Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. desember 1990 - DAGUR - 9
I: KL
íþróttamaður ársins í samtali við Dag:
Hæfílega bjartsýnn fyrii’ Tékkó
- „ætla að berjast fyrir sæti mínu í TBA-liðinu“
Eins og kunnugt er þá var
Alfreð Gíslason handknatt-
leiksmaður valinn íþróttamað-
ur ársins 1989 af Samtökum
íþróttafréttamanna. Eftir kjör-
ið var rætt við Alfreð um titil-
inn, handknattleikinn á Spáni
og svo komandi Heimsmeist-
arakeppni í Tékkóslóvakíu.
Fyrsta spurningin sem lögð var
fyrir kappann var hvort hann
hefði átt von á þessum titli.
„Nei, alls ekki. Ég bjóst við að
Ragnheiður eða Bjarni yrðu hlut-
skörpust því það er mun erfiðara
að ná árangri í einstaklingsíþrótt
en þegar um boltaíþrótt er að
ræða. Einnig er mjög erfitt að
taka einn leikmann úr góðri liðs-
heild, eins og t.d. íslenska lands-
liðið í handknattleik er. Pess
vegna lít ég á þetta kjör sem
heiður fyrir allt landsliðið og tek
við þessum titli sem fulltrúi allra
leikmanna handknattleikslands-
liðsins."
- Nú hefur oft komið fram að
andinn sé mjög góður í íslenska
landsliðinu. En hvernig er andinn
hjá liðunum á Spáni?
„Hann er mjög misjafn eftir
liðum. Hjá mínu félagi er liðs-
andinn mjög góður. Bidasoaliðið
er blanda af yngri og eldri leik-
istarana
önnur kvennalið í blakinu á undan-
förnum árum þannig að á þessum úr-
slitum sést að KA-liðið er í mikilli
framför.
Strákarnir í KA áttu einnig frekar
náðugan dag. HK-piltarnir veittu að
vísu verðuga mótspyrnu en andstæð-
ingurinn var allt of sterkur að þessu
sinni. KA vann öruggan sigur í fyrstu
tveimur hrinunum, 15:3 og 15:5.
Það var síðan í þriðju hrinunni að
þeir gulklæddu fóru að slaka á og var
jafnt á flestum tölum upp að 11. t>á
settu KA-menn í annan gír og unnu
örugglega 15:11.
iA-liðinu voru á sigurbraut um helgina. Þær
gar í úrslitakeppnina í blakinu. Mynd: kl
mönnum og sá kokteill hefur
smollið saman á skemmtilegan
hátt. Hjá sumum liðum er andinn
hins vegar mjög slæmur."
- Hver er helsti munurinn á
því að spila á Spáni og svo í
Þýskalandi þar sem þú varst
áður?
„Spánverjar eru mjög ánægðir
með allt það sem vel er gert. Þeir
eru mjög ólíkir Þjóðverjum að
því leyti að þar í landi er alltaf
fyrst litið á mistökin. Það hefur
niðurdrepandi áhrif á íþrótta-
manninn og einnig leiðir það til
þess að almenningur, sem fylgist
með íþróttinni, missir áhugann á
að fylgjast með viðkomandi
íþróttagrein með tímanum.“
- Telur þú þig hafa staðið þig
betur í íþróttinni á síðasta ári
miðað við undanfarin ár?
„Ég tel mig hafa spilað jafn vel
og vanalega en árangur hand-
knattleikslandsliðsins spilar auð-
vitað stór hlutverk þarna inn í.
Síðasta ár var uppreisn æru fyrir
okkur í handboltanum þvf árang-
ur okkar í Seoul var mjög svekkj-
andi því fæstir leikmanna liðsins
léku þar af eðlilegri getu. Sú
keppni virkaði á mann eins og að
kaupa dag í Laxá í Á-sum og fá
síðan ekki einu sinni silung.
Hins vegar var sú gagnrýni sem
við leikmennirnir fengum eftir
keppnina oft fyrir neðan beltis-
stað. Vissulega var það eðlilegt
að gagnrýna slakan árangur liðs-
ins og ræða ástæðun fyrir þeim
árangri en það gengur ekki að
leikmenn verði fyrir aðkasti, t.d á
götum úti, eins og kom fyrir.“
- Hvað er þér minnisstæðast
frá árinu 1989?
„Það er nú fyrst og fremst úr-
slitaleikurinn gegn Pólverjum í
B-keppninni. Við vorum ekki
bjartsýnir eftir áfallið í Seoul en í
Frakklandi gekk dæmið upp. Það
er mjög ánægjulegt að vera kom-
inn í A-hópinn aftur og það er
mikil viðurkenning fyrir hand-
knattleikinn hér á landi.“
Reynum að halda A-sæti
í Tékkóslóvakíu
- Hvernig líst þér á mótið í
Tékkóslóvakíu?
„Það verður mjög erfitt að ná
einu af sex efstu sætunum.
Undirbúningurinn liðsins hefur
ekki verið mikill og meiri samæf-
ing hefði verið nauðsynleg. Hins
vegar þýðir ekkert að vera með
neinn barlóm og við munum gera
okkar besta. Ef ég á að spá um
árangur þá er möguleiki á fjórða
sætinu, en tek það þó fram að
það er mikil bjarsýnisspá.
Við munum þó fyrst og fremst
reyna að halda okkur uppi meðal
A-þjóða, en það má ekki mikið
út af bera til þess að við lendum
fyrir neðan strikið. í því sam-
bandi er vert að benda á hvað
henti V-Þjóðverjana í B-keppn-
inni en þeir féllu þá niður í C-
grúbbuna. Það er ekki lengra síð-
an en 1978 að þeir voru Heims-
meistarar þannig að það getur
allt gerst í þessum handbolta."
- Ætlar þú að halda áfram að
leika knattspyrnu með TBA?
„Alveg tvímælalaust, ég mun
berjast fyrir sæti mínu í liðinu og
vona að menn erfi það ekki við
mig þótt ég hafi misnotað víta-
spyrnu á sínum tíma. Ég ætla
mér að komast í það gott form að
mér verði ekki skipt út af í leik-
hléi, eins og þegar ég lék síðast
með TBA!“
- Hvaða heilræði viltu gefa
ungu íþróttfólki á Akureyri sem
vill ná langt?
„Það verður að gera sér grein
fyrir því að þeim mun heilbrigð-
ara lífi sem það lifir, þeim mun
meiri líkur eru á því að ná langt.
Einnig verður maður að leggja
sig allan fram við æfingar, því
æfingin skapar jú meistarann,"
sagði Alfreð Gíslason íþrótta-
maður ársins 1989. Jakob/AP
Alfreö Gíslason í leik með TBA síðasta sumar. Hann segist ætla að komast
í form þannig að honum verði ekki skipt út af aftur í leikhléi í knattspyrn-
Knattspyrna:
TBA með fund
Aðalfundur knattspyrnudeild-
ar TBA verður haldinn í kaffi-
stofu Dags í kvöld þriðjudag-
inn 8.1. kl. 20.30. Allir þeir
fjölmörgu sem leikið hafa með
liðinu eða áhuga hafa á því að
vera með í knattspyrnunni eru
hvattir til að mæta.
Á fundinum verður rætt um
deildarkeppnina í knattspyn
næsta sumar og framtíð deildt
innar. Mikilvægt er að allir TB.
félagar mæti á-þennan fund.
Ormarr Örlygsson knattspyrnumaður óskar Alfreði Gíslasyni til hamingju
með útnefninguna. Ormarr tók við verðlaunum fyrir hönd bróður síns, Þor-
valdar, sem lenti í 10. sæti í kjörinu. Mynd: Jakob
íþróttamaður Norðurlands 1989:
Lesendur hvattir
að senda inn seðil
Þá birtum við aftur kosninga-
seðilinn fyrir Iþróttamann
Norðurlands árið 1989 Lesend-
ur eru hvattir til að senda seð-
ilinn inn sem fyrst. í fyrra hlaut
Guðrún H. Kristjánsdóttir
skíðakona frá Akureyri titilinn
en einnig hafa þau Halldór Ás-
kelsson knattspyrnumaður frá
Akureyri, Daníel Hilmarsson
skíðamaður frá Dalvík og Kári
Elíson kraftlyftingamaður frá
Akureyri hlotið titilinn.
Fimm íþróttamönnum verður
veitt viðurkenning og auk þess
hlýtur „íþróttamaður Norður-
Iands 1989“ glæsilegan farandbik-
ar til varðveiðslu í eitt ár.
í dag og næstu daga verður
þátttök 'seðill í blaðinu og eiga
lesendur ^ð skrifa fimrn nöfn á
hann og se.'da blaðinu fyrir 20.
janúar næstkv. mandi. Þrír þátt-
tökuseðlar vero dregnir út og
hljóta eigendur beirra hljóm-
plötuvinning að lax. um. Það er
því til einhvers að vi. 'a um leið
og höfð eru áhrif á vai íþrótta-
manns Norðurlands 1989
Lesendur eru hvattir ui að
bregða skjótt við og senda blað-
|inu seðilinn útfylltan fyrir 20.
Ijanúar.
íþróttamaður
Norðurlands 1989
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
1.
2.
3.
4.
5.
Nafn:
Sími:
Heimilisfang:
Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1989
c/o Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri.
Skilafrestur til 20. janúar 1990.