Dagur - 24.01.1990, Síða 3

Dagur - 24.01.1990, Síða 3
fréffir Miðvikudagur 24. janúar 1990 - DAGUR - 3 r- Bæjarstjórnarkosningar á Sauðárkróki: Undirbúningur að komast á fuilt - ekki eitt einasta prófkjör Undirbúningur vegna bæjar- stjórnarkosninga á Sauðár- króki er nú hafínn eða að hefj- ast hjá þeim flokkum sem þar bjóða fram. Ekki virðast próf- kjörin vera vinsæl meðal flokksfélaganna, heldur er ein- göngu um uppstillingar að ræða. Búast má við einhverj- um breytingum en á þcssari stundu er ekki Ijóst hverjar þær verða. Alþýðuflokkur Alþýðuflokksmenn munu ekki efna til prófkjörs eða skoðana- könnunar heldur mun uppstill- ingarnefnd stilla nöfnum upp á lista. Ekki er húist við neinum teljandi breytingum á listanum frá síðustu kosningum að sögn Péturs Valdimarssonar formanns Alþýðuflokksfélags Sauðár- króks. Hann sagði að fólk væri ánægt með hlutina eins og þeir væru í dag og því væri ekki stefnt að neinunt meiriháttar breyting- um. Björn Sigurbjörnsson skóla- stjóri Gagnfræðaskólans situr nú í bæjarstjórn sem fulltrúi Alþýðuflokksins og sagði hann í samtali við Dag að ekkert væri ákveðið unt það hvort hann gæfi kost á sér til áfranthaldandi setu í bæjarstjórninni. Það yrði ákveð- ið síðar í mánuðinum. Framsóknarflokkur Framsóknarmenn munu heldur Magnús Sigurjónsson, Framsóknar- flokki. Jón E. Friðriksson, F'ramsóknar- flokki. Pétur Pétursson, Framsóknar- flokki. IJjörn Sigurbjörnsson, Alþýðu- flokki. Hörður Ingimarsson, K-lista. ekki verða nteð prófkjör eða skoðanakönnun. Par mun sér- stök uppstillingarnefnd gera til- lögur um menn í sæti. Álit nefnd- arinnar fer svo inn á borð trúnað- arráðs sem samþykkja þarf upp- stillinguna til að hún nái fram að ganga. Að sögn Sighvatar Torfa- sonar er stefnt að því að búið verði að raða endanlega niður um miðjan næsta mánuð. Ekki er Ijóst hvort núverandi bæjarfulltrúar munu gefa kost á sér áfram en þeir eru þrír talsins: Magnús Sigurjónsson, Jón E. Friðriksson og Pétur Pétursson. Það munu þeir ákveða í samráði við sfna flokksfélaga. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðismenn telja ekki grund- völl fyrir prófkjöri innan sinna raða og því var uppstillingar- nefnd kosin og situr hún nú að störfum. Hún skilar svo af sér til fulltrúaráðsins sem hafnar eða samþykkir uppstillingu nefndar- innar. Vigfús Vigfússon tjáði Degi að þessu verki yrði hraðað sent kost- ur væri. Hann bjóst við einhverj- um breytingum en þær yrðu ekki stórvægilegar. Þorbjörn Árnason lét af störfum í bæjarstjórn á síð- asta ári vegna anna í starfi og Ijóst að hann mun ekki taka þátt í komandi kosningabaráttu. Árni Egilsson tók sæti hans. Vigfús sagði að ekki kæmist á hreint hvort að núverandi full- trúar flokksins í bæjarstjórn gæfu kost á sér áfram fyrr en uppstill- ingarnefnd hefði lokið störfum sínum. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagsfólk er þessa stundina með uppstillingarnefnd í gangi og mun hún skila af sér innan skamms. Ekki reyndist áhugi á prófkjöri innan þeirra raða og sagði Sveinn Allan Morthens í samtali við Dag að menn hefðu ekki séð ástæðu til þess því enginn ágreiningur væri um listann. Sveinn bjóst ekki við stórkostlegum breytingum á list- anum frá síðustu kosningum en þær yrðu sjálfsagt einhverjar. Anna Kristín Gunnarsdóttir, Al- þýöuhandalagi. Hann sagði að Anna Kristín Gunnarsdóttir sem nú situr í bæjarstjórn fyrir Alþýðubanda- lagið muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu þar. K-listi óháðra K-listinn á nú einn fulltrúa í bæjarstjórn, Hörð Ingimarsson. Hörður sagði að þeir K-lista- menn væru nú að skoða málin og ekkert kæmist á hreint fyrr en í næsta mánuði. Hann sagðist ekki vilja gefa neitt út unt það hvort hann yröi áfram í baráttunni en ntikil breidd væri innan hópsins og búast mætti við K-listanum sterkum til leiks. kj Árni Egilsson, Sjálfstæöisflokki. Aðalheiöur Arnórsdóttir, Sjálf- stæðisflokki. Knútur Aadnegard, Sjálfstæðis- flokki. Bújörð til leigu Góður kvóti. Upplýsingar í síma 96-26707. Þorrafagnaður Laugardaginn 27. janúar nk. gengst Styrktarfé- lag vangefinna á Norðurlandi fyrir hinum árlega Þorrafagnaði í Lundarskólanum. Borðhaldið hefst kl. 18.00 og eru allir þroska- heftir boðnir sérstaklega velkomnir. Stjórn S.V.N. SKIPULAG RÍKISINS IAUGAVEGI16ó, 105 REYKJAVlK - S. 29344 AUGLÝSING um svæðisskipulag Eyjafjarðar 1989-2009. Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að svæðis- skipulagi Eyjafjarðar 1989-2009. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi og fyrir- hugaða byggð á skipulagstímabilinu í þeim sveitar- félögum við Eyjafjörð sem aðild eiga að samvinnu- nefnd um svæðisskipulag. Svæðisskipulagstillagan nær ekki til Glæsibæjarhrepps, þar sem hann á ekki aðild að samvinnunefndinni. Landnotkun þar er engu að síður sýnd til samræmis. Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1989-2009 ásamt greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis frá 24. janúar til 7. mars nk. og er öllum heimilt að skoða hana á þeim sýningarstað sem þeir kjósa. Oddvitar veita upplýsingar um opnunartíma, þar sem ekki er opið á venjulegum skrifstofutíma. Sýningarstaðir eru: 1. Dalvík, bæjarskrifstofur, Ráðhúsi Dalvíkur. 2. Svarfaðardalshreppur, hreppsskrifstofur, Húsa- bakka. 3. Árskógshreppur, hreppsskrifstofur, Melbrún 2. 4. Arnarneshreppur, kaffistofa fiskverkunarinnar, Hjalteyri. 5. Skriðuhreppur, hjá oddvitanum að Öxnhóli. 6. Öxnadalshreppur, samkomuhúsinu hjá Þverá. 7. Akureyri, bæjarskrifstofur, Geislagötu 9. 8. Hrafnagilshreppur, skrifstofur hreppanna, Syðra-Laugalandi. 9. Saurbæjarhreppur, skrifstofur hreppanna, Syðra-Laugalandi. 10. Öngulsstaðahreppur, skrifstofur hreppanna, Syðra-Laugalandi. 11. Svalbarðsstrandarhreppur, Samvinnubankan- um, Svalbarðseyri. 12. Grýtubakkahreppur, hreppsskrifstofur, Gamla skólahúsinu. 13. Hálshreppur, þingstað hreppsins að Skógum. 14. Skipulag ríkisins, Glerárgötu 30, Akureyri. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila á einhverjum framangreindra staða fyrir 21. mars 1990 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Samvinnunefnd um skipulagsmál Eyjafjarðar. Skipulagsstjóri ríkisins. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.