Dagur - 20.01.1990, Page 7
Hvað er að gerast
Laugardagur 20. janúar 1990 - DAGUR - 7
Ný skemmtidagskrá á Hótel Sögu
- „Ómladí-Ómlada“ með Halla, Ladda og Ómari
Um þessa helgi hefst á Hótel
Sögu ný skemmtidagskrá sem
hlotið hefur nafnið „Ómladí-
ómlada". í frétt frá Hótel Sögu
segir að „nokkrir af fremstu
skemmtikröftum landsins- hrífi
gesti með sér í bráðhressandi
„sjóferð" þar sem stefnan sé tek-
in á stanslaust fjör og haldið rak-
leitt suður til „Horrimolinos“.“
Pað eru þeir félagar Halli,
Laddi og Ómar Ragnarsson sem
bera skemmtidagskrána uppi.
Skipstjórihn er grínfræðingurinn
Halli og þeir Laddi og Ómar
bregða sér í allra sjókvikinda
líki. Meðal farþega eru gleði-
mennirnir Eddi og Elli; Leifur
óheppni; hin þokkafulla Elsa
Lund; Marteinn Mosdal; poka-
Skákfélag Akureyrar:
Hraðskákmót
á sunnudag
Skákfélag Akureyrar heldur
hraðskákmót í félagsheimili sínu
við Þingvallastræti næstkomandi
sunnudag og hefst mótið kl. 14.
Umhugsunartími er 5 mínútur á
keppanda. Mótið er öllum opið,
ungum sem öldnum, og er ástæða
til að hvetja stofuskákmenn til að
koma fram í dagsljósið og sýna
hvað í þeim býr. Töfl og klukkur
eru til reiðu á staðnum. Þá er
bara að rifja upp mannganginn
og drífa sig á staðinn.
presturinn fjölþreifni; Magnús og
Mundi; HLÓ flokkurinn og síð-
ast en ekki síst magadansmær
sem iðar í undirfögru skinninu.
Þegar á leiðarenda er komið taka
» Ragnar Bjarnason og hljómsveit-
in Einsdæmi við stjórnvelinum og
leika fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð á skemmtun og í mat
er kr. 3.900. Til hagræðis fyrir
gesti utan af landi er einnig boðið
upp á sérstaka helgarpakka með
ferðum og gistingu í samvinnu
við Flugleiðir og Arnarflug. Sýn-
ingin verður öll laugardagskvöld
frá og með 27. janúar.
Tónleikar nk. sunnudag kl. 17
í Akureyrarkirkju:
Passíukórinn og einsöngvarar
flytja tvö verk eftír Vivaldi
Passíukórinn á Akureyri undir
stjórn Roars Kvam heldur tón-
leika í Akureyrarkirkju nk.
sunnudag 21. janúar kl. 17. Á
efnisskrá eru tvö verk . eftir
Antonio Vivaldi fyrir einsöngv-
ara, kór og hljómsveit. Einsöngv-
arar með kórnum verða Margrét
Bóasdóttir sópran, Liza Lillicrap
sópran, Þuríður Baldursdóttir alt
og Michael Jón Clarke tenór.
Hljómsveit skipuð félögum úr
Kammersveit Ákureyrar leikur
með og Björn Steinar Sólbergs-
son leikur á orgel.
Á tónleikunum verða flutt tvö
kirkjuleg verk Vivaldis, Magni-
ficat og Introduzione et Gloria.
Antonio Vivaldi var ítalskur
samtímamaður Bachs og Hand-
els og starfaði lengst af við tón-
listarkennslu á Ítalíu. Hann
samdi mikinn fjölda tónverka,
óperur, einleikskonserta og
kirkjutónlist.
Tónlist Vivaldis hefur notið
mikilla vinsælda hér á landi um
árabil og er skemmst að minnast
að Kirkjukórarnir á Dalvík og
Húsavík hafa nýverið flutt eitt
hans þekktasta verk, Gloríu.
Passíukórinn hefur starfað
óslitið frá haustinu 1972 og hefur
lengst af einbeitt sér að flutningi
kórverka með hljómsveit og ein-
söngvurum.
Stefnt er að því að næsta verk-
efni kórsins verði þátttaka í kon-
sertuppfærslu á söngleiknum My
Fair Lady með Kammersveit
Akureyrar og fleiri kórum.
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Staða lektors í félagsráðgjöf við félagsvísinda-
deild Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ítarlegri skýrslu um vísinda-
störf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo
og námsferil og störf, skulu sendar menntamála-
ráðuneytingu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
16. febrúar n.k.
Námsvist í Sovétríkjunum
Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum
íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms í
Sovétríkjunum háskólaárið 1990-91. Umsóknum
skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfis-
götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. og
fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmæl-
um. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Rannsóknastyrkir EMÐO
í sameindalíffræði
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Mol-
ecular Biology Organization, EMBO) styrkja vís-
indamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til
skemmri eða lengri dvalar við erlendar rann-
sóknastofnanir á sviði sameindalíffræði. Nánari
upplýsingar fást um styrkina í menntamálaráðu-
neytingu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, og þar
eru einnig fyrir hendi skrár um fyrirhuguð nám-
skeið og málstofur á ýmsum sviðum sameinda-
líffræði sem EMBO efnir til á árinu 1990. -
Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. Tooze, Exec-
utive Secretary, European Molecular Biology
Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022
40, Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Límmiði
með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja
fyrirspurnum. Umsóknarfrestur um langdvalar-
styrki er til 16. febrúar og til 15. ágúst en um
skammtímastyrki má senda umsókn hvenær
sem er.
Menntamálaráðuneytið,
12. janúar 1990.
KRYDD í TILVERUNA
Láttu það eftir þér að njóta lífsins á glæsilegu hóteli í Reykjavík um
helgi eða virka daga: Gisting á Hótel Sögu þar sem aðstaðan er til
fyrirmyndar. LjúffengurmaturíGrillinuogSkrúði. Lífogfjörí
Súlnasalnum á laugardagskvöldum: Stórkostleg skemmtun,
„Óm-la-dí Óm-la-da", með hinum fjölhæfu skemmtikröftum
Ladda og Ómari Ragnarssyni ásamt þríréttuðum kvöldverði og
dansleik. Afslöppun í heilsuræktinni, nuddpottinum og gufunni.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa á hótelinu o.m.fl.
Á Hótel Sögu er allt á einum stað!
Nánari upplýsingar eru veittar á sölu- og bókunardeild Hótels
Sögu í síma 91 -29900.
- lofar góðu!