Dagur - 10.03.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 10.03.1990, Blaðsíða 17
efst í huga Laugardagur 10. mars 1990 - DAGUR - 17 F Hvað er að hjá „okkar“ mönnum í Tékkó? Handbolti, handbolti, handbolti, er það sem mér er efst í huga um þessar mundir. íslenska landsliðið er að etja kaþpi við bestu handknattleikslið heims á úrslitakeppni HM í Tékkóslóvakíu og ekki er hægt að segja annað en að strákarnir „okkar'* hafi valdið vonbrigð- um. Margir handknattleikssérfræðingar hafa komið úr felum og gefið skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis í Tékkó. Mál þessi eru rædd á vinnustöðum, sund- stöðum, heimilum og annars staðar þar sem fólk kemur saman og flestir ef ekki allir vita nákvæmlega hvaö er að hjá strákunum. Nú leikir liðsins eru sýndir beint í Sjónvarpinu og því er auðvelt fyrir landann að fylgjast með því sem gerist. Bjarni Fel. hefur séð um að lýsa leikjun- um og ekki er laust við aö farið sé að gæta vonleysis hjá Bjarna og lái honum hver sem vill. En það var nú einmitt Bjarni sem átti að vera „lukkupolli" liðs- ins í keppninni og meira að segja Bog- dan þjálfari hafði lýst yfir ánægju með það að Bjarni yrði á staðnum. En það hefur ekki dugað til þessa en varla er við Bjarna að sakast í því máli. Ég er einnig að hugsa um að gerast sérfræðingur og fræða lesendur um það hvað mér finnst hafa farið úrskeiðis framar öðru. Að mínu viti að hefur stærsta vandamálið í keppninni verið markvarslan. Hvorki Guðmundur Hrafn- kelsson né Einar Þorvarðarson hafa náð sér á strik í leikjum liðsins og ekki náö að sýna neitt í líkingu við það sem t.d. Guð- mundur sýndi í leikjum liðsins hér heima skömmu fyrir keppni. Annað sem ekki hefur verið í lagi, er sóknarleikur þeirra Kristjáns Arasonar, Sigurðar Gunnarssonar og Alfreðs Gísla- sonar. Allir eru þeir lykilmenn liðsins í sókninni og á meðan þeir ekki ná sér á strik, er ekki von á góðu. Kristján og Alfreö hafa hins vegar staðið sig vel í vörninni en verið mjög mistækir í sókn- inni. Það hefur því vakið furðu margra að Bogdan skuli ekki láta þá Júlíus Jónas- son, sem sýndi snilldartakta í leikjum hér heima skömmu fyrir keþpnina og Sigurð Sveinsson, sem einnig kann ýmislegt fyrir sér í handbolta, spila meira í sókn- inni. En það hafa ekki allir leikmenn liðsins spilað undir getu, Geir Sveinsson hefur t.d. leikið mjög vel í keppninni, bæði í vörn ,og sókn og verið að mínu mati jafn- besti maður liðsins. Bjarki Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa einn- ig staðið sig vel og Þorgils Óttar hefur átt ágæta spretti. í lokin er þó rétt aö taka fram, að það er ósköp þægilegt fyrir mig og aðra að sitja heima í stofu og gagnrýna strák- ana. Ég þykist viss um að þeir hafi gert sitt besta en einhvern veginn hafa hlut- irnir ekki gengið upp, hverju svo sem um er að kenna. Kristján Kristjánsson Listamennirnir á æfingu í Davíöshúsi í vikunni. Frá vinstri: Lilja Hjaltadóttir, Margrét Bóasdóttir, Arnar Jónsson Kristinn Orn Kristinsson. Mynd: kl . jáTfH ] » f f flff * i i I$ f| 11111 lllfifj í| í' IHIi ; \ i lailj Dagskrá í Davíðshúsi nk. miðvikudags- og fimmtudagskvöld: Ljóð Davíðs og sönglög og fiðlutónlist Schuberts Næstkomandi miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.30 bæði kvöldin fiytja lista- mennirnir Arnar Jónsson, leikari, Margrét Bóasdóttir, sópran, Lilja Hjaltadóttir, fiðla, og Kristinn Örn Kristins- son, píanó, dagskrá í Davíðs- húsi á Akureyri. Tónlistarfé- lagið á Akureyri stendur fyrir dagskránni. Fjórmenningarnir flytja ljóð Davíðs skálds frá Fagraskógi og sönglög og fiðlutónlist eftir Franz Schubert. Valin hafa verið söng- lög við texta sem tengjast yrkis- efnum Davíðs. Á síðasta vetri gekkst tónlist- arfélagið fyrir ljóða- og söngdag- skrám í Davíðshúsið sem mæltust vel fyrir. Það skal tekið fram að vegna takmarkaðs húsrýmis í Davíðs- húsi er nauðsynlegt að panta miða á dagskrána. Pöntunarsími er 24234 eftir kl. 13. óþh Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. EinbýKshús! Til sölu nýtt einbýlishús á Húsavík. Skipti á húseign á Akureyri koma til greina. Upplýsingar í síma 41916. TölvusKráning! Starfsmann vantar til afleysingar í eitt ár við tölvuskráningu og ritvinnslu. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 20. mars 1990. Nánari upplýsingar fást á skattstofu umdæmisins aö Hafnarstræti 95 Akureyri. Akureyri 08.03.1990 Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. FJÓRÐUNGSSJUKRAHUSIÐ J Á AKUREYRI SJÚKRALIÐAR Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða sjúkraliða á Lyflækningadeild frá miðjum mars n.k. Um vaktavinnu er að ræða. Einnig vantar sjúkraliða í 100% dagvinnu á Geð- deild F.S.A. við Spítalaveg. í starfinu felst dagleg umsjón með hinum ýmsu þáttum deildarstarfsins, auk umönnunar vistmanna. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Ólína Torfadóttir eða hjúkrunarframkvæmdastjóri, Sonja Sveinsdóttir, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. KRISTNESSPÍTALI Hvernig væri aö breyta svolítið til og koma til starfa meö áhugasömu fólki sem er önnum kafið viö að byggja upp nýja endurhæfingardeild og endurbæta eldra húsnæði? Kristnesspítali er 10 kílómetra suður frá Akureyri í afar heillandi umhverfi. Starfsmönnum sem búsettir eru á Akureyri er séð fyrir akstri í og úr vinnu. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar. Nokkrar stöður eru lausar nú þegar, eða síðar eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til sumarafleysinga. Barnaheimili og íbúð- arhúsnæði til staðar. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-31100. Aðstoð við sjúkraþjálfun. Staða aðstoðarmanns við sjúkraþjálfun er laus frá og með 1. apríl n.k. Upplýsingargefurframkvæmda- stjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. Vantar blaðbera í Geislagötu, Eiðsvallagötu og syðri hluta Norðurgötu. iÝ Eiginmaður minn, SÉRA TRAUSTI PÉTURSSON, og móðir mín, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, verðajarðsunginn mánudaginn 12. mars kl. 13.30 frá Akureyr- arkirkju. Borghildur María Rögnvaldsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.