Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 3. mars 1990 UTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASOLUVERÐ GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RfKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Landsbyggðarmenn standi saman Dagur greindi frá því í gær að áhugamannahópur Héraðsbúa um virkjanamál hafi skorað á þingmenn að beita sér fyrir samvinnu landsbyggðarinnar um að næsta stóriðja verði staðsett utan suðvesturhorns landsins. í áskoruninni segir að samstaða landsbyggðarmanna um þetta mál sé prófsteinn á það hvort byggðastefna eigi sér viðreisnar von á íslandi. Þetta eru orð að sönnu. Á und- anförnum árum hefur sam- stöðuleysi landsbyggðarmanna, ellegar rígur milli einstakra héraða og landshluta, nokkrum sinnum komið í veg fyrir að þörf byggðamál næðu fram að ganga. Þetta má ekki henda nú, þegar fyrir liggur að velja nýju álveri á íslandi stað. Þegar hafa komið fram kröfur úr að minnsta kosti fjórum lands- byggðarkjördæmum um að þau verði höfð með inni í myndinni þegar hin mikilvæga ákvörðun verður tekin. Þannig vilja íbúar Vesturlandskjördæmis fá álver- ið til sín og þá helst á Grundar- tanga, Sunnlendingar vilja að nýtt álver rísi í Þorlákshöfn, Austfirðingar hafa nefnt Reyð- arfjörð sem ákjósanlegan stað undir nýtt álver og síðast en ekki síst vilja Eyfirðingar fá álverið til sín. Umræðan um nýtt álver á ís- landi hefur staðið í mörg ár. Hún er hins vegar í hámarki um þessar mundir, þar sem viðræð- ur við erlenda aðila um bygg- ingu slíks stóriðjuvers eru langt komnar. Það hefur komið fram að í iðnaðarráðherratíð Sverris Hermannssonar mörk- uðu stjórnvöld þá stefnu að nýtt álver, ef um slíkt yrði að ræða, ætti að rísa við Eyjafjörð. í iðnaðarráðherratíð Friðriks Sophussonar var áherslum breytt á þá leið að nýtt álver yrði reist í Straumsvík, enda var þá gert ráð fyrir að um stækkun álversins þar yrði að ræða en ekki nýtt álver. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga nú. Með öðrum orðum ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að stjórnvöld leggi á það megináherslu að væntanlegt álver rísi við Eyjafjörð, þegar ljóst er að eigendur álversins í Straumsvík hafa helst úr lest- inni. Fyrrnefnd áskorun áhuga- hóps Héraðsbúa um virkj- anamál er þannig þörf ábend- ing til allra landsbyggðar- manna um að standa saman í þessu stórmáli. Það má ekki henda eina ferðina enn að landsbyggðin missi af lestinni vegna samstöðuleysis eða inn- byrðis ágreinings þeirra sem þar búa. Þörfin á samstöðu hef- ur aldrei verið brýnni en nú. í fyrrnefndri frétt Dags er vitnað til orða Þórarins Lárus- sonar, tilraunastjóra á Skriðu- klaustri, en hann á m.a. sæti í stjórn Útvarðar: Þórarinn sagði orðrétt: „Landsbyggðarmenn verða að standa saman. Það þarf ekki að hlusta á marga sem þekkja til þessara mála til að skilja að straumur fólks ligg- ur alltaf suður. Vestfirðingar hafa t.d. margir ágæt laun og góða afkomu, skólamál hjá þeim hafa batnað, samgöngur aukist o.s.frv. Samt flytur fólkið burt og ég tel að tvær ástæður séu fyrir því. Margir lands- byggðarmenn geta ekki borið höfuðið hátt og ná ekki þeirri sjálfsvirðingu sem felst í að ráða sjálfir yfir þeim tekjum sem þeir afla í heimabyggðinni og stjórna þeim. í tengslum við þetta er svo samstöðuleysið milli landshluta sem gerir þetta að vítahring." Þessi orð eru verðugt umhugsunarefni fyrir alla þá, sem vilja stöðva lang- varandi röskun á byggð lands- ins. BB. úr hugskotinu t Tilbrigði rið snjó Sinfóníuhljómsveit Móður náttúru nýtur ekki sérlegra hárra greiðslna frá hendi skattborgara þessa lands, þrátt fyrir nýja umhverfisráðuneytið, enda þótt oft á tíðum beri það nú við, að nefndir skattgreiðendur verði að borga einskonar „aðgangseyri" eftirá vegna spil- verks hennar. Eins og við vitum, þá er efnisskrá hennar yfirleitt hin fjölbreyttasta hér um slóðir, og breytist gjarnan eftir árstíðum. Pannig hefur hún nú hinar síðustu vikur og mánuði leikið, og raunar þráleik- ið það verk sem kalla mætti „tilbrigði við snjó“ í lands- feðradúr, eða er það ef til vill leikið í þjóðarmoll? Hvíta vatnið Það má svo sannarlega segja, að hvíta vatnið, þetta fyrirbæri sem við í daglegu tali köllum snjó, hafi birst okkur í hinum fjölbreytilegustu myndum þessar síðustu vikur og mánuði. Stundum hefur verið um að ræða að sönnu okkar hefðbundna gamla, góða snjó, en oft hefur líka mátt finna afbrigði á borð við krap, svell eða ein- hverja kvoðu mitt á milli snævar og vatnselgs, afleið- ingu úrkomu sem ekki veit almennilega hvort hún á að kalla sig rigningu, slyddu eða snjókomu. ÖII þessi afbrigði af vatni, á mismunandi stigi fryst- ingar, hafa ekki aðeins skapað hina ýmsu tóna í til- brigðaverkinu um snjó, heldur líka skapað úrvals efni í landslagsverk mótuð af hvort sem við heldur viljum almættinu, veðurguðunum eða barasta vetrinuni með dyggri hjálp bæjarstarfsmanna. Allt í einu gefur að líta út um allar götur, fjöll, dali, gljúfur og tinda sem ekki voru áður til staðar, hið mesta augnayndi allra vegfar- enda, enda sama skapi þeirra mesta armæða þegar hætta þarf ef ekki lífinu, þá að minnsta kosti limunum til að komast leiðar sinnar. Hvíta vatnið á sér reyndar dálítið skemmtilega hliðstæðu í listsköpuninni meðal annars suður á Mallorca þar sem þessi sami vökvi hefur skapað heilt listasafn, þar sem eru dropasteinshellar, kenndir við Dreka. Um varanlegri listaverk er þó að sjálfsögðu þar að ræða, þó svo að mótarinn sé nú einn og hinn sami. Félagsleg áhrif En vitanlega gerir hvíta vatnið annað og meira en bara það að skapa hið nýja landslag í kringum okkur, en að vísu ekki að sama skapi hið varanlegasta. Það hefur einnig hin inargvíslegustu félagslegu áhrif. Sum býsna góð, til að mynda þau að hvetja fjölskyldurnar til sam- eiginlegrar útiveru (stundum beinbrota líka), og að kveikja dollaramerkin í augum annars frekar framtaks- lítilla ferðamálafrömuða, að vísu með þeim böggli fylgjandi skammrifinu, að þessi merki slokkna oft á tíð- um furðu fljótt við fyrstu hláku, ellegar þau hreinlega hverfa inn í fyrstá hríðarsortann. En stundum verða þessi félagslegu áhrif ekki alveg svona skemmtileg eða meinlaus. Samkomum allt frá messugjörðum til þorrablóta hefur þurft að aflýsa eður fresta sakir ófærðar eður óveðra, og í sjónvarpi hefur mátt sjá fólk til að mynda á Flateyri labba ofan á þök- um efrí hæðanna á íbúðarhúsum sínurn, smádót á borð við bíla eða dráttarvélar löngu horfið, grafið djúpt bakvið feldinn hvíta. Gamanið hefur þó fyrir alvöru farið að kárna þegar Almannavarnir viðkomandi staða hafa gefið fyrirmæli um að rýma stundum heilu íbúðar- hverfin sakir snjóflóðahættu, og Guði sé lof áður en nokkurt snjóflóðið hefur fallið, enda eins gott, þar sem vísast flestir þeir hundar sem hafa verið þjálfaðir til leit- ar að fólki í snjóflóðum eru veðurtepptir í Reykjavík, þó maður hafi nú eiginlega aldrei heyrt getið um snjóflóð þar í plássi. Tækni gegn snjó Þetta mikla magn af hvítu vatni, öðru nafni snjó, er vit- anlega ekkert einsdæmi á íslandi, þó svo margir fjöl- miðlungar haldi ef til vill annað. Sagnir, annálar og jafnvel minningar núlifandi eldri manna geyma margar frásagnir af vetrum sem sjálfsagt hafa ekki verið svo ýkja mikið snjóþyngri en nú, en afleiðingarnar voru þá að sjálfsögðu allt aðrar þar sem þá voru ekki til staðar nein tæki sem með árangri mátti nota gegn snjó þó svo, að menn væru að vísu ekki jafn háðir tækninni svokölluðu og í dag. Samgöngur eru dæmið sem að sjálfslögðu kemur upp í hugann um þetta. Hér áður fyrr var einfaldlega gripið Reynir Antonsson skrifar til þessarra tveggja jafnfljótu, og í besta falli skíðanna, þegar snjór hamlaði för þarfasta þjónsins og menn bara einfaldlega urðu úti, ef þeir voru annaðhvort ekki svo lánsamir eða einfaldlega greindir til þess að geta grafið sig í fönn. Þá voru engin snjóruðningstæki og engar veðurspárnar, utan þær sem brjóstvitið fram- leiddi, oft með býsna góðum árangri. í vélvæddri tölvu- veröld okkar tíma gengur þetta auðvitað ekki. í dag verða fáir úti nema fákunnandi útlendingar og vanbún- ar rjúpnaskyttur, og varla festast aðrir á þjóðvegum þessa lands í dag en drukknir kaupstaðafáráðlingar á leið heim af þorrablótum í átthögunum eða „jeppafrík“ með yfirdrifna öræfadellu. Tæknin gegn snjó hefur þannig miklu áorkað, jafn- framt því sem kröfurnar til hennar hafa aukist, samfara síaukinni vélvæðingu. Enn kemur það þó fyrir, að jafn- vel heilu landshlutarnir séu meira og minna einangraðir sakir snjóa eða veðurs, og þetta hefur vissulega mikil áhrif á alla þróun byggðar í landinu. Margt bendir þó til þess að um gífurlegar framfarir geti orðið að ræða á þessu sviði á næstu árum. Jafnvel er nú orðið hægt að sjá það fyrir, þó svo blessunin hann Guðjón B. Olafs- son muni ekki trúa því, að það skipti hreinlega engu máli samgöngulega séð, hvar á landinu höfuðstöðvar Sambandsins verði staðsettar (hann varð að vísu tví- saga í sjónvarpsþætti á dögunum þegar hann liélt því fram að landið væri þegar allt orðið einn markaður vegna bættra samgangna, en að Sambandið hins vegar þyrfti að hafa höfuðstöðvar í Reykjavík vegna sam- gangna). Það kann nefnilega að vera skammt undan, að tölvur, sjónvarpssímar og allskyns boðsenditæki muni leysa mikið af samskiptavandamálum milli fjarlægra staða. Skemmtilegur vísir að þessu er fjarvinnustofan sem er að hefja starfsemi vestur í Húnaþingi. Það er nákvæmlega ekkert tæknilega því til fyrirstöðu, að þessi fjarvinnustofa sinni einhverjum af verkefnum höfuð- stöðva Sambandsins sem aftur gæti leitt til sölu þessa blanka fyrirtækis á einhverju af Kirkjusandsslotinu, fyr- ir svo utan það, að hann Guðjón gæti sem best fengið sem einkaritara einhverja laglega húnvetnska blóma- rós. Og ef við höldum dálítð áfram í sama dúr, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann stjórnaði jafn- vel General Motors frá Grímsey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.