Dagur - 03.03.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 3. mars 1990
Laugardagur 3. mars 1990 - DAGUR - 11
Á þeim tottug^árom ^°tjtt
arferli Palma ^""n“ ptar eru í hugi lands-
margar pm,n' * fr' æskustöðvunum a
manna. Hann _ hremur árum sið-
Vopnafirði 16 ára gamall og þrem , ^
ar var hann..|‘1?"Jl,RevWavík. Par með foru
staðnum Roðli 1 K1 \ heíur margt drifið a
hjófin aðs"úus‘J s>ð t.k p.,mi þ ð skref
dagana. En siðasia sem hann hafl
sem hann telur vera þ . g yndisauka.
gert sér og sn,n? “ia”Jtur heim til Vppna-
Þetta skref var að J J n|l ðsamt Onnu
fjarðítr þar sem ™ " nni' Ragnheiði Hetgu.
Olafsdóttur og dottunn sem
byr í Keynja , { vor>
föður sinurn og tjoisnyiu
„Reyndar er langt síðan mig
fór að langa til að flytja heim,
eða réttara sagt út á land. Mér
hefur aldrei líkað við höfuðborg-
ina, ég er mikill sveitamaður í
mér og ekki alinn upp í þessum ys
og þys stórborgarinnar. Ég hef
síðustu 10 árin notað allar frí-
stundir í útivist og veiðiskap úti á
Iandi þannig að borgin sinnti ekki
nema einu hjá mér og það var
vinnan. Meira sótti ég ekki þang-
að og þegar staðan var orðin sú
að ég réð ferðinni meira sjálfur
og var orðinn sjálfs míns herra þá
lá beinast við að fara á heima-
slóðirnar. Mér finnst þetta dá-
samlegt, ég er tarnamaður í
vinnu en inn á milli er nauðsyn-
legt að geta slakað virkilega vel á
„Geri nú út frá
öðru kmdshorni“
Pálmi er fjarri því hættur í tón-
listinni. Hann er á fullu um helg-
ar í Sjallanum á Akureyri þar
sem hann rifjar upp fyrri hluta
ferils síns í poppinu og hann seg-
ist ekkert eiga erfiðara með að
sinna vinnu í Reykjavík þótt hann
búi á Vopnafirði. „Breytingin við
þetta verður í raun ekki önnur
en sú að nú geri ég út frá öðru
landshorni. Tónlistarmenn reka
sig mikið á það í sinni vinnu að
ferðalög er stór þáttur í starfinu,
þetta er flækingur og þvælingur.
Ég er orðinn vanur þessu og þurfi
ég að vinna í Reykjavík býður
þetta uppá að maður skipuleggi
tíma sinn betur en ella. Auk
heldur finnst mér ég hafa nógan
um og því sem mér finnst ein-
hvers virði. Ég á vissulega fullt af
góðum vinum í Reykjavík og
þykir gott að koma þangað en
fyrir mig var þetta spurning um
að prófa eitthvað nýtt og breyta
til,“ bætir hann hugsi við en held-
ur síðan áfram að rifja upp fyrstu
árin á tónlistarferlinum.
„Eftir að við komum frá Dan-
mörku fór ég aftur austur en 19
ára gamall fór ég til Reykjavíkur
að spila. Ég sótti um starf í
hljómsveit Magnúsar Ingimars-
sonar, sem þá var afskaplega
vinsæl, og hjá Magnúsi fékk ég
mitt fyrsta tónlistarlega uppeldi.
Ég sótti bréflega um starfið þar
sem ég bauð fram ómótstæðileg-
an vinnukraft minn og ég var
kallaður í prufu sem gat farið á
hvorn veginn sem var en eftir
hana var ég tekinn inn í bandið
sem bassaleikari. Við tókum þrjú
ár hjá Magnúsi, það tímabil sem
ég hef lært hvað mest á enda á ég
honum allt að þakka, þar á meðal
víðan og breiðan skilning á tón-
list, þannig að maður hefur ekki
bundist einu frekar en öðru í
músíkinni.“
Frægð á einni nóttu
Spilamennskan í hljómsveit
Magnúsar Ingimarssonar var
harður skóli. Á Röðli spilaði
hljómsveitin sex kvöld í viku yfir
vetrartímann og á sumrin tók við
flakkið um Iandsbyggðina. Nafn
Pálma varð hins vegar ekki þekkt
fyrr en hann fékk hlutverk í „Jes-
ús Kristur dýrlingur" hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. „Petta var
algjört „smass“ á þessum tíma,
einhver vinsælasti söngleikur í
álfunni á þessum árum. I sýningu
L.R. lék ég stórt hlutverk og
þótti gera það mjög vel og vinna
Starfinu fylgir því mikil óregla á
vinnutíma og tekjurnar sveiflast
eftir því. Talið berst að því
hvernig það er fyrir ungt fólk að
standa frammi fyrir frægðinni,
verða á einni nóttu þekkt andlit í
þjóðfélaginu.
„Þetta getur valdið býsna mikl-
um erfiðleikum og vissulega
hefur það gert það hjá mér.
Með árunum hef ég hins vegar
aðlagast þessu, tekið ákveðna
hluti sem fylgja þessu og sagt sem
svo; „Þetta verður þú að sætta
þig við ef þú ætlar að vinna
þessa vinnu.“ Ef þú getur ekki
sætt sjálfan þig við þetta þá er
best að hætta þessu. Þetta er af-
staða sem maður verður að taka
og ég hef tekið eftir því með
nokkra yngri stráka sem orðið
hafa þekktir að þeim gengur illa
að takast á við þetta og það er
leiðinlegt að horfa upp á slíkt. Ég
gef þessum krökkum sem eru að
slá í gegn hiklaust það ráð að þeir
láti frægðina ekki bíta sig og fara
illa með sig. Ef það gerist þá
verður gatan mjög erfið. Þetta er
spurning um persónulega af-
stöðu, hversu sterkur maður er
gagnvart þessari vinnu og því
sem henni fylgir. Auðvitað hef ég
stundum verið orðinn alveg vit-
laus á þessu, sérstaklega þegar
ekki hefur verið hægt að snúa sér
til hægri eða vinstri án þess að fá
á sig umtal úr öllum áttum, bæði
sannindi og ósannindi.“
„Því hærra klifið,
því hærra fallið“
Pálmi segir að sú staða komi ailt-
af einhvern tímann upp hjá þeim
sem verða þekktir að hlutirnir
fari að ganga miður vel og þá
komi yfirleitt í ljós hverjir séu
vinir í raun og hverjir ekki. „Um
sagði: „Sögur af dauða mínum
eru mjög alvarlega ýktar.“ Þetta
kalla ég rétta afstöðu til hlut-
anna.“
„Grjótharður á að hægt
væri að lifa af tónlistinni“
Þær hljómsveitir sem Pálmi hefur
starfað með á síðustu 20 árum
eru orðnar margar. Hann segir
að ein eftirminnilegasta hljóm-
sveitin sé Friðryk sem starfaði í
kringum 1980. Pálmi segir að
þetta hafi verið miklar fórnir,
þær litlu tekjur sem fengust fóru í
hljóðfærakaup en lifandi tónlist
átti mjög erfitt uppdráttar á þess-
um uppgangstíma diskótónlistar-
innar. „Þetta var því hálfgerð
sókn á síldarlaus mið en þetta var
stórskemmtilegur tími þar sem
við fórnuðum öllu fyrir bandið og
spileríið,“ segir hann og hlær.
„Ég var alltaf grjótharður á því
að það væri hægt að lifa af tónlist-
inni þannig að ég vann aldrei
neitt annað nema þegar allra
harðast var í ári. Ég þurfti því að
aðlagast því að fá stundum góðar
tekjur og stundum harla lítið. En
þetta hefur blessast og kemur til
með að gera það í framtíðinni.
Að vera tónlistarmaður á íslandi
er ekki einfalt, bransinn hér er
harður þó svo mér finnist hann
ekki vera of harður.“
Pálmi stiklar á stóru á ferli sín-
um í Sjallanum á Akureyri þessa
dagana og þar var af nógu efni að
taka. Um rótina að tónlistar-
áhuganum segir hann að tónlist
sé að finna í ættum sínum og
jafnframt hafi faðir sinn verið
ágætur söngvari. „Ég held því að
tónlistin hafi verið mér í blóð
borin. Pabbi gaf mér fyrsta gítar-
inn minn og það kom einhvern
veginn ekkert annað til greina en
Kominn á heimaslóðir eftir 20 ára fjarveru:
^Þegar stadan varorðin súaðé
eg réð ferðinni meira sjálfur í
vinnunni þá In bnln.n, r„a , ^~ -
Vopnaflrði.“
Mynd: KL
„Eg er rótgróinn Vopnfirðingur“
- segir tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson
og það finnst mér ég geta vel fyrir
austan,“ segir Pálmi.
Félagarnir í „bransanum“
urðu hissa
Pálmi segist viðurkenna að
stundum hafi læðst að honum sú
hugsun að ef til vill yrði búsetan á
Vopnafirði allt öðruvísi en reikn-
að hafi verið með. „En þá kem ég
líka að öðru sem ég er að reyna
að þróa upp í mér og það er að
vera ekki hræddur við að taka
ný skref og fást við eitthvað nýtt.
Ég held að þessu fylgi alltaf
eitthvað skemmtilegt, þó ekki
væri þá nema reynslan af því að
hafa prófað. Maður getur enda-
laust setið á sínum feita rassi og
sagt við sjálfan sig: „ Nei, ég legg
ekki í þetta. Það getur eitthvað
farið úrskeiðis.“ í leiðinni er
maður í þeirri óþægilegu stöðu
að prófa aldrei neitt nýtt, prófa
aldrei neitt nema það sem maður
er öruggur með að gangi upp. Ég
vildi hins vegar láta á þetta reyna
og sé ekkert eftir því. Ég er alveg
rótgróinn Vopnfirðingur."
Félagar Pálma í „bransanum“
urðu margir hverjir undrandi á
þeim tíðindum að nú ætlaði hann
að taka sig upp og flytja austur á
Vopnafjörð. En eftir því sem
lengra líður segist Pálmi verða
var við að félagarnir líti öðrum
augum á þetta. „Nú eru þeir líka
komnir í þá skemmtilegu stöðu
að hafa mig þarna fyrir austan og
geta komið í heimsókn til mín
þegar þeir vilja afstressa sig,“
bætir hann við og brosir.
tíma fyrir austan til að sinna
mínum hugðarefnum og er jafn-
vel farinn að gera þarna hluti sem
ég gaf mér aldrei tíma til að sinna
þegar ég bjó f Reykjavík.
Það er góð tilhugsun fyrir mig
að vera með fjölskylduna fyrir
austan og mér fannst ég sjá það
vel á dóttur minni þegar við kom-
um austur hvað þetta umhveríi
er miklu manneskjulegra en
steinsteypan og þessi þröngi
hringur sem börn búa við á köfl-
um í bænum. Ég hafði gaman af
því þegar dóttir mín kom þarna í
vor að sjá hana hlaupa lausa um
og það tók mann tíma að átta sig
á því að það' þurfti ekki að hafa
sömu áhyggjurnar og áður af
stóru götunum og bílunum," seg-
ir hann.
„Er að færa mig
nær rótunum“
Pálmi ólst upp á Vopnafirði en
foreldrar hans fluttu úr ysta daln-
um í Vopnafirði, Böðvarsdal, inn
í plássið. Um 16 ára aldurinn fór
hann í gagnfræðaskólann á Laug-
um í Reykjadal þar sem hann
kynntist Fríðriki Friðrikssyni,
sem nú er sparisjóðsstjóri á
Dalvík. Eftir vistina á Laugum
brölluðu þeir félagarnir margt
saman en hæst reis þó för til Dan-
merkur. Pálmi segir að allar göt-
ur síðan hafi þeir Friðrik verið
óaðskiljanlegir félagar og flest öll
sumur hafa þeir sameinað veiði-
áhugann í góðum veiðitúrum.
„Mér finnst einhvern veginn eins
og að með þessum flutningi hafi
ég verið að færa mig nær rótun-
ákveðinn leiksigur þannig að segja
má að nafn mitt hafi orðið þekkt
á einni nóttu,“ segir Pálmi.
í sýningunni hjá L.R. kynntist
Pálmi Baldri Má Arngrímssyni
og í gegnum hann upphófst vin-
skapur og samstarf Pálma, Bald-
urs og Magnúsar Eiríkssonar í
hljómsveitinni Mannakorn.
Pálmi og Magnús hafa unnið
mikið saman í gegnum árin og
segir Pálmi að Magnús sé sá mað-
ur sem litað hafi ævi sína hvað
mest allra. Varla líður sá dagur
að ekki séu spiluð lög Magnúsar í
flutningi Pálma á einhverri
útvarpsstöðinni og segir það sína
sögu um hve vel þessi lög stand-
ast tímans tönn. „Magnús hefur
sagt mér að stundum hafi hann
haft ákveðna lífsreynslu mína og
hans sjálfs í huga þegar hann hafi
sest niður til að semja og oft hef
ég á tilfinningunni að samið sé út
frá ákveðnum hlutum sem ég hef
upplifað sjálfur og að sama skapi
hafa margir aðrir upplifað þetta
sama. Mér þykir ákaflega vænt
um þetta og einmitt í þessu getur
legið skýring á því að textar
Magnúsar verða svona vinsælir.
Þetta eru einfalt framsettir textar
sem flestir geta fundið sjálfa sig
í.“
Skyndifrægðin
getur verið erfið
Starf tónlistarmannsins er ólíkt
flestum öðrum störfum. Frægðar-
sólin getur skinið skært en á stutt-
um tíma geta hlutirnir snúist við.
þetta er til ágætt orðatiltæki á
ensku sem segir „The higher you
climb, the higher you fall“, eða
því hærra sem þú klifrar, því hærra
verður fallið. Ég held að þetta
eigi hvergi betur við en um fólk
sem verður skyndilega frægt og ef
það getur ekki staðið undir þeim
kröfum sem gerðar eru til þess þá
verður fallið stundum mjög hátt.
En ég held líka að menn sýni
aldrei meiri styrk en þegar þeir
standa upp eftir slíkt og halda
áfram. Hjá mér hafa komið upp
augnablik þegar mér hefur ekki
þótt neinn tilgangur með þessu
. en það hefur þá bara verið ein-
hver tími sem ég hef þurft til að
taka sjálfan mig í gegn því þegar
upp er staðið skipti ég sjálfur öllu
máli. Um leið og ég er farinn að
láta afstöðu fólks í kringum mig
skipta öllu máli þá er ég hættur
að stýra nokkrum hlut og kominn
í ógöngur.
Ég tek tvímælalaust tillit til
þess sem sagt er í kringum mig en
ég verð þó alltaf að ráða sjálfur
ferðinni. Ef einhver talar illa um
mig þá er spurningin sú hvort
ég ætla að gefa viðkomandi
vald til að gera mig svekktan og
sáran eða hvort ég tek sjálfur
valdið af viðkomandi sögusmettu
og hætti að næra hana. Ég þekki
engan sem er með andlitið í
sviðsljósinu og ekki hefur lent
milli tannanna á fólki og ég er þar
ekki undantekning. Afstaða
manns sjálfs er samt alltaf það
sem ræður samanber frábært svar
Trausta veðurfræðings þegar
hann vitnaði til Mark Twain og
að halda áfram í músíkinni. Fyrir
mig hafa þessi 20 ár verið
reynslurík, fjölbreytileg og ákaf-
lega þroskandi. Ég hef klifið fjöll
og stundum rúllað niður aftur en
ég held að mér hafi alltaf tekist
að halda áfram að klifra.“
„Trúi ekki öðru
en landsbyggðin rísi
margfalt öflugri upp“
„Spilið er frítt,“ segir Pálmi með
ánægjusvip þegar hann er spurð-
ur um áframhaldið á ferlinum.
„Ég er ákveðinn í að láta mér
líða vel enda hef ég fulla ástæðu
til þess. Ég ætla ekki að gera mik-
il framtíðarplön enda geta allar
forsendur fyrir slíku breyst á
stuttum tíma.“
Landsbyggðarmaðurinn í
Pálma skýst upp á yfirborðið þeg-
ar hann er spurður hver ástæðan
hafi verið fyrir því að Akureyri
varð fyrir valinu til að rifja upp
20 ára tónlistarferil. „Kannski er
þetta löngun mín til að lands-
byggðin sé ekki eitthvert auka-
atriði en höfuðborgin aftur á móti
sá staður þar sem allt á að gerast.
Við erum að gera hlutina hér jafn
fagmannlega og ef við værum í
borginni og ég vil ekki tala um
þetta á þeim nótum að fólk úti á
landi eigi skilið að fá svona sýn-
ingu. Úti um allt land býr harð-
duglegt og fínt fólk sem lifir
að mörgu leyti erfiðara lífi en
borgarbúarnir en líka að mörgu
leyti léttara. Kannski er þetta
mitt innlegg til landsbyggðar-
áfram í músíkinni.“
stefnunnar enda trúi ég ekki öðru
en landsbyggðin eigi eftir að rísa
upp í framtíðinni margfalt öflugri
en hún er í dag vegna þess að hér
yrði ömurlegt ástand ef sveitir og
þorp fengju ekki að lifa góðu lífi.
Þetta er komið út í tóma vitleysu
þegar við þurfum að vera að
senda allt til Reykjavíkur og
halda þar uppi einhverjum
skjalatöskuköllum við að útdeila
til okkar aftur. Við þurfum að
breyta þessu,“ segir hann ákveð-
inn á svip.
„Algjör Fjalla-Eyvindur
í sumar“
Stangveiðin og útivera skipar
fastan sess í lífi Pálma Gunnars-
sonar. „Þetta er lífsfylling, úti-
vist, góða loftið, óblíð og falleg
veðrátta. Stangveiðin hefur fylgt
mér alla ævi, ég var mjög ungur
þegar ég byrjaði að fara með
stöng austur í lónin heima á
Vopnafirði en í dag er maður
kominn lengra í þessu þar sem
maður er sjálfur farinn að hnýta
flugur og þess háttar. Maður er
því kominn í sértrúarsöfnuð
fluguveiðimanna,“ segir Pálmi.
Pálmi veiðir út um allt land og
næsta sumar verður sérstök
áhersla lögð á vatnaveiðina. „Ég
ætla að verða algjör Fjalla-
Eyvindur í sumar. Það er fullt af
góðum vötnum með fiski upp um
allar heiðar. Auðvitað er maður
eins og heimaríkur hundur á sum-
um veiðistöðum en það að prófa
eitthvað nýtt gerir stangveiðina
skemmtilega."
Sjálfs síns herra
við fallega veiðiá
Veiðifélagar Pálma eru flestir
ótengdir skemmtanabransanum
þótt honum hafi tekist að kveikja
veiðidellu hjá mörgum félögum
sínum í músíkinni. Hann segir að
í ljós hafi komið að margir þess-
ara manna hafi mikið í veiðiskap-
inn að gera, einmitt til þess að
losna frá streitunni sem fylgir
bransanum. „Meira segja Gunni
Þórðar er kominn í hóp stang-
veiðimanna og ég er að vonast til
að hann komi til Vopnafjarðar í
sumar og veiði í Hofsá. Ég vil
kristna alla tónlistarmenn og
kynna fyrir þeim veiðiskapinn,“
bætir hann við.
Vopnfirðingnum Pálma þykir
slæmt hversu ásetnar heimaárnar
eru, jafnvel svo að þeir sem búa
nærri þessum ám verða að sækja
eitthvað annað til að veiða. Þar á
Pálmi við Selána, perlu Vopna-
fjarðar, sem hann segir að fáir
útvaldir fái að veiða í. Ekki er
laust við að hann hristi höfuðið
þegar rætt er um verðþróunina á
veiðileyfunum í þekktari ánum
og ekki segir hann nóg með
borga þurfi í þessum ám háar
fjárhæðir fyrir veiðileyfin heldur
þurfi að borga mikið fyrir mat og
gistingu í veiðihúsunum í ofaná-
lag. „Að þessu leyti er þetta ekk-
ert gaman. Ég nýt mín hvergi
betur en þar sem ég er sjálfs míns
herra við árnar, helst í kofum þar
sem ég elda minn eiginn mat eða
hreinlega sleppi því að borða ef
mér býður svo við að horfa. Ég
vil líka vakna þegar mér sýnist og
ráða ferðinni sjálfur. Það er ekki
nema einn túr á ári sem maður fer
í þessa helv . . . hótelmennsku.
Svona veiðimennska hefur verið
vinsæl en þetta er að breytast,"
segir hann.
„Enga ástæðu til að flytja
aftur til Reykavíkur“
Meiri snerting við náttúruna var
það sem Pálmi sóttist eftir þegar
hann fluttist til Vopnafjarðar.
Draumurinn er að fjölskyldan
eignist hlut í bát nú og þegar hef-
ur Pálmi gert svolítið af því að
bregða sér á sjó. Og þegar vel
viðrar fer hann og nýtur nærliggj-
andi fjalla þótt fjallaferðirnar hefj-
ist ekki fyrir alvöru fyrr en í
sumar. „Ég er algjör nátturugep-
ill enda fær maður mikla næringu
út úr náttúrunni. Maður er ennþá
að átta sig á þe'ssari nálægð við
náttúruna, ég virði oft fyrir mér
fjöllin og nú fyrir fáeinum dögum
varð ég svolítið undrandi þegar
mér var bent á hóp af hreindýr-
um í næsta nágrenni við flugvöll-
inn. Manni finnst eitthvað mjög
sérstakt við þetta.“
Pálmi er fljótur til svars þegar
hann er spurður hvort hann hafi
sest að ásamt fjölskyldu sinni fyr-
ir fullt og allt á Vopnafirði. „Ég
ætla að vona að guð forði mér frá
því að vera nokkuð að flytja mig
til. Mín bíða óþrjótandi verkefni
heima, þó ekki væri nema það að
sitja á rassinum, láta mér líða vel
og hugsa um lífið og tilveruna
sem ég veit að ég gleymdi gjarn-
an þegar mest gekk á.“ JÓH