Dagur - 16.01.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 16. janúar 1990
i
fréttir
Jólagátur Dags:
Síðustu forvöð að
senda inn lausnir
Frestur til að skila inn lausnum
á jólamyndagátu og jólakross-
gátu Dags rennur út í dag, 16.
janúar.
Heilsufar í desember:
Annríki
hjá heilsu-
gæslulæknum
Mikið annríki hefur verið hjá
læknum sem starfa á Heilsu-
gæslustöðinni á Akureyri að
undanförnu en í gangi hafa
verið leiðinda pestir sem hrjáð
hafa marga.
Þeir sem enn eiga eftir að
senda lausnir inn, hafa þó ekki
misst af lestinni bregðist þeir
skjótt við, því póststimpill gildir,
þótt lausnirnar berist blaðinu
ekki fyrr en á morgun eða
fimmtudag. Dregið verður úr
innsendum lausnum á föstudag-
inn en í boði er vöruúttekt að eig-
in vali að verðmæti krónur 12
þúsund fyrir rétta lausn á gátun-
um. Það er því til nokkurs að
vinna að vera.með.
Nöfn vinningshafa og lausnir á
gátunum verða birt í Degi að
viku liðinni, þriðjudaginn 23.
janúar nk.
Frá vinstri Pétur Einarsson, flugmálastjóri, Nfls Gíslason (heldur á DNG-Miðun) og Jón Knudsen, formaður Flug-
björgunarsveitar Akureyrar. Fyrir framan þá er 4 kw Ijósavél sem Flugmálastjórn færði Flugbjörgunarsveitinni að
gjöf. Mynd: KL
Flugmálastjórn færði Flugbjörgunarsveit Akureyrar að gjöf
nýtt miðunartæki frá DNG til að miða út neyðarsenda:
Við fréttum af galdramöimunum frá DNG
- sagði Pétur Einarsson, flugmálastjóri
Þarna er aðallega um að ræða
kvefsýkingu sem veldur flensu-
einkennum og magakveisu. í des-
ember voru alls 391 einstaklingur
skráður með kvef og hálsbólgu á
svæði Heilsugæslustöðvarinnar
og 129 með iðrakvef.
Auk þessa voru 15 með lungna-
bólgu, 14 streptókokkahálsbólgu
og 2 með eitlafár. Hlaupabólu
fengu 3 einstaklingar, 4 kláða-
maur og 1 þvagrásarsýkingu.
Upplýsingar þessar ber að taka
með fyrirvara um að það er mats-
atriði hvers læknis hvort og hve-
nær skrá eigi sjúkdóma. VG
Hjalteyrin EA fékk hæsta
meðalverð í íslenskum krónum
sem fengist hefur í Englandi,
er togarinn seldi ytra í síðustu
viku og Vigri RE setti sam-
bærilegt met í Þýskalandi dag-
inn áður. Hvort tveggja voru
jafnframt næst hæstu meðal-
verð sem fengist hafa í gjaid-
miðli viðkomandi landa.
Hjalteyrin EA seldi 120 tonn
fyrir 16,5 milljónir króna og var
meðalverðið 137.77 kr/kg. Hjalt-
eyrin var með 112 tonn af þorski
á 136,12 kr/kg og 6 tonn af ýsu á
166,51 kr/kg.
Fyrra krónutölumetið í Eng-
landi átti Stakfellið ÞH, 134,16
Pétur Einarsson, flugmála-
stjóri fyrir hönd Flugmála-
stjórnar, færði sl. föstudag
Flugbjörgunarsveit Akureyrar
að gjöf handhægt miðunartæki
kr/kg og sett í lok september í
fyrra. Hjalteyrin náði einnig næst
hæsta meðalverði sem íslenskt
fiskiskip hefur fengið í Englandi í
pundum talið, 1,38 pund/kg en
gamla metið átti Hoffell SU, 1,46
pund/kg, sett í janúar fyrir tveim-
ur árum.
Vigri RE seldi 199 tonn í Þýska-
landi og fékk 28,7 milljónir króna
fyrir aflann, sem var nær eingöngu
karfi. Það er næst hæsta heildar-
verð sem fengist hefur í Þýska-
landi en meðalverð togarans var
144,32 kr/kg og með þessari sölu
sló Vigri krónutölumet Ottós N.
Þorlákssonar RE, sem var 139,81
kr/kg og var sett nú á milli jóla og
nýárs. -KK
til þess að miða út neyðar-
senda. Við sama tækifæri af-
henti flugmálastjóri sveitinni
að gjöf 4 kw Ijósavél og talstöð
sérstaklega til þess ætlaöa að
ná sambandi við flugvélar.
Miðunartækið nefnist DNG-
Miðun og er eins og nafnið bend-
ir til framleitt hjá DNG á Akur-
eyri.
Að sögn forráðamanna DNG
höfðu starfsmenn Flugmála-
stjórnar samband við fyrirtækið
sl. sumar og viðruðu hugmyndir
um slíkt miðunartæki og það
varð úr að hönnunarvinnu var
hleypt af stokkunum og er árang-
urinn nú að koma í ljós.
DNG-Miðun er miðunartæki
Á árinu 1989 greindust sex nýir
einstaklingar á Islandi með
alnæmissmit og á sama tíma
fyrir neyðarsenda. Hægt er að
miða á þremur bylgjulengdum,
neyðarbylgju skipa og flugvéla,
neyðarbylgju hers og æfinga-
bylgju.
Tækið er einfalt í notkun, enda
mikil áhersla lögðÁ það við þró-
un tækisins að það geti stuðlað að
því að leitarmenn komist sem
fyrst á slysstað, þ.e. að neyðar-
sendinum. Upplagt þykir t.d. að
hafa miðunartæki í skipum til að
þau komist á slysstað sem fyrst
því sjóslys eru nokkuð tíð við
ísland.
Neyðarsendar fara stundum af
stað vegna bilunar og er oft
kostnaðarsamt og erfitt að miða
þá út. DNG-Miðun var reynt í
greindust þrír með alnæmis-
sjúkdóminn. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Landlæknisemb-
ættinu höfðu í árslok 1989
greinst samtals 54 einstakling-
ar á landinu með smit af völd-
um alnæmisveirunnar, af þeim
hafa 13 greinst með sjúkdóm-
inn og 5 látist af völdum hans.
Þegar litið er á dreifingu sýktra
milli kynja kemur í ljós að um
það bil ein kona smitast á móti
hverjum 5-6 karlmönnum. Flestir
smitaðra eru hommar eða tvíkyn-
hneigðir en þeir eru alls 37 af 54
sýktum. Fíkniefnaneytendur eru
8 þar af 1 kona, einn sjúklingur
telst til beggja fyrrgreindu hóp-
anna, 4 smitaðir eru gagnkyn-
hneigðir, þar af 3 konur og blóð-
þegar eru 4 allt konur. Enginn
dreyrasjúklingur hefur smitast af
alnæmi. Þann 31. desember sl.
voru alls 23 smitaðir einstakling-
ar einkennalausir og 18 með for-
stigseinkenni.
Það var í byrjun árs 1983 sem
fyrsta alnæmistilfellið greindist á
slíku tilfelli á Akureyri milli jóla
og nýárs og skilaði híutverki sínu
mjög vel.
Að sögn Péturs Einarssonar,
flugmálastjóra, er hönnun þeirra
DNG-manna, eða galdramann-
anna í DNG eins og hann kallaði
þá, á miðunartækinu einstök og
mun sambærilegt tæki hvergi
vera framleitt í heiminum. Pétur
segir að Flugmálastjórn hafi gott
samstarf við björgunarsveitir um
allt land í sambandi við flugslys
og áhersla sé lögð á að styðja þær
eins og kostur er við uppbygg-
ingu tækjabúnaðar. Pétur segist
búast við að Flugmálstjórn kaupi
20 miðunartæki frá DNG og láti
þau í hendur björgunarsveita og
lögreglu um allt land. SS/óþh
íslandi. Fyrstu tvö árin þar á eftir
greindust fá tilfelli en í lok ársins
1985 varð mikil breyting þar á. Æ
síðan hafa fleiri einstaklingar
greinst með alnæmissmit og sem
fyrr segir eru þeir nú samtals 54.
Síðastliðin tvö ár hefur sjúkl-
ingum með alnæmi staðið til
boða lyfjameðferð gegn sjúk-
dómnum en sýnt hefur verið fram
á að slík meðferð geti dregið úr
sjúkdómsþróun þeirra sem veikir
eru. Hér er um að ræða svokall-
aða Zidovudin meðferð og fengu
um 18-20 smitaðir íslendingar
slíka meðferð síðari hluta árs
1989. Enn er of snemmt að segja
fyrir um langtíma áhrif lyfjameð-
ferðarinnar.
Eins og búast má við hefur álag
á heilbrigðisþjónustu aukist
vegna alnæmis undanfarin ár.
Legudagar á deild A7 á Borgar-
spítalanum í Reykjavík vegna
alnæmissjúklinga voru milli 250 og
260 á síðasta ársfjórðungi 1989
og hafði þeim fjölgað verulega
frá árinu áður. VG
Fjölmennur hluthafa-
fimdur í Siglunesi hf.
Hluthafafundur haldinn í
almenningshlutafélaginu
Siglunesi hf. á laugardaginn
skoraði á bæjarstjórn, verka-
lýðsfélagið Vöku, þingmenn
kjördæmisins og fjármála-
ráðuneytið að beita sér hið
fyrsta fyrir því að félagið geti
hafið rækjuvinnslu á ný á
staðnum.
Guðmundur Arnaldsson, ný-
endurkjörinn stjórnarformað-
ur, segir að í stuttu máli hafi
hluthafafundurinn falið stjórn
félagsins að leita annarra leiða
til að koma verksmiðjunni sem
allra fyrst í gang, verði ekki ein-
hver Ijósglæta gefin í fjármála-
ráðuneytinu fyrir miðja næstu
viku. Osk Sigluness hf. um við-
ræður við ráðuneytið um fram-
hald rækjuvinnslu á staðnum
hefur legið ósvarað í ráðuneyt-
inu frá því löngu fyrir áramót.
í áskorun til bæjarráðs Siglu-
fjarðar, Vöku og þingmanna
kjördæmisins eru þessir aðilar
hvattir til að taka jákvæða
afstöðu til Sigluness hf., og gera
það sem í þeirra valdi stendur
til að félagið geti sem fyrst hafið
vinnslu.
Til fjármálaráðuneytisins er
beint þeirri áskorun að svara
erindi Sigluness á næstunni, því
hlutliafafundurinn hafi ákveðið
að leita annarra úrræða að öðr-
um kosti. EHB
Metsala hjá Hjalt-
eyriraii í Englandi
- einnig metsala hjá Vigra í Þýskalandi
Alnæmissýktir íslendingar nú 54 í allt:
Sex nýir einstaldingar
greindust á síðasta ári
- aðeins 1 kona smitast á móti 5-6 karlmönnum