Dagur


Dagur - 20.01.1990, Qupperneq 9

Dagur - 20.01.1990, Qupperneq 9
Laugardagur 20. janúar 1990 - DAGUR - 9 ■ •. ■ : ■ : ■■ Félagarnir þrír, stofnendur félagsbús- ins Þrists, við morgunverðarborðið á Hrafnagili að afloknum morgunverk- um. Segja má að þetta séu jafnframt daglegir vinnufundir því þarna eru öll mál er varða búreksturinn rædd. Frá vinstri: Benedikt Hjaltason, Úlfar Steingrímsson og Þorsteinn Péturs- son. Myndir:KL aðan tíma tekur að mjólka og því fara mjaltavélarnar af fjórum kúm um svipað leyti en í mjaltabásunum eru átta vélar. Þó þetta sé atriði sem vart þarf að hugsa fyrir á 30 kúa búi þá skiptir svona lagað verulegu máli á 100 kúa búi. Betri nýting á mannskap Benedikt segir engan vafa leika á að það atriði standi upp úr eftir svona sameiningu að nú skili 3 x/i starf því sem 5-6 menn gerðu áður. Sömu sögu sé að segja um heyskap- inn. Færri menn nýtist betur og auk þess náist mun betri nýting á vélunum. En er hægt að komast af með enn minni mann- skap? „Ef við færum út í kostnaðarsamar breyt- ingar þá væri það hægt en hins vegar er mik- ið vafamál hvort það borgar sig. Við gætum sparað okkur mikið með því að koma upp sjálffóðrunarkerfi en þar sem við erum í óhentugu fjósi fyrir slíkan búnað þá höfum við ekki fundið neitt sem okkur hentar. Með þessum búnaði væri hægt að fylgjast betur með nyt kúnna og auk þess gerir svona búnaður að verkum að kýrnar fá - segir Benedikt Hjaltason einn þriggja stofnenda þessa stærsta kúabús landsins þessum þremur fjósum komu saman. Við þetta blossaði upp mikil júgurbólga þar sem kýrnar á einum bænum geta haft mótefni fyrir einni bakteríunni þó í öðru fjósinu hafi kýrnar það ekki. Allt þetta krossleggst við svona samsteypu og við erum búnir að lenda í talsverðri baráttu og tekjumissi vegna þessa. Það mun taka tvö til þrjú ár að kom- ast að fullu fyrir þetta en þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa skilað okkur miklu. Maður gerði líka vitleysur í heyskapnum enda kunni maður ekki að heyja fyrir marg- falt stærra bú en maður var vanur. Skipu- lagningin hefði þurft að vera betri og véla- kosturinn var ekki nógu vel í stakk búinn að eiga við þetta. Allt þetta kallaði á óþarflega mikinn mannskap og allar rangar ákvarðan- ir eru dýrar í þessu þegar verðmæti heyj- anna er um 13 milljónir króna og maður er að leggja grundvöllinn að framleiðslu vetr- arins. Allt þetta verður lagfært en auðvitað vissi maður fyrir að margt færi öðruvísi í byrjun en æskilegt væri.“ Einn maður með átta mjaltavélar Hér í eina tíð hefði það þótt lygileg saga að einn maður gæti mjólkað tæplega 100 kýr á um tveimur klukkustundum. Tækninni hef- ur á síðustu árum fleygt fram og þannig er mjaltabásinn á Merkigili búinn að þessu get- ur einn maður afkastað. Eins og áður segir fara alltaf tveir menn í fjós hverju sinni, annar þeirra mjólkar en hinn rekur kýrnar á mjaltabásinn, sópar bása og þrífur, tekur á móti kúnum eftir mjaltir, bindur á básana og gefur hey. Samkvæmt útreikningi þeirra félaganna fara 7,2 mínútur í hirðingu og mjaltir á hverri kú í fjósinu daglega. En hvernig yfirvinna þeir félagarnir viðkvæmni kúnna fyrir því að menn skiptist á um mjalt- irnar. „Við erum búnir að samræma handbrögð- in og fylgjum vissum vinnureglum í mjalta- básnum til að verkunum verði skilað á sama tíma. Við höfum sjálfvirkan aftakara þannig að tækin fara af kúnum þegar þær eru full- mjólkaðar. Þetta gerir að verkum að minna verður um mismunandi handbrögð hcldur en þegar menn voru að hjálpa kúnum til að mjólka. Við snertum aldrei á júgrum kúnna nema ef við finnum þegar þvegið er fyrir mjaltir og sótthreinsað að loknum mjöltum að eitthvað sé athugavert. Við steinhættum að hjálpa kúnum við að mjólka þegar við byrjuðum með þetta bú í vor og greinilega tóku sumar að sér fyrst en þegar frá leið jókst mjólkin á ný.“ - En nú halda sumir því fram að sumar kýr geti aldrei unað þessari vélvæðingu og þurfi sérstaka meðhöndlun við mjaltir. „Það er rétt en við neyðum þær hins vegar ekki til þess. Ef þær ganga ekki inn í þetta kerfi þá losum við okkur við þær. Ef þær eru þannig gerðar að maður þurfi að liggja á vélunum til að fullmjólka þær þá er það vinna sem ekki borgar sig.“ Benedikt segir að til að fá sem besta nýt- ingu á vélunum f mjaltabásnum og sem stystan mjaltatíma hafi þeir félagar ráðist í að skipta kúnum niður í hópa eftir því hve langan tíma þær eru að mjólkast. Með þessu móti eru alltaf í einu í básnum kýr sem svip- nákvæmlega það fóðurbætismagn sem þeim ber miðað við nyt. Sannleikurinn er nefni- lega sá að manni líkar alltaf betur við eina kúna frekar en aðra þó svo maður reyni að gera allt til að koma í veg fyrir að gera upp á milli þeirra. Bara þessi þáttur kostar mann að sumum kúnum eru gefnir örlítlir viðbót- arskammtar af kjarnfóðri sem í heildina geta kostað 15.000 kr. á mánuði. Hér er kominn einn þáttur enn sem verður stór í sniðum á svona búi.“ Fjárhagslega hliðin erfið Rúmlega hálft ár er að baki hjá þeim Bene- dikt, Úlfari og Þorsteini í rekstri félagsbús- ins. Benedikt segist nokkuð ánægður með útkotnuna það sem af er þó fjárhagslega hliðin sé erfiðari en þeir hafi búist við. Kornist þeir stóráfallalaust í gegnum nýhaf- ' ið ár sé erfiðasti hjallinn að baki. En telur Benedikt þetta vera heppilega stærð á kúabúi miðað við þá reynslu sem þeir þre- menningar hafa fengið? „Að sumu leyti er þetta of stórt en samt er þetta of lítið,“ svarar hann og bætir við að ineiri tæknivæðing sé of dýr á hvern grip og þar af leiðandi of lengi að borga sig upp. „Eg mundi segja að það tæki 10-15 ár að komast á virkilega gott ról þannig að bygg- ingar séu orðnar hentugar fyrir þetta. Við getum hins vegar komist af með þetta eins og það er og hugsum því ekki lengra í bili.“ - Varð þér að þeirri ósk þinni að staðna ekki heldur þróa búskapinn áfram? „Já, þarna er maður vissulega með stórt verkefni til að takast á við og maður hugsar ekki um margt annað á meðan. Maður hugsar um það dag og nótt hvernig maður geti lagað þetta til og sniðið vankantana af. Maður horfir líka stöðugt í kringum sig eftir einhverju sem maður geti notað og hafi efni á að gera. En hvað svona sameiningu varðar þá þori ég óhikað að mæla með henni. Kostirnir eru það margir að þeir yfirvinna gallana,“ segir Benedikt Hjaltason. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.