Dagur - 03.03.1990, Side 4

Dagur - 03.03.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 3. mars 1990 Hér lítur dagsins Ijós ný unglingasíða. /ítlunin er að hún verði fastur liður í blaðinu, aðra hverja viku. Við umsjónarmenn hyggjumst fjalla um unglinga og það sem þeir eru að gera. Þið lesendur megið gjarnan koma óskum ykkar um efni til okkar, ef einhverjar eru. Bréf sendist tih Dagur - Unglingar Strandgötu 31, 600 Akureyri í þessum fyrsta þœtti fjöllum við um nokkur nómskeið sem unglingum standa til boða og spjöllum við nokkra krakka sem taka þótt í þeim. „Hver hlutur tekur mikinn tíma...“ 5 eru a Nú í vetur var í fyrsta sinn haldið málmsmíðanámskeið að tilstuðlan Drafnar Friðfinnsdóttur. Námskeiðið var fyrst haldið í Lundarskóla og nú stendur sams konar námskeið yfir í Síðuskóla. Leiðbeinandi er Kristín Petra Guðmundsdóttir. Við hittum að máli þœr Arneyju Ösp Vilhjálms- dóttur, 12 ára, Katrfnu Vilhelmsdótt- ur, 13 ára og Fríðu Aðalgeirsdóttur, 14 ára. - Hvað er málmsmiðanám- skeið? „Á námskeiðinu lœrðum við að búa til skartgripi. Við notum kopar, messing og silfur, einnig er hœgt að nota leir en það er ekki eins vinsœlt. Kristín útvegar okkur efnið.“ - Hvers vegna fóruð þið á nám- skeiðið? „Við sáum það auglýst og fannst það forvitnilegt. Pað var líka mjög gaman og við lœrðum mikið.“ - Gerðuð þið mikið? „Nei, maður kemst nú ekki yfir að gera marga hiuti. Hver hlutur tekur mikinn tíma. Fyrst þarf að klippa, svo lóða og pússa og slípa. Stund- um mistekst manni og þá þarf maður að gera það sama aftur.“ - Hefur námskeiðið aukið áhuga ykkar á skartgripagerð? „Já. Það er líka gaman að kunna þetta þótt maður œtli ekki að leggja skartgripagerð fyrir sig. Það er að vísu erfitt að búa hlutina til heima, því þar hefur maður ekki þau tœki sem til þarf, en ef maður notar leir þá þarf maður engin tœki." - Hvað bjugguð þið til? „Eyrnalokka, hálsfestar og nœiur. Við höfum gefið talsvert af þvf sem við bjuggum til.“ - Mynduð þið fara aftur ef ykkur byðist það? „Já, það var svo œðislega gaman." Umsjón: Hlynur Hallsson og Hildigunnur Þráinsdóttir lutverk Suthe woosie Jlark R< ick. - Ai 15 Duflai idarísk I '4. - Dem , af Chí imsins st öö, sem aldrifjaöa c leecham, s< Jielgud. Sp nynd með < vöalhlutverk: anHí^o Rorr Krislín að leiðbeina Fríðu við skartgripagerð. Á innfeiidu myndinni eru þœr Arney og Kalrín. Ásdís og Ómar-. .Það er spilað eintómt diskó, það gengur náttúriega ekki." Það er pönkið sem gildir „Maður fœr meira sjálfelraust...“ Ásdís Eydal, 15 ára og Ómar Örn Jónsson, 16 ára eru á plötusnúða- námskeiði í Dynheimum. Leiðbein- endur á því námskeiði eru þeir Helgi Þór og Jón Andri. Ásdís og Ómar svöruðu nokkrum spurning- um okkar. - Hvað lœrið þið á plötusnúða- námskeiði? Þau,- „Við lœrum á grœjurnar og hvernig á að ganga frá og umgangast plöturnar, hvernig á að skipta um plötur og þess háttar. Og svo auðvitað hvernig tala í hljóð- nemann." - Eruð þið búin að lœra mikið? Þau: „Já, en það kemur betur í Ijós þegar við tökum prófið í lok nám- skeiðsins. Ef við náum prófinu fáum við skírteini sem veitir okkur leyfi til að spila í félagsmiðstöðvunum." - Er þetta erfitt? Ásdfs: „Nei, nei." Ómar: „Nei, ekki fyrir mig. Pabbi er nefnilega rafvirki og það hjálpar heilmikið!" - Hvers vegna fóruð þið á þetta námskeið? Ásdís: „Ég hef áhuga á þessu og vildi fá skírteini til að geta spilað f félagsmiðstöðvunum." Ómar: „Ég hafði ekkert að géra! Svo vil ég líka fá skírteini til að geta spilað pönktónlist." Ásdís tekur undir það og segist vilja spila einhverja aðra tónlist en þá sem spiluð er á opnum húsum. - Hvað er spilað þar og hvað viljið þið spila? Þau: „Það er spilað eintómt diskó. Það gengur náttúrlega ekki. Það er bara pönkið sem gildir." - Er pönk aftur að verða vinsœlt? „Já, eða a.m.k. hjá okkur, og við viljum komast að.“ - En vilja krakkarnir dansa við svoleiðis músík? Ómar: „Örugglega, þeir bara kunna það ekki. Ég reyndi að halda námskeið í þönkdansi í fyrra, en það var því miður frekar drœm þátttaka." - Hlustið þið mikið á tónlist? Þau: „Já, já, og eigum þó nokkuð af plötum. Við hlustum á eiginlega allt nema diskó. Pönk og nýbylgja eru í mestu uppáhaldi.” Ómar leggur sérstaka áherslu á pönkið, greinilega mikill áhuga- maður. Þau nefna hljómsveitir eins og Clash, U2, Sykurmolana, íkarus, Frœbblana, Q4U og Jonee Jonee. - Þessar hljómsveitir sem þið nefnduð síðast eru nokkuð gamlar. Er hlustað á þœr ennþá? Þau: „Já, já, og þœr eru alveg jafn góðar og þessar nýju hljóm- sveitir." „Strákar eru kannski feimnari." Inga Jóna og Hulda sem eru á leiklistarnámskeiði. „Ofsalega gaman að sauma...“ í Lundarskóla hafa staðið yfir saumanámskeið í allan vetur undir stjórn Ásu Jóhannsdóttur. Við spjölluðum við þœr Gfgju Hjalta- dóttur og Fanneyju Steinsdóttur. Þœr eru báðar 12 ára og eru í 7. bekk. Gígja er á sínu fjórða saumanám- skeiði í vetur og Fanney á því þriðja! - Er svona gaman að lœra að sauma? Þœr: „Já ofsalega gaman. Við lœrum sauma f skólanum, en það er öðruvísi á námskeiðinu, miklu skemmtilegra. Vélarnar hér eru miklu betri og við fáum að sauma það sem við viljum." - Eruð þið búnar að sauma mikið? Þœr: „Já, já, alveg helling. T.d. buxur, boli, peysur og vesti." - Af hverju haldið þið að það séu engir strákar á saumanám- skeiði? Þœn „Kannski nenna þeir ekki að sauma. Þó vitum við að marga stráka langar til að lœra það en koma samt ekki. Sumir vilja fá sér- „ Við vltum um marga stráka sem langar að lœra að sauma, “ sögðu þœr Gígja og Fanney. Fyrir aftan þœr sjást stelpurnar á námskeiðlnu níðursokknar í saumaskap- inn. stakt saumanámskeið fyrir stráka." - Eru þeir eitthvað feimnir við ykkur? Þœr: „Örugglega, en okkur finnst alveg sjálfsagt að strákar lœri að sauma eins og stelpur." - Hvaða áhugamál eigið þið önnur en að sauma? Fanney: „Fótbolta, handbolta og skíði. Ég spila mikið fótbolta á sumrin." Gígja: „Ég hef áhuga á hestum. Svo spila ég líka stundum fótbolta á sumrin." Og svo segjast þœr fara á Opið hús í Lundarskóla þegar tími gefst til. Og þá þökkum við þeim Gígju og Fanneyju kœrlega fyrir spjallið og þœr snúa sér aftur að sauma- skapnum. Leikklúbburinn Saga og Dynheimar standa fyrir leiklistarnámskeiði nú um þessar mundir. Þetta er í annað skipti í vetur sem leiklistarnámskeið er haldið í Dynheimum. Á nám- skeiðinu eru tíu stelpur en aðeins einn strákur. Leiðbeinandi er Sigur- þór Heimisson. Við litum inn í Dyn- heima sl. sunnudag og töluðum við Ingu Jónu Þórisdóttur, 13 ára og Huldu Steingrímsdóttur, 13 ára. - Hvers vegna fóruð þið á leik- listarnámskeið? Þœr: „Við höfum áhuga á leiklist og förum oft í leikhús. Svo þegar námskeiðið var auglýst ákváðum við að fara og prófa." - Er gaman? Þœr: „Já, ofsalega." - Hvað lœrið þið? Þœr: „Það er nú erfitt að lýsa því, við förum í allskyns leiki og spuna." - Haldið þið að það sé gott fyrir unglinga að vera á svona nám- skeiði? Inga: „Já, maður fœr meira sjálfs- traust held ég. Það er örugglega gott fyrir krakka sem eru feimnir að fara á svona námskeið." - Haldið þið að krakkar á ykkar aldri hafí mikinn áhuga á leiklist? Þœr: „Það er nú auðvitað mjög mlsjafnt. Það er þó nokkuð um það að krakkar fari í leikhús." - Af hverju eru svona fáir strákar? Inga: „Það er nú erfift að segja, kannski eru þeir feimnari en stelp- urnar og koma ekki þess vegna." Hulda: „Kannski finnst þeim það eitthvað barnalegt, en þeir hafa örugglega ekki minni áhuga." - Hafið þið leikið eitthvað? Þœr: „Já í skólaferðalögum og á bekkjarkvöldum og svoleiðis. Það er alveg ferlega gaman." - Ætlið þið að leggja leiklistina fyrir ykkur? Inga: „Mig langar svolítið til þess." Hulda: „Ég veit ekki." Við þökkum þeim Ingu og Huldu kœrlega fyrir spjallið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.