Dagur - 09.01.1990, Side 16
Múlagöngin:
Lokatömin
hófst í gær
- 460 metrar eftir
„Það má segja að nú sé síðasta
törnin við sprengingar hafín og
áætlað er að fyrrihluta mars-
mánaðar verði menn komnir í
gegn,“ segir Björn Harðarson,
staðarverkfræðingur Vega-
gerðar ríkisins í Olafsfírði, um
jarðgangagerðina í Óiafsfjárð-
armúla sem hófst á ný í gær að
afloknu jólafríi.
Ætluniri var að í fyrrakvöld
yrði hafist handa á ný en sökum
veðurs var ekki hægt að fljúga til
Ólafsfjarðar fyrr en í gær. Þegar
vinnu lauk í Múlanum fyrir jólin
voru 2680 metar að baki, þar af
2380 metrar Ólafsfjarðarmegin.
Krafttaksmenn þurfa því að
leggja 460 metra að baki til við-
bótar áður en Múlinn verður sigr-
aður.
Að því loknu verður strax haf-
ist handa við frágang í göngun-
um, þ.e. vegagerð, vatnsrennur,
sprautun og múrboltun þar sem
þess þarf. Starfsmenn við fram-
kvæmdina í Múlanum eru nú 27
alls og í senn eru 15-20 manns í
vinnu. Samkvæmt verkáætlun
fjölgar mannskap á ný á svæðinu
í maí þegar byrjað verður að
byggja vegskála Dalvíkurmegin
og leggja veg að gangaopinu
þeim megin.
Nýr staðarstjóri Krafttaks tók
við störfum nú um áramótin og
heitir sá Tryggvi Jónsson og tek-
ur hann við starfinu af Stig
Frammarsvig. Petta er í fyrsta
sinn í sögu Krafttaks sem íslend-
ingur er yfirmaður jarðganga-
gerðar. JÓH
Loðnumiðin:
Fengu 23.000
tonn um helgina
- loðna finnst út af
Seyðisfirði
Frá því á miðnætti sl. föstudag
þar til um miðjan dag í gær
höfðu 33 loðnuskip tilkynnt
um samtals 23.000 tonna afla.
Minnstur var aflinn í fyrrinótt
en þá var vonskuveður á mið-
unum.
Á Iaugardaginn tilkynntu 12
skip um ríflega 8000 tonna afla
en aðfaranótt sunnudags gekk
skipunum betur og tilkynntu þá
14 skip um 11.500 tonna afla. í
fyrrinótt hvessti á loðnumiðunum
og gátu skipin ekki kastað. í
gærmorgun var vind tekið að
lægja og köstuðu þá nokkrir bát-
ar norðaustur af Langanesi en
aðeins var vitað um einn bát sem
þar fékk afla.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson fann um helgina loðnu
út af Seyðisfirði og köstuðu tvö
loðnuskip þar í gærmorgun og
fengu samtals um 300 tonn. Búist
var við í gær að fleiri skip reyndu
fyrir sér á þessum slóðum í nótt
enda virðist loðnan á þessum
slóðum vera þéttari en á veiði-
svæðinu norðaustur af Langa-
nesi. Hingað til hafa loðnubát-
arnir þurft nokkur köst til að fylla
á þeim slóðum og sjaldgæft að
náist yfir 150 tonn í kasti. JÓH
Starfsmenn í móttökustöðinni á Akureyri fyrir cinnota öl- og gosdrykkjaumbúðir höfðu í nógu að snúast fyrstu
opnunardagana eftir hátíðarnar. Við lokunartíma sl. föstudag var komið þetta myndarlega dósafjall, alls 65 þús-
und dósir og glerflöskur á aðeins fjórum dngum.Starfsmennirnir eru f.v.: Alfreð Jónsson, Indiana H. Arnardótt-
ir og Gunnar Garðarsson. Mynd: jóh
Móttaka einnota umbúða á Akureyri:
Hínúnhátt dósaljall eftir
jóla- og áramótaveislur
- fyrstu dósavélarnar í gang á Akureyri innan tíðar
„Okkur fannst eiginlega hol-
skeflunni aldrei linna frá því
við byrjuðum í haust og fram
til jóla. Síðustu dagarnir fyrir
jólin voru þó ævintýri líkastir
þegar við tókum á móti 15-
30.000 einingum á dag. Á
fyrstu fjórum starfsdögum
ársins höfum við síðan tekið á
móti um 65.000 dósum og
flöskum þannig að nóg virðist
falla til,“ sagði Gunnar Garð-
arsson starfsmaður Endur-
vinnslunnar hf. í móttöku-
stöðinni á Akureyri fyrir ein-
nota öl- og gosdrykkja-
umbúðir.
Til áramóta var starfsemi
móttökustöðvarinnar á vegum
hlutafélagasins Köru en þá tók
Endurvinnslan hf. í Reykjavík
við starfseminni og um leið
gerðist Gunnar Garðarsson
umsjónarmaður með starfsemi
Endurvinnslunnar á öllu
Norðurlandi.
Fyrstu dósavélarnar verða
settar upp á Akureyri innan
skamms og er það verslunin
Hagkaup sem ríður á vaðið.
Gunnar segist ekki útiloka að
einhverjar verslanir muni taka
við umbúðum og greiða fyrir
þær og eflaust muni fleira fylgja
í kjölfarið með dósavélar.
Starfsemin í móttökustöðinni á
Akureyri mun hins vegar halda
áfram lítið breytt en sérstaklega
er henni ætlað í framtíðinni að
taka á móti umbúðum frá t.d.
veitingastöðum og hins vegar
taka við glerumbúðum og
beygluðum dósum.
Nú er búið að taka á móti
hart nær einni og hálfri milljón
eininga á Akureyri, þ.e. gler-
flöskum og áldósum fyrir öl og
gos. Þetta „umbúðafjall" rúm-
ast í 40-50 gámum af stærstu
gerð og fyrir þetta hafa þeir sem
halda þessum umbúðum til
haga fengið greiddar um 7,5
milljónir króna. JÓH
Ólafsfjarðarmúli:
Lokaðist milli
snjóflóða
„Jú, þaö er kannski ekkert
sérstakt að horfa upp á snjó-
flóð falla nálægt manni en ég
er búinn að sjá þetta oft hér í
Múlanum þannig að maður er
ekki óvanur þessu,“ sagði
Jörundur Þorgeirsson, sem
lokaðist milli tveggja snjóflóða
í Olafsfjarðarmúla síðla dags í
gær. Jörundur er eigandi
Gámaþjónustu Norðurlands á
Akureyri og var á leið til
Olafsfjarðar í þeim erindum að
losa ruslagáma bæjarins.
Jörundur koma að flóðinu í
Vogagili og sagðist strax hafa lýst
upp í brekkuna til að sjá hvort
meira væri á leiðinni. Fljótlega
bættist í flóðið og stuttu síðar féll
annað flóð fyrir aftan bílinn.
Tæki frá Vegagerðinni björg-
uðu Jörundi fljótt úr prísundinni
og laust fyrir kl. 19 hélt hann
áfram ferðinni til Ólafsfjarðar.
„Og svo flýtir maður sér bara
inneftir aftur. Maður stoppar
sennilega ekki lengi,“ sagði hann
að lokum. JÓH
Sjúkraflug
frá Blönduósi
- lent í Keflavík
Flogið var með sjúkling frá
Blönduósi áleiðis til Reykja-
víkur í gærmorgun. Ekki
reyndist unnt að lenda þar svo
flogið var til Keflavíkur.
í Keflavík varð að mynda
skjólvegg með bílum rneðan
sjúklingurinn var fluttur yfir í
sjúkrabifreið sem síðan hélt til
Reykjavíkur. Pessi sjúklingur var
frá Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
en hann mun hafa verið alvarlega
veikur. kj
Nefndarálit um drykkjarvatnsútflutning:
Útflutningur sé frá hafíslausum höfiium
Samkvæmt opinberu nefnd-
aráliti er mælt með því að
stjórnvöld geri sitt til að styðja
við vatnsútflutningsfyrirtæki á
borð við Akva hf. á Akureyri.
Nefnd á vegum iðnaðarráðu-
neytisins mælir með að útflutn-
ingshafnir séu öruggar og að
hætta á lokun vegna hafíss sé í
lágmarki.
„Ég skil ekki hvers vegna
menn sjá sér hag í að snúa út úr
þessu máli því engin afstaða er
tekin til staðsetningar þessara
fyrirtækja. Það er alrangt að í
skýrslu um málið segi að drykkj-
arvatnsverksmiðja geti ekki þrif-
ist á Akureyri. Hið rétta er að í
skýrslunni er talað um að útskip-
unarhafnir drykkjarvatns eigi
helst að vera á þeim stöðum á
landinu þar sem lítil hætta sé á að
hafís loki siglingalaleiðum tíma-
bundið í 1 til 3 mánuði á ári,“
segir Hermann Ottósson, mark-
aðsrannsóknarstjóri hjá Útflutn-
ingsráði íslands.
Hermann segir að nefnd sem
sett var á laggirnar í iðnaðarráð-
herratíð Friðriks Sophussonar
hafi fengið viðskiptafræðinema
við Háskóla íslands til að gera
lokaverkefni sem fólst í útreikn-
ingum á hagkvæmni drykkjar-
vatnsverksmiðju. í lokaverkefn-
inu var dæmið sett þannig upp að
verksmiðjan væri í Reykjavík, en
annar staður hefði alveg eins
komið til greina.
Hermann segir meginniður-
stöðu nefndarinnar vera þá að
iðnaðarráðuneytið veiti íslensk-
um fyrirtækjum í vatnsútflutningi
alla mögulega fyrirgreiðslu og
styðji þau fyrirtæki sem þegar
hafa byrjað rekstur, Sól hf. og
Akva hf.
Auk fyrirtækjanna sem nefnd
eru hér að ofan stendur til að
stofna þriðja vatnsútflutningsfyr-
irtækið; samstarfsfyrirtæki Hag-
kaups hf., Vífilfells hf. og Vatns-
veitu Reykjavíkur. Gengur það
undir vinnuheitinu Thor-vatn.
Þórarinn E. Sveinsson, mjólk-
ursamlagsstjóri KEA, hefur ver-
ið í forsvari fyrir Akva hf. allt frá
stofnun þess. Þórarinn segir það
klaufalegt að minnast á hafís í
nefndaráliti um þessa fram-
leiðslu. Það liggi í augum uppi að
fyrirtæki muni hafa nokkurra
mánaða lager af vatni erlendis ef
til útflutnings kemur í stórum
stíl. Auk þess hafi Akva hf. ekki
beðið um neina fyrirgreiðslu af
almannafé hingað til. „Þetta
breytir ekki neinu fyrir okkur,
við höldum áfram eins og hingað
til. Við nálgumst þó óðum þann
tíma að ákvörðun þarf að taka
um meira fjármagn til fyrirtækis-
ins en hvað þá verður veit
enginn," segir Þórarinn.
Akva hf. hefur fengið innflutn-
ingsleyfi til nokkurra fylkja
Bandaríkjanna og eru miklar
vonir bundnar við þann markað.
Vatn er einnig selt á Evrópu-
markað og þessa dagana er verið
að fylla 40 feta gám til Englands.
EHB
Slæmt veður
í dag
Ef að líkum lætur er nú slæmt
veður á Norðurlandi og mun
það haldast eitthvað fram eftir
degi ef marka má spá veður-
fræðinga á Veðurstofu íslands.
í nótt átti veður að versna
mjög með vaxandi vestan eða
norðvestan átt.
Ásamt hvassviðrinu er gert ráð
fyrir stormi og éljagangi í dag og
kólnandi veðri svo vissara er fyrir
fólk að fresta lengri ferðalögum
um sinn.
Á morgun er því spáð að
versta veðrið hafi gengið niður,
komin verði norðaustan átt með
einhverjum éljum, en mun hægari
vindi. VG