Dagur - 11.01.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 11.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 11. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÓNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÓRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skyldulesning hveijum stjónunálamanni Geysilegar breytingar hafa orðið á búsetu hér á landi á þessari öld. Fyrst í stað var fyrst og fremst um það að ræða að fólk flyttist „á mölina", þ.e. úr sveitum landsins til þorpa og kaupstaða. Um miðja öldina hófust hins vegar stórfelldir flutningar fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Þeir flutningar eru í algleymingi nú og eru oftast nefndir einu orði byggðaröskun. Vöxtur Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga hefur verið mikill alla þessa öld. Sem dæmi má nefna að árið 1940 bjuggu 37% þjóðarinnar í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum en árið 1987 var hlutfallið komið upp í 55%. Langmest hefur fólksfjölgunin orðið í grannsveitarfélögum Reykja- víkur en þar fjölgaði íbúum um hvorki meira né minna en 700% á árunum 1940-1987. Þessi þróun hefur verið nokkuð jöfn og samfelld og stjórnvöld hafa ekki megnað að hægja á henni né stöðva, þrátt fyrir margyfirlýst markmið um eflingu byggðar og atvinnulífs um land allt. Það var einungis á miðjum áttunda áratugnum sem íbúum Reykjavíkur fækk- aði um nokkurra ára skeið en í lok hans tók íbúum þar að fjölga á nýjan leik og sú fjölgun hefur tekið mikinn kipp síðustu árin. Þessar upplýsingar koma fram í inngangi nýút- kominnar skýrslu Byggðastofnunar um kostnað þéttbýlismyndunar og áhrif fólksflutninga á höfuð- borgarsvæðið. Þær eru óyggjandi staðfesting þess að byggðastefnan hefur brugðist. Þær byggðaað- gerðir sem gripið hefur verið til á undanförnum árum hafa ekki komið að tilætluðum notum. Þær hafa alls ekki skilað þeim árangri sem búist var við. Ef til vill hafa þær verið of handahófskenndar og ómarkvissar til þess. Um fyrrnefnda skýrslu Byggðastofnunar verður fjallað ítarlega í Degi á næstunni, enda er skýrslan hin gagnlegasta lesning. Ef vel ætti að vera þyrfti að kynna efni hennar sérhverjum íslendingi sem kominn er til nokkurs vits og þroska. Ekki síst ætti skýrslan að vera skyldulesning hverjum stjórn- málamanni. Ljóst er að öflug höfuðborg er nauðsyn í nútíma- þjóðfélagi. Öflugt þéttbýli er forsenda þess að fjöl- þætt þjónustustarfsemi, menning, listir og vísindi, geti dafnað. Ör vöxtur höfuðborgarinnar fram á síð- ustu áratugi stuðlaði að þessu og var að því leyti ómetanlegur. Nú eru hins vegar nokkur ár síðen höfuðborgarsvæðið varð að þessu öfluga þéttbýli. Áframhaldandi ör fólksfjölgun þar skapar nú dýran vanda fyrir þjóðfélagið allt. í ljósi þess er meðal annars með öllu óskiljanlegt ef ráðamenn þjóðar- innar ljá máls á því að velja nýju álveri stað á Reykjanesi, í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæð- ið. Þær fyrirætlanir mega ekki undir nokkrum kring- umstæðum verða að veruleika. Undir það ætti sér- hver maður að geta tekið, kynni hann sér innlenda byggðaþróun síðustu áratuga og kostnaðinn sem af hlýst, verði framhald á þeirri þróun. BB. Það var mikið flör á brenniiballi Þórs Halli og Laddi fóru á kostum á brennuballinu og höfðu greinilega mjög gaman af því sem þeir voru að gera. Bjartmar Guðlaugsson söng nokkur af sínum bestu lög- uni og naut aðstoðar þeirra Rafns Sveinssonar og Ólafs Héðinssonar við undirlcikinn. Gestir í salnum tóku vel undir nieð Bjartmari, enda kunna flestir landsmenn textana hans. Þórsarar héldu sitt árlega brennuball síðastliðinn laugar- dag, að lokinni þrettándagleði félagsins. Mikill fjöldi félags- manna var saman kominn í Húsi aldraðra og var ekki annað að sjá en að þeir skemmtu sér hið besta. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og fóru þrír af vinsælustu skemmtikröftum landsins, þeir Halli og Laddi og Bjartmar Guð- laugsson, í broddi fylkingar. Þá var eitthvað um það að félags- menn reyndu fyrir sér á sviðinu. Halli og Laddi hófu leikinn og fóru svo sannarlega á kostum. Þeir sungu nokkur lög og létu öll- um illum látum á sviðinu. Síðan tók Bjartmar við og söng nokkur af sínu bestu lögum, með aðstoð gestanna í salnum. Um miðnætti bauð kvennadeild Þórs gestum upp á miðnætursnarl, sem þeir kunnu vel að meta. Það voru svo þeir félagar Rafn Sveinsson og Ólafur Héðinsson sem sáu um danstónlistina og dönsuðu Þórsarar af miklum móð langt fram á nótt. -KK myndum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.