Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 12
436 ft _ Mf* P O rrr*r»km»r«.frA K 12 - DAGUR - Laugardagur 3. mars 1990 mntnrkrnknr „Matarkrókur“ vikunnar: „TrölIkonuuppskrift“ bæjarfulltrúans - Úlfhildur Rögnvaldsdóttir býður upp á baunabuff Skíðaparadís í Edensgarði Hallfreður Örgumleiðason: Það er Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sem er í matarkróknum að þessu sinni en hún tók áskorun Þórarins E. Sveinssonar sem reið á vaðið fyrir hálfum mánuði. Úlfhildur seg- ist hafa gaman af matargerð og þá sér- staklega að prófa eitthvað nýtt. „Ég geri mikið af því að elda og sé eiginlega alveg um það á heimilinu þrátt fyrir að sonur minn sé lærður matreiðslumað- ur.“ Úlfliildur segist hafa mjög gam- an af að elda fiskrétti þrátt fyrir að hún bjóði ckki upp á einn slíkan að þessu sinni heldur varð baunabuff fyrir valinu. í það notar Úlfhildur yfirleitt þrjár tegundir af baunum en hægt er að nota brúnar, grænar, hvítar, soja- og linsubaunir. Uppskriftin er á þessa leið: Baunabuff 6-7 dl baunir 2 dl sojamjöl 2 dl kjöthakk (má sleppa) 2 egg salt, pipar og kjötkraftur. Baunirnar eru lagðar í bleyti. Síðan eru þær soðnar, annað hvort það vel að hægt er að stappa þær eða þær eru settar í mixara. Mjölinu, eggjunum og kjöthakkinu blandað út í og úr þessu eru gerðar frekar þunn buff. Peim er síðan velt upp úr hveiti og steikt á pönnu. Gott er að steikja lauk og bera fram með þessu og einnig er gott að hafa með þessu hrærðar kartöfl- ur og salat. „Það má eiginlega segja að þctta sé hálfgerð trölliconu- uppskrift, svo stór er hún. Ég hef oft lítinn tíma og gcri því stóra uppskrift og frysti afgang- inn sem gott er að grípa til þeg- ar tíminn er naumur. Ef að fólk vill reyna þetta má benda því á að minnka uppskriftina um helming. En þetta er mjög gott og þetta er bæði hollt og ódýrt.“ Úlfhildur er einnig með uppskrift að salatsósu og for- rétti. Salatsósa (einnig mjöggóð með nautakjöti og sem ídýfa fyrir kcx) 100 g majones 100 g súrmjólk 1 lítill biti af gráðosti hvítlauksduft. Majones og súrmjólk hrært saman, gráðosturinn rifinn út í og bragðbætt nteð hvítlauks- duftinu. Forréttur Reyktur lax, skorinn í sneiðar Rœkjusalat eftir eigin höfði (gœta /)ess að það sé ekki of þunnt). Á hverja sneið er sctt salat og sneiðinni síðan rúllað upp. Síð- an er snittupinna stungið í og með þessu er borið ristað brauð. Úlfhildur skorar á hjónin Lindu og Jakob Björnsson. „Mér finnst Jakob svo matar- legur auk þess sem ég gruna konuna hans um að eiga eitt- hvað spennandi og óvenjulegt í fórum sínum,-' sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Þau hjónin hafa tekið áskoruninni og verða því í matarkróknum eftir hálfan mánuð. JHB Góðan daginn, ágætu lesend- ur. Ég mun flytja ykkur hug- leiðingar mínar hálfsmánaðar- lega í þessum nýja Helgar- Degi. Þrátt fyrir breytingar á blaðinu, sem fela m.a. í sér aukna þykkt, þá verða engar breytingar á viðhorfum mínum. Sem fyrr get ég skrifað um allt milli himins og jarðar án þess að verða víttur af flokksbræðrum mínum því þá á ég enga. Félagasamtök geta heldur ekki stillt mér upp við vegg því ég er ekki meðlimur í neinum slíkum samtökum. Það er helst þjóðkirkjan sem gæti hengt haus, en það er ekki mikil hætta á afskiptum frá henni þar eð ég er velviljaður f hennar garð. Já, það er gott að vera frjáls, eins og Mandela sagði, eða var það Havel? Fyrir löngu staðhæfði ég að það hefði aldrei komið til greina að reisa álver við Eyjafjörð í þessari lotu en ekki vildu ráðamenn við fjörðinn græna trúa þessu og héldu áfram að ólmast. Menn úr ýmsum flokkum voru fengnir til að halda fund á Akureyri og lýsa því yfir að Eyjafjörður hentaði mjög vel fyrir stórt álver og varla væri hægt að ganga framhjá honum. Orð stjórnmálamanna eru sem bet- ur fer sjaldan tekin upp í sagn- fræðiritum því þá væri sagan enn ótrúlegri en ella. Því verð- ur þó ekki á móti mælt að gauragangur Eyfirðinga hefur hleypt lífi í þjóðmálaum- ræðuna og nú eru sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði orðnir hræddir. Þeir boðuðu til fund- ar á dögunum og á þeim bæ er litið á það sem vinstri villu ef álver verður reist annars staðar en í Straumsvík. Umræðan hefur þannig leitt nokkuð gott af sér; bilið milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinn- ar hefur breikkað og nú er það líka flokkspólitískt. Ekki var meiningin að þreyta ykkur með of miklu þjóðmálafargani og sendi ég álverspakkann fúslega aftur til Alþingis og tek upp léttara hjal. Það tengist skíðaparadís- inni í Hlíðarfjalli ofan Akur- eyrar. Þessi paradís Iíkist mjög Edensgarði mestan hluta ársins, grænar hlíðar og snjó- Iaus gil, forstöðumanninum til mikillar hrellingar. Vertíðin byrjar síðan með stanslausri snjókomu og aftakaveðri í lok janúar og stendur þessi ótíð fram í mars. Um helgar er veðrið verst og vonlaust að fara á skíði. í marslok kemur einn góður laugardagur með glampandi sól og frábæru skíðafæri. Þá flykkjast þúsund- ir manna upp í Fjall og hugsa sér gott til glóðarinnar, en hvað gerist? Lyftukostur hefur verið endurbættur og skíðasvæðið getur með sæmilegu móti tekið þennan fjölda án þess að til stórvandræða komi. En menn gleymdu að hugsa fyrir einu; bílastæðum. Umferðarfargan- ið á laugardegi sem þessum er það alversta sem ég hefi kynnst og man ég þó vel föstudags- öngþveitið í Reykjavík. Hvers vegna í ósköpunum höfðu ráðamenn Skíðastaða ekki rænu á því að ryðja svo sem eitt veglegt bílaplan til viðbót- ar fyrir vertíðina? Eins og ástandið er nú situr maður fastur í bíl sínum á miðri leið, kemst hvorki aftur á bak né áfram, og þrautalendingin er að leggja bílnum og ganga með skíðaútbúnaðinn hálfa leið. Skíðaparadísin þrífst samt vel á svona dögum. Akureyr- ingar streyma í Fjallið og höf- uðborgarbúar bregða sér í pakkaferðir. Nú er meira að segja verið að auglýsa Hlíð- arfjall erlendis, ekki síst þar sem snjóinn hefur vantað. En snjórinn er ekki allt, til eru hlutir á borð við aðbúnað og skipulagningu. Jæja, paradísin nær nokkr- um góðum helgum frá mars- lokum og fram eftir aprílmán- uði. Loks þegar glitta fer í maísólina og veður gefur til skíðaiðkunar, snjórinn er enn nægur, þá pakka paradísar- menn niður í töskur sínar, loka staðnum og fara heim. Ballið er búið. Þetta er auðvitað hið alversta mál og ég vil bara skora á ferðamannafulltrúann okkar að beita sér fyrir úrbót- um. Hann verður líka að ná betri samningum við veður- guðina en forstöðumaðurinn hefur gert. Ég skora líka á bæjarstjórann að gera eitt- hvað, ég veit bara ekki hvað. Hallfreður byrjar á pólitískum nótum í dag en fer síðan að gagnrýna veðurfarið í Hlíðarfjalli og skort á bílastæðum. Vill hann að ferðamálafulltrúi og bæjarstjóri láti til sín taka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.