Dagur - 20.01.1990, Side 11

Dagur - 20.01.1990, Side 11
Laugardagur 20. janúar 1990 - DAGUR - 11 Að safiia frímerkjum erjafiit fvrir unga sem aldna Sumir spekingar halda því fram að söfnunarárátta sé mönnum í blóð borin. Petta gildir um marga, og ef telja ætti upp allt það sem vinsælt er að safna yrði listinn langur. Frá opinberu sjón- armiði birtist söfnunartilhneiging t.d. í opinberum minjasöfnum og listasöfnum. Hinn almenni borg- ari takmarkar söfnun sína að öllu jöfnu við afmarkað svið hluta eða náttúruminja, t.d. steina- eða skeljasöfnun, og þá gjarnan við sérsvið innan stærri heilda. Söfnunarstarf af einhverju tagi er líklega algengasta tómstunda- áhugamál fólks, ef frá er talið íþróttastarf ásamt sjónvarps- og myndbandaglápi. En hvaða hlut- ir hafa söfnunargildi? Næstum því allt, frá saumnálum upp í bíla og flugvélar. Hér verður lítillega fjallað um frímerkjasöfnun sem tómstunda- áhugamál. Pó skal hafður sá fyrirvari á að þær upplýsingar sem hér birtast eru mjög almenn- ar og eingöngu ætlaðar byrjend- um á þessu sviði. Ber því fyrst og fremst að líta á þær sem leiðbein- ingar fyrir áhugamenn sem vilja hefja slíka söfnun. í grófum dráttum má skipta frímerkjasöfnun í nokkra undir- flokka. Fáir eða engir safna frí- merkjum frá öllum heiminum, slíkt er mjög erfitt og nánast ógerlegt. Miklu algengara er að takmarka sig við ákveðið land, t.d. ísland, Danmörku, Þýska- land o.s.frv. Einnig er hægt að safna frímerkjum sem tengjast ákveðnum viðburðum eða mála- flokkum, t.d. frímerkjum með myndum af íþróttafólki, dýralífi, opinberum byggingum, þekktu fólki, forsetum ríkja o.s.frv. Frímerkjasafnari hirðir frímerki af öllum bréfum En hvernig á að byrja söfnunina? Ti! þcss eru margar leiðir og skulu nokkrar nefndar hér. I fyrsta lagi hendir frímerkjasafn- ari aldrei frímerkjum utan af bréfum, jafnvel þótt hann safni ekki þeirri gerð frímerkja sem daglega eru í umferð í heima- landinu til að nota í safn sitt. Hann geymir frímerkin og notar þau t.d. til að skiptast á við erlenda frímerkjasafnara sem hann er í bréfasambandi við. Auðvelt er að losa frímerki af bréfum. Best er að klippa merkin af umslögum með skærum, og gæta þess vel að skemma ekki takkana á frímerkjunum því þá missa þau gildi sitt. Merkin eru leyst upp í köldu eða örlítið volgu vatni og þau síðan þurrkuð með pressum í góðum pappír, t.d. innan í bók. Þá verða þau slétt og falleg. Eitt af því fyrsta sem frí- merkjasafnari verður að kaupa sér er sérstök innstungubók eða frímerkjabók, til að geyma frí- merkin í. Þannig geymast þau örugglega og varðveitast gegn skemmdum og sólarljósi. Til eru sérstakar verslanir sem sérhæfa sig í frímerkjasölu, bæði íslenskra og erlendra merkja. Þar geta safnarar keypt inn í söfn sín og endurbætt þau. Varla myndi þó nokkrum manni detta í hug að byggja safn sitt algerlega upp á þann hátt því það yrði mjög dýrt. Bréfaviðskipti milli landa, við safnara sem auglýsa í erlendum blöðum og tímaritum, eru miklu ákjósanlegri aðferð. Hún hentar þó varla nema þeim sem geta rit- að bréf á erlendum málum. Fyrir yngri safnara, sem margir eru á barns- eða unglingsaldri, eru sums staðar starfandi frí- merkjaklúbbar, þar sem menn geta skipst á merkjum. Ef slíkir klúbbar eru ekki starfandi er allt- af hægt að stofna þá á viðkom- andi stað. Verðmæti og safngildi Frímerkjasafnarar styðjast við verðlista til að gera sér grein fyrir verðgildi merkjanna, útgáfudög- um og yfirleitt til að gera sér grein fyrir hvað þá vantar inn í scfn sín. Frfmerki hafa þá scr stöðu að sum beirra ern ákaflepa verömæt, og getur verðmæti eins sjaldgæfs frímerkis skipt milljón- um króna. Safnarar eru þó yfir- leitt sammála um að verðgildið eitt sé ekki höfuðástæða söfnun- arinnar, heldur ánægjan yfir að eiga heildstætt safn, t.d. öll íslensk frímerki sem gefin hafa verið út eftir lýðveldistöku ásamt fyrstadagsumslögum o.s.frv. Áðan var minnst á undirflokka söfnunar en þeir eru margir. Sumir vilja eiga tvö eintök af hverju merki, eitt stimplað og annað óstimplað. Gamlir póst- stimplar á frímerkjum geta verið verðmætir út af fyrir sig. Einnig safna sumir fjórblokkum, þ.e. fjórum merkjum samhangandi úr örk, eða heilum örkum af frí- merkjum. Ónefndur er einn flokkur, gölluð frímerki, og verð- ur lauslega fjallað um hann hér. í „gamla daga“ var prentun og prentvinna frímerkja ekki eins nákvæm og nú tíðkast. Kom þá stundum fyrir að vitlausir litir væru notaðir við prentunina, og stundum komu aðrir gallar fyrir. Oft var reynt að spara í póstþjón- ustunni þegar breyta þurfti verð- gildi frímerkja. Pá var stundum gripið til þess ráðs að „yfir- stimpla" merkin, breyta t.d. 5 aura frímerki í 15 aura o.s.frv. Kom þá fyrir að arkirnar væru yfirstimplaðar á hvolfi eða í versta tilfelli var nýja verðgildið prentað á bakhlið frímerkisins. Gallar voru einnig í vatnsmerkj- um pappírsins, þannig að vatns- merkið kom á hvolfi þegar arka- pappírinn fór öfugur í prentun o.s.frv. Allir slíkir gallar eru verðmæt- ir því þeir auka söfnunargildi merkjanna. Ef t.d. aðeins eitt frímerki af tíu þúsund er gallað hlýtur hver maður að sjá að það verður eftirsótt meðal safnara. Stundum uppgötva menn óvænt- an galla í gömlu frímerki og geta þá selt merkið fyrir stórar fjár- upphæðir. Slíkt er þó sjaldgæft, en flestir safnarar lifa í þeirri von að gera slíka uppgötvun eða finna gömul og vcrðmæt merki, t.d. íslensku skildingðfrímerkin sem voru notuð áður en krónan var tekin upp. Stofnkostnaður frímerkjasafn- ara er ekki mikill: stækkunargler, frímerkjatöng og innstungubók er eiginlega allt sem þarf - fyrir utan sjálf frímerkin. EHB Vestfirölngar! Sólarkaffi V estfirðingafélagsins verður í Lóni, laugardaginn 27. janúar nk. og hefst kl. 20.30. Nefndin. Verktakar - Lóð á Akureyri Gamalt timburhús, tvær hæðir, kjallari og ris, 383 rúmmetrar og 160 fermetrar, er til sölu. Hugmyndin er að selja húsið til niðurrifs til verktaka sern myndi vilja byggja á lóðinni. Húsið stendur á góðum stað í gamalgrónu hverfi, skammt frá miðbæ Akureyrar. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar skili inn nafni og símanúmeri í afgreiðslu Dags á Akureyri merkt „Lóð á góöum stað“. Rýmingar- sala til 15. febrúar 15% afsláttur af öllum veggdúk /S ^ Bwgginggvörur i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.