Dagur - 24.01.1990, Side 1
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar:
Rekstrargjöld bæjarsjóðs
nema 918 miUjómim króna
Bæjarstjórn Akureyrar tók
frumvarp að fjárhagsáætlun
ársins 1990 til fyrri umræðu á
fundi sínum í gærkvöld. I ræðu
Sigfúsar Jónssonar, bæjar-
stjóra, segir að afkoma bæjar-
ins hafi verið nokkuð góð síð-
astliðið ár, ef frá er talinn
rekstur Hitaveitu Akureyrar
og Krossanesverksmiðjunnar.
Tekjur bæjarsjóðs eru áætlað-
ar 1.298 milljónir kr., rekstrar-
gjöld 918,3 milljónir, gjöld sam-
tals 1.235 milljónir króna.
í áætlun um eignabreytingar
hjá bæjarsjóði kemur fram að
259 milljónir króna eru ætlaðar
til þess liðar en ekki gerð tillaga
um skiptingu fjárins að svo
Erfið Qárhagsstaða Völsungs til umræðu
í Bæjarstjórn Húsavíkur:
Lánveiting til
félagsins samþykkt
Málefni íþróttafélagsins Völs-
ungs komu til umræðu á fundi
Bæjarstjórnar Húsavíkur í
gær. Nefnd hefur verið skipuð
af bæjarráði til samninga við
félagið og gert hefur verið
uppkast af rekstrar- og sam-
starfssamningi. Samningum er
ekki lokið en í kvöld er fyrir-
hugaður fundur nefndarinnar
með forsvarsmönnum Völs-
ungs.
Ljóst er að Völsungur á við
fjárhagsvandræði að stríða og á
fundi bæjarstjórnar í gær, var
samþykkt ineð 7 atkvæðum, sam-
þykkt frá bæjarráði um að bæjar-
sjóður veitti ÍFV lán að fjárhæð
1,2 milljón króna, sem falli í
gjalddaga 5. apríl.
Kristján Ásgeirsson bar fram
tillögu þess efnis, að málinu yrði
vísaö aftur til bæjarráðs til frek-
ari skoðunar, ásamt málinu í
heild en sú tillaga var felld.
Tryggvi Finnsson sagði Ijóst að
þó þessi lánsheimild væri sam-
þykkt, þyrfti að gera eitthvað
betur við félagið. IM
stöddu. Nokkur verkefni eru þó
bundin fyrri ákvörðunum, t.d.
munu 67,2 milljónir renna til
VMA og 14,5 millj. til FSA. Fá
eru ótalin framlög til að Ijúka
byggingu dagvista í Þverholti og
til þjónustukjarnans í Víðilundi.
Ljóst er að kostnaður verður
vegna undirbúnings og byrjunar-
framkvæmda við nýja slökkvi-
stöð nálægt Akureyrarflugvelli.
Rekstrargjöld bæjarsjóðs eru
áætluð 918,3 milljónir króna,
eins og áður sagði, eftir að fjár-
magnsgjöld hafa verið dregin frá
og tillit tekið til breytinga á
útgjaldahlið áætlunarinnar.
Gjaldfærð fjárfesting var upp-
haflega áætluð 67 millj. kr. en við
endurskoðun var sú tala hækkuð
í 88 rúmar milljónir. 31. desem-
ber var bókfærður kostnaður
orðinn 101,5 milljónir króna,
rúmar 13 milljónir umfram áætl-
un, en orsök þess er að gatna-
gerðargjökl stóðust ekki áætlun
og að kostnaður varð meiri en
ráðgert var við gatna- og holræsa-
gerð. Nánar verður gerð grein
fyrir frunivarpinu síðar í Degi
ásamt framsöguræðu bæjar-
stjóra. EHB
.#4* íi
Fokið í flest skjól.
Mvnil: KL
Akureyrarbær, þrotabú Híbýlis og Helgamagrastræti 53:
Deilan verður lögð fyrir skiptarétt
- margar fyrirspurnir á fyrsta skiptafundinum
Loðnuveiðarnar:
Engiim bátur
til norð-
lenskra hafha
Loðnumiðin eru í grennd
við Hvalbak þessa dagana
og fara loðnubátarnir því
inn á hafnir á Austfjörðum
og til Vestniannaeyja. I>á
landaði einn heimabátur á
Akranesi en enginn bátur
hefur látið sjá sig í norð-
lenskum höfnum.
Þær upplýsingar fengust hjá
Loðnunefnd í gær að ekki
hefði verið landað loðnu á
Norðurlandi síðan í síðustu
viku, eða síðan Örninn land-
aði 19. janúar. Loðnu-
verksmiðjur norðanlands eru
þvf að verða hráefnislitlar og
forsvarsmenn þeirra óska þess
væntanlega að miðin færist
norðar á nýjan leik.
Rannsóknaskipiö Bjarni
Sæmundsson hefur verið við
bryggju á Akureyri en leið-
angursmenn voru m.a. að leita
að loðnu upp með Austfjörð-
unum, cn ekki er Ijóst á þess-
ari stundu hvort miðin séu að
færast norður á bóginn. SS
Nokkrir kröfuhafar í þrotabú
Híbýlis hf. og fulltrúar þeirra
mótmæltu afstöðu bústjóra til
krafna á fyrsta skiptafundi í
búinu í gær. Ásgeir Pétur
Ásgeirsson, skiptaráðandi,
svaraði fyrirspurnum og skráði
bókanir en annar fundur verð-
ur haldinn fljótlega.
í skýrslu bústjórans, Brynjólfs
Kjartanssonar hrl., segir m.a. að
krafa sé gerð vegna vanefnda
Híbýlis vegna verks við FSA, en
þrotabúið eigi eina milljón króna
útistandandi vegna íbúðabygg-
inga við Víðilund. Verksamningi
vegna sundlaugar í Glerárhverfi
hafi verið slitið án greiðslu til
búsins og án kröfu bæjarsjóðs
vegna verksamningsslita. I
Helgamagrastræti 53 er deilt um
eignarrétt að framkvæmdum að
upphæð rúmar 28 milljónir
króna. Byggingin hafi verið
afhent Akureyrarbæ í bili til að
firra tjóni en ákveðið að leggja
deiluna undir skiptarétt. Tapi
Akureyrarbær málinu mun hann
kaupa umræddan eignarhluta af
búinu með fyrirfram ákveðnum
skilmálum; 70% útborgun á
árinu og eftirstöðvar með
skuldabréfi til 5 ára.
Aðrar eignir búsins munu flest-
ar veðsettar. Nokkuð hefur þegar
verið selt, en afgangurinn fer á
uppboð 10. febrúar.
Á fundinum voru gerðar all-
margar fyrirspurnir til skiptaráð-
anda. Árni Pálsson lögmaður
gerði fyrirspurn um hvort ekki
Flugmálaáætlun:
Húsavíkurflugvöllur í fvrsta flokk
- burðarþol athugað og völlurinn lengdur í 1800 metra
Þingsályktunartillaga um
fjögurra ára flugmálaáætlun
var lögð fram á Alþingi sl.
mánudag. í þessari flugmála-
áætlun er gert ráð fyrir að
Húsavíkurvöllur færist upp úr
öðrum flokki og í fyrsta flokk
flugvalla, en það er brautar-
lengd sem ræður flokkun
þeirra samkvæmt alþjóðlegum
staðli. Gert er ráð fyrir fjög-
urra milljóna króna fjárveitingu
til Húsavíkurflugvallar á þessu
ári, til undirbúnings lengingar
vallarins um 300 m. Brautin er
nú 1500 m en á að lengjast til
suðurs og verður 1800 m að
þessum áfanga loknum.
Burðarþolsrannsóknir þurfa að
fara fram á vellinum. Áð sögn
Jóhanns H. Jónssonar, hjá Flug-
málastjórn, er Aðaldalshraun
ákaflega gróft og í því geta leynst
gjótur og hraunhellar neðanjarð-
ar. Pó völlurinn beri vel þær vélar
sem á honum lenda í dag, treysta
menn ekki að völlurinn haldi 80-
100 tonna þotu, því eru líkur á að
styrkja þurfi völlinn verulega til
að hann geti þjónað slíku flugi.
Burðargeta vallarins verður því
fyrst athuguð með borunum, og
ef afgangur verður af þessari
fjögurra milljóna króna fjárvcit-
ingu verður hafist handa við leng-
ingu vallarins.
Fjárveiting til gerðar slitlags á
Húsavíkurvöll er ekki inni á þcss-
ari fjögurra ára áætlun, og ekki
heldur áform um lagningu bund-
ins slitlags á plön við flugstöðina.
Á Egilsstöðum er verið að
byggja nýjan flugvöll. Fyrirhugað
er að Ijúka byggingu vallarins
síðari hluta árs 1991 eða fyrri
hluta árs 1992. Þar er um að ræða
2000 m langa braut, en síðan ligg-
ur fyrir samþykkt ríkisstjórnar
um að lengja völlinn upp í 2700
m. Fjárveitingar í það verkefni
eru á áætlun fyrir árin 1992 og
1993. Reiknað er með að bundið
slitlag verði lagt á völlinn. IM
væri búið að afmá einhliða yfir-
lýsingu Akureyrarbæjar frá
fcbrúar 1989 varðandi eignar-
heimild að Helgamagrastræti 53
úr vcðmálabókum, en hann taldi
nauðsynlegt að ógilda yfirlýsing-
una. Hreinn Pálsson, lögmaður
Akureyrarbæjar, benti á að yfir-
lýsing þessi hefði legið mánuðum
saman hjá þinglýsingardómara,
óafgreidd. Taldi hann ekki rétt
að afmá hana.
Haukur Haraldsson mótmælti
því að kröfu teiknistofu sinnar að
upphæð 5,4 milljónir króna væri
hafnað af bústjóra.
Oddur Halldórsson frá Blikk-
rás hf. spurðist fyrir um hvers
vegna verkstæðisbygging Híbýlis
að Óseyri hefði ekki verið inn-
sigluð um leið og gjaldþroti var
lýst yfir og vinna hefði haldið þar
áfram. Einnig spurði hann um
hvað orðið hefði af flísum sem
skilað var á byggingarstað í sund-
lauginni og hvort ekki stæði til að
rifta ýmsum greiðslum sem inntar
voru af hendi síðustu dagana fyr-
ir gjaldþrot.
Skiptaráðandi taldi ekki nauð-
synlegt að innsigla verkstæðið
eftir að hafa skoðað það, þar
hefðu aðallega verið trésmíðavél-
ar, komnar til ára sinna.
Á fundinum kom fram að
þrotabúið myndi höfða riftun-
armál í þeim tilvikum að grunur
léki á að skuldareigendum hefði
verið mismunað fyrir gjaldþrotið.
Slíkt yrði að ineta sérstaklega í
hverju tilviki. EHB