Dagur - 16.01.1990, Page 1

Dagur - 16.01.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 16. janúar 1990 10. tölublað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Hluthafafundur í Dagsprenti hf.: Samþykkt að auka hlutafé félagsins um tæpan hebning Fjölmennur hluthafafundur í Dagsprenti hf. samþykkti sam- hljóða á laugardaginn heimild um að auka hlutafé félagsins verulega, þannig að það megi verða allt að 70 milljónum króna. Hlutafé í Dagsprenti hf. var um síðustu áramót 23,4 milljónir króna, en fyrir lá heimild síðasta aðalfundar um aukningu í tæpar 36 milljónir króna. Með samþykkt hlut- hafafundarins á laugardag hef- ur stjórn félagsins því heimild Róleg helgi hjá lögreglu á svæðinu til að auka hlutaféð um tæpan helming. Á fundinum var einnig sam- þykkt samhljóða að heimila stjórn Dagsprents hf. að ganga til samninga við eigendur Dags um að kaupa Útgáfufélag Dags, yfir- taka rekstur þess, eignir og skuldir. Kaup þessi verða greidd núverandi eigendum, Framsókn- arfélagi Akureyrar og Framsókn- arfélagi Eyjafjarðar með hluta- bréfum í Dagsprenti hf. Núverandi hluthafar í Dags- prenti hf. eru á annað hundrað talsins, fyrirtæki og einstaklingar. Mikil eining ríkti um fyrrnefndar tillögur á hluthafafundinum en þar voru mættir fulltrúar fyrir eigendur 97,8% hlutafjár í félag- inu. Það sem orðið er lúið og gamalt lætur oft undan. Mynd: KL Brunamálastofnun ríkisins: Uraiið að skýrslugerð vegna Krossanesbrunans - slökkviliðið gerði athugasemdir vegna eldhættu frá gufukatlinum fyrir mörgum mánuðum Nýliðin helgi var með rólegra móti hjá lögreglunni á Akur- eyri. Brotist var inn í Gagn- fræðaskólann á Akureyri aðfaranótt laugardags og þar mikið skemmt á efri hæð. Þá voru rúður brotnar í verslun- inni Laufási sömu nótt, en málin eru í rannsókn. Aðfaranótt sunnudags fengu fjórir að gista fangageymslur lög- reglunnar á Akureyri vegna ölv- unar og óspekta en að öðru leyti var nóttin róleg. Á Dalvík, Olafsfirði og Siglu- firði var sömuleiðis rólegt um helgina. í Ólafsfirði voru slysa- varnafélagskonur með dansleik og skemmtu gestir sér þar fallega að sögn lögreglu. VG Fyrir tæpu ári afhenti Vél- smiðjan Vík hf. á Grenivík Grýtubakkahreppi fyrsta snjóblásarann sem fyrirtækið framleiðir. Síðan hafa tveir blásarar verið seldir, annar til Árskógshrepps og hinn til Auðkúluhrepps í Arnarfirði. Að sögn Jakobs Þórðarsonar Brunamálastofnun ríkisins vinnur að gerð ítarlegrar skýrslu vegna brunans í Krossanes verksmiðj unni aðfaranótt 31. desember. Guð- mundur Gunnarsson, verk- fræðingur hjá Brunamála- stofnun, segir að meðal þeirra atriða sem verði könnuð sé hjá Vík hf. er einn blásari til á lager og lagður hefur verið grunnur að smíði þriggja annarra. Menn fara sér þó hægt með smíð- ina á meðan engar pantanir liggja fyrir. Jakob áætlar að tilbúinn til afhendingar kosti eitt stykki Vík- ur-snjóblásari, sem er dráttarvél- arknúinn, um 1200 þúsund krónur. hvort farið hafi verið ítarlega eftir byggingarteikningum og hvaða áhrif frávik frá þeim hafi haft á eldsvoðann. í skýrslu Brunamálastofnunar verður gerð grein fyrir byggingar- sögu verksmiðjuhússins allt frá því að byggingarleyfi er úthlutað, Snjóblásarasmíði er aukabú- grein hjá Vélsmiðjunni Vík hf. Þjónusta við sjávarútveg og land- búnað er bróðurpartur vinnu fjögurra starfsmanna Víkur hf. og má ætla að ef eitthvað er auk- ist hún með tilkomu nýs Frosta, sem áður hét Hjalteyrin II, til Grenivíkur. óþh teikningar kannaðar og athugað sérstaklega hvort þær séu í sam- ræmi við reglugerðir. Þá verður farið yfir úttektir byggingafuil- trúa og slökkviliðsins og kannað, hvort verksmiðjubyggingin hafi verið reist nákvæmlega sam- kvæmt teikningum og ef svo er ekki hvort athugasemdir réttra aðila hafi komið fram þar að lút- andi. Að lokum er kannað í hvernig ástandi húsið hafi verið þegar í því kviknaði og hvaða áhrif þau atriði, sem ekki voru í samræmi við teikningarnar, hafi haft á eldinn, ef einhver voru. Guðmundur vildi ekki kveða upp úr með hönnunargalla á verksmiðjuhúsinu því það hafi ekki verið nema hálfbyggt. Tjörupappi hafi t.d. verið óvar- inn, en á teikningum sé gert ráð fyrir að pappinn sé varinn með 5 tommu steinull. Þetta atriði hefði þó örugglega haft áhrif á gang eldsvoðans. Spurningin sé m.a. sú hvort standa hefði átt að bygg- ingunni á þennan hátt, slíkt væri erfitt að meta því húsið er byggt á mjög hefðbundinn hátt. Hvað brunatæknilega hönnun snertir hefði hún átt að vera ítarlegri. Að sögn Guðmundar fór hann yfir teikningar af Krossanesi síðla árs 1987 ásamt slökkviliðs- stjóranum á Akureyri. Þá gerðu þeir ákveðnar kröfur til bygging- arinnar sem höfðu alls ekki verið uppfylltar til fullnustu þegar verksmiðjan brann, þótt farið hefði verið eftir þeim í aðalatrið- um. Guðmundur sagði að lokum að slökkviliðsstjóri og eldvarnaeftir- litsmaður hafi kannað aðstæður í Krossanesi á fyrrihluta síðasta árs, og þá gert athugasemdir við umbúnað gufuketilsins og eld- hættu frá honum, og höfðu jafn- framt áhyggjur af því að ekki væri búið að rífa gamla verk- smiðjuhúsið innan úr því nýja. EHB Vélsmiðjan Vík hf. á Grenivík: Þrír snjóblásarar seldir Könnun um búsetuóskir og fólksflutninga: Akureyringar ánægðastir landsmanna með bústað sinn - íbúar Norðurlands vestra óánægðastir íbúar Akureyrarbæjar eru þeir landsmenn sem hvað ánægð- astir eru með þann stað sem þeir búa á og vilja í ríkustum mæli búa áfram á sama stað. Hins vegar vilja hlutfallslega flestir íbúar á Norðurlandi vestra búa í öðru kjördæmi og nefna flestir höfuðborgarsvæð- ið sem ákjósanlegan búsetu- stað. Þá eru þeir almennt ánægðastir með búsetustað sinn sem búa á þeim stað sem þeir ólust upp á, en þcssar upplýsingar koma fram í nýút- kominni skýrslu Húsnæðis- stofnunar ríkisins um búsetu- óskir og fólksflutninga. Skýrsla þessi er unnin úr könn- un á húsnæðismálum fslendinga sem framkvæmd var sumarið 1988 af Félagsvísindastofnun Háskóla íslands og var markmið könnunarinnar að fá mat fólks á búsetuþróun hinna einstöku landshíuta og ástæður fyrir bú- ferlaflutningum milli landshluta. í>að sem vekur sérstaka athygli í skýrslunni er hve íbúar minna þéttbýlis, þ.e. þéttbýlisstaða með minna en 1000 íbúa, eru óánægð- ir með búsetustað sinn og hve stór hiuti þeirra lætur uppi óskir um að búa annars staðar. Norð- urland vestra, Vestfirðir og Aust- firðir hafa hæst hlutfall fólks sem segist hclst vilja búa annars stað- ar og stærstur hluti íbúa lands- byggðarinnar sem vilja búa ann- ars staðar tilgreina höfuðborgar- svæðið sem eftirsóknarverðasta staðinn. Yfir 70% fólks vill helst búa áfram á sama stað og þaö býr á nú og um 85% á sama stað eða í sama kjördæmi. Yfir 90% þeirra sem búa í því kjördæmi sem þeir voru aldir upp í vilja helst búa þar áfram. Ánægðastir eru íbúar í þéttbýli með yfir 10.000 íbúa og íbúar dreifbýlis. Þeir sem flutt hafa af lands- byggðinni nefna félagslega þjón- ustu, atvinnumál og kjör, oftast sem helstu ástæður búferlaflutn- inga sinna. Menning, félagslíf og önnur afþreying vega cinnig jrungt. Þeir sem tlutt hafa af höfuðborgarsvæðinu nefna hins vegar mcst atvinnu, kjör og hús- næðismál sein ástæður, en um 16% íbúa höfuðborgarsvæöisins segjast vilja búa á rninni stað en höfuöborgarsvæðið er. Um 17% allra landsmanna hafa llutt milli byggöarlaga undanfarin 5 ár. Yfir 25% íbúa Vestfjarða hafa flutt milli byggð- arlaga undanfarin 5 ár, en hlut- fallið af íbúum Norðurlands vestra cr um 7%. í öðrum kjör- dæmum er hlutfall þeirra sem flutt hafa milli byggðarlaga frá 10-20%. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.