Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 9. desember 1990 Karfa: Jólasteikin sat í mönnum - Tindastóll tapaði 56:51 fyrir KR Tindastóll tapaði fyrir KR 56:51 í frekar slökum leik fyrir sunnan í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik. KR hafði yfir 35:23 í leikhléi og var sigur Vesturbæjarliðsins sanngjarn þrátt fyrir að Sauðkrækingarn- ir næðu að komast yfir skömmu fyrir leikslok. Tindastóll skoraði fyrstu körf- una í leiknum en heimamenn voru fljótir að svara fyrir sig. Smám saman jókst munurinn og náðu KR-ingar fljótlega 12 stiga forskoti. Þann mun tókst gestun- um ekki að minnka fyrir leikhlé og þegar gengið var til búnings- herbergja var staðan 35:23. Spilið skánaði heldur hjá Sauð- krækingum í síðari hálfleik og náðu þeir smátt og smátt að saxa á forskot þeir röndóttu. Þessi leikkafli var raunverulega sá eini í leiknum sem gaman var að horfa á. Leikmenn tóku vel á og áhorfendur hvöttu sína menn til dáða. Um sex mínútum fyrir leikslok komust Tindastólsmenn í fyrsta skipti yfir, 46:45, og kættust nú áhangendur norðanliðsins. Þetta reyndust falsvonir því KR-liðið skipti um gír og komst yfir á nýj- an leik og vann öruggan og sann- gjarnan sigur 56:51. Skorið í leiknum gefur til kynna að leikmenn beggja liða fundu engan veginn fjölina í leiknum. Engu líkara var en jóla- steikin sæti nokkuð duglega í 1 mönnum og þá sérstaklega norð- anmönnum. Lykilmenn Tinda- stólsliðsins, Valur Ingimundar- son og Bo Heyden, voru mjög' slakir og munar um minna. Það Sund: Góð ferð til Kiel - Rætt við Hörpu Groiss og Hlyn Túliníus um keppnisferð til Kiel Eins og sagt var frá í Degi nýlega fór hópur frá sundfélag- inu Oðni í æfinga- og keppnis- ferð til Kiel í V-Þýskalandi í lok síðasta árs. Til að forvitn- ast nánar um þessa ferð var rætt við þau Hörpu Groiss 13 ára og Hlyn Túliníus 14 ára sem æfa sund með Óðni og fóru í þessa ferð. Það var fimmtán manna keppnishópur sem fór frá Óðni í þessa ferð og svo fóru þrír full- orðnir með sem fararstjórar. Þau Harpa og Hlynur voru sammála um að ferðin hefði heppnast mjög vel og að þau hefðu lært mikið af henni. Þetta var reyndar í annað skiptið sem Hlynur fer til Kiel þvf Sundfélagið Óðinn fór líka í fyrra í svipaða keppnisferð til borgarinnar. En Harpa hafði ekki komið þar áður og var að sjálfsögðu ánægð með allan að- búnað. Óðinskrakkarnir kepptu í Kiel á stóru alþjóðlegu móti og stóðu sig þar vel. Reyndar var mótið ekki mjög sterkt en Akureyring- arnir bættu sig allir töluvert og þá var nú takmarkinu náð. Keppt var í sundhöll háskólans í borg- inni en þar er stór keppnislaug. Keppnisfólkið frá íslandi bjó í heimhúsum hjá foreldrum eða forráðamönnum þýska sundfé- lagsins en það var Wolfgang Shar, hinn þýðverski þjálfari Óðins, sem bar hitann og þung- ann af þessari ferð til V-Þýska- lands. Dvalist var nokkra daga í Kiel og fengu krakkarnir tækifæri til að skoða borgina eftir mótið. Flogið var til Hamborgar þannig að hóp- urinn fékk einnig tækifæri til að berja þá frægu hafnarborg aug- um. Reyndar var það stutt stopp en þau geta þó sagt að þau hafi komið til Hamborgar. Hlynur er einn af eldri félögun- um í Óðni þrátt fyrir ungan aldur. Hann hóf að æfa sund 8 ára gamall og þá aðallega vegna þess að eldri bróðir hans æfði með félaginu. Hann hefur því æft sund í 6 ár og það er engan bil- bug á honum að finna. Harpa hefur hins vegar einung- is æft í eitt ár en hefur sýnt miklar framfarir á því ári. Næsta stóra verkefnið hjá krökkunum er Ald- ursflokkamótið í sundi sem hald- ið verður í Keflavík næsta sumar. Sundfólkið knáa úr Óðni Hlynur Túliníus og Harpa Groiss. var helst Sturla Örlygsson sem stóð sig vel og svo var Ólafur Adolfsson sterkur í vörninni. Einnig átti Stefán Pétursson ágæta spretti. Sverri Sverrisson var veikur og lék ekki með liðinu að þessu sinni og veikti það Tindastól nokkuð. Hjá KR bar einna mest á Guðna Guðnasyni og Rússanum Kouvton. En KR-liðið verður að standa sig betur en í þessum leik ef þeir ætla að gera einhverja góða hluti í úrslitakeppninni. Dómarar voru þeir Leifur Garðarsson og Sigurður Val- geirsson og stóðu þeir sig ágæt- lega. í öðrum leikjum í deildinni vakti það athygli að Reynir vann sinn fyrsta sigur er þeir lögðu Valsmenn að velli 96:83. ÍBK burstaði síðan ÍR 127:86. Stig Tindastóls: Sturla Örlygsson 15, Bo Hey- den 13, Valur Ingimundarson 12, Stefán Péturs- son 7, Ólafur Adolfsson 4. Stig KR: Kouvton 16, Guöni Guönason 14, Axel Nikulásson 13, Birgir Mikaelsson 4, Matt- hías Einarsson 4, Höröur Gauti Gunnarsson 3, Böðvar Guðjónsson 2. bjb/AP Hafsteinn Jakobsson átti góðan leik gegn HK. Hér sést hann smassa boltann og andartaki síðar lá hann í gólfinu hjá Kópavogsbúunum. Mynd: KL Bikarkeppni KKÍ: Þór og Tinda- stóll mætast Tindastóll og Þór drógust sam- an í 16 liða úrslitum Bikar- keppni KKÍ þegar dregið var í gær. í forleik fyrir 8 liða úrslit kvenna mætast Iið Tindastóls og b-lið ÍS og sigurvegari úr leiknum mætir Njarðvík í leik um sæti í 8-Iiða úrslitum. Aðrir leikirnir í 16 liða úrslitum karla eru: ÍBK A-Reynir, Grinda- vík-ÍBK B, UBK-UMFN B, Valur-Haukar, ÍR-Víkverji/ ÚÍA, Njarðvík A-ÍS A eða B og Laugdælir/ÍA-KR. Leikin verður tvöföld umferð en leiktímar eru ekki ákveðnir enn. JÓH/kj Sturla Örlygsson stóð sig einna best Tindasólsmanna í leiknum gegn KR. Mvnc Blak: KA lagði íslandsmt - létt á móti HK Þetta var góð helgi hjá blakliðum KA, sérstaklega þó hjá kvennaliði KA. Stelpurnar gerðu sér nefnilega lítið fyrir og sigruðu Víkingsstúlk- urnar 3:2 á föstudagskvöldið og síð- an HK 3:0 á laugardaginn. Þess má geta að þetta var fyrsta tap ísiands- meistara Víkings í blakinu á þessu keppnistímabili. KA-strákarnir unnu einnig góðan sigur á HK 3:0 á laugardaginn. KA-stúlkurnar hófu þessa góðu helgi með því að leggja Víking að velli 3:2 í íþróttahúsi Glerárskóla á föstu- dagskvöldið. KA-liðið kom mjög ákveðið til leiks í fyrstu hrinunni og eftir mikla baráttu tókst því að merja sigur 16:14. Engu líkara var en heimastúlkurn- ar tryðu ekki að þær gætu unnið ís- landsmeistarana svo að í annarri hrin- unni gekk lítið upp. Víkingarnir gengu á lagið og sigruðu 15:6. KA vaknaði vel í þriðju hrinunni og vann nokkuð öruggan sigur 15:13, þrátt fyrir að einungis munaði tveimur stigum undir lok leiksins. I fjórðu hrinunni fór aftur að bera á óöryggi hjá KA og Víkingsstúlkurnar unnu verðskuldaðan sigur 15:10. En í fimmtu hrinunni komu þær gulklæddu mjög ákveðnar til leiks og drifnar áfram af stórleik Höllu Halldórsdóttur unnu þær hrinuna 15:8 og þar með leikinn 3:2. Létt á móti HK Dagskráin var frekar létt hjá bæði strákunum og stelpunum gegn HK. í stúlknaleiknum veittu HK-stúlkurnar nokkurt viðnám í fyrstu og annarri hrinunni. Það var einkum ágæt vörn og ágætar uppgjafir Kópavogsliðsins sem fleyttu því eitthvað áleiðis gegn KA- stúlkunum. HK-liðið er hins vegar alveg smass- aralaust og hávörnin er slök enda stúlkurnar flestar smávaxnar. KA vann því nokkuð öruggan sigur í öllum hrin- unum þremur, 15:6, 15:12 og 15:3: Þessir tveir sigrar gera það að verk- um að KA-Iiðið er næsta öruggt í úr- slitakeppnina en þangað komast fjögur efstu liðin í deildinni. Víkingur og Breiðablik eru örugg með sæti og svo er líklegt að ÍS verði fjórða liðið í úr- slitunum, en þau hefjast í byrjun mars. Þess má svo geta að stúlkurnar í KA léku gegn UBK skömmu fyriri jól og töpuðu mjög naumlega 3:2. Akuréyr- arliðið var komið með mjög vænlega stöðp í fimmtu hrinunni, 14:8, en Kópavogsdömurnar áttu góðan loka- sprett og sigruðu 16:14. Breiðablik og Víkingur hafa borið ægishjálm yfir Birgitta Guðjónsdóttir og stöllur hennar í K unnu Víkinga og HK og eru nú næsta örug

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.