Dagur - 01.02.1990, Qupperneq 1
73. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 1. febrúar 1990
Raðsmíðaskipið:
Hleypur Ríkisábyrgða-
sjóður undir bagga?
Ríkisstjórnin mun að líkindum eða 40%, en 70 milljónir ætlar
funda um kaup Melevrar a
raðsmíðaskipi Slippstöðvar-
innar á Akureyri |)ar sem Ijóst
er að Landsbanki íslands ætlar
ekki að lána sem svarar 40% af
kaupverðinu. Þetta mál kom
ekki á borð ríkisst jórnarinnar í
gær en væntanlega verður
ríkisstjórnin að visa því til
sjóðsins ef hann á að lána til
kaupanna.
Kaupverð raðsmíðaskipsins er
350 milljcnir króna. Byggða-
stofnun hefur sern kunnugt er
ákveðiö að lána 140 milljónir.
Meleyri að fjármagna. Þá vantar
140 milljónir til viöhótar og er nú
reynt að finna aðila til að lána
fyrirtækinu þetta fé.
Að sögn Marðar Árnasonar,
upplýsingafulltrúa fjármálaráðu-
neytisins, var þetta mál ekki tek-
ið fyrir í ríkisstjórninni í gær þar
sem miklar annir voru í tengslum
við kjarasamninga. Búist er því
við að þetta mál komi til kasta
stjórnarinnar í dag og ræðst því
væntanlega þá hvort Ríkis-
ábyrgðasjóður fær ósk um lán-
veitingu. JÓH
Sleipmsmenn í
verkfall á ný
ferðir Norðurleiðar falla niður
Ihafi lært eitthvað síðan síðast.“
Sem fyrr leggjast ferðir Norð-
urleiðar milli Reykjavíkur og
Akureyrar niður vegna vinnu-
stöðvunarinnar. VG
Fjögurra daga verkfall félaga í
Bifrciðastjórafélaginu Sleipni
skall á á miðnætti. Þetta er í
annaö skipti á skömmum tíma
sem Sleipnismenn fara í vinnu
stöðvun til að knýja á um nýja
kjarasamninga.
Að sögn Magnúsar Guð-
mundssonar formanns félagsins
henti ekkert til þess í gær að
nokkuð gæti komið í veg fyrir
þessa vinnustöðvun. Boltann
sagði hann vera hjá viðsemjend-
um þeirra og ekki hefði orðið
vart við samningsvilja.
Magnús sagðist hafa nægan
mannskap í verkfallsvörslu en
vonaðist þó til að ekki þyrfti að
beita jafn mikilli hörku og síðast,
„ég vona að menn geri sér grein
fyrir að við erum í verkfalli og
Kjarasamninga-
viðræðurnar:
Hægagangur
í gær
Síðdegis í gær biðu samninga-
menn vinnuveitenda og full-
trúar vinnumarkaðarins í hús-
næði Sáttasemjara ríkisins eftir
að fundi ríkisstjórnar lyki, en á
honum átti að taka afstöðu til
ýmissa þátta er snerta þá
kjarasamninga sem til umræðu
hafa verið að undanförnu.
Það sem helst virtist standa í
stjórnarliðinu í gær voru niður-
greiðslur landbúnaðarafurða,
orlofsuppbót og desemberupp-
bót, en nokkur urgur var í sarnn-
ingamönnum vegna seinagangs-
ins. Menn voru þó ákveðnir í því
að semja ekki nema að fengnum
fullum tryggingum fyrir því að
gefin loforð stæðust. Samkvæmt
heimildum Dags gat allt eins orð-
ið bið á að gengið væri frá samn-
ingum, þar sem mikil vinna væri
eftir þó svar ríkisstjórnarinnar
yrði jákvætt. VG
Umferðin gekk nokkuð vel í „slahbinu“ á Akurcyri í gær. Þó varð allharður
árekstur á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Ökumenn bílanna tveggja sem
rákust saman sögðust báðir hafa verið á grænu Ijósi. Mynd: kl
Góður rækjuaflí
hjá Dalborgiimi
Togarinn Dalborg á Dalvík
koin inn til löndunar í gær með
24 tonn af rækju eftir tæplega
viku veiði. Þessi rækja vciddist
fyrir norðan land og svarar
þcssi farmur til fjögurra daga
vinnu í rækjuverksmiðju
Söltunarfélags Dalvíkur.
Dalborgin hefur verið á rækju
síöan um áramól. Togarinn hefur
landað síöustu þrjá miövikudaga
samtals 75 tonnum sem telst
mjög gott. Að sögn Kristjáns
Þórhallssonar, verkstjóra í
rækjuverksmiðjunni, telst aflinn í
síðasta túr mjög góöur þar sem
vonskuveður var á miðunum.
„Þetta er ágæt rækja, eiginlega
hvorki smá né stór. Viö sjóöum
liana, skelflettum og frystum og
sendum hana síðan að stórum
hluta til á innanlandsmarkað en
afgangurinn fer á Bretlandsmark-
að. Við crum búnir að selja það
sem við erum búnir aö vinna eftir
áramót og um helmingur hefur
l'arið á markað her innanlands.
Að vísu dregur úr eftirspui ninni
þegar markaðurinn fer að mett-
ast aftur," segir Kristján.
Dalborgin heldur til rækju-
veiða á ný í kvöld en afli skipsins
er eina hráefni rækjuverksmiðj-
unnar sem stendur. JÓH
Tillögur bankaráðs fslandsbanka kynntar á Akureyri í gær:
Kjarnaútibú við Skipagötu 14
- staða aðalútibússtjóra auglýst laus til umsóknar
Fulltrúar Islandsbanka hf.
komu til Akureyrar í gær og
héldu fund með starfsfólki úti-
búanna í bænum. A fundinum
voru kynntar tillögur sem
bankaráð íslandsbanka hafði
samþykkt varðandi skipan úti-
búa bankans á Akureyri og var
lögð áhersla á að kynna þessar
tillögur fyrir starfsfólkinu áður
en þær yrðu gerðar opinberar.
En í hverju eru þessar tillögur
fólgnar?
Dagur náði sambandi við full-
trúa Islandsbanka eftir fundinn í
gær, þau Kristján Oddsson, fram-
kvæmdastjóra afgreiðslu- og
fræðslumála, Brynju Halldórs-
dóttur, forstöðumann útibúa-
tengsla, Þórð Sverrisson. for-
stöðumann markaðsdeildar, svo
og Guðjón Steindórsson, einn af
útibússtjórum Islandsbanka.
í máli þeirra kom fram að aðal-
útibú íslandsbankans á Akureyri,
eða svokallað kjarnaútibú, verð-
ur við Skipagötu 14. Utibúið viö
Hafnarstræti 107 veröur samein-
að aðalútibúinu í vor og útibúið
við Geislagötu 14 verður samein-
að aðalútibúinu í haust. Jafn-
framt verður afgreiðslunni við
Hrísalund breytt í þjónustuútibú.
Húsnæði kjarnaútibúsins við
Skipagötu verður stækkað og í
tillögunum er ennfremur gert ráð
fyrir að staða útibússtjóra kjarna-
útibús íslandsbanka á Akureyri
verði nú þegar auglýst laus til
umsóknar, bæði innan bankans
og utan.
„Við munum gera viðskipta-
vinum okkar ítarlega grein fyrir
þessum breytingum áður en þær
koma til framkvæmda svo þeir fái
aðlögunartíma. Einnig munum
viö endurskoða útlit útibúanets
okkar á Akureyri í Ijósi nýrra
forsendna," sagði Þórður.
„Við hefjuni endurskipulagning-
una á Akureyri. Meö hagræöingu
erum við ekki að draga úr þjón-
ustu heldur ætlum við að bæta
hana,“ sagði Kristján.
Hann sagði að starfsfólk gömlu
bankanna hefði fengið vinnu í
íslandsbanka. Engum hefði verið
sagt upp cn hins vcgar hcfðu
nokkrir kosiö að hætta í kjölfar
skipulagsbreytinga. „Sumir
þurftu að sæta því að fara niöur í
titlum og flestir tóku því, ekki
allir,” sagði Kristján. SS
Óslax sendir 8,5 tonn af laxi erlendis:
Ennþá of lágt verð
miðað við kostnað
segir Ármann Þórðarson, stjórnarformaður
„Þetta gengur bærilega. Hins
vegar er ekki því aö leyna að
Iitil atvinna á Hofsósi þessa dagana
- allir togarar Skagfirðings að selja erlendis
Atvinnuástand er ekki gott á
Hofsósi þessa dagana, að sögn
Björns Níelssonar, hreppstjóra
Hofsóshrepps. Helstu ástæð-
urnar fyrir því eru þær að
togarar Skagfirðings hf. selja
nú hver af öðrum afla sinn í
Þýskalandi.
Skagfirðingur SK 4 seldi afla
sinn, samtals 119 tonn, í Bremer-
haven í gær. Heildarverðmæti
aflans var 11,4 milljónir, sem
þýðir að meðalverð á kg var
95,55 kr. Hegranes SK 2 seldi
afla í síðustu viku og í þeirri
næstu mun Skafti selja. Drangey,
togari Skjaldar hf.. á söludag 15.
febrúar.
Björn sagðist ekki vita um
ástæður fyrir þessum sölum ein-
mitt núna en þetta kæmi sér frek-
ar illa.
Nú er verið að vinna að gerð
sameiginlegrar fjárhagsáætlunar
fyrir Hofsós-, Fells- og
Hofshrepp, en þeir sameinast eft-
ir kosningarnar í vor.
Hofsósingar héldu sitt árlega
þorrablót um síðustu helgi og
sagði Björn það hafa heppnast
vel þrátt fyrir ófærðina, sem
Skagfirðingar láta sjaldnast slá
sig út af laginu. kj
það vantar meiri tekjur,“ segir
Armann Þórðarson, formaður
stjórnar fiskeldisstöðvarinnar
Óslax hf. í Ólafsfirði.
Óslax flutti nýverið út 8,5 tonn
af ferskum laxi til Frakklands og
Bandaríkjanna. Ármann segir að
enn sem komið er fáist of lágt
verð fyrir fiskinn ytra miðað við
kostnað innanlands.
„Það eru ekki á döfinni breyt-
ingar í rekstri. Við erum alltaf að
gæla við hafbeitina og sl. sumar
slepptum við út um 200 þúsund
sciðum. Við vonumst til að fá
dálítið mikið af fiskinum til baka
næsta sumar.“ óþh