Dagur - 01.02.1990, Side 3
í DAGS-ljósinu
Fimmtudagur 1. febrúar 1990 - DAGUR - 3
l
Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga á Dalvík að hefjast:
G-listinn líldega ekki með í slagnum
- þó ljóst að þrír listar verða boðnir fram
AUar líkur eru á að þrír listar
verði boðnir fram við bæjar-
stjórnarkosningarnar á Dalvík
26. maí nk., listi Framsóknar-
flokks, Sjálfstæðistlokks og
óháðra kjósenda og Iisti vinstri
manna, sambræðingur Alþýðu-
bandalagsfólks, Alþýðuflokks-
fólks og fleiri. A þessari
stundu bendir margt til þess að
G-Iistinn, sem síðast var boð-
inn fram í nafni Alþýðubanda-.
lags og annarra vinstri manna,
verði ekki boðinn fram, en
þess í stað sameiginlegur listi
vinstri manna með öðruin bók-
staf.
í bæjarstjórn Dalvíkur sitja sjö
fulltrúar. Eftir síðustu kosningar
var myndaður meirililuti Sjálf-
stæðismanna og óháðra kjósenda
og Alþýðubandalags og annarra
vinstri manna. Framsóknarflokk-
urinn hefur tvo bæjarfulltrúa í
minnihluta.
Alþýðubandalag og
aðrir vinstri menn
Listi Alþýðubandalags og ann-
arra vinstri manna hefur tvo full-
trúa í bæjarstjórn Dalvíkur, Jón
(Gunnarsson, framleiðslustjóra
hjá Sæplasti hf., sem skipaði ann-
að sæti í síðustu kosningum, og
Póru Rósu Geirsdóttur, kennara,
sem skipaði þriðja sætið. Svan-
fríður Inga Jónasdóttir var odda-
maður G-lístans í síðustu kosn-
inguni og varð síðán fyrsti vara-
forseti bæjarstjórnar. Hún lét af
störfum í bæjarstjórn er hún tók
að sér starf aðstoðarmanns Ólafs
Ragnars Grímssonar á haustdög-
um árið 1988. Þóra Rósa kom inn
,tsem aðalmaður í bæjarstjórn í
Hemtar stað.
I síðustu kosningum fékk G-
listinn 200 atkvæði.
Að undanförnu hefur verið
þreifað á sameiginlegu framboði
vinstri manna á Dalvík, sem byði
ekki fram undir listabókstafnum
G. Þessar þreifingar eru í fram-
haldi samþykktar Alþýðubanda-
lagsfélagsins á Dalvík um að
kanna möguleikan á sameigin-
legu framboði vinstri manna í
bænum. Unnið hefur verið að
málinu þessa viku og jafnvel
búist við línur skýrist um helgina.
Jón Gunnarsson var í síðustu
kosningum fulltrúi þess arms G-
listans sem telst „aðrir vinstri
menn“. Hann sagðist í samtali
við Dag ekki hafa gert það upp
við sig hvort hann gæfi áfram
kost ;á sér í bæjarstjórn. Hann
myndi gefa upp sína afstöðu þeg-
ar línur skýrðust betur með sam-
eiginlegt framboð vinstri manna í
næstu kosningum.
„Ég er ntjög tvístígandi. Ég er
tilbúin að víkja fyrir hverjum
sem er og yrði mjög glöð ef
áhugasamt fólk fengist til að hella
sér í slaginn. Hins vegar skorast
ég ekki undan ef mál æxluðust
þannig,“ segir Þóra Rósa Geirs-
dóttir.
Framsóknarflokkur
Framsóknarflokkurinn er í
minnihluta bæjarstjórnar Dalvík-
ur á þessu kjörtímabili. Fram-
sóknarmenn fengu 271 atkvæði í
síðustu kosningum og tvo menn
kjörna, Guðlaugu Björnsdóttur,
skrifstofumann og Valdimar
Bragason, útgerðarstjóra hjá
Útgerðarfélagi Dalvíkinga.
Uppstillingarnefnd hefur þegar
verið skipuð til að undirbúa
Guðlaug Björnsdóttir:
Ætla mér helst
að hætta
framboð flokksins í vor. Ekki
liggur fyrir hvenær þeirri vinnu
lýkur og niðurstöður liggja fyrir.
Guðlaug Björnsdóttir skipaði
fyrsta sæti á lista Framsóknar-
fiokksins í síðustu kosningum.
„Ég er enn að velta frantboði fyr-
ir mér en því er ekki að leyna að
ég ætla mér helst að hætta. Ég er
búin að vera tvö kjörtímabil í
þessu og þetta hefur gefið mér
mikið. Að sitja í bæjarstjórn er
mjög tímafrekt og ég gæti hugsað
mér að fara að nýta þann tíma til
annars."
Valdimar Bragason skipaöi
annað sæti á lista flokksins í síð-
ustu kosningum. Hann sagðist í
samtali við Dag vera til viðræðu
um áframhaldandi setu í bæjar-
stjórn ef flokksmenn kysu það.
„Éf ég verð var vjð einhvern
merkjanlegan áhuga á að ég gefi
áfram kost á mér mun ég gera
það."
Sjálfstæðisflokkur og
óháðir kjósendur
Sjálfstæðisflokkur og óháðir hafa
nú þrjá fulltrúa í bæjarstjórn
Dalvíkur, Trausta Þorsteinson,
fræðslustjóra, Ólaf Thoroddsen,
kennara, og Svanhildi Árnadótt-
ur, húsmóður. Svanhildur skip-
aði fimmta sæti listans í síðustu
kosningum en situr nú sem aðal-
maður fyrir Jón Þ. Baldvinsson,
sem er fyrsti varamaður D-listans
á yfirstandandi kjörtímabili.
Sjálfstæðismenn og óháðir kjós-
endur fengu flest atkvæði í síð-
ustu kosningum, 337.
Að sögn Friðriks Friðriksson-
ar, formanns uppstillingarnefnd-
ar, er undirbúningsvinna fyrir
kosningarnar varla komin af stað
en hann gerir ráð fyrir að hjólin
fari að snúast á næstu dögum.
Friðrik segir ákveðið að bjóða
fram á ný undir nafni Sjálfstæðis-
flokks og óháðra kjósenda og þá
sé víst að ekki fari fram prófkjör
fyrir kosningarnar. Friðrik segir
ennfremur að uppstillingarnefnd
sé falið að gera tillögu að lista,
sem síðan verði væntanlega borin
undir fund Sjálfstæðisfélags Dal-
víkur.
„Það er satt að segja ekkert
ráðið hvað ég geri,“ sagði Trausti
Þorsteinsson, þegar hann var
inntur eftir því hvort hann yrði
áfram í frainboði til bæjarstjórn-
ar. „Ég býst ekki við að línur taki
að skýrast í þessum framboðs-
málum fyrr en komið verður
fram í febrúar þannig að of
snemmt er að segja til um fram-
boð hvað mig varðar," sagði
hann ennfremur.
Trausti Þorsteinsson:
Ekkert ráðið hvað
ég geri
ÓlafurB. Thoroddsen:
Flyt á árinu og verð
því ekki í framboði
Svanhildur Árnadóttir:
Hef ekki tekið
ákvörðun
Jón Gunnarsson:
Bíð eftir að
línur skýrist með
sameiginlegt framboð
vinstri manna
Valdimar Bragason:
Gef kost á mér ef ég
verð var við
merkjanlegan áhuga
Þóra Rósa Geirsdóttir:
Tilbúin að víkja
fyrir hverjum sem er
Ólafur B. Thoroddsen segir
ljóst að hann veröi ekki í eldlín-
unni í vor vegna þess aö hann og
fjölskylda hans muni flytja frá
Dalvík á þessu ári. „Þetta hefur
vcrið mjög góður og lærdómsrík-
ur skóli," segir Ólafur.
„Staöan er þannig að ég hef
ekki tekið ákvörðun um fram-
haldiö. En það hlýtur aö fara aö
líöa aö þvf," sagði Svanhildur
Árnadóttir í samtali viö Dag.
brldds
Akureyrarmót BA í tvímenningi:
Tvö pör efst og jöfti
- aðeins 5 umferðir eftir af mótinu
Nú eru aðeins 5 umferðir eftir
af 27, í Akureyrarmóti BA í
tvímenningi og er slagurinn á
toppnum mjög jafn og spenn-
andi. Tvö pör sitja í efsta sæt-
inu að loknu síðasta spila-
kvöldi, þeir Stefán Ragnarsson
og Hilmar Jakobsson annars
vegar og Hörður Blöndal og
Olafur Agústsson hins vegar.
Spilaður er barometer og
fengu þeir Hörður og Ólafur 106
stig á síðasta spilakvöldi, sem er
rnjög góður árangur. En úrslitin
ráðast ekki fyrr en næsta þriðjn-
dagskvöld og þá kemur í ljós
hvaða par stendur uppi sem sig-
urvegari. Eins og áður fer mótiö
fram í Féiagsborg. Röð 10 efstu
para að loknum 22 umferðum er
þessi: stig
1.-2. Stefán Ragnarsson/ Hilmar Jakobsson 223
1.-2. Hörður Blöndal/ Ólafur Ágústsson 223
3. Pétur Guðjónsson/ Anton Haraldsson 199
4. Hermann Tómasson/ Ásgeir Stefánsson 161
5. Páll Pálsson/
Þórarinn B. Jónsson 160
6. Soffía Guömundsdóttir/
Vilhjálmur Pálsson 139
7. Grettir Frímannsson/
Frímann Frímannsson 125
8. Zarioh Harnadi/
Guðjón Pálsson 114
9. Örn Einarsson/
Hörður Steinbergsson 86
10. Reynir Helgason/
Tryggvi Gunnarsson 61
í tilefni fimm ára afmælis Heilunarskólans
á íslandi mun Jytta Eiríksson verða með
helgarnámskeið á Akureyri laugardaginn
3. og sunnudaginn 4. febrúar í Ánni
Norðurgötu 2b.
Námskeiðið verður á laugardaginn kl. 10.00-
18.00 og á sunnudaginn kl. 13.00-18.00.
Fjallað verður m.a. um geislana, örlög þjóðanna
Námskeiðsgjald er kr. 1000,-.
Öllum er heimil þátttaka.
Nánari upplýsingar eru veittar í símum 22093 og
24283 milli kl. 18.00 og 19.00.