Dagur


Dagur - 20.01.1990, Qupperneq 3

Dagur - 20.01.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 20. janúar 1990 - DAGUR - 3 -I fréftir F Skriður á kjarasamningaviðræður? Forgangskrafa að samkomu lagið verði gulltryggt - segir Björn Snæbjörnsson varaformaður Einingar Boðað hefur verið til formlegs samningafundar með fulltrú- um vinnumarkaðarins og vinnuveitendum hjá Ríkis- sáttasemjara á morgun. Að undanförnu hafa farið fram viðræður miili þessara aðila um hugsanlegar leiðir til sam- komulags um kjaramál og hef- ur helst verið rætt um að fara einhverskonar niðurfærsluleið. Að sögn Björns Snæbjörnsson- ar varaformanns Einingar, sem einnig á sæti í framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands, eru aðilar vinnumarkaðarins ein- huga um að forgangskrafa sé að samkomulagið verði að vera gulltryggt. „Það er von manna að nú sé könnunarviðræðum lokið og að hægt sé að setjast niður og ræða málin fyrir alvöru,“ sagði Björn í samtali við Dag. Það sem sett verður á oddinn í þéssum samningaviðræðum er að það sem um verður samið verði tryggt og er t.d. talað um að setja lög á hámarksvexti í sambandi við lækkun vaxta sem sömuleiðis er forgangskrafa og er ljóst að ekkert þýði að vera með hálfgild- ings loforð. Þá er rætt um að halda vöruverði niðri og fari vöruverð t.d. upp fyrir ákveðin mörk verði tryggingarákvæði í samkomulaginu um bætur vegna Sauðárkrókur: Radíólínan sameinast Rafsjá Tvær verslanir á Sauðárkróki hafa nú verið sameinaðar. Um er að ræða verslunina Radíó- línuna og verslunina Rafsjá. Fyrir sameiniguna seldi Rafsjá heimilistæki ýmisskonar og smá-! vöru tengda rafmagni en Radíó- línan sent hafði aðsetur á hæðinni fyrir ofan Rafsjá seldi hljómtæki og hljóðfæri. Núna flyst öll starf- semi Radíólínunnar á neðri hæð- ina og býður því Rafsjá bæði upp á heimilistæki og hljómtæki. Að sögn Frímanns Guðbrands- sonar framkvæmdastjóra Rafsjár hf. var þetta eingöngu gert í hag- ræðingarskyni. Rafeindavirkinn, sem er við- gerðarþjónusta fyrir raftæki, verður áfram til húsa á efri hæð Rafsjárhússins, þrátt fyrir breyt- ingarnar. kj Glerársundlaug: Vígsluathöfii ámorgun Á morgun, sunnudaginn 21. janúar, kl. 15 verður ný sund- laug í Glerárhverfi formlega vígð. Flutt verða ávörp og hljómsveit frá Tónlistarskólan- um leikur áður en athöfnin hefst. Sundfélagið Óðinn sér um boðsund og með því sundi verður laugin formlega tekin í notkun. Síðan verður börnum úr Glerár- hverfi leyft að fara út í og almenningi gefinn kostur á að skoða laugina. SS þess. Aðspurður um hvers konar tryggingar rætt hefur verið um nefndi Björn sem dæmi rauð strik, samninga lausa ef þeir verða brotnir eða verðtryggingu. „Menn hafa ekki sett neina eina aðferð framar annarri, þeir vilja bara að samningar verði tryggð- ir.“ Nú hefur verið horfið frá því að fara algera núlllausn eins og rætt hefur verið um að undan- förnu og verður farið fram á lágar kauphækkanir. Rætt hefur verið um 3% hækkun á samningstím- anum sem gæti verið eitt ár. En hefur Björn trú á því að hægt verði að sernja á þessum nótum? „Það er alveg ljóst að það verður að ríkja alger samstaða um það innan ASÍ, BSRB og annarra liópa að fara þessa leið, því ef einhverjir skera sig úr og heimta meira en um verður samið, er þetta sprungið.“ VG Endurteknirig Vegna góðrar þátttöku síðasta sunnudag höftim við aftur opxð hús suxmudaghin 21. janúarfrákl. 14.00-17.00 Komið og kynnið ykkur starfsemina á vorönn I3ú stendur betur að vígi með skrifstofu- tækninámið í farteskinu. Allir veUcomnir — Veitingar. Tökufræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, IV. hæð, Akureyri, sími 27899. Frá og með 1. janúar 1990 skulu starfsmenn greiða 4% iðgjald af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjaldaskyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Með auknum iðgjaldagreiðslum ávinna sjóðfélagar sér aukinn lífeyrisrétt! SLsj- ^ Lsj. S Lsj. ^ Lsj. S Lsj. S Lsj. S Lsj. ^ Lsj. ^ Lsj. S Lsj. ^ Lsj. ^ Lsj. S Lsj. byggingamanna Dagsbrúnar og Framsóknar Félags garðyrkjumanna framreiðslumanna málm- og skipasmiða matreiðslumanna rafiðnaðarmanna Sóknar verksmiðjufólks Vesturlands Bolungarvíkur Vestfirðinga verkamanna, Hvammstanga ^Lsj. S Lsj. S Lsj. SLsj. S Lsj. §5 Lsj. s Lsj. Sí Lsj. S Lsj. SLsj. S Lsj. E Lsj. S Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Iðju á Akureyri Sameining, Akureyri trésmiða á Akureyri Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga verkalýðsfélaga á Suðurlandi Suðurnesja verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar bygg. iðnaðarmanna í Hafnarf. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.