Dagur - 27.03.1990, Side 4

Dagur - 27.03.1990, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 27. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vetraríþrótta- hátíð á Akureyri Vetraríþróttahátíð íþróttasambands íslands var sett við hátíðlega athöfn á Akureyri síðastliðinn föstudag. Hátíðin er sú þriðja í röðinni og án efa sú glæsilegasta hingað til, enda hefur verið mjög til hennar vandað á allan hátt. Vetraríþróttahátíðin er sem fyrr haldin á Akureyri og er það vel við hæfi því höfuðstaður Norðurlands hefur fyrir löngu unnið sér sess sem miðstöð vetraríþrótta á landinu. Sam- hentur hópur hefur staðið að undirbúningi hátíðar- innar undir öruggri handleiðslu vetraríþróttahátíð- arnefndar og hafa allir sem hlut eiga að máli unnið gott starf. Ekki síst er framlag Akureyrarbæjar til hátíðarinnar stórt en starfsmenn bæjarins hafa lagt nótt við dag að undirbúa þau svæði sem nota þarf undir hina ýmsu dagskrárliði hátíðarinnar. Þrátt fyrir mikinn undirbúning og ítarlegt skipu- lag raskaðist dagskrá Vetraríþróttahátíðarinnar mjög fyrstu dagana. Það voru veðurguðirnir sem settu þetta strik í reikning mótshaldara og hefur þegar þurft að fresta og færa til fjölmarga dagskrár- liði. Slíkt er ávallt gremjulegt en ekkert við því að gera enda allra veðra von á þessum árstíma. Von- andi viðrar skaplegar á mótsgesti þessa viku svo hægt verði að ljúka íþróttahátíðinni með sómasam- legum hætti. íþróttasamband íslands gengst fyrir íþróttahátíð- um sem þessari á tíu ára fresti. Sú hefð hefur skap- ast að halda vetraríþróttahátíðina á Akureyri en sumaríþróttahátíð í Reykjavík sama ár og hefur þetta fyrirkomulag gefið góða raun. Tilgangur íþróttasambandsins með hátíðunum er tvíþættur. Annars vegar að kynna starfsemi íþróttasam- bandsins með því að bjóða upp á sýnishorn af sem flestum íþróttagreinum sem stundaðar eru hér á landi og kynna aðrar sem hægt væri að stunda hér. Hins vegar er tilgangurinn sá að vekja athygli almennings á ýmsum greinum sem auðvelt er fyrir fólk að stunda til að auka vellíðan og heilbrigði og hvetja til aukinnar þátttöku í íþróttum. Þessi mark- mið hafa skipuleggjendur hátíðarinnar á Akureyri haft að leiðarljósi. Þannig stendur hátíðin yfir í fleiri daga nú en áður og dagskráin er skipulögð með það fyrir augum að fá sem flesta til að taka virkan þátt í því sem fram fer. Þetta er veigamikil áherslu- breyting frá fyrri íþróttahátíðum, þar sem jafnan hefur verið lögð mest áhersla á eiginlega keppni. Fullyrða má að þessi breyting sé til batnaðar. í ávarpi sínu í mótsblaði vetraríþróttahátíðarinn- ar kemst Sveinn Björnsson, forseti íþróttasam- bands íslands, svo að orði: „Um gildi íþróttahátíð- anna þarf enginn að efast. Þær hafa opnað augu margra fyrir gildi íþrótta og sýnt fram á hve veiga- mikið og margþætt starf starf íþróttahreyfingarinn- ar á íslandi er.“ Undir þau orð skal tekið. Dagur hvetur sem flesta til að taka virkan þátt í dagskrá Vetraríþróttahátíðarinnar nú. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og tímanum verður vart betur varið. Eða eins og máltækið segir: „Góð íþrótt er gulli betri.“ BB. Brjóstakrabbamein: Möguleikar á bijóstasparandi aðgerðum Sögulegir þættir Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum. Tölur gefa til kynna að nýgengi sjdkdómsins hafi stöðugt farið vaxandi undanfarna áratugi eða úr 36,8 af hverjum 100.000 konum árin 1951-1955 í 58,2 árin 1976-1980. Hins vegar hefur dánartíðnin staðið í stað á sama tíma þannig að um 20 konur af hverjum 100.000 deyja að meðaltali úr sjúkdómnum árlega (sjá mynd). Samskonar þróun á sér stað á flestum Vesturlöndum. Menn hafa túlkað þessar tölur svolítið mismunandi, en margir telja þó að þessa aukningu á sjúkdómnum meðan dánartíðni stendur í stað megi túlka sem batnandi árangur af meðferð. Þetta er sjálfsagt m.a. að þakka því að sjúkdómur- inn uppgötvast fyrr, konur koma fyrr til skoðunar og tækni og kunnátta við brjóstamyndatöku hefur fleygt fram, þannig að hægt er að beita árangursríkri meðferð fyrr en áður var mögulegt. Fyrr á öldum voru batahorfur fremur litlar enda voru æxlin oft orðin geysi stór og búin að senda meinvörp í eitla og víðar þegar konur komu til lækna. Bandarískur skurðlæknir William S. Halstedt þróaði aðgerð fyrir síðustu aldamót sem fólst í því að taka burt brjóstið, brjóstavöðvana og eitlana í holhöndinni. Þessi aðgerð jók mjög batahorfur kvenna á þess- um tíma með þessi stóru æxli þó hún væri auðvitað nokkuð lýtandi og hún varð ríkjandi meðferð í nokkra áratugi. Eftir því sem lengra hefur liðið á okkar öld hafa konur og læknar orðið meira vakandi fyrir brjósta- krabbameini, tækni til greiningar batnað og æxlin því greinst með- an þau eru minni. Þetta ásamt breyttum skilningi á sjúkdómn- um ýtti undir rannsóknir á því hvort óhætt væri að gera umfangsminni aðgerðir. Saman- burðarrannsóknir hafa sýnt m.a. vegna breyttra aðstæðna skv. ofanskráðu og einnig því að hægt er að beita röntgengeislum sam- hliða skurðaðgerð að þetta er óhætt. Sú aðgerð sem leysti aðgerð Halstedts af hólmi fólst í brottnámi brjóstsins og eitla í holhönd en að brjóstavöðvar voru sparaðir. Þessi aðgerð hefur að segja má verið ríkjandi frá miðri öldinni fram á okkar daga en síðustu árin samhliða brjósta- sparandi aðgerðum (sjá hér á eftir). Síðar kom fram að lyfja- meðferð eftir skurðaðgerð var einnig til bóta fyrir vissa sjúkl- ingahópa. Þannig er meðferð í dag oft margþætt og fleiri en einn sérfræðingur sem leggur sitt af mörkum í að ná sem bestum árangri. Stig sjúkdómsins Áður en lengra er haldið er gott BRJÓSTAKRABBAMEIN Árlegt aldursstaðlað nýgengl og stöðluð dánartiðnl, mlðað við 100.000 50 40 30 20' 10 --- Nýgengi Dánartiðni / / r 1951 1956 1961 1966 1971 1976 -55 -60 -65 -70 -75 -80 Haraldur Hauksson að glöggva sig á skiptingu sjúk- dómsins í fjögur stig. Stig 1: Minni háttar æxlisvöxt- ur í brjósti og engin dreifing í eitla. nLslcVRS GEGNKRABBAMEINI 31. mars -1 opríM990 Stig 2: Æxli í brjósti með dreif- ingu í eitla í holhönd. Stig 3: Æxlið hefur vaxið fast við brjóstvöðva eða dreift sér til fjarlægari eitla svo sem ofan við- beins. Stig 4: Æxlið hefur dreift sér til fjarlægra líffæra svo sern lungna, beina eða lifrar. Horfur sjúklings eru háðar því á hvaða stigi sjúkdómurinn er þegar hann er greindur. Flest æxli greinast nú á dögum á stigi 1 og 2. Á stigi 1 eru horfur mjög góðar og langflestir sjúklingar ná fullum bata eftir skurðaðgerð. Á stigi 2 eru einnig allgóðar horfur, en oftast er gefin geisla og/eða lyfjameðferð eftir skurðaðgerð. Á stigi 3 eru lakari horfur og verður oft að beita geislameðferð fyrir skurðaðgerð og lyfjameð- ferð samhliða. Á stigi 4 er yfir- leitt ekki hægt að hugsa sér lækningu en oft hægt að halda sjúkdómi í skefjum með geislum og lyfjum nokkuð langan tíma. Þýðing krabbameinsleitar Það gefur auga leið að markmið- ið hlýtur að vera að konur komi til meðferðar meðan sjúkdómur- inn er á stigi 1 og að æxlið sé sem allra minnst. Til að ná þessu markmiði hefur verið ráðist í skipulagða krabbameinsleit með brjóstamyndatöku (mammo- grafi), en slík rannsókn getur greint mein jafnvel áður en það nær 1 cm að stærð eða löngu áður en það er þreifanlegt. Rannsókn frá New York á sjötta áratugnum og önnur nýleg og umfangsmeiri frá Falun-Linköping í Svíþjóð á þýðingu skipulagðrar krabba- meinsleitar, sem sýnt hafa fram á um þriðjungs minnkun dauðs- falla úr sjúkdómnum í þeim hópi sem rannsakaður var miðað við samanburðarhóp hafa vakiö von- ir manna um að þarna sé stigið stærsta skref í baráttunni við brjóstakrabbamein í Iengri tíma. Möguleikar á brjóstasparandi aðgerð Þeir eiginleikar brjóstamynda- töku að greina lítil æxli sést best á þeirri staðreynd að fyrir krabba- meinsleitina í Falun-Linköping hafði ‘A hluti kvenna með brjósta- krabbamein sjúkdóminn á stigi 1 og % hlutar á stigi 2, en við fyrstu umferð leitarinnar hafði þetta hlutfall alveg snúist við, þ.e. 2A hlutar höfðu sjúkdóm á stigi 1 og ]A hluti á stigi 2. Þetta þýddi að hægt var að bjóða mun fleiri konum, sem þess óskuðu upp á brjóstaspar- andi meðferð, öðru nafni fleyg- skurð en áður. Fleygskurður (sjá mynd) þýðir að tekinn er fleygur úr brjóstinu kringum hnútinn og þess gætt að góð rönd af heilbrigðum vef sé allt í kring. Þannig er allt að fjórðungur af brjóstinu tekið og einnig eitlar í holhönd ef sjúk- dómsgreining er örugg, en annars eru þeir stundum teknir 1-2 vik- um síðar eftir að meinafræðingur hefur staðfest greininguna krabbamein. Ymsar rannsóknir hafa rennt stoðum undir það að við minni æxli á stigi 1 gefi fleygskurður jafngóðar horfur fyrir sjúkling og hinar aðgerðirnar sem nefndar hafa verið. Nokkuð mismunandi er við hvaða stærð menn hafa sett mörkin, en í Svíþjóð miða flestir við að bjóða megi upp á fleyg- skurð við æxli minni en 2 cm að stærð og svo var einnig við þekkta rannsókn frá Mílanó í Ítalíu. Yfirleitt er gefin geislameðferð á brjóst eftir fleygskurð af „ör- yggisástæðum," þar sem mark- miðið er að hindra endurvöxt. Það er hins vegar sennilegt að oft sé slíkt óþarfi og í Svíþjóð er að fara í gang stór rannsókn á þessu, þannig að vonandi getum við í framtíðinni sagt nákvæmlega fyr- ir um hvaða konur þurfa að fara í geislameðferð á brjóstið eftir fleygskurð. Eftir fleygskurð þarf helst að fara árlega í brjóstamyndatöku til eftirlits í nokkur ár. Augljóst er og eðlilegt að það er flestum konum niikið áfall þegar þær eru greindar með brjóstakrabbamein. Margar lenda í mikilli sálarkreppu þegar þeim verður þetta ljóst. Þar veg- ur þyngst hugsunin um sjálfan sjúkdóminn, en einnig einkum hjá yngri konum er tilhugsunin um að missa allt brjóstið mjög þungbær. Það að eiga kost á brjóstasparandi aðgerð er því mikill léttir fyrir margar konur, þó því sé ekki að leyna að ýinsar hinna eldri telji það öruggast að láta taka allt brjóstið einnig til að losna við geislameðferð á brjóst- ið á eftir. Það er ljóst af framangreindu að konur geta sjálfar stuðlað að því markmiði, að það náist að greina sjúkdóminn á byrjunar- stigi, þegar horfur eru mjög góð- ar og hægt er að velja brjósta- sparandi aðgerð. Það er með því að halda tíunda heilsuboðorðið (ásamt öllum hin- um auðvitað) sem Krabbameins- félagið hefur dreift undir slagorð- inu TIL SIGURS þjóðarátak gegn krabbameini, en þar er bent á að skoða brjóstin reglulega og fara reglulega í þá brjóstamynda- töku eftir fertugt, sem boðið er upp á í hinni víðtæku krabba- meinsleit um allt land. Haraldur Hauksson. Höfundur cr sérfræöingur í almcnnum skurölækningum á handlækningadeild FSA.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.