Dagur - 09.01.1990, Síða 4

Dagur - 09.01.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 9. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÓNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Dagur, dagblaðið á landsbyggðiraii Eins og flestum er kunnugt er Dagur eina dagblaðið sem gefið er út utan höfuðborgarsvæðisins. Degi var breytt í dagblað fyrir rúmum fjórum árum en áður hafði blaðið komið út þrisvar í viku um nokkurra ára skeið. Það þótti miklum tíðindum sæta er þessi ákvörðun var tekin enda var með henni brotið blað í íslenskri fjölmiðlasögu. Margir fögnuðu því mjög að lands- byggðin eignaðist með þessum hætti málsvara í hópi íslenskra dagblaða, enda ekki vanþörf á. Fögnuðurinn var hins vegar ekki eins mikill og einlægur hjá öðrum. Skýringanna er m.a. að leita í því að Dagur hefur á sínu ríflega 70 ára aldursskeiði ávallt verið málsvari landsbyggðarinnar, málsvari samvinnustefnu og félagshyggju og þeirra hugsjóna sem þar liggja að baki. And- stæð öfl í þjóðfélaginu hafa því ávallt séð ofsjónum yfir vel- gengni blaðsins á sama tíma og önnur blöð, sem gefin hafa ver- ið út á Akureyri, hafa dáið drottni sínum hvert á fætur öðru. Af þessum sökum urðu margir til að spá Degi skammlífi, þegar dagblaðaútgáfan hófst í lok september 1985. Þær spár hafa ekki ræst. Þvert á móti hefur Dagur náð að festa sig í sessi og sanna að grundvöllur er fyrir dagblaðaútgáfu utan höfuðborg- arsvæðisins. Með því að opna skrifstofur og hafa blaðamenn í fullu starfi bæði á Húsavík og Sauðárkróki hefur blaðið einnig gengið mun lengra en stærri og fjársterkari fjölmiðlar í þeirri viðleitni sinni að þjóna íbúum Norðurlands alls sem allra best. Norðlendingar hafa sýnt í verki að þeir kunna vel að meta þetta framtak blaðsins. Þrátt fyrir góðar viðtökur Norðlendinga hefur Dagur og dótt- urfyrirtækið Dagsprent hf. átt við umtalsverða rekstrarörðug- leika að etja síðustu tvö árin. Þá má fyrst og fremst rekja til þess að of geyst var farið við uppbyggingu fyrirtækisins, sér í lagi við að stækka húsnæði undir starfsemina. Fjölmörg fyrir- tæki í landinu hafa lent í hliðstæðum erfiðleikum, staðið í dýrum fjárfestingum á tímum þegar lánsfjármagn er óheyrilega dýrt og samdráttur ríkir á flestum sviðum þjóðlífsins. Forráðamenn Dags og Dagsprents gripu til víðtækra aðhaldsaðgerða í árslok 1988 og þeim var haldið áfram allt síðasta ár. Þær aðgerðir megnuðu hins vegar ekki að leysa vandann að fullu. Þess vegna fóru fyrirtækin fram á greiðslustöðvun, og fengu, í byrjun ágúst á síðasta ári. Fimm mánaða greiðslustöðvunartímabil fyrirtækjanna tveggja var notað til þess að reyna að selja eignir, með það í huga m.a. að sameina rekstur Dagsprents og Prentverks Odds Björnssonar á Akureyri. Þetta tókst ekki, fyrst og fremst vegna þess að ekki tókst að selja eignir eða hluta af eignum fyrirtækj- anna, en það var frumskilyrði fyrir sameiningu. Það er vissu- lega umhugsunarvert hversu lítinn áhuga bæjaryfirvöld á Akureyri sýndu þessu máli. Þau höfnuðu að því er virtist ágætu tilboði Byggðastofnunar um að hún keypti eignir Dags og Dagsprents við Strandgötu og seldi síðan eða leigði Akureyrar- bæ. Atvinnumálanefnd bæjarins hafði heldur ekkert frumkvæði að því að láta málefni þessara fyrirtækja til sín taka. Þetta er umhugsunarvert í ljósi þess að þarna var um að ræða atvinnu um 40 starfsmanna og raunar mun fleiri ef starfsmenn Prent- verks Odds Björnssonar eru taldir með. Ef af sameiningu P.O.B. og Dagsprents hefði orðið, hefði það tvímælalaust styrkt rekst- ur beggja fyrirtækja mjög. Á þessu tímabili hefur enn einu sinni komið í ljós að Dagur á sér marga óvildarmenn sem vildu gjarnan sjá blaðið leggja upp laupana. Þeim verður ekki að þeirri ósk sinni, eins og ítarlega var greint frá í síðasta helgarblaði Dags. Dagur mun áfram verða eina dagblaðið á landsbyggðinni og leitast við, hér eftir sem hingað til, að flytja fréttir af því sem þar gerist og tala máli þeirra sem þar búa. Því fagna vafalaust margir, mun fleiri en þeir sem nú bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. BB. Þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs haldin í 51. sinn: MMl pdi fólks saman kominn í góðu veðri íþróttafélagið Þór hélt sína árlegu þrettándagleði á svæði félagsins við Glerárskóla síð- astliðinn laugardag. Þessi mikla hátíð var nú haldin í 51. sinn og þótti hún takast mjög vel. Mjög margt fólk var þarna saman komið, enda veðrið eins og best verður á kosið. Dag- skráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg en gleðinni lauk með glæsilegri flugeldasýn- ingu, sem Þórsarar sáu sjálfir um. Eftir að kveikt hafði verið í brettándabrennunni, hófst dag- skráin á því að álfakóngur og álfadrottning gengu inn á svæðið ásamt fríðu föruneyti. Þarna voru hefðbundnar kynjaverur á ferðinni, m.a. púkar, álfar, tröll og jólasveinar. Eftir að álfakóng- urinn hafði talað til fólksins og sungið áramótalög, sýndu dans- arar úr Danskóla Sibbu nokkra dansa. Því næst söng Jóhann Már Jóhannsson nokkur ættjarðarlög. Þá birtist Haraldur Sigurðsson, öðru nafni Halli, upp á svið og skömmu síðar Skúli Straumfjörð rafvirki, fóstursonur Ladda og spjölluðu þeir samán nokkra stund. Þegar þeir höfðu lokið máli sínu, tóku jólasveinarnir Kertasníkir, Hurðaskellir og Kjötkrókur öll völd á staðnum og sungu jólalög við góðar undir- tektir viðstaddra. Að því loknu söng Bjartmar Guðlaugsson nokkur lög. Bjartmar fékk einnig Eirík Fjalar til liðs við sig og tóku þeir félagar lagið saman. Síðan kom Halli aftur á svið og spjall- aði lítilega við Eirík Fjalar um heima og geima. Það var svo álfakóngurinn sem átti síðasta orðið en dagskránni lauk eins og áður sagði með flug- eldasýnigu, sem þótti takast sér- staklega vel. -KK Dansarar úr dansskóla Sibbu sýndu nokkra dansa

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.