Dagur - 13.03.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 13. mars 1990
fþróttir
Una ráðin
ritstjóri
Skinfaxa
Una María Óskarsdóttir frá Laugum í S-
Þingeyjarsýslu hefur verið ráðin ritstjóri
Skinfaxa, málgagns Ungmennafélags ís-
lands, og Fréttabréfs UMFÍ. Hún er fyrsta
konan sem er ráðin ritstjóri Skinfaxa en
blaðið hefur komið út í 80 ár.
Una er fædd 19. september 1962. Hún
varð stúdent frá Menntaskólanum við
Hamrahiíð árið 1983 og hefur lagt stund á
lögfræði. Hún þekkir starfsemi ungmenna-
félaganna vel og hefur starfað á skrifstofu
UMFÍ í rúmlega ár.
Skinfaxi hefur verið gefinn út óslitið í 80
ár og flytur fréttir af starfi ungmennafélag-
anna til hinna 40 þúsund félagsmanna um
allt land. í Skinfaxa eru birtar greinar um
þau málefni sem hreyfingin leggur áherslu
á, þ.e.a.s. skógræktarmál, umhverfismál,
íslenskan iðnað, félagsmál og önnur mikil-
væg málefni sem varða alla landsmenn.
Una María hefur aðsetur á skrifstofu
UMFÍ á Öldugötu 14 í Reykjavík.
Arsenal-
klúbburirai
til London
Arsenal klúbburinn á íslandi hyggst standa
fyrir knattspyrnuferð til London föstudag-
inn 27. apríl til fimmtudagsins 3. maí.
Þetta verður sjöunda ferð klúbbsins á jafn
mörgum árum og er því orðinn fastur liður
í starfi hans. Farið verður á tvo leiki með
Arsenal á Highbury, þann fyrri gegn
Millwall og þann seinni gegn Southampton.
Einnig verður haldið á Wembley sunnu-
daginn 29. apríl og fylgst með Þorvaldi
Örlygssyni og félögum. Hægt verður aö
gera ýmislegt fleira ef áhugi er fyrir hcndi.
Gist verður á White House hótelinu í mið-
borg London.
Upplýsingar um tilhögun ferðarinnar
eru gefnar í síma 98-22499 á kvöldin eða á
ferðaskrifstofunni Ratvís í síma 91-
641522.
íþróttasamband fatlaðra:
Leiðbeinenda-
námskeið í
vetraríþróttum
íþróttasamband fatlaðra mun gangast
fyrir lciöheincndanámskciöi í vetrar-
íþróttum fatlaðra á Vetraríþróttahátlð
I.S.Í sem fram fer á Akureyri dagana
23. mars til 1. apríl nk. Áætlað er að
námskeiðið hefjist kl. 20.00 föstudag-
inn 23. mars og því Ijúki seinni hluta
mánudagsins 26. mars.
Á námskeiðinu verður megináhersla
lögð á að kenna notkun sleða fyrir hreyfi-
hamlaða og að kenna einfættum að skíða á
einu skíði. Námskeiðið verður bæði bók-
legt og verklegt og rnunu þátttakendur fá
tækifæri til að vinna með fötluðum ein-
staklingum síðari hluta námskeiðsins.
Þátttökugjald verður kr. 3000 og greið-
ist það í upphafi námskeiðsins. Innifalið í
því er kennsla, kennslugögn og ferðir frá
rniðbæ Akureyrar og upp í Hlíðarfjall.
Tilkynna þarf þátttöku á námskeiðið til
skrifstofu fþróttasambands fatlaðra,
íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykja-
vík, fyrir föstudaginn 17. mars. Síminn á
skrifstofunni er 91-83377 og eru þar gefnar
allar nánari upplýsingar um námskeiðið.
HM í handknattleik lokið:
Islendingar ekki lengur í
hópi þeirra bestu í heimi
Draumur íslenska landsliðsins
um sæti á næstu Ólympíuleik-
um er úr sögunni eftir að liðið
tapaði illa fyrir Frökkum á HM
í handknattleik á laugardags-
— liðið átti ótrúlega slakan leik er það tapaði 23:29 fyrir Frökkum
Bogdan Kowalczyk er hættur með
landsliðið.
morgun. Að auki eru fréttir
um að liðið hafí tryggt sér sæti
í A-keppninni í Svíþjóð úr
lausu Iofti gripnar og Ijóst er
að liðið leikur í B-keppninni
eftir tvö ár. Eftir að hafa unnið
frækinn sigur á A-Þjóðverjum
í síðasta leiknum í milliriðli
héldu margir að liðið væri
komið á beinu brautina á ný en
það var greinilega misskilning-
ur. Frakkar unnu sanngjarnan
sigur, voru hreinlega betri á
flestum sviðum handboltans og
með leikgleðina í fyrirrúmi
rúlluðu þeir okkar mönnum
upp. Lokatölurnar urðu 29:23
og verður þessi síðasti Ieikur
að teljast táknrænn fyrir gengi
íslenska Iiðsins á mótinu en
það endaði 110. sæti.
Leikurinn á laugardag var jafn
framan af en greinilegt var að
íslenska liðið lék ekki eins og það
best getur. Leikgleðin var engin
og taugaóstyrkurinn greinilega
mikill. Varnarleikurinn var
hreint ótrúlega slakur og Frakkar
áttu ekki í miklum erfiðleikum
með að ganga í gegnum íslensku
vörnina. Upp úr miðjum fyrri
hálfleik fór að draga í sundur
með liðunum og staðan í leikhléi
var 15:11 Frökkum í vil.
fslendingar virtust til alls lík-
legir í upphafi síðari hálfleiks og
náðu að minnka muninn í eitt
mark. Lengra komust þeir hins
vegar ekki og þegar leið á leikinn
vissu allir að draumurinn um sig-
ur myndi ekki rætast. Óþarfi er
að rekja gang mála frekar, niður-
staðan varð 6 marka tap og má
þakka fyrir að það varð ekki
stærra.
Það er ekki gott að telja upp
það sem „klikkaði" hjá íslenska
liðinu í þessum leik. Mun fljót-
legra er að telja það sem var í
lagi. Kristján Arason náði sér nú
loksins á strik og þrátt fyrir að
hann hafi oft leikið betur var
þetta besti leikur hans í keppn-
inni. Markvarslan var á köflum
ágæt hjá Guðmundi og er sorg-
legt að liðið lék sinn versta leik
einmitt þegar hún var að komast
í lag.
Pað er ljóst að breytingar
verða á málefnum landsliðsins
eftir þessa keppni. Bogdan hefur
lýst því yfir að hann sé hættur og
verður að telja það viturlega
ákvörðun. Ljóst er að einhverjir
leikmenn hafa sagt sitt síðasta
orð en ekki er endanlega ákveðið
hverjir það verða. En það þýðir
ekki að gráta það sem liðið er.
Vonandi snúa landsmenn ekki
baki við þessum fræknu íþrótta-
mönnum því án stuðnings þeirra
kemst ísland ekki í hóp þeirra
bestu á ný.
Mörk Islands: Kristján Arason 7,
Alfreð Gíslason 5/4, Júlíus Jónasson 3/1,
Bjarki Sigurðsson 3, Þorgils Óttar
Mathiesen 2, Sigurður Gunnarsson 2 og
Héðinn Gilsson 1.
Mörk Frakklands: Volle 8, Debureau
7, Perreaux 6, Portes 3, Mahe 2, Stoeckl-
in 1, Hager 1 og Richardson 1.
Úrvalsdeildin í blaki karla:
KA-menn í erfiðleikmn
með HK-inga
Særún Jóhannsdóttir stóð sig vel gegn UBK. Það dugði þó ekki til og liðið
hefur enn ekki hlotið stig í úrslitakeppninni.
Úrvalsdeildin í blaki kvenna:
KA-stúlkur áttu
ekki möguleika
- gegn UBK
KA-menn halda enn í vonina
um íslandsmeistaratitilinn í
blaki karla eftir 3:2 sigur á HK
í Kópavogi á laugardag.
Leikurinn var mjög jafn og
spennandi og KA-menn þurftu
svo sannarlega að hafa fyrir
sigrinum á skcmmtilegu liði
HK. Möguleikar liðsins velta
nú á því að það sigri í þeim
tveimur leikjum sem það á eft-
ir og einnig að Stúdentar sigri
Þrótt Reykjavík á miðvikudag-
inn. Liðin þrjú yrðu þá jöfn að
stigum og þyrftu að leika sér-
staklega um titilinn.
KA-menn unnu fyrstu hrinu
17:15. Þeir komust í 10:6 en HK
náði að jafna 11:11 og komust
yfir 12:11 en KA-menn voru
sterkari á endasprettinum. Önn-
ur hrinan var enn jafnari. HK
byrjaði betur og komst í 6:1 en
KA-menn jöfnuðu. HK-ingar
gáfust þó ekki upp og unnu
16:14. I þriðju hrinu voru KA-
mönnum vægast sagt mislagðar
hendur og HK vann 15:5 en KA
vann síðan fjórðu hrinuna 15:12
og þá síðustu einnig 15:12 eftir að
hafa haft forystuna nálega allan
tímann.
Viðureignin var mjög spenn-
andi og ágætlega leikin af hálfu
beggja liða ef þriðja hrinan er
undanskilin hjá KA. HK-ingar
voru frískir og sigur KA langt frá
því að vera öruggur. -bjb/JHB
KA-mótið:
Sverrir
og Hildur
sigruðu
Sverrir Rúnarsson Þór og
Hildur Þorsteinsdóttir KA
sigruðu á KA-mótinu í svigi
13-14 ára sem fram fór í Hlíð-
arfjalli á sunnudag. 24 þátttak-
endur mættu til leiks. Úrslitin
urðu sem hér segir:
Piltar:
1. Sverrir Rúnarsson Þór 1:25.87
2. Alexander Kárason Pór 1:29.21
3. Magnús Magnússon KA 1:30.07
4. Magnús Lárusson Pór 1:30.83
5. Elvar Óskarsson Þór 1:31.49
Stúlkur:
1. Hildur Þorsteinsdóttir KA 1:30.18
2. Þórey Árnadóttir Þór 1:31.22
3. Helga B. Jónsdóttir KA 1:33.54
4. Fjóla Bjarnadóttir Þór 1:35.81
5. Þrúður Gunnarsdóttir KA 1:43.50
KA-stúlkur áttu ekki mikla
möguleika þegar þær mættu
Breiðabliki í úrslitakeppninni í
blaki kvenna í Digranesi á
laugardag. Breiðabliksliðið
hafði þó nokkra yfírburði og
vann sannfærandi sigur, 3:0.
KA-stúlkurnar héldu jöfnu
fyrstu mínúturnar í fyrstu hrinu
eða þar til staðan var orðin 4:4.
Þá náði Breiðablik yfirhöndinni
og komst í 11:5 og vann síðan
15:7. í annarri hrinu hafði
Breiðablik síðan mikla yfirburði
og komst í 10:0 en lokatölurnar
urðu 15:5. KA-stúlkur hresstust
aðeins í síðustu hrinunni en það
dugði ekki til og Breiðablik vann
þá hrinu 15:11.
KA-liðið átti slakan dag að
þessu sinni. Særún Jóhannsdóttir
átti þó ágætan dag en aðrar náðu
sér ekki á strik. -bjb/JHB
Staðan
Karlar:
ís 4 3-1 9: 6 6
Þróttur R. 4 3-1 9: 6 6
KA 4 2-2 9: 8 4
HK 4 0-4 5:12 0
Konur:
UBK 4 3-1 11:6 6
ÍS 4 3-110:6 6
Víkingur 3 1-2 6:6 2
KA 3 0-3 2:9 0
Sverrir Rúnarsson sigraði á KA-mótinu um helgina.