Dagur - 26.01.1990, Síða 1
73. árgangur
Akureyri, föstudagur 26. janúar 1990
18. tölubiaö
Venjulegir og demantsskornir B trúlofunarhringar Afgreíddir samdægurs
f GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI
„Eignir þeirra einstaklinga
sem eru 65 ára og eldri eru um
100 milljarðar, bæði í fasteign-
um og öðrum eignum. 3A þess-
ara verðmæta eru í eigu íbúa í
Reykjavík og á Reykjanesi.
Eðlilegt er að þetta fólk fái
sjálft að njóta þessara eigna á
efri árum og því er mikilvægt
að stefnumörkun í húsnæðis-
og lánamálum aldraðra taki
mið af þessum forsendum,“
segir í áliti nefndar um hús-
næðismál aldraðra sem skilaði
af sér til félagsmálaráðherra í
gær.
Nefndin var sammála um að
stórstígar framfarir hafi orðið á
húsnæðismálum aldraðra á síð-
astliðnum árum. I skýrslu sinni
bendir nefndin á sérstakan lána-
flokk til að auðvelda fólki, 60 ára
og eldri, að komast í sérhannaðar
þjónustuíbúðir, kaupleigukerfið,
húsbréfakerfið o.fl. Pó bendir
nefndin á að í of mörgum tilfell-
um hafi illa verið staðið að undir-
búningi framkvæmda, byggt hafi
verið of dýrt húsnæði, markmið í
öryggis- og þjónustumálum hafi
verið óljós, eignafyrirkomulag
íslensku bók-
menntaverðlaunin:
Bókin „Yfir
heiðanmorgim“
útnefiid
Frú Vigdís Finnbogadóttir,
forseti Islands, veitti í gær
Stefáni Herði Grímssyni ís-
lensku bókmenntaverðlaun-
in fyrr bók ársins 1989 „Yfir
heiðan morgun“.
Stefáni voru afltent verðr
launin í hófi í Reykjavík síð-
degis í gær. Formaöur dóm-
nefndar var Gylfi P. Gíslason
en aðrir nefndarmenn voru
Pétur Gunnarsson, Einar
Bjarnason, Snorri Jónsson og
Ástráður Eysteinsson.
Við sama tækifæri afhenti
Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, verölaun í sam-
keppni sem fram fór á vegum
Féiags íslenskra bókaútgef-
enda og menntamálaráðuneyt-
isins í grunnskólum landsins
um ritgerð, smásögu cða ljóð í
tilefni barnabókaviku og mál-
ræktarátaks 1989. Af þeim
fengu nokkur börn af Noröur-
landi verðlaun cn þau voru
Björn Vignir Sigurðsson
Laugabakkaskóla í Miðfirði,
Guðmundur Brynjar Guð-
mundsson grunnskólanum á
Blönduósi og Anna Pála
Sverrisdóttir úr sama skóla.
JÓH
Bílageymsla í Qölbýlishúsi við Hjallalund 18-22 á Akureyri innsigluð í gær:
„Ekki veijandi að nota þessa geymslu"
Jón Geir Ágústsson, bygginga-
fulltrúi Akureyrar, Tómas Búi
Böðvarsson, slökkviliðsstjóri,
og Valdimar Brynjólfsson,
heilbrigðisfulltrúi, innsigluðu í
gær bílageymslu fjölbýlishúss
númer 18-22 við Hjallalund á
Akureyri. Ástæða lokunarað-
gerðanna er að bílageymslan
uppfyllir ekki bygginga-, eld-
varna-, og heilbrigðisreglu-
gerðir. S.S. Byggir, bygginga-
verktaki hússins, óskaði í gær
með bréfi eftir því að leyfð yrði
lágmarks umferð um bíla-
geymsluna á meðan málum
væri komið í viðunandi horf.
Peir þremenningar innsigluðu
bílageymsluna kl. 14 í gær. Settir
voru niður tveir stórir steypu-
klumpar og á milii þeirra strengd-
ur aðvörunarspotti og keðja. Frá
steinunum var þannig gengið að
tveir íbúar í hjólastól í húsinu
gætu farið inn í geymsluna.
Fjöldi íbúa í blokkinni fylgdist
með aðgerðunum og sama má
segja um forsvarsmenn S.S.
Byggis.
Afgreiðslu á deiliskipulagi fyr-
ir Norðurgötu 55, 60 og 62 var
frestað á fundi skipulagsnefnd-
ar Akureyrarbæjar sl. mið-
vikudag og búist er við að
nefndin geri bókun um málið á
fundi í næstu viku.
Eins og Dagur skýrði frá sl.
Að aflokinni lokun bílageymsl-
unnar settust þremenningarnir á
rökstóla með forráðamönnum
S.S. Byggis, fulltrúum húsfélags-
ins í Hjallalundi 18-22 og fleir-
um. Engin niðurstaða fékkst á
fundinum, sem stóð í um klukku-
stund.
Valdiinar Brynjólfsson, heil-
brigðisfulltrúi, segir að loftræst-
ingu í bílageymslunni sé ábóta-
vant. „Þarna er verið að nota
óloftræsta geymslu og við teljum
að útblástur bifreiða sé það
hættulegur, sérstaklega hvað
varðar kolmonoxíð-mengun, að
það geti verið lífshættulegt að
vera þarna inni. Þess eru dæmi að
fólk hafi dáið af völdum slíkrar
mengunar. Mér finnst ekki verj-
andi að nota þessa geymslu og
setja íbúana með því í hættu. Við
töldum rétt að loka geymslunni
til þess að ýta á eftir að þessum
hlutum sé komið í lag,“ segir
Valdimar.
Hann segist ásamt slökkviliðs-
stjóra og byggingafulltrúa hafa
miðvikudag hafa komið fram
athugasemdir frá eigendunt húss
nr. 55 við Norðurgötu við deili-
skipulagstillöguna eins og hún
liggur nú fyrir. Skipulagsnefnd
tekur afstöðu til framkominna
athugasemda og frá nefndinni fer
málið til endanlegrar afgreiðslu í
bæjarstjórn. óþh
sent bréf dagsett 12. janúar til
húsfélagsins og S.S. Byggis þar
sem lagt var bann við notkun
bílageymslunnar. Hann sagði að
bréfinu hefði ekki verið sinnt og
bygginganefnd og heilbrigðis-
nefnd bæjarins hafi síðan þann
17. janúar samþykkt lokunarað-
gerðir. Daginn eftir segir Valdi-
mar að leitað hafi verið eftir því
„Við erum ekki búnir að
byggja húsið og verðum að fá
tíma til að klára það. Það er
erfitt að neita fólki um að fara
inn þegar húsið er komið þetta
langt,“ sagði Sigurður Sigurðs-
son, byggingameistari hjá S.S.
Byggi í gær.
Sigurður sagði það út af fyrir
sig gagnrýnisvert að íbúum skyldi
hleypt inn í húsið áður en öllum
öryggisþáttum, samkvæmt reglu-
gerð, væri fullnægt. „En það
verður þá að láta jafnt yfir alla
ganga í bænum. Sem dænii kom
fram á fundi okkar með slökkvi-
liðsstjóra, byggingafulltrúa og
heilbrigðisfulltrúa að meira að
segja bæjarskrifstofurnar væru
ekki löglegar sainkvæmt bruna-
reglugerð."
Sigurður segir að málum verði
vitaskuld komið á hreint um leið
og fyrir liggi blöð sem þurfi að
vinna eftir við uppsetningu loft-
ræstikerfis í bílageymsluna.
við bæjarfógeta að hann fylgdi
banninu eftir. Síðastliðinn mið-
vikudag kynnti fógeti bréflega að
hann teldi ekki ástæðu til harðra
aðgerða en benti jafnframt á að
viðkomandi embættismenn hefðu
heimild til að innsigla húsnæðið.
Sama dag var S.S. Byggi og húsfé-
laginu tilkynnt um lokunarað-
gerðirnar í gær. óþh
Hann segist ekki geta pantað
loftræstikerfi frá Reykjavík fyrr
en tilskilin plögg liggi fyrir. „Það
mun ekki standa á okkur að
koma þessu í samt lag þegar hægt
er,“ segir Sigurður. óþh
Sigurður Sigurðsson.
Norðurgötu-/Hagkaupsmálið:
Afgreitt frá skipu-
lagsnefnd í næstu viku
Sigurður Sigurðsson:
„Það verður að láta
jafiit yfír aJla ganga“
vandasamt og fjárhagsgrundvöll-
ur í molum.
Mikill meirihluti fólks yfir 65
ára aldri býr við góða eignastöðu.
Þetta fólk býr í eigin húsnæði,
skuldlitlu eða skuldlausu. Þó eiga
á sjötta þúsund einstaklingar á
þessum aldri ekki fasteignir og
margir þcirra búa við mjög
ótryggar aðstæður.
Áf þeim tillögum sem nefndin
leggur til varðandi húsnæðismál
aldraðra má nefna að fræðslu-
starfsemi um valkosti verði stór-
aukin, að ráðgjöf verði aukin fyr-
ir þá sem standa í byggingum fyr-
ir aídraða, að gerð verði könnun
á reynslu af eignaformi í íbúðum
í sambyggingum aldraðra og að
aukin áhersla verði lögð á aðgang
eldra fólks að heimaþjónustu,
dagvistun eða dægradvöl. JÓH
Frá innsiglun bílageymslunnar við Hjallalund í gær. Á innfelldu
myndinni sést innsigli slökkviliðsstjóra, heilbrigðisfulltrúa og
byggingafulltrúa Akureyrarbæjar. Myndir: kl
Húsnæðismál aldraðra:
Eignir fólks yfír 65 ára
aldri um 100 milljarðar
- stórstígar framfarir taldar hafa orðið í
húsnæðismálum aldraðra á síðustu árum