér í
því starfi sem og öðrum er hann
stundaði traust og virðingi allra
er honum kynntust.
Þiggjendur hinnar einstöku
og höfðinglegu gjafar Jóns færa
honum alúðar þakkir og óska
honum velfarnaðar og blessun-
ar á ævikvöldi.
Iðnþróunarfélag Eyjaijarðar:
Keypti hlutafé í fjórum
fyrirtækjum á síðasta ári
- félagið á nú hlutafé í 9 fyrirtækjum í Eyjafirði
Á síðasta ári keypti Iðnþróun-
arfélag Eyjafjarðar hf. hlutafé
fyrir samtals kr. 1.130.000.- í
fjórum fyrirtækjum. Félagið
keypti hlutafé fyrir kr.
600.000.- í Fiskeldi Eyjafjarð-
ar hf. á Hjalteyri, fyrir kr.
300.000.- í Ferðaskrifstofunni
Nonni hf. á Akureyri, fyrir kr.
150.000.- í Dettifossi hf. á
Akureyri og fyrir kr. 80.000.- í
Leðuriðjunni Teru hf. á Greni-
vík.
Iðnþróunarfélagið á nú hlutafé
í 9 fyrirtækjum að upphæð kr.
4.479.500.- en þau eru að frátöld-
um ofangreindum fyrirtækjum;
Sæplast hf. á Dalvík, Gúmmí-
vinnslan hf. á Akureyri, Óslax
hf. í Ólafsfirði, Víkurplast hf. á
Svalbarðsströnd og ístess hf. á
Akureyri.
Markmiðið er að selja hlutafé í
fyrirtækjum þegar þau eru komin
vel af stað og nota það til hluta-
fjárkaupa í nýjum fyrirtækjum. í
því sambandi 'piá nefna að hluta-
fé Iðnþróunarfélagsins í Hafspili
hf. á Akureyri var selt árið 1988.
-KK
Salan jókst mest í Þýskalandi
- heildarsala fyrirtækisins nam 44,2 milljónum sterlingspunda
á síðasta ári
Iceland Seafood L.t.d.:
mest milli ára eða um rúm 46%. I 22,5 milljónir marka á árinu
Heildarsalan í Þýskalandi var I 1989. JÓH
Slökkvilið Blönduóss:
Sex útköll í fjrra
- fimm á Skagaströnd, þar af tvö alvarleg
Heildarsala Iceland Seafood
nam 44,2 milljónum sterlings-
punda á árinu 1989 eða um 7%
meira en árið á undan. Aukn-
ingin nemur 2,9 milljónum
punda. Heildarsalan í magni
var 24.566 tonn og var 7,6%
meiri en árið áður.
Markaðssvæði Iceland Seafood
nær yfir Vestur- og Suður-Evr-
ópu. Aðalstöðvar fyrirtækisins
eru í Hull í Englandi en söluskrif-
stofur fyrirtækisins eru einnig í
Vestur-Þýskalandi og Frakk-
landi.
í Bretlandi nam salan á síðasta
ári 26,8 milljónum sterlings-
punda og var það svipað verð-
mæti og árið áður. Salan í
Frakkalandi jókst hins verar um
18,4%, var á árinu 1989 111,2
milljónir franka. Salan hjá sölu-
skrifstofunni í Hamborg jókst
Slökkviliðið á Blönduósi var
kallað út 6 sinnum á síðasta
ári. Að sögn Þorleifs Arasonar
Slökkviliðsstjóra voru engin af
þeim útköllum alvarlegs eðlis.
Þorleifur sagði að þeir hefðu
sloppið ennþá við stóran skell
sökum bruna. Tjón hefðu ekki
verið mikil og menn sloppið til-
tölulega vel.
19.88 var slökkviliðið kallað út
5 sinnum og var sama sagan þá,
tjón urðu óveruleg.
Á Skagaströnd voru útköll
slökkviliðsins fimm að sögn
Magnúsar Ólafssonar þar á bæ.
Af þessum fimm útköllum hlut-
ust mikil tjón úr tveimur þeirra
og m.a. eitt manntjón. Hin voru
minniháttar.
Árið 1988 var slökkviliðið á
Skagaströnd aðeins kallað út
tvisvar sinnum. kj