Dagur - 16.01.1990, Page 5
Þriðjudagur 16. janúar 1990 - DAGUR - 5
Gítar er sívinsælt hljóðfæri
meðal nemenda í Tónlistar-
skólanum á Akureyri, enda
skemmtilegt og fjölhæft hljóð-
færi og ekki mjög dýrt. Einn
nemandinn gerðist þó stórtæk-
ur á dögunum og fékk hand-
smíðaðan gítar beint frá fram-
leiðandanum á Spáni, en slíkur
gítar kostar um 100 þúsund
krónur án opinberra gjalda,
kostar víst 180 þúsund í Bret-
landi.
Þetta er ofur venjulegur kassa-
gítar að sjá, en hljómurinn er
mjög þéttur og fallegur. Eigandi
gripsins er ung stúlka, Elma
Dröfn Jónasdóttir, en hún er á 4.
stigi í gítardeild Tónlistarskólans
á Akureyri. Kennari hennar er
Örn Viðar Erlendsson. Elma var
spurð út í gítarkaupin.
- Áttir þú gítar áður?
„Já, hef átt tvo.“
Elma Dröfn með gítarínn góða sem hún fær í fermingargjöf. Mynd: kl
Gítardeild Tónlistarskólans á Akureyri:
Nemandi með 100 þúsund
króna gítar í höndunum
- hlutavelta fyrir ferðasjóð gítardeildar
Þessar voru duglegastar að safna fyrir hlutaveltuna, þær Soffía, Jóhanna og
Asa Katrín. Mynd: Kl.
- En hvernig datt þér í hug að
festa kaup á svo veglegu hljóð-
færi?
„Með því að kaupa góðan gítar
þá þarf ég ekki að kaupa annan
þegar ég er komin lengra í nám-
inu. Þessi gítar á að endast."
- Hvernig gastu fjármagnað
kaupin?
„Ég fæ gítarinn í fermingar-
gjöf.“
- Og hvernig er svo að spila á
gripinn?
„Það er alveg frábært," sagði
Elma Dröfn og leyfði okkur að
heyra tóndæmi.
Safnað í ferðasjóð
gítardeildar
„Þessi gítar er keyptur sérstak-
lega með hennar áferð í huga.
Hún er grönn og tónninn í venju-
legum gítar verður dálítið glær.
Tónninn í þessum er mun massíf-
ari því þetta er mjög mjúkur
gítar," sagði Örn Viðar gítar-
kennari um hljóðfæri Elmu
Drafnar.
Hann sagðist vonast til þess að
tilkoma nýja gítarsins smitaði út
frá sér og að fleiri myndu fjár-
festa í slíku hljóðfæri, enda mjög
uppörvandi fyrir kennarann þeg-
ar nemendurnir eru með af-
bragðs hljóðfæri í höndunum.
Af öðrum tíðindum í Tónlist-
arskólanum á Akureyri má nefna
að nemendur héldu hlutaveltu til
styrktar ferðasjóði gítardeildar-
innar. Tvær hlutveltur voru
haldnar í göngugötunni og
söfnuðust alls 28 þúsund krónur.
Duglegastar við söfnunina voru
þrjár stelpur, Soffía Guðmunds-
dóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og
Ása Katrín Gunnarsdóttir. Þær
koma fram sem fulltrúar nem-
endanna, en allir nemendurnir
söfnuðu munum á hlutaveltuna
fyrir ferðasjóð gítardeildarinnar
og vildi Örn Viðar þakka þeim
öllum fyrir dugnaðinn. SS
Reglur um mengunarmörk
- og aðgerðir til að draga úr mengun
Um áramót gengu í gildi reglur
um mengunarmörk og aðgerð-
ir til að draga úr mengun. Þar
með ganga í fyrsta sinn í gildi
almennar nákvæmar reglur um
loft á vinnustöðum í landi.
Tilgangur reglnanna er að
fyrirbyggja að starfsmenn verði
fyrir heilsutjóni vegna mengunar
í andrúmslofti á vinnustað.
Vinnu á að skipuleggja og fram-
kvæma þannig að mengun sé eins
lítil og kostur er og má hún ekki
fara yfir þau mörk sem sett eru í
reglunum. Ef mengun er undir
mengunarmörkum á að vera
tryggt að starfsmenn verði að
jafnaði ekki fyrir heilsutjóni af
hennar völdum.
Ef mengun er yfir mengunar-
mörkum skal þegar gripið til
aðgerða til að draga úr mengun. í
reglunum og leiðbeiningum með
þeim er bent á ýmsar leiðir til
þess. Besta lausnin er yfirleitt að
fjarlægja mengunina strax við
upptök hennar með góðri loft-
ræstingu. Ef ekki er hægt að
draga nægilega úr menguninni,
eða meðan unnið er að úrbótum,
getur verið nauðsynlegt að starfs-
menn noti öndunargrímur.
I reglunum er sérstakur kafli
og skrá yfir krabbameinsvaldandi
efni. Þeim er skipt upp í flokka,
annars vegar efni sem ekki er
leyfilegt að nota nema með und-
anþágu eða leyfi frá Vinnueftir-
litinu, og hins vegar efni sem
leyfilegt er að nota ef mengun er
undir mengunarmörkum.
í reglunum er skrá yfir efni þar
sem mengunarmörk fyrir þau
koma fram. Þar kemur einnig
fram að efnin geta borist inn í lík-
amann í gegnum húðina og ef
þau eru ofnæmisvaldandi eða
geta valdið krabbameini.
Nokkrar tilkynningar berast
Vinnueftirlitinu árlega um
meinta atvinnusjúkdóma vegna
efnamengunar. Þær eru mun
færri en gerist í nágrannalöndun-
um. Varla er þó við því að búast
að ástandið á vinnustöðum sé
betra hér á landi en þar. Mæling-
ar Vinnueftirlitsins benda til að
við mörg störf í efnaiðnað og við
málun og lökkun, svo dæmi séu
nefnd, sé mengun yfir mörkum.
Verði starfsmaður veikur eða fái
önnur einkenni sem geta verið
tengd mengun í vinnuumhverfi er
nauðsynlegt að fram fari bæði
læknisskoðun á viðkomandi ein-
staklingi og mælingar á mengun-
inni.
Með reglunum fylgja leiðbein-
ingar með skýringum og hagnýt-
um ábendingum. Vinnueftirlitið
annast mælingar og úttekt á
mengun á vinnustöðum.
Saumakona
Óskum eftir að ráða saumakonu í hálfs-
dagsstarf e.h. hjá j.M.j. við fatabreytingar.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf
sem fyrst.
★
Upplýsingar aðeins á skrifstofu okkar.
IRÁÐNINGAR
Endurskoðun Akureyri hf. - Fell Glerárgötu 24 - Sími 26600
Þorrablót
• •
Ongulsstaöarhrepps
verður haldið laugard. 20. janúar og hefst kl. 21.00.
Brottfíuttir hreppsbúar velkomnir.
Miða og borðapantanir í síma 24936 til kl. 20 mið-
vikudaginn 17. janúar.
Á AKUREYRI
Kaupvangsstræti 16
Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri
5. febrúar til 16. maí
Barna- og unglinganámskeið
Teiknun og málun.
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku.
4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku.
5 fl. 12-14 ára. Einu sinni í viku.
Málun og litameðferð fyrir unglinga.
Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku.
Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku.
Kvöldnámskeið fyrir fullorðna
Teiknun.
Bryjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Módelteiknun.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Auglýsingagerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Byggingalist.
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Grafík.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958.
Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga.
Skólastjóri.