Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 3. mars 1990
fréttir
Akureyri:
r-
Steftit að flutningi Yleiningar
suður í Biskupstungur í vor
- framleiðslan aukin verulega á nýjum stað
Stefnt er að því að flytja verk-
smiðju Yleiningar hf. frá
Akureyri að Reykholti í Bisk-
upstungum á vordögum. Reist
verður um 1400 fermetra verk-
smiðjuhús syðra og mun fram-
leiðsla fyrirtækisins aukast í
kjölfar flutninganna.
Hlutafélagið Yleining hf. var
stofnsett um síðustu áramót, en
fram að því hafði Sæplast hf. á
Dalvík framleitt polyúretan-ein-
ingar. Fyrirtækið er og hefur ver-
ið til húsa í leiguhúsnæði við
Tryggvabraut á Akureyri og var
tekin ákvörðun um að flytja
höfuðstöðvarnar suður yfir heið-
ar og byggja það upp í Biskups-
tungum. Að sögn Sigurðar Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra,
er ekki ljóst hvenær af flutning-
unum getur orðið, það ráðist
m.a. af verkefnastöðu og hversu
vel gengur að byggja nýtt verk-
smiðjuhús syðra.
Ákveðið er að fyrirtækið reki
sameiginlegá söluskrifstofu með
fyrirtækinu Límtré hf. í Reykja-
vík.
Að sögn Sigurðar er ætlunin að
auka verulega framleiðslu fyrir-
tækisins á nýjum stað. Eftir sem
áður verður lögð áhersla á
polyúretan-einingarnar og frysti-
og kælikiefa, en auk þeirra verða
framleiddar einingar úr tré og
steinull með framleiðsluleyfi frá
dönsku fyrirtæki, Taasinge-tre.
Um 150 aðilar eiga hlut í
Yleiningu hf., bæði syðra og hér
nyrðra. Hlutafé þess er 50 millj-
ónir króna og er Sæplast hf. á
Dalvík stærsti einstaki hluthafinn
með um þriðjung hlutafjár. Þá
leggja nokkrir einstaklingar hér í
púkkið. Sigurður telur að staða
Yleiningar hf. sé sterk, til marks
um það hafi fyrirtækið um 50%
eiginfjárstöðu.
Sigurður segir að nokkrir af
starfsmönnum Yleiningar hf. á
Akureyri muni fylgja fyrirtækinu
suður, að minnsta kosti til að
miðla þekkingu til nýrra starfs-
manna.
Sigurður tók fram að stærsti
hluthafinn, Sæplast hf., hafi lagt
á það áherslu að fyrirtækið yrði
byggt upp utan höfuðborgar-
svæðisins. Hann segir að auðvit-
að sé slæmt fyrir Akureyri á tím-
Léttisfélagar!
LETTIH
. V
\AKWtVB/
Áður auglýstur aðalfundur Léttis verður
haldinn sunnudaginn 11. mars, kl. 13.30 í
Skeifunni.
Dagskrá:
Inntaka nýrra félaga.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tillögur til lagabreytinga.
Tillaga um inngöngu Léttis í L.H.
Önnur mál.
Veitingar - Félagar fjölmennið.
Stjórn Hestamannafélagsins Léttis.
Verkalýðsfélagið
Eining
Félagsmálanámskeið
Nú er tækifæri til að læra hvernig á að skamma
náungann úr ræðustóli. Fræðslunefnd Vlf. Einingar
mun halda félagsmálanámskeið dagana 23.-25.
mars n.k. að Skipagötu 14, 2. hæð.
Námskeiðið stendur yfir:
föstudag frá kl. 20.00-22.30
laugardag frákl. 9.00-17.00
sunnudag frákl. 10.00-16.00
Farið verður í undirstöðu ræðumennskunnar, svo
sem að semja ræðu, ræðuflutning, framkomu í
ræðustól, þátttöku í umræðum, rökræður, fundar-
reglur og fundarstjórn. Einnig verður leiðbeint um
framsögn og raddþjálfun. Þátttakendur vinna í hóp-
um og æfingar eru léttar og skemmtilegar. Kennslu-
gögn verða bókin, „Þú hefur orðið“ og einnig fjölrit-
að efni. Leiðbeinendur verða frá MFA.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 18.
Námskeiðið er félagsmönnum að öllu
leyti að kostnaðarlausu.
Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist til skrif-
stofu Einingar fyrir kl. 17.00 föstudaginn 16. mars
n.k. í síma 23503.
Fræðslunefnd Einingar.
um þrenginga í atvinnulífi að
missa fyrirtækið úr bænum, en
atvinnuástand sé ekki síður
slæmt í uppsveitum Árnessýslu
og því sé vonast til að Yleining
hf. verði mikilvæg stoð í styrk-
ingu byggðar á því svæði. óþh
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði Portsins og þar
og góð aðstaða fyrir bílasölu og markaðsstarfsemi.
er nú björt
Mynd: KL
Stefán Sigurðsson og íþróttafélagið Þór:
Portið opnað í dag
í dag verður hleypt af stokkun-
um nýjung í verslunargeiran-
um á Akureyri er Portið tekur
til starfa. Hér er um að ræða
samstarfsverkefni Stefáns Sig-
urðssonar á Hótel Stefaníu og
íþróttafélagsins Þórs. í Port-
inu er björt og rúmgóð bílasala
og markaður fyrir alls kyns
vörur og kynningar og er sá
hluti starfseminnar norðlenskt
bergmál af Kolaportinu í
Reykjavík.
Rúnar Antonsson, gjaldkeri
knattspyrnudeildar Þórs, sagði
að vissulega renndu menn blint í
sjóinn með því að koma slíkum
markaði á fót, en hann kvaðst
bjartsýnn á að undirtektir yrðu
góðar. I Portinu verða básar og
borð fyrir 20-30 aðila og markað-
urinn verður opinn á laugardög-
um frá kl. 10-16.
Portið er til húsa í verksmiðju-
hverfinu við Glerá og í gær var
verið að leggja lokahönd á frá-
gang innanhúss. Rúnar sagði að
Portið væri orðið bjart og
skemmtilegt og hann átti von á
að básarnir yrðu eftirsóttir,
a.m.k. hefðu fjölmargir aðilar
sýnt þessu framtaki áhuga.
„Þetta er kjörið tækifæri fyrir
þá sem vilja koma vörum sínum á
framfæri, t.d. alveg upplagt fyrir
ungt athafnafólk að kaupa gamla
lagera af heildverslunum og selja
í Portinu. Hér geta allir fengið
rafmagn og verið með matvæla-
kynningar og fleira. Einnig má
hugsa sér að ýmis félög troði hér
upp og kynni starfsemi sína,“
sagði Rúnar.
Meðal þess sem verður á boð-
stólum á fyrsta starfsdegi Portsins
má nefna leðurvörur, skinnavör-
ur, efni, bækur, blóm, matvæli,
sælgæti o.fl. Nokkrir aðilar verða
með vörukynningar.
Rúnar sagði að þeir sem leigðu
bása eða borð í Portinu fengju
aðstoð við að koma vörum sínum
fyrir og einnig aðstoð við að
ganga frá eftir lokun, en þá er
bara að sjá hvernig til tekst. SS
Þrír skálkar lognuðust út af:
Áfall fyrir Leik-
félag Sigluflarðar
Leikfélag Siglufjarðar varð að
hætta æfingum á leikritinu „Þrír
skálkar“ vegna þess að skipta
þurfti um leikara í einu hlut-
verki og þrátt fyrir mikla leit
fannst enginn í staðinn sem
virtist reiðubúinn að Ijá félag-
inu krafta sína. Leikfélagið
varð því að hætta við uppsetn-
inguna og senda frá sér leik-
stjórann, Carmen Bonitz.
„Þessi endasleppu lok uppsetn-
ingarinnar á „Þrem skálkum“ eru
mikið áfall fyrir leikfélagið á
Siglufirði jafnt félagslega sem
fjárhagslega. Að sjálfsögðu var
ekki um annað að ræða en að
greiða leikstjóranum fyrir um-
saminn tíma,“ segir Haukur
Ágústsson, formaður Menningar-
samtaka Norðlendinga, í frétta-
bréfi samtakanna.
Haukur segir það sorglegt að í
jafn fjölmennu byggðarlagi og
Siglufirði skuli ekki vera unnt að
fá einn einasta mann til liðs við
Glerárkirkja:
Æskulýðsdagur á morgun
Á morgun, sunnudag, er hinn
árlegi Æskulýðsdagur þjóð-
kirkjunnar. Víða í kirkjum
landsins verður dagurinn haldinn
hátíðlegur og ungt fólk aðstoðar
á mörgum stöðum.
í Glerárkirkju verður miðnæt-
ursamvera með dagskrá sem
unglingar úr æskulýðsfélögum
Glerárkirkju og Akureyrarkirkju
hafa undirbúið.
Mikill og fjörugur söngur verð-
ur alls ráðandi og fram mun
koma unglingahljómsveit sem
leikur kristileg lög með tilheyr-
andi boðskap. Ungt fólk mun
vitna um trúarreynslu sína og
sameinast verður í bæn fyrir friði
í heiminum.
Eftir að dagskránni lýkur býð-
ur Æskulýðsfélag Glerárkirkju til
smá veitinga svo enginn fari
svangur heim.
Á morgun, sunnudag verður
barnasamkoma í kirkjunni, og
verður glatt á hjalla eins og
venjulega. Barnasamkoma hefst
kl. 11. Klukkan 14 verður svo
æskulýðs- og fjölskylduguðs-
þjónusta í Glerárkirkju þar sem
ungt fólk verður við stjórnvölinn.
Tveir unglingar sem hafa verið í
leiðtogahlutverkum í barna- og
æskulýðsstarfi kirkjunnar í vetur,
þau Ása Arnaldsdóttir og Jóhann
H. Þorsteinsson flytja hug-
leiðingar. Unglingar úr æskulýðs-
félaginu lesa og leiða sönginn
sem verður miðaður við yngra
fólkið.
Það er mikilvægt að foreldrar
taki sig til og drffi sig með börn-
um sínum til kirkju og sameinist
á þessum degi undir yfirskrift
æskulýðsdagsins Líf og friður.
Fjölskyldur væntanlegra ferm-
ingarbarna eru sérstaklega
minntar á þennan dag, en að
sjálfsögðu eru allir velkomnir í
kirkjuna, bæði í messuna, barna-
samkomuna sem og miðnætur-
vökuna á laugardagskvöldið.
svo ágætan félagsskap sem leik-
félag bæjarins er.
Félagar í Leikfélagi Siglufjarð-
ar ætla þó ekki að gráta Björn
bónda heldur safna liði og er
fyrirhugað að setja upp kabarett
með leiknum atriðum og söng.
Sýningar verða væntanlega eftir
páska.
Carmen Bonitz hefur þegar
verið ráðin til þess að starfa með
félaginu næsta haust. Þá mun hún
leiðbeina á námskeiði og jafnvel
setja upp sýningu í framhaldi af
því. SS
Leikfélag
Hvammstanga:
„Nítjándijúní“
fhimsýndur
- gamanleikur
fyrir alla Qölskylduna
Leikfélag Hvammstanga frum-
sýndi í gær lcikritið „Nítjándi
júní“. Leikritið er léttur gam-
anleikur eftir þær Iðunni og
Krístínu Steinsdætur. Alls taka
tíu leikarar þátt í sýningunni,
sjö konur og þrír karlmenn.
Við sýninguna starfa rúmlega
tuttugu manns og eru það allt
heimamenn á Hvammstanga.
Leikstjórn er í höndum Oktavíu
Stefánsdóttur frá Reykjavík.
Leikritið gerist kvenréttinda-
daginn nítjánda júni og fjallar
um einn dag í lífi húsmóðurinnar
Önnu. Anna xúar út að skemmta
sér en ýmislegt fer öðruvísi en
ætlað er. Með aðalhlutverkið,
hlutverk Önnu, fer Bjarney
Valdimarsdóttur. Nokkrir söngv-
ar eru í leikritinu,undirleik á
píanó og söngstjórn er í höndum
Elínborgar Sigurgeirsdóttur.
Leikritið „Nítjándi júní“ hefur
verið sett upp einu sinni áður.
Það var á Hornafirði og leikstýrði
Oktavía Stefánsdóttir einnig
þeirri uppfærslu.
Að sögn Ásdfsar Pálsdóttur,
formanns Leikfélags Hvamms-
tanga er „Nftjándi júní“ létt fjöl-
skyldukómedía sem allir geta
haft gaman af. kg