Dagur - 24.01.1990, Qupperneq 11
Miðvikudagur 24. janúar 1990 - DAGUR - 11
-I
íþróttir
Hafsteinn
ÍKA
Hafsteinn Jakobsson knatt-
spyrnumaður frá Ólafsfirði
hefur ákveðið að ganga til liðs
við Islandsmeistara KA í 1.
deildinni í knattspyrnu. Haf-
steinn, sem er 26 ára gamall,
hefur alltaf leikið með Leiftri
og á að baki 18 leiki í 1. deild
með félaginu.
Hafsteinn staðfesti í samtali
við Dag að hann hyggði á félaga-
skipti yfir í KA. „Það er reyndar
' ekki búið að skrifa undir félaga-
skiptin en það stefnir allt í að ég
skipti um félag."
Stefán Gunnlaugsson formað-
ur knattspyrnudeildar KA sagði
að þeim væri mikill fengur í að fá
Hafstein í sínar raðir. „Hann er
sterkur leikmaður og þar að auki
góður félagi þannig að við erum í
sjöunda himni með þessi félaga-
skipti."
Hafsteinn er mjög sterkur
miðjumaður og ætti að geta fyllt
vel í skarð Jóns Kristjánssonar,
sem hefur sem kunnugt er lagt
skóna á hilluna. Að santa skapi
er þetta missir fyrir Leiftursliðið
en Hafsteinn hefur verið lykil-
maður í liðinu undanfarin ár.
Hafsteinn er nú einn af bestu
mönnunum í KA-liðinu í blaki og
eiginkona hans, Birgitta Guð-
jónsdóttir, er einnig ein af lykil-
manneskjunum í kvennaliði KA í
blaki. Þau búa á Akureyri og það
hefur sjálfsagt átt sinn þátt í því
að Hafsteinn ákveður að leika
með KA-liðinu í knattspyrriunni.
Hafsteinn Jukobsson.
Halldór Áskelsson segist vera spenntur að fara til Belgíu.
Skíði:
íslandsgangan
hefst á laugardaginn
íslandsgangan í skíðagöngu fer
brátt í gang. Gangan saman-
stendur af fimm keppnum víðs-
vegar um land. Fyrsta gangan
fer fram á laugardaginn en það
er Skógargangan á Egilsstöð-
um og er hún 20 km. Skráning
fer fram í síma 97-11891 og 97-
11470.
A Egilsstöðum verða gengnir
20 km en einnig verður boðið
upp á 10,5 og 2,5 km hringi. Hér
er um að ræða trimmkeppni fyrir
almenning og eru verðlaun veitt
fyrir flokka kvenna ot karla 17-
34 ára, 35-49 ára og 50 ára og
eldri. Þaö er ÚÍA scm stendur að
Skógargöngunni.
Stig í Islandsgöngunni eru
aðeins reiknuð fyrir lengstu
gönguna á hverjum stað en í öll-
Knattspyrna:
Halldór til Lokeren
- „er spenntur að líta á aðstæður,“ segir hann
Belgíska knattspyrnuliðið
Lokeren hefur boðið Halldóri
Askelssyni að koma til félags-
ins og mun Halldór að öllum
líkindum halda utan á laugar-
daginn og dvelja hjá félaginu í
10 daga. Sama félag hafði
einnig áhuga á að fá Halldór til
sín í fyrra en þá liafði Akureyr-
ingiirinn ekki áhuga á að fara.
„Aðstæður hafa breyst hjá mér
síðan í fyrra þannig að ég hef
mikinn áhuga á aö fara og líta á
aðstæður hjá telaginu," sagði
Halldór í samtali við Dag. „Mér
skilst að Lokeren sé að selja ein-
hverja af útlendingum hjá sér og
og að stjórnin sé að stokka
eitthvað upp í leikmannamálum.
Það verður hins vegar bara að
ráðast hvort ég fell inn í þeirra
áætlanir en þetta er spennandi
dæmi og ég fer til Belgíu með
opnu hugarfari," bætti hann við.
Lokeren er nú unt miðja deild í
Belgíu en hefur staðið sig vel í
Bikarkeppninni og sló m.a. meist-
ara Mechelen út úr keppninni.
Liðið er skipað ungum leikmönn-
um og hefur staðið sig vonum
framar miðað við reynslu leik-
mannanna.
Ef Halldór fer til félagsins mun
að öllum líkindum verða gerður
leigusamningur við liann fram á
vor og ef báðum aðiium líkar
samstarfið verður geröur 2 ára
samningur viö drenginn.
„Þaö er auðvitað erfitt aö fara
þarna út alveg æfingalaus því ég
hef ekki spilaö alvöruleik síðan í
október. En þeir hringdu á laug-
ardaginn og vildu fá mig strax út
þannig það það verður aö láta
slag standa og vona að dæmið
gangi upp,“ sagði Halldór Ás-
kelsson.
Afmælishátíð Tindastóls:
Stjömuleikur á Króknum
- bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar mæta
Næstkomandi föstudag verður
stjörnuleikur í körfuholta á
Sauðárkróki í tilefni af 25 ára
afmæli körfuboltans þar í bæ.
Á leik Tindastóls og Hauka í
Úrvalsdeildinni um daginn
völdu áhorfendur sitt eigið
stjörnulið sem þeir óskuðu eft-
ir að kæmi og léki við heima-
menn á þessum tímamótum.
Þátttakan í kjörinu var mjög
góð og skiluðu næstum allir seðl-
unum útfylltum að leik loknum.
Þeir tíu sem áhorfendur völdu
eru: Teitur Örlygsson og ísak
Tómasson Njarðvík, Axel Niku-
lásson, Páll Kolbeinsson og
Guðni Guðnason KR, Sigurður
Verða Völsungar ekki með?
Órói á Húsavík
Á fundi í kvöld á Húsavík
verður e.t.v. ákveðið hvort
Völsungar senda lið til
keppni í 3. deildinni í knatt-
spyrnu næsta sumar. Mikill
órói hefur verið í knatt-
spyrnumálum í bænurn eftir
að liðið féll niður í 3. deild og
hafa menn ekki verið sam-
mála um til hvaða aðgerða á
að grípa til að rífa upp starfið
í knattspyrnunni.
Frestur til að tilkynna þátt-
töku í íslandsmótinu í knatt-
spyrnu rann út á laugardaginn
og staðfesti Gísli Gíslason
starfsmaður KSÍ að Völsungar
hefðu ekki sent inn þátttöku-
tilkynningu. Einnig kvaðst hann
ekki hafa hcyrt neitt frá
Húsvíkingunum en tók það þó
fram aö oft væru liö sein á sér
að skila og væri ekki hundraö í
hættunni þótt tilkynning bærist
ekki fyrr en í lok þessarar viku.
Ingólfur Freysson formaður
Völsungs og Ævar Ákason for-
rnaður knattspyrnudeildarinnar
kváðust ekki vilja tjá sig neitt
um þctta ntál enda væri það á
viðkvæmu stigi. Þó kvaðst Ævar
vera búinn að senda inn þátt-
tökutilkynningu til KSÍ fyrir alla
flokka.
Samkvæmt heimildum Dags
var hugmyndin um að scnda
ekki meistaraflokk til keppni á
næsta keppnistímabili, en ein-
beita sér þess í stað að starfsemi
yngri flokkanna, rædd af fullri
alvöru innan félagsins. Ekki
voru allir sammála þessari hug-
mynd og bentu á að meistara-
flokkurinn væri andlit félagsins
út á við og það væri sá hópur
sem yngri strákarnir litu upp til.
Inn í þessa umræðu hafa
blandast samningaviðræður
ntilli Völsungs og bæjarfélagsins
um skiptingu kostnaðar vegna
starfsemi félagsins. Finnst
mörgurn Völsungum lítill skiln-
ingur ríkja hjá bæjaryfirvöldum
á uppeldishlutverki íþrótta-
félags en bærinn bendir á að á
tíntum samdráttar veröi allir að
sætta sig við tekjuskerðingu.
Ingimundarson og Guðjón
Skúlason ÍBK, Henning Henn-
ingsson og Pálmar Sigurösson
Haukum og Guðmundur Braga-
son Grindavík.
Einhver forföll verða líklega í
þessunt hópi en alls unt 20 leik-
menn komust á blað og því cr af
nógu að taka.
Samhliða leiknum verður gefiö
út sérstakt afmælisblað þar sent
'rakin er í stórum dráttum saga
körfuknattleiks á Sauðárkróki
allt frá árunum eftir 1960.
Á leikinn verður boðið mörg-
um góðum gestum eins og Koj-
beini Pálssyni formanni KKÍ,
gömlum leikmönnum og svo Ein-
ari Bollasyni sent stýra mun
stjörnuliðinu af sinni alkunnu
röggsemi. Það er því rík ástæða
fyrir Skagfirðinga að fjölmenna í
íþróttahúsið á föstudag og berja
augum bestu körfuknattleiks-
inenn landsins. kj
Bo fer heim:
Óvíst með
annan leikmann
Það er ákveðið að Bo Heiden
inun ekki leika meira nieð
Tindastólsliðinu í körfuknatt-
leik. Það var ákveðið á fundi á
niánudagskvöldið og mun Bo
halda til síns heima næstu
daga.
Að sögn Kristbjörns Bjarna-
sonar formanns körfuknattleiks-
deildar UMFl’ er ekki ljóst á
þessari stundu hvort annar út-
lendingur verður fenginn til að
fylla skarð Bo Heidens, en þau
mál eru í athugun. kj/AP
um göngunum er gefinn kostur á
styttri vegalengdum. Reglur og
nánari upplýsingar fást hjá skíða-
ráðum um land allt.
Fjaröargangan í Ólafsfirði fer
fram 17. fcbrúar. Lambagangan
á Akureyri fer frant 10. mars,
Bláfjallagangan í Reykjavík fer
fram 24. mars og Fossavatns-
gangan á Isafirði fer fram 5. maí.
Allar göngurnar er með hefð-
bundinni aðferð.
Einar Ólafsson frá ísafirði.
Staðan
1. deild
Valur
FH
Stjarnan
KR
ÍBV
ÍR
Víkingur
KA
Grótta
HK
12 10-1-
12 10-1-
12 7-2-
12
12
12
12
12
12
12
6-3'
4-3
4-2'
2- 3
3- 1
3-1
1-3
1 318:265 21
1 321:273 21
3 276:249 16
3 262:260 15
•5 284:280 11
■6 258:264 10
■7 266:284 7
■8 269:296 7
■8 246:281 7
■8 242:290 5
Markahæstu inenn:
Rrvnjur Harðarson Val 93/26
Sigurður Gunnarsson ÍBV 82/17
Magnús Sigurðsson HK 80/33
Gylfi Rirgisson Stj. 75/13
Hulldór Ingólfsson Gróttu 72/35
Sigurður B jarnason Stj. 69/12
Erlingur Kristjánsson KA 69/23
2. deild
Frain 12 11-1-0 298:244 23
Haukar 12 7-1-4 311:269 15
FH-b 12 7-0-5 288:299 14
UBK 12 6-0-6 262:264 12
Selfoss 12 5-2-5 273:284 12
Þór 11 4-3-4 259:253 11
Valur-b 10 5-0-5 237:229 10
ÍBK 12 4-1-7 255:264 9
UMFN 10 2-1-7 230:274 5
Árinann 11 1-1-9 222:271 3
2. deild kvenna
Selfoss 12 10-0-2 257:206 20
UMFA 12 7-0-5 227:207 14
ÍBV 10 6-1-3 191:185 13
ÍBK 10 5-1-4 187:166 11
ÍR 12 4-1-7 246:268 9
Þór 8 1-1-6 130:160 3
Þróttur 8 1-0-7 127:173 2