Dagur - 10.03.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 10.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 10. mars 1990 fréftir Togarar Skagfirðinga við bryggju. Sauðárkrókur: Hegranes landar góðum afla Drangey SK-1, togari Útgerð- arfélagsins Skjaldar á Sauðár- króki, er loks komin til heima hafnar. Drangey hefur verið sex vikur í siglingu. Togarinn fór í slipp í Þýskalandi þar sem tekinn var upp gír skipsins. Hegranes togari Útgerðar- félagsins Skagfirðings kom á miðvikudag með hundrað og tuttugu tonn til Sauðárkróks. Aflinn var mest megnis þorskur. Skipverjar Drangeyjar notuðu tímann sem Drangey var í slipp í Þýskalandi til skoðunarferða. Þeir ferðust um Þýskaland og einnig fóru nokkrir til Danmerk- ur og voru þar í fjóra daga. Drangeyjan fór til veiða í gær en Skafti fór út í fyrradag. Skag- firðingur er á veiðum og ekki væntanlegur fyrr en á miðvikudag. Gísli Svan útgerðarstjóri Skag- firðings er ný kominn úr kynning- ar- og viðskiptaferð til Þýska- lands. Þar kynnti hann sér mark- aðsmál og viðskipti við þá fisk- markaði þar ytra sem við verslum mest við. kg Sjúkrahúsið á Blönduósi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum: Spurt um sumarviimu en erfíðara með fastar stöður Húsavík: Kolbeinsey með 3659 tonn - verðmæti 138 milljónir á síðasta ári Aðalfundur íshafs hf. var hald- inn sl. fimmtudagskvöld. íshaf er útgerðarfyrirtæki togarans Kolbeinseyjar ÞH-10 og er framkvæmdastjóri þess Krist- ján Asgeirsson. Á árinu 1989 nam afli skipsins 3659 tonnum, að verðmæti 138,2 milljónir króna. Alls var 31 veiði- ferð farin á árinu, hófst sú fyrsta þeirra 7. jan. en þeirri síðustu lauk 3. des. og var þá allur kvóti búinn. í heimahöfn var landað 3439 tonnum og var meðalverð Sauðárkrókur: Aðstöðuleysi skotmaima - ekkert svæði til æfinga innan bæjarmarkanna Engin aðstaða er innan bæjar- marka Sauðárkrókskaupstaðar fyrir þá sem stunda skotfimi. Þeir Króksarar sem stunda leirdúfuskotfimi eða aðra teg- und skotfimi verða að leita út fyrir bæjarmörkin ef þeir ætla að stunda íþrótt sína. Sam- kvæmt lögreglusamþykkt er öll meðferð skotvopna bönnuð innan bæjarmarkanna og því refsivert að stunda þar æflng- ar. Ekkert skotfélag er starfandi á Sauðárkróki. Það er því vand- kvæðum bundið fyrir bæjaryfir- völd að úthluta svæði til æfinga. Forsenda frá hendi bæjaryfir- valda er að skotfélag sé til staðar. Skotfélag þarf til að hafa eftirlit og umsjón með svæðinu. Skotmenn þurfa því að búa við aðstöðuleysi eða stunda íþrótt sína utan bæjarmarkanna þar til þeir stofna til félagsskapar. kg með útkomu af þessari breytingu fyrir Vopnafjarðarhrepp. Helsti ávinningur okkar er að losna við stóra gjaldapósta eins og þátt- töku í sjúkrasamlagi og að hluta til skólatannlækningar. Að vísu koma útgjaldaliðir á móti eins og rekstrarkostnaður grunnskóla. En ef á heildina er litið sýnist mér breytingin vera til verulegra bóta fyrir okkur,“ sagði Sveinn. „Það sem sjáum frarn á eru aukin framlög úr Jöfnunarsjóði. Þetta byggðarlag hefur verið tiltölulega tekjulágt, en með breytingunni um áramót er gert ráð fyrir að bæta tekjuvöntunina upp í meðaltekjur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar fáum við veru- lega búbót,“ sagði Sveinn Guð- mundsson. óþh „Ég er lukkuleg meö þaö að við höfum fengiö nokkuð margar fyrirspurnir um vinnu í sumar. Hins vegar gengur ekki eins vel aö ráða í fastar stöður,“ sagði Sveinfríður Sigurpálsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Sjúkrahússins á Blönduósi. Sjúkrahúsið hefur að undan- förnu auglýst eftir hjúkrunar- fræðingum til lengri eða skemmri tíma og til sumarafleys- inga. Að sögn Sveinfríðar hefur alltaf gengið vel að ráða fólk til sumarafleysinga en hins vegar er annað uppi á teningnum með fastar stöður. Nú eru hjúkr- unarfræðingar ráðnir í 4,8 stöð- ur á Blönduósi en heimild er til ráðningar í 3-4 stöður til viðbót- ar. Þetta hefur þýtt það að starf- andi hjúkrunarfræðingar hafa bætt við sig bakvöktum á nótt- unni. Þeir sofa í Sjúkrahúsitiu og eru til reiðu ef eitthvað ber Fjárhagsáætlun Vopnaflarðarhrepps á borði hreppsnefndar: Verkaskipting og tekjustofinalög koma vel út fyrir sveitarfélagið „Fjárhagsáætlun er ekki frá- gengin, en búið er að leggja hana fram í hreppsnefnd,“ sagði Sveinn Guðmundsson, sveitarstjóri á Vopnafirði. „Það stendur til að halda fund í hreppsnefnd alveg á næstunni, en ég veit ekki hvort tekst að afgreiða hana þar,“ sagði Sveinn. Hann sagði að svigrúm til framkvæmda væri kannski ekki mikið, en hins vegar væri því ekki að neita að bjartara væri framundan með fjárhaginn í kjölfar breytinga á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og tekjustofna sveitar- félaga um síðustu áramót. „Við erum nokkuð ánægðir Erfiðlega gengur að manna í fastar stöður hjúkrunarfræðinga á Sjúkra- húsinu á Blönduósi eins og á öðruni sjúkrahúsuni út uni land. út af. Ef hins vegar tækist að ráða í þessar stöður yrði komið á venjulegum næturvöktum, eins og gert er yfir sumartím- ann. Sveinfríður segist ekki hafa einhlíta skýringu á því af hverju gangi jafn erfiðlega og raun beri vitni að manna í fastar stöður hjúkrunarfræðinga út á landi. Hún segir að þetta sé ekki spurning urn launin og starfs- aðstaða á ntörgum sjúkrahúsum hafi verið bætt verulega á síð- ustu árum og því ætti hún ekki að fæla fólk frá. óþh aflans 38,33 kr. Skipið fór í eina siglingu til Þýskalands með 167 tonn, og seldi auk þess 52 tonn erlendis af gámafiski og var með- alverð þess afla 81,64 kr. Sjóþyngsli í Breiðholti Gríðarmikið fannfergi er í hesthúsahverfinu á Akureyri og hefur það gert hestamönnum erfitt fyrir með að viðra klárana og hleypa þeim. Mynd: kl Sveinn Guðmundsson. Að meðaltali störfuðu 18 menn hjá félaginu og námu launa- greiðslur 53 milljónum króna á árinu. Rekstur skipsins gekk áfallalaust. í skýrslu stjórnar kemur fram að framlegð út úr rekstri fyrir afskriftir nemi tæp- um 36 milljónum, sem er 24,6% af tekjum og með því besta sem gerist í rekstri minni ísfisktogara. Tap ársins 1989 nemur rúm- lega níu milljónum. í skýrslunni segir að veltufjárhlutfall sé orðið allt of lágt og þessu verði að breyta á árinu 1990. Það verði einungis gert með því að auka Kolbeinsey ÞH-10 aflaði á sl. ári fyrir tæpar 140 milljónir króna. verðmæti aflans eða að eigendur taki á sig að greiða aukið hlutafé til fyrirtækisins. Talið er að fyrir- tækið hafi svigrúm til að fá hærra verð fyrir aflann innanlands eða selja stærri hluta aflans fyrir hærra verð erlendis. Á miðvikudag landaði Kol- beinsey 85 tonnum af fiski á Húsavík og mun einnig landa aflanum úr næstu veiðiferð þar, en síðan mum hún sigla til Þýska- lands eftir eina ferð á karfaveið- ar. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.