Dagur - 24.01.1990, Page 4

Dagur - 24.01.1990, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 24. janúar 1990 ÚTGEFANDl: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ríkisstjómin taki þátt í að leysa vandann Gríðarlegir erfiðleikar steðja að atvinnulífinu á Þórshöfn. Greiðslustöðvunartímabil Útgerðar- félags Norður-Þingeyinga rennur út um mán- aðamótin og enn hefur engin lausn fundist á rekstrarvanda fyrirtækisins. Ljóst er að vandinn verður ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar. Skuldir Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga vegna frystitogara fyrirtækisins, Stakfellsins, eru tæpar 500 milljónir króna, rúmum 100 millj- ónum króna hærri en líklegt söluverðmæti skipsins. Til þess að hægt sé að reka skipið er talið að skuldir þyrftu að lækka um 200-250 milljónir króna. í fljótu bragði virðist um tvær leiðir að velja: Annars vegar að lækka skuldir fyrirtækisins um fyrrnefnda tölu og hins vegar að skipta á Stak- fellinu og ódýrara skipi. í því sambandi hefur helst verið rætt um ísfisktogara, en ýmsum vandkvæðum er bundið að koma höndum yfir slíkt skip nú og því er sú lausn talin fjarlæg. Haft var eftir Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigðisráð- herra og 1. þingmanni Norðurlandskjördæmis eystra, í Degi í gær, að ef sú leið yrði farin að lækka skuldir væri um að ræða vanda upp á 200 milljónir. Heimamenn hefðu rætt um að safna hlutafé að upphæð allt að 50 milljónum króna og rætt hefði verið um að semja við kröfuhafa upp á aðrar 50 milljónir. Þær 100 milljónir sem upp á vantaði þyrftu að koma annars staðar frá, vænt- anlega fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins. Það hefur þegar komið fram að Byggðastofn- un hefur ekki bolmagn til að leysa vanda Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga nema fá til þess sérstaka fjárveitingu. Ríkisstjórnin verður því að hafa bein afskipti af rekstrarvanda Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga, eigi að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækisins og þar með að Stakfellið verði hugsanlega selt burt úr byggðarlaginu. Vart þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall missir Stakfellsins yrði fyrir Þórshafnarbúa. Atvinnulíf á staðnum yrði í lamasessi og fólksflótti blasti við. Það er áhyggjuefni hve víða erfiðleikar steðja að atvinnulífi í Norðurlandskjördæmi eystra. Rekstrarvandi Útgerðarfélags Norður-Þingey- inga er því miður ekkert einsdæmi. Presthóla- hreppur á við verulegan fjárhagsvanda að stríða enda hefur atvinnulíf á Kópaskeri og nágrenni orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru síðustu misseri. Sömu sögu er að segja af atvinnulífi víð- ar í kjördæminu. Ríkisstjórninni er skylt að láta vanda þessara byggðarlaga til sín taka og leggja sitt af mörkum til þess að hann megi leysa á farsælan hátt. BB. Alþingismaðurmn og 130 þúsund lífeyrissjóðir Snemma í desembermánuði s.l. birtist í Degi grein eftir undirritaðan scrn nefndist „Lífeyrissjóðirnir og banka- bókin góða.“ Þar var tekinn til meðferðar sá málflutningur sem staðið hefur undanfarin misseri, að hagstæðara sé að leggja lífeyrissparnað inn á bankabók í stað aúverandi líf- eyriskerfis. Var varpað fram spurningum um hver ætti að annast innheimtu í bankabókina, hvaðan viðbótar- lífeyrir vegna fráfalls eða örorku ætti að koma og hvað ef eigandi bókar yrði eltlri en bókin gerði ráð fyrir. Rætt var nokkuð um grund- vallaratriði varðandi samhjálpar- hugtakið þegar fráföll verða í fjölskyldum og í þessu samhengi rætt lítillega um hugtökin sér- hyggju annarsvegar og samhjálp og mannúð hinsvegar. Þá var í stuttri málsgrein nefnd þings- ályktunartillaga sem liggur fyrir Alþingi um eigin eftirlaunasjóði einstaklinga (bankabók) sem kæmi í stað núverandi lífeyris- kerfis. Þetta litla innskot varð svo til þess að nokkrum dögum síðar birtist grein eftir Guðna Ágústs- son alþm. þar sem hann segist vera að svara grein minni. A.m.k. á tveimur stöðum ber hann mér á brýn að ég hafi ekki lesið það sem ég gerði að umtals- efni eða að ég sé jafnvel ekki læs. Ég ætla að lofa Guðna að vera einurn á þessu lága plani en held mig við efnisatriði. Áðalatriði málsins er þetta: Bankabókarhugmyndin ber ekk- ert nýtt í sér og bætir í engu þá galla sem eru á núverandi lífeyr- iskerfi. Sparnaður á bækur og fjárfesting í verðtryggðum papp- íruni er engin nýjung. Það er heldur engin nýjung að slíkur sparnaður erfist. Þarna er verið að nurla saman og spara til elliára eins og fólk hefur gert eftir mætti gegn um ár og aldir. En kemur ekki í stað þeirrar samhjálpar sem í lífeyriskerfinu felst. Guðni segir mig rangfæra hug- myndir sínar þegar hann tekur upp úr grein minni orðrétt: „. . . en ekki leggja neitt af mörkum með þessum sparnaði til samhjálpar.“ Reyndar staðfestir hann sjálfur síðar í grein sinni að ég hafi rétt fyrir mér, því að hugmynd hans er sú að það sem komi í stað áhættulífeyrisins í núverandi kerfi eigi að berast uppi af almennri skattheimtu í raun. Greinilega var óþægileg spurning mín um það hvað yrði ef gamall maður yrði eldri en bankabókin hans góða gerði ráð fyrir. Niður- staða Guðna er þó helst sú að þá eigi lífeyririnn eingöngu að greið- ast með aukinni skattheimtu - þ.e. að bæta því á almannatrygg- ingakerfið. Hugmynd Guðna um að 8% af iðgjaldinu fari inn á sparnaðar- reikning o.g 2% í örorkusjóð til- heyrandi almannatryggingakerf- inu má alvegt eins kalla 8% þvingaðan sparnað inn á bók og 2% skattlagningu til almanna- trygginganna. Áunninn viðbótar- lífeyrir sem svaraði til áhættulíf- eyris yrði ekki til staðar - en það er ekki síst hann sem gefur lífeyr- iskerfinu gildi. Fullyrðing Guðna og annarra þeirra sem eru á sérhyggjulín- unni í lífeyrismálum, um lítinn sem engan rekstrarkostnað hins nýja kerfis stenst engan veginn. Það sýnir reyndar, þó svo hann tali um þung viðurlög við því að skila ekki inn á reikninga er frá- leitt aö ætla að innheimta gangi snurðulaust. Hún gerir það ekki nú og mun ekki gera það þó breytt verði um. Þvert á móti stóreykst hættan á undandrætti atvinnurekenda - ekki síst vegna þess hve skila þarf í marga staði. Að ætla skattstofum landsins að gera þarna einfaldan samanburð einu sinni á ári og haida því fram að sú vinna fengist án endur- gjalds er barnaskapur. Ég full- yrði að reksturskostnaður hins nýja kerfis yrði ekki minni en hann er nú. Guðni nefnir að fólk tapi líf- eyrisréttindum. Því miður er það til en það er í langflestum tilvik- um vegna þess að atvinnurekandi hefur ekki staðið skil á iðgjöld- um. Og hvernig á svo að rök- styðja að vanskil myndu minnka við alla þá fjölgun innheimtuað- ila sem ætlað er. Einhversstaðar yrði örugglega að halda utan um að peningarnir skili sér í bækurn- ar góðu og yrði það þó sennilega lítt framkvæmanlegt þar sem sjóðirnir væru þá orðnir 130 þús- und eða jafnmargir launþegum landsins! Fjárhagsleg trygging ævi- kvöldsins og þeirra sem verða fyrir áföllum á lífsleiðinni s.s. makamissi og örorku gerist nú með þrennum hætti einkum: 1. Grunnlífeyri frá Trygginga- stofnun þar sem allir sitja við sama borð. 2. Greiðslum úr lífeyrissjóðum, þar sem hver fær í hlutfalli við iðgjöld sem hann hefur greitt til sjóðsins. 3. Sparnaði og frjálsum trygging- um. Það er af hinu góða að efnis- legar umræður og rökræður eigi sér stað um þessi mál. En hvergi hef ég séð færð rök fyrir því að skynsamlegt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi í grund- vallaratriðum. Hins vegar er þar mörg verk að vinna við endur- bætur og lagfæringar. Má þar nefna óeðlileg áhrif tekjutrygg- ingar á lífeyrisgreiðslur; tvískött- un, þ.e. þegar tekna er aflað og svo aftur þegar lífeyrir er látinn mynda stofn til skatts svo og að koma í gegn rammalöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. Þessu til viðbótar er margt s.s. jöfnun líf- eyrisréttar og fækkun sjóða, með því t.d. að koma á öflugum landshlutasjóðum þar sem flestir - helst allir - launþegar greiddu til sama svæðissjóðsins. Margt fleira mætti nefna. Ekki skal hér efast um góðan vilja Guðna Ágústssonar og þeirra félaga um að láta gott af sér leiða í þessum efnum. Ég efast heldur ekki um að þeir gætu leitað sér leiðsagnar og góðra ráða hjá fjöl- mörgum sem þekkja til þessara mála. Reyndar efast ég ekki heldur um að við nánari athugun komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra sé að leita lausna eftir leiðum samhjálpar og mannúðar í stað einstaklings- og sérhyggju. Af því höfum við nóg nú þegar. En niðurstaðan hlýtur að verða sú að skynsamlegra sé að fækka sjóðunum en að fjölga þeim í 130 þúsund. Jón Karlsson. Höfundur cr for.stööumaður Lífcyrissjóðs stctt- arfclaga í Skagafirdi. [rmg Licrin Lítúymsjöds Lkagafíröí Jón l;reín i Dag 5. f Nögmnni J.»t- bankahökín I ð <m»at> hvort Indwi ekki hirt ' lcsa þá þings* ftann gcrir aö I|)á hitt ad h.mn Piuptiytnlnnar. j >irtar greinarnar I Trcmcimingiirnir Ilokkmmi hugsu jcigín cftíriaunii* jmd. |‘»f ícvt§t;trls cign* lilingnr cigin eftir- r i uimjdn hanka, L? cúa J’ufírid iiÁiLi \iía hlottd tilskihn T'tirtaunareíkning- Vi ctnstakiingi út greitkt idgjaki [.’Hnm lamtiiickj' I ?« og teíbniiðttm j'rra tem sjáH* » itkstur stunda. |u skiptingvt hjá lem slumla sjátf- T kstur. skuin 6% f urekanda cn 4% er ióni Karlssyni svarað I tisjöðanna og tdja aö bæði söfnunar|>a*it» cftírlau«annu og trvggingnrjwtti llTcyríss|oöanna verdi hctur Ixtrgid á cftír cn áöur. Hvttrs vcgna er ýmsum |xún» vcm lifcyrtJWjóöunum stjörna «vo mikilvægt að rangfaira hugmynd- ímar scm nu itggja fyrir Al^ngi og revna eins «g lón Karlsson cerír. u»tm n?gi» „en ckkt lcggja .gyö bcssutn hieð tærí til samhjáipaj Jön íuiiyróir <»ö gleymt: fxíita svttír i Jön helur lcsiö þin l encki vp> r hann c J maðui : „Hvadan ú - Ixátarlffeyrir vegna og örorku sem nú <;» lífcyimjödumm» bantalífcyri?" Hét fnim á paö a<> flj hugsttöu fyrír þcssul fwtti » starfi hlcyrissl „Ennfremur spyr Jl gamall maöur vcröui j hankatxikm góöa fyrir?" JMta c» eíttl tnstrgir uúta tvar sér 3 sagl sv'tn svu, víð sutril ný'j a kerft myndi h v f <úg:a rníkla penitiga.il I tiI 20 mílljónir. cutstaf á slfba uppha'ö er efj skeri studduT «uk cilí’j heí ég hugicitt hvo,' tólk íia-r jívl uö veri\ lata t'ytgja þessu kcr jxutf» aídur fenet Sé' I Iramf&'tslu (tekjutry rfkínu. Ég víl svo ;»ö lokun Karíssyni fyrir f>aö aö1 umneöuna um þctta en auövitaö harma éy amli grejn hans vju.1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.