Dagur - 13.03.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 13. mars 1990
íþróttir
Oldham ósigrandí á heimavelli
Það var mikið um að vera í
Ensku knattspyrnunni um
helgina og hart barist bæði í
deild og FA-bikarnum. Þrír
leikir fóru fram í 6. umferð
bikarsins, auk leiks úr 5.
umferð sem var óútkljáður.
Af þeim sökum voru aðeins
leiknir se\ leikir í 1. deild, en
aðeins einum leik varð að
fresta í 2. deild. Þá eru það
leikir laugardagsins.
FA-bikarinn
Oldham og Everton mættust í
þriðja sinn í 5. umferð, en tveim
fyrri leikjum liðanna hafði lokið
með jafntefli. Oldham er nánast
ósigrandi á gervigrasvelli sínum
og Everton fékk að kenna á því.
Tony Cottee náði þó forystu fyrir
Everton á 12. mín. eftir góða
sendingu frá Neil McDonald sem
átti eftir að koma mikið við sögu.
Fyrir leikhlé náði Roger Palmer
að jafna leikinn fyrir Oldham er
hann komst inní slaka sendingu
McDonald til markvarðar síns.
Ekki tókst liðunum að skora í
síðari hálfleik og leikurinn var
því framlengdur. Strax á 3. mín.
framlengingar náði Oldham að
skora sigurmarkið, McDonald
braut þá á Ian Marshall sem
Everton seldi til Oldham og hann
skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni.
C. Palace áfram í bikarnum - Aston Villa á toppinn
*
Urslit
FA-bikarinn 5. umferð endur-
tekinn jafnteflisleikur. Oldhum-Everton 2:1
FA-bikarinn 6. umferð. Cambridge-Crystal Palace 0:1
Q.P.R.-Liverpool 2:2
Sheflleld Utd.-Man. Utd. 0:1
1. deild
Aston Villa-I.uton 2:0
Chelsea-Norwich 0:0
Manchester City-Arsenal 1:1
Nottingham For.-Coventry 2:4
Southampton-Derby 2:1
Tottenham-Charlton 3:0
2. deild
Blackburn-W.B.A. 2:1
Bradford-Stoke City 1:0
Hull City-Middlesbrough 0:0
Ipswich-Brighton 2:1
Oxford-Leeds Utd. 2:4
Plymouth-Swindon 0:3
Port Vale-Bourncmouth 1:1
Sundcrlund-Leicester 2:2
Watford-Newcastle 0:0
West Ham-Portsmouth 2:1
Wolves-Barnsley 1:1
Úrslit í vikunni.
Deildabikarinn undanúrslit,
síðari leikur. West Ham-Oldham 3:0
FA-bikarinn, 5. urnferð endurtekinn jafnteflisleikur.
ShefTield Utd.-Barnsley 1:0
1. deild
Arsenal-Nottingham For. 3:0
Luton-Coventry 3:2
2. deild
Bournemouth-Oxford 0:1
Portsmouth-Wolves 1:3
Stoke City-Ipswich 0:0
Swindon-Bradford 3:1
Brighton-Plymouth 2:1
Leeds Uld.-Port Vale 0:0
Middlesbrough-Watford 1:2
Newcastle-Hull City 2:0
Oldham hefði hæglega geta bætt
við fleiri mörkum, en liðið mætir
nú Aston Villa á heimavelli á
miðvikudag. Oldham er þegar
komið í úrslit Deildabikarsins og
gæti hæglega komist í úrslit FA-
bikarsins, þá á liðið möguleika á
að vinna sæti í 1. deild, sannar-
lega glæsilegur árangur.
Hetjuleg barátta Cambridge
sem er um miðbik 4. deildar hef-
ur vakið mikla athygli. En liðið
varð þó að láta í minni pokann
gegn 1. deildarliði Crystal Palace
í 6. umferð á heimavelli sínum,
en voru hylltir í leikslok af áhorf-
endum seni kunnu vel að meta
góða frammistöðu sinna manna.
Liðið lék vel og framherjarnir
Dion Dublin og John Taylor voru
vörn Palace hættulegir strax í
upphafi. Taylor skaut naumlega
framhjá og Nigel Martin í marki
Palace varði naumlega frá
Dublin. En leikmenn Palace
sóttu í sig veðrið í síðari hálf-
leiknum og á 77. mín. kom sigur-
mark liðsins sem fleytti liðinu í
undanúrslit. Fyrirliði Palace
Geoff Thomas skoraði með skoti
úr þvögu sem markvörður
Cambridge áttaði sig ekki á.
Dublin skaut síðan yfir af stuttu
færi með síðustu spyrnu leiksins,
þannig að I. deildarliðið þurfti
sannarlega að hafa fyrir hlutun-
um.
1. deild
Aston Villa náði að nýju efsta
sæti 1. deildar, nýtti sér tækifærið
þar sein Liverpool var upptekið í
bikarnum og sigraði Luton
örugglega á heimavelli. Petta var
kæ,rkominn sigur hjá Villa sem
hafði verið í nokkurri lægð að
undanförnu. Tony Daley skoraði
í fyrri hálfleik eftir mikinn ein-
leik, þar sem hann flaug yfir
tæklingar þriggja varnarmanna
Luton á leið sinni í gegnum vörn-
ina. David Platt bætti öðru marki
Villa við í síðari hálfleiknum og
gulltryggði þar með sigur liðsins.
Chelsea og Norwich urðu að
gera sér markalaust jafntefli að
góðu, en Chelsea hefur örugg-
lega ætlað sér stærri hlut úr leikn-
um eftir góða leiki að undan-
förnu.
Arsenal náði ekki að fylgja eft-
ir sigrinum gegn Forest í vikunni,
er liðið mætti Man. City á útivelli
og varð að láta sér lynda jafntefli.
David White náði raunar forystu
fyrir City í fyrri hálfleik og það
Tony Daley, hinn frábæri úthcrji,
skoraði fyrra mark Aston Villa gegn
Luton.
var ekki fyrr en í þeim síðari að
Brian Marwood tókst að jafna
fyrir Arsenal og tryggja liðinu
stig. City hefði ekki veitt af öllum
stigunum í fallbaráttunni sem lið-
ið á nú í.
Þorvaldur Örlygsson og félagar
hans hjá Nottingham For. urðu
að þola tvö töp í sömu vikunni,
fyrst gegn Arsenal og síðan gegn
Coventry á laugardag. Coventry
náði þar fram nokkrum hefnd-
um, en eins og menn muna sló
Forest liðið úr Deildabikarnum í
undanúrslitum fyrir skömmu.
Það bjuggust þó fæstir við því að
Forest myndi tapa á heimavelli
gegn Coventry, en það fór á ann-
an veg og Coventry komst í 4:0.
Kevin Gallacher, David Speedie
tvö og Kevin Drinkell skoruðu
fyrir Coventry áður en þeir
David Currie og Brian Laws lög-
uðu aðeins stöðuna fyrir Forest.
Southampton vann góðan sigur
gegn Derby eftir markalausan
fyrri hálfleik. Rodney Wallace og
Matthew Le Tissier skoruðu fyrir
liðið snemma í síðari hálfleik, en
Dean Saunders skoraði eina
mark Derby skömmu síðar.
Tottenham sigraði nágranna
sína Charlton nokkuð örugglega
3:0. Tottenham mátti þó kallast
heppið að hafa yfir í hálfleik með
marki John Polston, en í síðari
hálfleiknum lék liðið betur og
þeir Gary Lineker og David
Howells bættu við mörkum fyrir
liðið.
2. deild
• Leeds Utd. hcfur gengið allt í
óhag undanfarnar vikur og lengi
leit út fyrir að ófarirnar héldu
áfram er liðið var undir 2:0 í hálf-
Man. Utd. stefnir á Wembley
- Liverpool og Q.P.R. mætast að nýju
Tveir leikir fóru fram í 6.
umferð FA-bikarkeppninnar á
sunnudag ug að þeim loknum
var dregið um hvaða lið mæt-
ast í undanúrslitum keppninn-
ar, en þeir leikir fara fram á
hlutlausum velli.
Q.P.R. og Liverpool léku stór-
skemmtilegan leik þar sem
Liverpool átti fyrstu 20 mín., en
síðan komst heimaliðið inn í leik-
inn og eftir hálftíma leik náði
Ray Wilkins forystu fyrir liðið
eftir að Bruce Grobbelaar hafði
misst frá sér fyrirgjöf. Eftir 10
mín. leik í síðari hálfleik jafnaði
John Barnes með glæsilegri auka-
spyrnu fyrir Liverpool og liðið
lék nú eins og það gerir best, en
David Seaman í marki Q.P.R.
var í miklu stuði.
Eftir sjaldséð mistök Paul
Parker í vörn Q.P.R. tókst Gary
Gillespie að leggja upp mark fyrir
Ian Rush, en Q.P.R. tókst að
jafna 7 mín. fyrir leikslok er
Simon Barker braust í gegnum
vörn Liverpool og skoraði af
öryggi. Liðin verða því að mætast
að nýju á miðvikudag, þá á An-
field og ætti Liverpool að sigra í
þeim leik.
Manchester Utd. heldur áfram
sigurgöngu sinni í bikarnum þrátt
fyrir að liðið hafi leikið á útivelli
í hverri untferð.
Á sunnudag sótti Utd. lið
Sheffield Utd. heim, en Sheffield
liðið er sem kunnugt er eitt besta
lið 2. deildar. Manchester liðið
var vel að sigrinum komið, lék af
miklu öryggi og heimamenn
sköpuðu sér lítið af góðum mark-
tækifærum í leiknum. Sigurmark-
ið kom eftir 30 mín. leik, Danny
Wallace tók þá hornspyrnu sem
Gary Pallister skallaði áfram til
Brian McClair og honum tókst að
hnoða boltanum í markið eftir að
hafa „kiksað" í fyrstu tilraun.
Ekki glæsilegt mark, en gífurlega
mikilvægt fyrir Utd. og ekki hvað
síst framkvæmdastjórann Alex
Ferguson.
Að leikjunum loknum var
dregið til undanúrslit og þá leika
saman annars vegar Manchester
Utd. gegn Oldham eða Aston
Villa og hins vegar núverandi
bikarmeistarar Liverpool eða
Q.P.R. gegn Crystal Palace.
Þ.L.A
Ian Rush og Paul Parker verða að mætast að nýju á miðvikudag og fæst þá
væntanlega úr því skorið hvor mætir Crystal Palace í undanúrslitum.
leik gegn Oxford þar sem John
Durnin og Paul Simpson höfðu
skorað fyrir heimaliðið. En í síð-
ari hálfleik vaknaði Leeds Utd.
loks til lífsins, Lee Chapman
minnkaði munin um miðjan síð-
ari hálfleik og undir lok leiksins
tóku leikmenn Leeds Utd. öll
völd á vellinum, bættu við þrem
mörkum og unnu óvæntan sigur
4:2.
• Swindon undir stjórn Ossie
Ardiles er á miklu flugi og er nú
komið í annað sætið. Liðið sigr-
aði Plymouth auðveldlega á úti-
velli 3:0 með mörkum Steve
White sem skoraði tvö og Dunc-
an Shearer. Swindon ætlar sér
greinilega að vinna sæti í 1. deild.
• Mark Atkins og Nicky Reid
skoruðu mörk Blackburn gegn
einu marki Tony Ford fyrir
W.B.A.
• Middlesbrough gerði marka-
laust jafntefli gegn Hull City, en
Bruce Rioch stjóri Middles-
brough var látinn taka pokann
sinn í vikunni.
• John Wark og Simon Milton
skoruðu fyrir Ipswich gegn
Brighton, en Dean Wilkins gerði
mark Brighton.
• Newcastle gerði aðeins marka-
laust jafntefli gegn Watford og
missti þar tvö dýrmæt stig.
• Malcolm Allen og Julian
Dicks skoruðu fyrir West Ham í
sigrinum gegn Portsmouth og
West Ham virðist nú vera að
sækja í sig veðrið eftir slaka
byrjun.
• Wolves missti af sigri í síðari
hálfleik gegn Barnsley eftir að
Steve Bull hafði náð forystu fyrir
liðið í fyrri hálfleiknum. Þ.L.A.
Staðan:
í . deild
Aston Villa 28 17- 4- 7 45:27 55
Liverpool 27 15- 8- 4 51:23 53
Arsenal 28 14- 5- 9 42:28 47
Nott. Forest 28 12- 7- 9 40:31 43
Chelsea 29 11-10- 8 44:40 43
Coventry 28 13- 4-11 32:37 43
Southampton 28 11- 9- 8 55:47 42
Tottenham 29 12- 6-1142:36 42
Norwich 28 10- 9- 9 30:31 39
Derby 27 11- 5-12 34:26 38
Wimbledon 27 9-11- 7 34:29 38
Everton 26 11- 5-10 35:34 38
Q.P.R. 26 9- 9- 8 29:26 36
Sheff. Wed. 29 8- 9-12 24:37 33
Crystal Palace 27 9- 6-1232:50 33
Man. Utd. 27 8- 7-12 34:37 31
Man. City 28 7- 8-13 31:43 29
Luton 29 6-11-12 32:45 29
Millwall 28 5- 9-14 33:42 24
Charlton 29 5- 8-16 23:41 23
2. deild
Leeds Utd. 34 18-10- 6 59:38 64
Swindon 34 17- 9- 8 65:44 60
Sheff. Utd. 31 16-11- 4 48:31 59
Newcastle 33 14-12- 7 59:40 54
Wolves 34 14-11- 9 54-46 53
Oldliam 31 13-12- 6 47:36 51
Blackburn 34 12-14- 7 58:48 50
Sunderlund 33 12-13- 8 51:50 49
Ipswich 32 12-11- 9 46:46 47
West Ham 32 12-10-10 44:38 46
Port Vale 34 11-13-10 44:40 46
Oxford 33 13- 7-13 46:44 46
Watford 33 11-10-12 41:38 43
Bournemouth 3411-10-1348:5343
Leicester 33 11-10-12 46:52 43
Brighton 33 11- 6-16 41:45 39
Portsmouth 33 7-13-13 43:51 37
W.B.A. 33 8-12-13 51:52 36
Middlesbr. 34 9- 9-16 39:49 35
Hull 33 7-14-12 37:47 35
Plymouth 32 9- 7-16 45:47 34
Bradford 34 7-12-15 37:49 33
Barnslcy 32 7-10-15 32:57 31
Stoke 34 5-13-16 26:47 28