Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. mars 1990 - DAGUR - 3 Akureyrarferðir Saga-reisen kynntar í nýútkomnum ferðabæklingi: Flug og fjórar nætur á Akureyri kosta á bilinu 36-44 þúsund Svissneska ferðaskrifstofan Saga-reisen stcndur fyrir sjö flugferðum í sumar til Akur- eyrar á tímabilinu 4. júlí til 12. ágúst. Flogið verður með Boe- Nemendur í níunda bekk Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks hafa verið í starfskynningu í hinum ýmsu fyrirtækjum bæjarins. Starfskynningin stendur í viku og er nemendum ætlað að kynna sér starfsemi fyrirtækja sem þeir hafa sjálfir valið. Þeir eiga að starfa við hlið starfs- Jafnaðarmannafélag Dalvíkur var stofnað í fyrrakvöld. Stofn- félagar eru 33 en tilgangur félagsins er að „efla hreyfingu, samhug og samstöðu þeirra bæjarbúa sem aðhyllast jafn- aðarstefnu í víðustu merkingu þess orðs. Markmiðum sínum hyggst lélagið ná með því að bjóða fram lista jafnaðar- manna til bæjarstjórnar á Dal- vík er hafi það að meginstefnu ÓlafsQörður: Snjóblásari í gatnahreinsun ing 737-300 vélum svissneska flugfélagsins TEA. Fyrsta ferðin verður miðviku- daginn fjórða júlí vegna lands- manna og halda dagbók sem þeir vinna síðan ritgerð úr. Tveir nemendur eru í starfs- kynningu hjá blaðamanni Dags á Sauðárkróki. Þeir heita Birgir Jósepsson og Ingvar Ormarsson. Þeir taka viðtöl við félaga sína sem eru að kynna sér rekstur fyr- irtækja í bænum. að efla velferð og uppbyggingu bæjarfélagsins,“ eins og segir í stofnskránni. Á fundinum var Halldór Guðmundsson kjörinn formaður félagsins. Hann sagði í samtali við blaðið að félagsaðild geti fengið allir þeir sem samþykkir séu fyrrgreindum markmiðum og vilji vinna að bæjarmálum á Dal- vík eftir þeirri stefnu sem félagið marki hverju sinni. Aðdragandi stofnunar þessa félags er sá að í félögum Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags var ákveðið að bjóða ekki fram til bæjarstjórnarkosninga í vor og í framhaldinu tóku einstaklingar sig saman um stofnun félags jafn- aðarmanna sem byði fram lista. móts hestamanna á Vindheima- melum en síðan verður flogið sex sunnudaga, 8. júlí til 12. ágúst. Flugið frá Zurich tekur um fjórar klukkustundir og verður lent á „Við höfum alltaf haft áhuga á fjölmiðlun og þetta er tilvalið tækifæri til að kynna sér aðeins starfsemi blaðamanns. Svo er náttúrlega ekki slæmt að fá trí úr skólanum í smá tíma,“ sögðu þeir Ingvar og Birgir. Lesendur Dags fá fljótlega að sjá viðtöl þau sem þeir félagar hafa verið að vinna. kg Halldór segir næsta skref að setja saman framboðslista. Ákveðið var á fundinum í fyrra- kvöld að stofnfélagar legðu fram hugmyndir sínar um fólk á lista fyrir næstkomandi mánudags- kvöld. „Þetta er fyrst og fremst leiðbeinandi könnun sem stjórn mun fara eftir þegar listinn verð- ur ákveðinn en tillaga að lista verður síðan borin upp á félags- fundi,“ segir Halldór. Hann segir jafnframt að örugg- lega verði leitað út fyrir raðir stofnfélaga með fólk á framboðs- listann. „Við stefnum síðan að því að listinn verði tilbúinn um miðjan þennan mánuð, eða um svipað leyti og aðrir listar," s^gir Halldór Guðmundsson. JOH Akureyrarflugvelli kl. hálf tólf að íslenskum tíma og brottför til Sviss er um klukkustund síðar. í nýútkomnum ferðabæklingi Saga-reisen er greint ítarlega frá ýmsum möguleikum í skipulögð- um hópferðum hvort sem er flog- ið til Ákureyrar eða Reykjavík- ur. Fram kemur að verð á t'erð til Akureyrar með gistingu í fjórar nætur í tveggja manna herbergi á Hótel KEA ásamt morgunveröi kosti 44 þúsund krónur rúmar. Með ódýrari gistingu kostar fjögurra daga ferð 36 þúsund krónur. Fyrsta ferð Saga-reisen er mið- uð við landsmót hestamanna á Vindheimainelum. Tveir mögu- leikar eru gefnir, annars vegar fjögurra daga ferð á landsmótið með gistingu á tjaldstæðum í svefnpokaplássi eða á hóteli á Sauðárkróki. í þessari ferð yrði flogið til baka frá Akureyri um miðnætti 8. júlí. Hinn möguleik- inn er flug til Akureyrar og gist- ing á Gilhaga í Lýtingsstaða- hreppi meðan á rnóti stendur. Síðan liggur leið þátttakenda suður til Hvolsvallar og þar verða ástundaðar útreiðar í 5 daga áður en haldið er af landi brott frá Keflavík. óþh Vopnafjörður: Nýr framkvæmda- stjóri Tanga Friörik Guðmundsson hefur veriö ráðinn framkvæmda- stjóri Tanga hf. á Vopnafirði. Hann tók við starfinu af Pétri Olgeirssyni. Friðrik kom til Vopnafjarðar frá Stöðvarfirði þar sem hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stöðfiröinga. Hann hóf störf hjá Tanga sncmma í febrúarmánuði og tók síðan alfarið við fram- kvæmdastjórastarfinu nú skömmu fyrir mánaðamót. JÓH s»<|» r' - reisen Forsíða ferðabæklings Saga-reisen, þar sem kynning á íslandi fær mikið rýml. KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. +4 mán.) sem á engan sinn llka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stööugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lffrænt ræktaöur í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eöa skordýraeiturs. öll önnur hvítlauksframleiðsla notai hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsubætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víöar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, Slmar 1-28-04. Sauðárkrókur: „Ekki slæmt að fá frí úr skólammf - Gagnfræðaskólanemendur í starfskynningu Jafnaðarmannafélag Dalvíkur stofnað í fyrrakvöld: Framboðslisti til um miðjan mánuð - „örugglega leitað út fyrir raðir stofnfélaga,“ segir nýkjörinn formaður Mikið fannfergi er nú komið á Ólafsfirði og hefur lítil umferð bíla verið í bænum síðustu daga, enda margir bílar á kafi í snjó eða lokaðir inni í bílskúr- um. Bæjarstarfsmenn brugðu á nýstárlegt ráð nú í vikunni við hreinsun gatna þegar not- aður var snjóblásari til að hreinsa af götum. Að sögn lögreglunnar var feng- inn snjóblásari sá sem notaður hefur verið á ilugvellinum og í Ólafsfjarðarmúla og var rutt úr götum að blásaranum á þeim stöðum þar sem hægt var að blása snjónum út á opin svæði. Með þessu móti tókst að hreinsa vel af helstu götum en þrengri götur eru þó enn illfærar. Akureyri: Kynningarfundur með tóndæmum Hörður Áskelsson heldur kynningarfund með tóndæm- um um passacaglíu-formið á Akureyri á mánudaginn. Kynningin sem er á vegum Tónlistarskólans á Akureyri fer fram í Akureyrarkirkju og hefst kl. 17.30. Kynning þessi er opin öllum þeim er áhuga hafa og aðgangur er ókeypis. Wtu breyta til, komast í nytt umhverfi, slaj^a af og njóta þess að vera til. Komdu þá til Reykjavíkur Þú lætur okkur eftir að sjá um málin, panta hótel, bílaleigubílinn, miða í leikhús eða hvað annað sem þú vilt. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF. AKUfíEYHi TOURIST BUfíEAU FLUGLEIDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.