Dagur - 13.03.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. mars 1990 - DAGUR - 7
Bikarkeppnin í blaki:
KA-menn í úrslitin
- unnu ÍS 3:2 í æsispennandi viðureign
KA-menn tryggðu sér sæti í
úrslitum Bikarkeppninnar í
blaki karla þegar þeir sigruðu
IS 3:2 í Hagaskóla á sunnudag.
Viðureignin var æsispennandi
og ágætlega leikin af hálfu
beggja liða. KA-menn mæta
Þrótti Reykjavík í úrslitaleik
þann 7. apríl nk. en Þróttarar
lögðu Þrótt Neskaupsstað í
undanúrslitum á laugardag.
KA-menn unnu fyrstu hrinu
eftir að Stúdentar höfðu haft for-
ystuna framan af. Staðan var orð-
in 11:7 ÍS í vil þegar KA-menn
fóru í gang og unnu 15:11. í ann-
arri hrinu var jafnt 4:4 en Stúd-
entar sigu þá fratn úr og unnu
15:8. KA vann þá þriðju 15:13
eftir að Stúdentar höfðu leitt 10:5
og var þá staðan orðin 2:1.
Fjórða hrinan var æsispenn-
andi og lengi vel leit út fyrir að
KA-menn myndu vinna hana.
Þeir komust í 14:9 en Stúdentar
gáfust ekki upp og náðu að jafna
14:14 og vinna síðan 17:16. KA-
menn voru síðan yfir mest alla
síðustu hrinu og náðu að knýja
fram sigur, 15:11.
Mikil fagnaðarlæti brutust út
hjá KA-mönnum þegar úrslitin
voru ljós. Liðið átti góðan dag og
hefði átt að getað sigrað 3:1 en
taugarnar virtust bila í fjórðu
hrinunni og því þurfti að bæta
þeirri fimmtu við.
„Við áttum skilið að vinna
þetta. Stúdentar náðu ekki að
verja eins vel á vellinum og í fyrri
leikjum liðanna í vetur. Auk þess-
náðum við loks að blokka skot
Stefán Jóhannsson er nú kominn á fullan skrið eftir fingurbrotið. Hann og
félagar hans í KA stóðu sig vel uni helgina. Mynd: kl
þeirra en það hefur ekki gerst
fyrr í vetur. Mér líst vel á úrslita-
leikinn gegn Þrótti, það er góður
stígandi í þessu hjá okkur eftir
slæma byrjun í úrslitakeppn-
inni,“ sagði Haukur Valtýsson,
fyrirliði KA að leik loknum.
-bjb/JHB
Árni Antonsson, Haukur Eiríksson og Sveinn Traustason.
Mynd: HB
Lambagangan:
Öruggt hjá Hauk og Sigurði
Haukur Eiríksson og Sigurður
Aðalsteinsson sigruðu örugg-
lega í Lambagöngunni sem
fram fór um helgina. Reyndar
var ekki um eiginlega Lamba-
göngu að ræða þar sem horfíð
var frá því að ganga inn að
Lamba þar sem snjór var svo
mikill og mjúkur í Glerárdaln-
um að ekki þótti ráðlegt að
leggja þar braut nenta mcð
snjótroðara. Má því scgja að
áætluninni liafí verið breytt
vegna snjóþyngsla. Gangan fór
því fram í Hlíðarfjalli og vorn
gengnir 15 km, 10 styttra en til
stóð, þar sent talið var að það
myndi auka þátttöku. 16
manns tóku þátt í göngunni
auk 19 trimmara sem gengu án
tímatöku.
Karlar 17-34 ára:
1. Haukur Eiríksson Akureyri 48:06
Handknattleikur/3. deild:
Völsungar skrefinu nær
annarri deildinni
2. Árni Antonsson Akureyri 53:15
3. Sveinn Traustason Fljótum 55:30
Karlar 35-49 ára:
1. Sigurður Aðalsteinsson Ak. 52:20
2. Sigurður Bjarklind Akurcyri 55:54
3. Teitur Jónsson Akureyri 61:19
Þá bcr að gcta scx ungra
göngumanna frá Ólafsfirði sem
kepptu í Lambagöngunni cn voru
of ungir til að árangur þéirra
reiknaðist í Islandsgöngunni.
Piltar 14-16 ára:
1. Kristján Hauksson Ólafsíirði 55:37
2. BjartmarGuðmundss. Ólafsf. 55:42
3. Ásgrímur S. Þorst.son Ólafsf. 56:02
Lyftingar:
Tryggvi í flórða
sæti á Möltu
- íslenska liðið sigraði í stigakeppninni
Tryggvl Heimisson úr Lyft-
ingafélagi Akureyrar fór
nýlega með íslenska landslið-
inu til Möltu og tók þar þátt í
Evrópumeistaramóti smáríkja
í lyftingum. Tryggvi hafnaði í
4. sæti á mótinu auk þess sem
hann var í sigursveit Islands í
stigakeppninni. Fimm manna
Iið tók þátt í mótinu fyrir
Islands hönd.
Tryggvi, sem er 18 ára gamall
Akureyringur, keppti í 75 kg
flokki. Hann lyfti 100 kg í snörun
og 112,5 kg í jafnhöttun eða
212,5 kg samanlagt. Tryggvi
sagðist í stuttu spjalli við blaðið
vcra ánægður enda væri þetta
hans besti árangur hingað til. Það
næsta sem væri á dagskrá hjá
honum væri íslandsmót fullorð-
inna sem fram fer í Reykjavík í
lok mánaðarins.
- sigruðu Ármann-b 29:20 og nægir nú jafntefli gegn Fram-b
Völsungar sigruðu Ármann-b
29:20 þegar liðin mættust á
Húsavík á laugardag. Sigur
Völsunga var öruggur en liðinu
gekk þó illa að hrista Ármenn-
ingana af sér. Liðið mætir
Fram-b á Húsavík á föstudag-
inn og verður það hreinn úr-
slitaleikur um sæti í 2. deild-
inni en liðin hafa nú bæði tap-
að þremur stigum. Völsungar
unnu fyrri leik liðanna 26:20
Staðan
3. deild
b-riðill
Völsungur 15 13-1- 1401:296 27
Fram-b 13 11-1- 1 397:305 23
ÍH 14 7-2- 5 342:298 16
Fylkir 14 7-1- 6 353:356 15
UBK-b 13 6-1- 6 311:328 13
Grótta-b 11 4-1- 6 245:260 9
Ármann-b 12 3-1- 8 294:345 7
Reynir 11 2-0- 9 246:321 4
Ögri 11 o-o-: 11 238:318 0
og nægir því jafntefli en Fram-
arar þurfa sigur. „Ég er
hræddur við þann leik. Þetta
verður mjög erfitt og við þurf-
um á öllu okkar að halda til að
ná sigri. En við eru ákveðnir í
að halda þessu áfram, okkur
líður vel svona. Það er
skemmtileg tilfínning að
sigra,“ sagði Arnar Guðlaugs-
son, þjálfari Völsungs.
Völsungar náðu strax undir-
tökunum gegn Ármenningum
sem börðust þó hetjulega og voru
aldrei langt undan. Munurinn var
lengst af 3-4 niörk og varð aldrei
minni en tvö nrörk. Það var ekki
fyrr en í lokin sem draga fór í
sundur með liðunum og sem fyrr
segir var munurinn orðinn 9
mörk þegar upp var staðið.
Leikur þessi var bæði skemmti-
legur og ágætlega leikinn. Þeir
Haraldur Haraldsson, Jónas
Grani og Ásmundur Arnarsson
áttu allir góðan dag í liði
Völsungs.
Dómarar voru Stefán Arnalds-
son og Guðmundur Lárusson og
dæmdu þeir vel.
Mörk Völsungs: Haraldur Haraldsson
8, Arnar Bragason 6, Jónas Grani 6,
Asmundur Arnarsson 5, Jón Höskulds-
son 2, Tryggvi Guðmundsson 1 og Jó-
hann Pálsson 1.
Mörk Ármanns-b: Brynjar Einarsson
5, Þorvaldur Ingimundarson 5, Árni
Sveinn Pálsson 4, Sigurður Ragnar
Eyjólfsson 3, Kristján Haukur Kristjáns-
son 2 og Hilmar Þórlindsson 1.
Jónas Grani átti góðan leik gegn
Ármanni-b og skoraði 6 mörk.
Tryggvi Heimisson stóð sig vel með íslenska landsliðinu á Möltu.