Dagur - 16.01.1990, Side 9

Dagur - 16.01.1990, Side 9
Þriðjudagur 16. janúar 1990 - DAGUR - 9 Mynd: KL íslandsmótið í handknattleik: KA-menn sprungu í lokin - íslandsmeistarar Vals unnu þá öruggan sigur 33:27 Eftir vægast sagt mjög slakan leik í fyrri hálfleik tóku KA- strákarnir sig heldur betur saman í andlitinu í síöari hálf- leik og söxuöu á forskot Valsmanna í 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. En munurinn var of mikill og Islandsmeistararnir sigruðu 33:27. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur beggja liða frek- ar slakur, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Þá stóð reyndar varla steinn yfir steini í KA-vörninni og hinir lipru hornamenn Vals skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fyrri hluta hálfleiksins gekk þó þokkalega hjá sóknarmönnum KA og héldu heimamenn því í við gestina. En síðan gekk allt á afturlöppunum hjá KA og Vals- menn höfðu náð átta marka for- skoti, 20:12, er gengið var til búningsherbergja. Snemma í síðari hálfleik fékk einn besti maður KA-liðsins, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, reisupassann hjá Gunnari Kjart- anssyni dómara fyrir að sparka til Valdimars Grímssonar. Þá var eins og KA-liðinu hefði verið gefin vítamínsprauta og fór liðið að saxa á forskot Vals- ara jafnt og þétt. Staðan breytt- ist úr 24:16 í 24:21 á skömmum tíma. KA-liðið fór á kostum í þessum leikkafla og hefur sjaldan leikið betur í vetur. Axel fór að verja í markinu eins og berserkur og áhorfendur tóku vel við sér. Þegar staðan var 25:23 fengu KA-menn hraðaupphlaup en það fór í vaskinn og þá var eins og all- ur kraftur væri úr heimaliðinu. Valsmenn gengu á lagið og juku forskotið og sigruðu með sex marka mun 33:27, eins og áður sagði. Það var greinilegt á þessum leik að KA-liðið vantaði leikæf- ingu enda langt frá síðasta leik. Varnarleikurinn var ntjög slakur í fyrri hálfleik en small vel saman í þeim síðari. Sigurpáll Árni var einna bestur KA-manna í þessunt leik á meðan hans naut við en hann átti þó í mesta brasi með Valdimar Gríntsson í vörninni. Jóhannes Bjarnason lék sinn besta leik með KA-liðinu í vetur og átti góðan leik bæði í vörn og sókn. Friðjón Jónsson fyrirliði kom aftur til leiks eftir meiðsli og styrkti hann liðið óneitanlega. Annars áttu flestir leikmenn KA- liðsins góða spretti en duttu niður þess á milli, sérstaklega í varnar- leiknum. Pétur Bjarnason var ekki með í þessum leik vegna leikbanns og munar um minna. Hjá Valsliðinu voru horna- mennirnir Valdimar Grímsson og Jakob Sigurðsson yfirburða- menn. Sérstaklega var Valdimar góður og skoraði hann 9 mörk í leiknuin úr 10 skotum. Brynjar Harðarson var daufur í fyrri hálf- leik en sýndi í þeim síðari að það er engin tilviljun að hann er markahæsti maður deildarinnar. Dómarar voru þeir Gunnar Kjartansson og Gunnar Sigurðs- son. Þeir dæmdu ekki illa en þó var útafrekstur Sigurpáls Árna vafasamur. Einnig hefðu þeir átt að taka á „atvinnumannabrot- um“ varnarmanna Vals í hornun- um. Áhorfendur voru um 300 og getur það varla talist ntikið þegar Islandsmeistararnir koma í heirn- sókn. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteins- son 6. Erlingur Kristjánsson 5/2. Karl Karlsson 4, Guðmundur Guðmundsson 4, Jóhannes Bjarnason 4/1, Friðjón Jóns- son 3/1, Bragi Sigurðsson 1. Axel Stef- ánsson 11 varin skot. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 10/5. Valdimar Grímsson 9, Jakob Sigurðsson 7. Jón Kristjánsson 3, Júlíus Gunnarsson 2, Finnur Jóhanncson 2. Einar Þorvarðarson 12 varin skot. idknattleikur/2. deild karla: tturiim kom of seint - og Pór tapaði 19:21 liðinu. Varnarleikurinn var slakur og sóknarleikurinn enn lélegri enda skor- uðu Þórsararnir ekki nema eitt mark í þessar 15 mínútur. Selfossliðið gekk á lagið og náði 6 marka forskoti 18:12. Munurinn hefði orðið meiri ef Stein- grímur í marki Þórs hefði ekki varið vel á þessu tímabili. Síðari hluta hálfleiksins tóku Þórsar- arnir sig saman í andlitinu og fóru að spila af eðlilegri getu. En munurinn var of mikill og þótt aðeins hafi munað tveimur mörkum í lokin þá var sigur Selfyssinga aldrei í hættu. Þórsliðið náði sér ekki á strik í þess- um leik. Það var helst hinn ungi mark- vörður Steingrímur Pétursson sem sýndi góða takta. Kristinn Hreinsson hristi þó af sér slenið undir lok leiksins og skoraði falleg mörk. En í heild verður liðið að taka sig á ef það ætlar ekki að síga niður í neðri hluta deildarinnar. Sævar Árnason fékk rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir að sýna „lamb- ada-takta“ við einn leikmann gest- anna. Selfossliðið kom á óvart í þessum leik með góðum leik og mikilli baráttu. Besti maður liðsins var Klemens Klem- ensson markvörður og varði hann oft frábærlega. Einnig var Einar Guð- mundsson góður og réðu heimamenn lítið við hann í sókninni. Dómarar voru þeir Guðmundur Lár- usson og Guðmundur Stefánsson og dæmdu þeir ágætlega. Þórsarar léku þennan leik með sorg- arbönd vegna andláts Jóseps Ólafsson- ar, leikmanns með 3. flokki Þórs, en hann var jarðsunginn á föstudaginn. Mörk Þórs: Ólafur Hilmarsson 4, Jóhann Jóhannsson 4/1, Rúnar Sigtryggsson 3/1, Krist- inn Hreinsson 3, Páll Gíslason 2/1, Sævar Árna- son 1, Sigurður Pálsson 1 og Ingólfur Samúels- son 1. Mörk Selfoss: Einar Guðmundsson 10/2, Gústaf Björnsson 5, Sigurður Þórðarson 3, Magnús Gíslason 2, Sverrir Einarsson 1. og leikur því í 1. deild að ári ásamt hinu Akureyrarliðinu, KA. Mynd: Jakob Handknattleikur/ 3. deild: Tvöfalt hjá Völsungum Sigurganga Völsunga í hand- knattleiknum í 3. deildinni heldur áfram. Um helgina léku þeir tvo leiki sunnan heiða og sigruðu í þeim báðum. Þeir unnu Reyni í Sandgerði 23:20 og ÍH í Hafnarfirði 26:19. Þessir sigrar gera það að verk- um að Völsungarnir hafa styrkt stöðu sína verulega á toppi 3. deildar. Um næstu helgi reynir þó mjög á Völsungana því þá mæta Breiðabliksmenn úr Kópavogi til Húsavíkur. Blikarnir unnu Völsungana í fyrri umferðinni og eru nú í þriðja sæti í deildinni. Leikurinn fer fram á föstudags- kvöldið kl. 20.00. Það er því vert fyrir Húsvík- inga og aðra handknattleiks- áhugamenn að mæta á leikinn á föstudaginn til að hvetja Völs- ungana til sigurs í leiknum við Breiðablik. Iþróttamaður Norðurlands 1989 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. 3. Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendið tii: íþróttamaður Norðurlands 1989 c/o Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri. Skilafrestur til 20. janúar 1990.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.