Dagur - 13.03.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 13.03.1990, Blaðsíða 11
hér & þor Furstasonurinn ungi á hótelinu í Stuttgart á mcöan á „megrunarkúrnuin“ stóð. Þriðjudagur 13. mars 1990 - DAGUR - 11 EVROPA Akureyringar Upplýsingafundur um Evrópska efnahagssvæðið, EES Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, þriðjudag 13. mars, kl. 21.00. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. Upplýsingadeild. ORÐSENDING UM LEIÐRÉTTINGU A VERÐBÓTUM Á SKYLDUSPARNAÐI Furstasonur í „ströngum“ megrunarkúr - kúrinn stóð í átta mánuði en kappinn lagði ekki af um eitt kg! Þegar 19 ára gamall Saudi- Arabi var orðinn 225 kg að þyngd ákváðu foreldrar hans að láta hann dvelja á hóteli í Stuttgart og hitta sérfræðinga í von um að hann myndi leggja af. Þau voru ekkert að horfa í kostnaðinn enda faðirinn olíu- fursti og vel efnaður. Sonurinn byrjaði morguninn á því að ganga til sérfræðinga og lofa þeim öllu fögru. Því næst pantaði hann ógrynnin öll af mat upp í svítuna sína og hélt „partý“. Svona gekk þetta í átta mánuði og eini árangurinn, ef einhver var, voru nokkrar auka- fellingar. Hann stundaði mat- sölustaði út um alla borg og sendi yfirleitt aðstoðarmenn til að athuga hvort allir stólar á staðn- um væru öruggir. Ef hann þurfti á salerni, varð hann að nota sal- erni ætlað fötluðum, vegna gífur- legs ummáls síns. Á einum veit- ingastað voru 12 manneskjur að fá sér að borða ósköp venjulega máltíð. Svo þegar furstasonurinn pantaði hjá þjóninum, bað hann um það sama og þessar 12 mann- eskjur þ.e. jafnstóran skammt og þær allar til samans og hann klár- aði hann á mettíma, 6 mínútum og 35 sek. Eftir 8 mánuði áttaði hann sig á því að þessir læknar hjálpuðu honum ekki neitt. Svona til gamans má taka það fram að hann eyddi samanlagt 60 millj. ísl. króna á þessum átta mánuðum. 5 milljónir fóru í hót- elsvítuna, 30 milljónir í mat og skemmtanalíf. 15 milljónir fóru í bílinn og þjónustuna. Loks kost- aði „læknismeðferðin“ 10 millj- ónir króna. Höf.: I.S., E.I.J. og J.G.P., nemendur í Hrafnagilsskóla í starfskynningu. Vinningstölur laugardaginn 10. mars ’90 11)Í^P 17 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 818.041,- A OÚS,.Æi. dím 4af5^j3. 9 47.374,- 3. 4af5 149 4.936,- 4. 3af 5 5.182 i cö co Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.331.195,- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga sem búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957 til l.júlí 1980, eru hér með hvattir til að kanna í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir. Allar leiðréttingar til þeirra, sem áttu skráð heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar- greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis og sem látið er. í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum. Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til 1. júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu skyldusparnað umrætt tímabil. Upplýsingasímar eru 696946 og 696947 kl. 10-12 virka daga. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar*SSÍ 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.