Dagur - 09.01.1990, Qupperneq 3
Þriðjudagur 9. desember 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Leikfélag Akureyrar ákallar „Skattmann“ og Svavar:
Starfsemin mun stórlega dragast
saman hækki ríkið ekki framlagið
- þríhliða samningur ríkisins, LA og Akureyrarbæjar útrunninn
Um síðustu áramót rann út
þríhliða samningur Leikfélags
Akureyrar, ríkisins og Akur-
eyrarbæjar og hefur nýr samn-
ingur ekki verið gerður. Á
fjárhagsáætlun ríkisstjórnar-
innar er þó tekið mið af þess-
um samningi og framlag ríkis-
ins óbreytt, eða rúmar 12 millj-
ónir króna. Sigurður Hróars-
son, leikhússtjóri, býst fastlega
við því að Akureyrarbær taki
einnig mið af gamla samningn-
um og veiti Leikfélaginu sam-
svarandi styrk og ríkið.
Samkvæmt samningnum sem
rann út um áramótin var Akur-
eyrarbæ gert að greiða Leikfélagi
Akureyrar a.m.k. jafnháa upp-
hæð og ríkið. Sigurður segir
framlag bæjarins rausnarlegt og
ekki sé hægt að fara fram á hærri
styrk frá sveitarfélaginu en hann
er á hinn bóginn óánægður með
að ríkið skuli ekki hækka framlag
sitt milli ára þegar allur kostnað-
ur hefur hækkað.
„Það verður að gera algjörlega
nýjan samning með nýjum for-
sendum. Menntamálaráðherra og
fjármálaráðherra hafa verið mjög
uppteknir og okkur tókst ekki að
fá þá á fund í desember en þaö er
rnjög brýnt að fundi verði komið
á sem fyrst," sagði Sigurður. En
hvað þýðir það fyrir Leikfélag
Akureyrar ef ríkið hækkar ekki
framlag sitt?
„Pað liggur fyrir að miðað við
óbreytt fjárlög verður ekki hægt
að reka leikhús hér nteð 4-5 ieik-
sýningum á ári. Þetta er útilokað
og það skilja fjármálayfirvöld.
Annað hvort verður að draga
starfsemina stórlega saman eða
gera nýjan samning sem hefur í
för með sér hærra framlag frá rík-
inu,“ sagði Sigurður.
Hann sagðist telja eðlilegt að
framlag ríkisins væri mun hærra
en framlag bæjarins. Leikfélag
Akureyrar væri þjóðleikhús
Norðlendinga og jafnframt þjón-
ustumiðstöð fyrir áhugaleikfélög
í þessunt landshluta. Af þeim
sökum telur Sigurður að ríkið
eigi meiri skyldum að gegna við
Leikfélag Akureyrar en t.d.
Leikfélag Reykjavíkur.
Sigurður sagði að það væri
slæmt fyrir Leikfélagið að búa við
þessa óvissu og forgangsverkefni
að koma fjármálunum á hreint.
A hinn bóginn mun félagið halda
sínu striki á þessu leikári sama á
hverju dynur. SS
Námskeið eru
að hefjast!
Enn er hægt að láta skrá sig
1- Dans. 4. Þrekhringur.
2. Leikfimi. 5. Erobikk.
3. Magi, rass og iæri.
Tryggvabraut 22
Akureyri s™/ 24979.
EUnOCARO
Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofnun:
Kaupa fyrir allt að 25 mUlj-
arða á næstu tveimur árum
Fyrir skömmu var undirritaður
samningur milli fjármálaráðu-
neytisins, félagsmálaráðuneyt-
isins og Húsnæðisstofnunar
ríkisins annars vegar og sam-
taka lífeyrissjóðanna hins veg-
ar um kjör á skuldabréfakaup-
um lífeyrissjóðanna af Hús-
næðisstofnun ríkisins. Sam-
komulagið nær til skuldabréfa-
kaupa sem gætu numið 20-25
milljörðum króna á næstu
tveimur árum og er hér jafn-
framt á ferðinni stærsti láns-
samningur á innlendum láns-
fjármarkaði.
í lánsfjáráætlun fyrir nýhafið
ár er áætlað að sjóðirnir kaupi
skuldabréf beint af Húsnæðis-
stofnun fyrir um 11 milljarða
króna auk þess sem áætlað er að
sjóðirnir kaupi húsbréf fyrir 2,5
milljarða króna.
Lífeyrissjóðirnir munu lána
Húsnæðisstofnun annars vegar
gegn skuldabréfum með inn-
lendri verðtryggingu og hins veg-
ar gegn skuldabréfum sem eru
tryggð með evrópsku myntein-
ingunni ECU. Vextir á bréfunt
með innlendri verðtryggingu ráð-
ast af vöxtum spariskírteina ríkis-
sjóðs.
Að mati fjármálaráðuneytisins
á samningurinn ekki að mynda
hindrun í vegi vaxtalækkana í
landinu og því óþarfi að semja
sérstaklega við lífeyrissjóðina til
að koma slíkum lækkunum í
framkvæmd.
Sjóðirnir geta keypt ECU-bréf
fyrir 35% af skuldabréfakaupum
af Húsnæðisstofnun og miðað við
verðbólgu í Evrópubandalags-
löndunum í ár, óbreytt raungengi
krónunnar og stöðu ECU gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum svara
Virðisaukaskatturinn:
Verðtryggð endurgreiðsla
til húsbyggjenda
Meö gildistöku laga um viröis-
aukaskatt lagöist skattur á
vinnu manna við byggingu
íbúðarhúsnæðis en þessi
vinna bar ekki söluskatt áður.
Virðisaukaskattur af þessari
vinnu veröur endurgreiddur en
án endurgreiðslunnar hefði
upptaka virðisaukaskattsins
haft í för með sér um 9%
hækkun á byggingarkostnaði.
Með endurgreiðslunni eyðast
hins vegar þessi áhrif.
Samkvæmt reglugerð fjármála-
ráðuneytisins verður virðisauka-
skatturinn endurgreiddur á
tveggja mánaða fresti á grund-
velli framlagðra reikninga.
Endurgreiðslufjárhæðin verður
verðtryggð með lánskjaravísi-
tölu. Einnig er gert ráð fyrir
endurgreiðslu vegna nteiri háttar
endurbóta á íbúðarhúsnæði og er
þá miðað vió að kostnaður við
endurbæturnar sé um 7% eða
meira af fasteignamati íbúðar.
Þessi hluti er líka verðtryggður og
getur náð yfir lengra tímabil en
eitt ár.
Að mati fjármálaráðuneytisins
ætti upptaka virðisaukaskattsins
ein og sér ekki að leiða til nema
um það bil 1% hækkunar á bygg-
ingarvísitölu á fyrstu mánuðum
þessa árs. JÓH
vextir bréfanna til uin 5% raun-
vaxta.
Til að sjóðfélagar fái fullan
lánsrétt hjá Húsnæðisstofnun
skulu sjóðir kaupa skuldabréf af
Húsnæðisstofnun fyrir 55% af
ráðstöfunarfé sínu eins og það er
skilgreint hverju sinni. Sjóðunum
verður þó hcimilt að uppfylla
samningsbundin skuldabréfa-
kaup sín að hluta með kaupum á
húsbréfum fyrir allt að 10% af
ráðstöfunarfé sínu. JÓH
------"Il—'
Starfsmenntunarnámlð
Skrítstoiulækni
Kenndar eru töhai- og viðskiptagreinar.
Pú stendur betur að vígi nieð
skrifstofutækninániið í farteskinu.
Hringdu og leitaðu frekari upplýsinga í
síma 27899.
Tölvufræðslan Akureyri lif.
Glerárgötu 34, 4. liæð, sími 27899.
:
Endurskoðun Akureyri hf.
AÐSETUR
Félagið hefur flutt alla starfsemi sína að Glerárgötu 24,
III. og IV. hæð og jafnframt hætt starfsemi að Tryggvabraut 22,
þar sem Fell hf. hafði áður aðsetur.
FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA
Við kappkostum að veita trausta og góða þjónustu og
önnumst eftir sem áður:
★ Endurskoðun og reikningsskil.
★ Bókhald og reikningsskipulagningu.
★ Launabókhald og hvers konar tölvuvinnslu.
★ Ráðgjöf í skattamálum og gerð skattframtala.
★ Stofnun og sameiningu félaga.
★ Rekstrarráðgjöf og áætlanagerð.
TENGSL
Félagið er í tengslum við Endurskoðun hf. og Endurskoðun
Sig. Stefánsson hf. sem hafa starfsemi víðs vegar um land.
Þá er félagið aðili að alþjóða endurskoðunarfyrirtækinu KPMG.
Endurskoðun Akureyri hf.
Þorsteinn Kjartansson,
Arnar Árnason, Björgólfur Jóhannsson,
löggiltir endurskoðendur
Glerárgötu 24, Akureyri.
Sími 96-26600 • Símfax 96-26601.