Dagur - 03.03.1990, Page 20

Dagur - 03.03.1990, Page 20
„Þetta er eins og á fraktskipi“ - segir Guðmundur Garðarsson á Guðmundi Ólafi ÓF „Við erum hér þvert út af Barð- anum á leið til Ólafsfjarðar með fullfermi,“ sagði Guð- mundur Garðarsson á loðnu- skipinu Guðmundi Ólafi ÓF þegar Dagur sló á þráðinn til hans í gærmorgun. Mestur tími Helgarveðrið: Norðanáhlaup! - betra á morgun Blíða gærdagsins verður brotin upp með norðanáhlaupi í dag. Ostýrilát lægð mun æða yfír land vort, slengja haianum yfír Norðurland og dengja snjó- komu og norðanstrekkingi yfír menn og málleysingja. Þetta er í stuttu máli boðskap- ur Veðurstofu íslands í dag. Á morgun verður lægðin þurrausin og hverfur þá út í veður og vind. Eftir stendur hið besta veður. Já, veðurfræðingarnir segja að sunnudagurinn líti vel út fyrir Norðlendinga, einnig mánudag- urinn og jafnvel þriðjudagurinn líka. Gott mál. SS hjá loðnuskipunum þessa dag- ana fer í siglingar til og frá miðunum en minnstur tíminn fer í veiðarnar sjálfar. „Þetta er sólarhringsstím heim aftur en við vorum um fjóra tíma að fylla. Mestur tími fer því ■í keyrsluna, þetta er eins og á fraktskipi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þessar löngu siglingar gætu orðið nokkuð þreytandi en því væri ekki að neita að í svona mikilli veiði væri vinnan létt. „Við eruin ekkert að streða við að taka stór köst held- ur höfum þetta hæfilegt, 350-400 tonn í kasti.“ Guðmundur Ólafur hefur landað stærstum hluta afla síns hjá loðnuverksmiðju Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar og hefur verk- smiðjan haldist nánast alveg í fullum gangi eftir áramót með þessum afla. Guðmundur segir að afli skips- ins á vertíðinni sé kominn í tæp 12 þúsund tonn og farið sé að styttast í vertíðarlokin. „Já, við eigum eftir fjóra túra þannig að þetta verður búið um miðjan mánuðinn,“ sagði Guðmundur. JÓH Hópur leikara sem þátt mun taka í sýningu Leikfélags Akureyrar á nýju leikriti Böðvars Guðmundssonar kom sam- an í leikhúsinu í fyrrakvöld. Æfíngar eru nú að komast í fullan gang á þessu verki sem unnið er upp úr bókum Tryggva Emilssonar. Hér á myndinni sjást leikararnir ásamt leikstjóra sínum, Þráni Karlssyni. Mynd: kl Tímamót í rækjuvinnslu á Siglufirði: Þonnóður rammi gerir sammng við Siglunes hf. Strákagöng: Biðu í göngimum meðan gert var við dymar Dyrnar Siglufjarðarmegin á Strákagöngum tóku óvænt frumkvæði í fyrrakvöld og lok- uðu göngunum. Bilun varð í búnaðinum og mátti fólk sem var á leið til Siglufjarðar bíða meðan viðgerðarmenn voru kallaðir út. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Siglufirði stjórnast lokunarbúnaðurinn af geisla þannig að ef geislinn er rofinn þá opnast dyrnar. Einhver bilun varð í búnaðinum þannig að þrátt fyrir að bíll færi í geislann inni í göngunum þá hreyfðust dyrnar hvergi. í þessu tilfelli reyndist ekki unnt að opna dyrnar með handafli og því mátti fólkið bíða inni í göngunum uns viðgerð var lokið. JÓH Ákveðið hefur verið að efna til orlofsferðar til Benedorm á Spáni en ferðin verður farin á vegum stéttarfélaganna í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Vegna mjög hagstæðra samn- inga við Samvinnuferðir-Land- sýn er verð í ferðina einstak- lega gott og njóta eftirlauna- Samstarfssamningur hefur ver- ið undirritaður milli Þormóðs ramma hf. og Sigluness hf., en Þormóður rammi hefur tekið verksmiðjuhús Sigló á leigu af fjármálaráðuneytinu. Áfram verður unnið að því að fínna framtíðarlausn á málefnum rækjuverksmiðjunnar, en leigu- samningarnir gilda út októ- bermánuð. þegar sérstaks afsláttar. Samskonar ferð var farin í fyrra og þótti hún heppnast ein- staklega vel. Fullbókað var í þá ferð og er búist við að sama verði uppi á tengingnum nú. Ferðatil- högun verður á þá leið, að flogið verður í beinu leiguflugi frá Ak- ureyri þann 19. mars nk. og dval- ið á íbúðarhóteli á Benedorm í 3 hætti starfrækslu rækjuverksmiðju á Siglufirði síðasta haust hefur ríkt mikil óvissa um hvaða aðili myndi hafa með þennan rekstur að gera. Tvö félög, Siglunes og Sunna, lýstu áhuga á að taka við rekstrinum, en nú hefur stærsti útgerðaraðili bæjarins, Þormóð- ur rammi hf., tekið við rekstrin- um með samingi við fjármála- ráðuneytið. vikur. Að því loknu er vitaskuld flogið beint til Akureyrar aftur. Eins og fram kemur í auglýs- ingu í blaðinu í gær, ganga eftir- launaþegar fyrir um sæti í ferðina til 7. mars nk. en eftir það geta félagar í ofangreindum stéttarfé- lögum bókað far á afar hagstæðu verði. VG Sigló við Norðurgötu á nauðung- aruppboði fyrir 90 milljónir króna á sl. ári. Hvorki Sunna né Siglunes virtust hafa bolmagn til að kaupa verksmiðjuhúsið af ríkissjóði á því verði, en vitað var að báðir aðilarnir höfðu áhuga á að fá húsið leigt, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stærsti hluti vinnslulínunnar er í eigu sænsks kaupleigufyrirtækis, en samkvæmt samningi Þormóðs ramma og Sigluness er greidd ákveðin leiguupphæð fyrir afnot af tækjunum á umræddu tímabili. Ekki er vitað annað en að rækjuvinnsla geti hafist fljótlega í verksmiðjunni, og þar með er þeirri óvissu lokið sem ríkt hefur um atvinnu liðlega þrjátíu starfsmanna, sem áður störfuðu hjá Siglunesi hf. „Við tökurn allan pakkann á leigu af Siglunesi, en þeir verða áfram söluaðilar að hluta frain- leiðslunnar. Þetta er hugsað sem skref á þeirri braut að finna fram- tíðarlausn fyrir verksmiðjuna,“ segir Róbert B. Guðfinnsson, forstjóri Þormóðs ramma hf. EHB Allt frá því að Siglunes hf. Ríkissjóður keypti húseign Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu: Vetrarorlofsferð endurtekin - flogið beint frá Akureyri til Spánar íslendingar mæta Júgóslövum á HM í Tékkó í dag: Ekki spurning að víð verðuin að vinna þennan leik - segir Alfreð Gíslason stórskytta íslenska liðsins íslendingar mæta heims- meisturum Júgóslava í dag á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik sem nú stendur yfír í Tékkóslóvakíu. Leikurinn er jafnframt þriðji og síðasti leikur þessara liða í riðla- keppninni. Þessi leikur skipt- ir gífurlega miklu máli fyrir bæði liðin og má búast við hörkuviðureign. ísland og Júgóslavía leika í c-riðli keppninnar ásamt Kúbu og Spáni og mætast þær þjóðir í innbyrðisviöureign í dag. „Það er ekki spurning að við verðum að vinna leikinn við Júgóslava, því Kúbuntenn gætu alveg eins tekið upp á því að vinna Spánverja, enda með mjög vaxandi lið,“ sagði lands- liðsmaðurinn Alfreð Gíslason í samtali við Dag. „Leikurinn gegn Spánverjum var ekki nógu góður af okkar hálfu og við náðum t.d. ekki að nýta hraðupphlaupin á meðan Spánverjarnir skoruðu sex inörk úr slíkum færum. En þetta tap fyrir Spánverjum þarf ekki endilega að skipta máli, því við höfum alla burði til þess að vinna bæði A-Þjóðverja og Pólverja í milliriðlinum,1' sagöi Alfreð. Spánverjar eru efstir í c-riðli, hafa unnið báða leiki sína, gegn Júgóslövum og íslendingum með eins marks mun. íslending- ar eru í öðru sæti riðilsins með 2 stig, eftir sigurinn á Kúbumönn- um í fyrsta leik, Júgóslavar í þriðja sæti með jafnmörg stig eftir sigurinn á Kúbumönnuin, sem sitja á botni riðilsins án stiga. Eins og staðan er í dag, er líklegast að liðin sex sem fara í milliriðii úr c- og d-riðli verði; Spánverjar og Sovétmenn sem þegar hafa tryggt sér sæti þar og síðan íslendingar, Júgóslavar, A-Þjóðverjar og Pólverjar. Leikur íslands og Júgóslavíu hefst kl. 16 í dag og verður hann að sjálfsögðu sýndur beint í Sjónvarpinu. - Og nú er bara að vona að strákunum „okkar" takist vel upp og rúlli yfir sjálfa heimsmeistarana. -KK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.